Dregið í Meistaradeildinni í dag!

Í dag kl:16:00 (ísl.tíma) er dregið í riðla í Meistaradeildinni og ef ég segi fyrir mína parta þá er ég vel spenntur. Ég mun fylgjast með drættinum “live” og um leið og þetta er klárt setja inná síðuna. Svona lítur þetta út núna:

Pottur 1:
AC Milan, Barcelona, Liverpool, Inter, Arsenal, Real Madrid, Chelsea, Man Utd.

Pottur 2:
Valencia, Lyon, Porto, Sevilla, PSV, Roma, Benfica, Werder Bremen.

Pottur 3:
Celtic, Schalke, Stuttgart, Steaua Bucuresti, CSKA Moskva, Sporting, Lazio, Marseille.

Pottur 4:

Rangers, Shakhtar Donetsk, Besiktas, Olympiakos, Kiev, Fenerbache, Slavia Praha, Rosenborg.

Það er ljóst að við getum ekki mætt liðinum sem er í sama potti og við. Hins vegar er gaman að spá eilítið í hvað gæti verið góður og vondur kostur. Fljótt á litið þá tel ég að þetta séu þeir:

Besti kosturinn:
Liverpool, Benfica, Marseille, Slavia Praha.

Versti kosturinn:
Liverpool, Sevilla, CSKA Moskva, Fenerbache.

Hvað finnst ykkur?

15 Comments

 1. Valencia og Sevilla eru að mínu mati lang erfiðustu andstæðingarnir úr potti 2. En Rafa kann vel á Spænsk lið, þannig að það væri kannski ekkert al vont að mæta slíku liði.

  Varðandi pott 3, þá vil ég alls ekki fá Rússana, bara út af ferðalaginu. Ekkert lið þar samt sem hræðir mig, væntanlega Stuttgart og Schalke sterkust.

  Pottur 4 er ekki snúinn, væntanlega lang best að fá Rosenborg. Enn og aftur, þá vil ég ekki mæta liðum eins og Shakhtar og Kiev vegna ferðalaga og helst ekki þurfa að fara til Tyrklands.

  Draumariðillinn minn væri því:
  Liverpool, PSV, Marseille/Sporting og Rosenborg

  Horror riðill væri:
  Sevilla/Valencia, CSKA Moskva og Shakhtar/Kiev

 2. Mér er hreinlega sama hverjum við mætum. Ég hef trú á þessu liði okkar gegn öllum liðunum í Meistaradeildinni í ár. Lið eiga að hræðast okkur í þessari keppni, ekki öfugt.

  Að því sögðu, þá væri ég til í að fá Sevilla og Marseille. Sevilla eru með léttleikandi og spennandi lið sem væri gaman að kljást við, og svo væri ekki leiðinlegt ef Djibril Cissé og Bolo Zenden gætu komið aftur á Anfield með Marseille. 🙂

 3. Ég sá Benfica spila í gær gegn FCK og þrátt fyrir að þeir unnu 1-0 þá voru þeir gjörsamlega yfirspilaðir og þess vegna vil ég gjarnan fá þá. Eru langt frá því að vera eins góðir og um árið þegar við mættum þeim.

  Ég vil helst ekki mæta Rosenborg þar sem mörg stórlið hafa lent í vandræðum á Lerkendal. Einnig er veðrið stór “factor” í Þrándheimi.

  En sjáum til…

 4. Það er ekkert lið í pottum 2,3 og 4 sem verða okkur til vandræða.. Fullt hús stiga er málið.

 5. Alveg sammála því að ég hræðist ekkert af þessum liðum, þess vegna set ég horror riðilinn upp gagnvart ferðalögum til Austur Evrópu. Allt nema Rússland og Úkraína.

 6. Best Case Scenario:
  Liverpool, PSV, Celtic, Rosenborg

  Worst Case Scenario:
  Liverpool, Valencia, Stuttgart, Fenerbache

  hef fulla trú á að Liverpool fari áfram hvernig sem riðiðillinn mun líta út

 7. Það er alltaf gott veður í Þrándheimi!
  En þar sem ég bý nú þar vill ég fá sem flest stórlið hingað. Þannig að minn draumariðill væri:
  Liverpool
  Valencia
  Celtic
  Rosenborg

  Fer svo vonandi á morgun og kaupi miða á alla leikina…

 8. ALveg sama hvaða liði við mætum, bara ef það innheldur ekki löng ferðalög. Ættum að eiga í fullu roði við hvaða lið sem er. Breiddin orðin góð fyrir utan vörnina. Bring it on….

 9. Haldandi með Stuttgart væri einstaklega gaman ef Liverpool lenti gegn þeim. Einnig væri ég til í rematch á Benfica til að sýna þeim hver er pabbinn.

  Liverpool er nú orðið það agað lið að ferð til Síberíu væri ekkert agalega horror viðureign. Hinsvegar gæti slík ferðalög komið niður á okkur í deildinni.

  Liverpool er soddan risa stórlið að við eigum ekki að þurfa óttast neinn klúbb. Bara stórfínt að fá Sevilla eða Valencia enda kann Rafa Benitez manna best að spila gegn spænskum liðum.

  Fínt líka að fá spá test á hvernig þetta nýja og endurbætta Liverpool lið stendur gegn mjög góðum evrópskum liðum áður en við förum í útsláttarkeppnina í febrúar.
  Bara gott fyrir spilamennskuna að lenda í sem erfiðustum riðli þannig séð. Svo lengi sem það kemur ekki niður á deildinni og eykur hættu á meiðslum að spila á gaddfreðnum völlum.

 10. Roma er langsterkasta liðið úr potti 2. Flest hin liðin eru í niðursveiflu. Valencia, Lyon og Werder virðast bara vera búin á því (a.m.k. einsog staðan er í dag. PSV, Porto og Benfica eru miðlungs-lið. Stóra spurningin er Sevilla, ansi hætt við að þeir séu mjög brothættir núna.

  Stuttgart og Schalke ættu að vera sterkustu liðin úr 3. potti.

  1. potturinn er svo samansafn af einhverju rusli.
 11. SAMA ER MÉR VIÐ HVERN LIVERPOOL KEPPIR, HVAR OG HVENÆR!

  SVO LENGI SEM ÞAÐ ER EKKI ANDSK., HELV. DJÖF. CHELSEA!

Leikmannahópurinn 2007-08.

Búið að draga í riðla í Meistaradeildinni, erum í riðli A.