Leikmannahópurinn 2007-08.

Í dag eru 53 leikmenn sem eru í “First Team Squad” skv. official síðunni. 44 leikmenn (9 í útláni) sem Rafa hefur um að velja í hvern leik, þar af telst mér að um 24 leikmenn séu líklegir til að spila þe. hinir 20 eru vara – og/eða ungmennaliðsmenn og koma væntanlega ekki mikið við sögu aðalliðsins í vetur. Mér telst að stöðulega þá lítið þetta svona út:

5 markmenn, þar af 3 ungir.
8 miðverðir, þar af 5 ungir.
5 bakverðir, þar einn ungur.
7 miðjumenn, 3 ungir.
11 kantmenn/framliggjandi miðjumenn, þar af 7 ungir.
8 framherjar, þar af 4 ungir.

S.s. 44 leikmenn í það heila, þar af 21 leikmenn sem talist geta með almennilega reynslu. Hvar erum við helst veikir fyrir? Auðvitað geta öll lið lent í slæmum meiðslum en það er ekki hægt að hafa 10 Sami Hyypia í leikmannahópnum, einhversstaðar verða stjórarnir að hætta. Í fljótu bragði sýnist mér að við gætum vel bætt við okkur reynslubolta í miðvörðinn og best væri að hann gæti einnig leyst bakvarðarstöðuna (líkt og hugmyndin var með Heinze). Ég held einnig að Rafa sé að leita af þannig leikmanni og líklegast verður að teljast að einhver óþekktur Spánverji komi fyrir lok gluggans á föstudaginn.

Annars tel ég okkur vera með ótrúlega vel samsettan og góðan hóp í vetur, betri en í mörg ár. Ennfremur getum við spilað margar leikaðferðir þar sem við erum með mjög ólíka leikmenn í hópnum t.d. hugsa ég að Ryan Babel sé bestur í 4-3-3 leikaðferðinni o.s.frv. Hvað finnst ykkur?


Leikmannahópur Liverpool 2007-08*

Markmenn:
25. Pepe Reina
30. Charles Itandje
Ungir leikmenn:
40. David Martin
Martin Hansen
Peter Gulacsi, er á láni út tímabilið frá MTK Hungaria.

Miðverðir:
4. Sami Hyypia
5. Daniel Agger
23. Jamie Carragher
Ungir leikmenn:
39. Stephen Darby
44. Robbie Threlfall
46. Jack Hobbs
Ronald Huth
Mikel San Jose Dominguez

Bakverðir:
3. Steve Finnan
6. John Arne Riise
12. Fabio Aurelio
17. Alvaro Arbeloa
Ungir leikmenn:
48. Emiliano Insua

Miðjumenn:
8. Steven Gerrard
14. Xabi Alonso
20. Javier Mascherano
21. Lucas Leiva
22. Momo Sissoko
Ungir leikmenn:
34. Jay Spearing
35. Ray Putterill

Kantmenn:
7. Harry Kewell
11. Yossi Benayoun
16. Jermaine Pennant
19. Ryan Babel
33. Sebastian Leto
Anthony Le Tallec
Ungir leikmenn:
36. Ryan Flynn
41. Besian Idrizaj
42. Nabil El Zhar
Ryan Crowther
Francisco Duran

Framherjar:
9. Fernando Torres
10. Andriy Voronin
15. Peter Crouch
18. Dirk Kuyt
Ungir leikmenn:
38. Craig Lindfield
Krisztian Nemeth
Jordy Brouwer
Andras Simon

Í láni:
Danny Guthrie, er í láni út tímabilið hjá Bolton.
Adam Hammill, er í láni út tímabilið hjá Southampton.
Paul Anderson, er í láni út tímabilið hjá Swansea.
Nikolay Mihaylov, er í láni út tímabilið hjá Twente.
Lee Peltier, er í láni út árið hjá Yeovil.
James Smith, er í láni út tímabilið hjá Stockport.
Scott Carson, er í láni út tímabilið hjá Aston Villa.
Godwin Antwi, er í láni út tímabilið hjá Hartlepool.
Miki Roque, er í láni út tímabilið hjá Xerez CD.

*29. ágúst 2007 kl:14:00

20 Comments

  1. Insúa getur spilað bakvörð og miðvörð í vörninni og mig minnir að Jay Spearing var hægri bakvörður en ég er nú ekki 100 á því. Annars flottur listi. Gott að sjá þetta á blaði.

  2. er enginn stressaður um markmannstöðuna ef pepe myndi meiðast í 2mán eða meira?

  3. Neibb, not at all. Auðvitað slæmt ef Pepe meiðist, en held að við séum með gott cover í þeim franska.

  4. Það hlítur að vera einhverskonar klausa í lánssamningi Scott Carson þess efnis að Liverpool gæti kallað hann til baka ef t.d. Pepe Reina myndi meiðast.

  5. Nei, þegar leikmenn eru lánaðir í heilt tímabil, þá er ekki hægt að kalla þá tilbaka, enda borga Villa okkur 2,5 milljónir punda fyrir lánið á honum (fyrir utan laun)

  6. Ég hef litla trú á því að eitthvað félag myndi lána leikmann frá öðru liði í úrvalsdeildinni með þeim möguleika að hægt væri að kalla á hann innan sólahrings tilbaka.

    Hvað varðar Le Tallec þá er hann ennþá hjá okkur og lítið virðist vera að gerast í hans málum. Ég geri því ráð fyrir því að hann æfi með unglingaliðinu út tímabilið og fari síðan á frjálsri sölu þangað sem hann langar. Greinilega ekki margir um hituna.

  7. Sælir strákar, les þessa síðu á hverjum einasta degi þar sem umræðan er jafnan málefnaleg og pistlarnir vandaðir.

    Nú spyr ég eins og hálfvitinn og Siglfirðingurinn sem ég er….. Keyptum við ekki Daniel Pacheca frá Barcelona í sumar? Það er hvergi minnst á hann á official síðunni??

  8. En spáið í einu. Leikmanna glugganum verður lokað eftir tvo daga og við erum öll sallaróleg með gang mála. Hvað er langt síðan staðan var þannig varðandi leikmannamál Liverpool 🙂

  9. Já ég er svei mér farinn að hallast að því að í ár sé árið.

  10. Miðvörður, well ég held að Hobbs muni sjást í vetur enda skilst mér á fróðum mönnum að hann sé efni í framtíðar miðvörð hjá okkur.
    Ég held að við séum með breiðan og öflugan hóp og auðvitað ef lykilmenn meiðast og allt það erum við veikari fyrir en só what. Þá verða bara minni spámenn að rísa upp og klára pakkann. Annars breika þeir hvort eð er aldrei liðið.

  11. Mér finnst ekki hægt að nota Babel sem kantmann hann hugsar of mikið eins og striker (eigngjarn). Hins vegar má alveg setja hann fram.

  12. Ég get ekki verið sammála því að Babel sé eigingjarn. Mér finnst hann einmitt oft vera of ragur við að gera hlutina sjálfur. Sendir mjög oft á næsta mann. Reyndar er ég þá að miða við leiki Liverpool og því kann hann vera hræddur við að hafa sig of mikið í frammi. Það kann hins vegar vel að vera að hann hafi sýnt aðra takta hjá Ajax sem mér er ekki kunnugt um.

  13. gudnifreyr, ertu þá að meina eins og í þriðja markinu gegn Toulouse, þar sem hann stakk boltanum eldsnöggt inn á Dirk? Strákurinn er tvítugur að aldri og mér finnst persónulega hann bara vera að sýna góða takta fyrr en ég bjóst við. Mikill hraði og áræðni í honum og hann hefur verið að ógna marki nokkrum sinnum, þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið. Held að við ættum aðeins að staldra við og ekki afskrifa guttann sem kantmann fyrr en hann hefur fengið eitthvað að spreyta sig og sýnir okkur fram á það að hann höndli ekki þá stöðu. Hann hefur reyndar spilað þá stöðu mjög mikið í Hollandi með góðum árangri.

  14. Mér finnst nú maður eins og Yossi megi vera aðeins eigingjarnari. Það voru atriði í leiknum þar sem ég stóð og öskraði SKJÓTTU SKJÓTTU, þar sem hann prófaði að leggja hann fyrir annan mann sem var verr staðsettur hann sjálfur. Hann er náttúrulega nýr í liðinu og verður að sýna að hann er teamplayer.
    Mér finnst Babel hinsvegar virkilega góður í því að meta, þegar hann er kominn að boxinu, hvort að aðrir menn séu í aðstöðu til þess að taka á móti bolta og skila honum í netið. Ef ekki þá lætur hann vaða og vonar það besta.
    Mér fannst það líka jákvætt að sjá Leto renna bolta að markinu. Ekkert rosabolti en núna erum við að koma með hóp þar sem virkilega margir leikmenn, ef þeir sjá glufu og markmanninn standa illa, taka skotið.
    Fokk hvað ég er líka ánægður með að loksins er komið “GO FOR THE KILL” hugarfar í þetta lið. Það var tímabil í sögu Liverpool þar sem þeir unnu leiki út af því að þeir vissu að þeir myndu vinna leikinn og það er æðislegt að sjá það aftur í andlitum Liverpool spilara.

  15. Ég gef leikmönnum eins og Leto, Babel og Lucas þetta tímabil til að aðlagast Englandi og þá ekki bara boltanum heldur einnig menningunni, félögunum o.s.frv.

    Babel hefur komið fínt út so far, áræðinn leikmaður með fínar tækni. Getur lagt upp mörk sbr. sendingin á Kuyt gegn Toulouse og skotið að marki sbr. skotið í lok leiksins gegn Chelsea.

    Leto var sprækur í sínum fyrsta leik fyrir okkur, heldur stöðunni vel á kantinum og virðist vera með fína spark tækni sbr. hornið þegar Hyypia skoraði gegn Toulouse.

    Lucas þarf ég að sjá meira til að geta lagt mat á hann.

    Heilt yfir líst mér vel á hópinn.

  16. Núna er Bascombe að skrifa að Pako sé á förum frá Liverpool vegna ágreinings við Benitez. Ég veit ekki hvernig maður á að túlka þetta eða hvernig maður á að spá í áhrifin. Maðurinn sem hefur séð um alla þjálfun leikmanna. Ef Pako fer þá er enginn eftir að því starfsliði sem Benitez kom með sér í byrjun.

    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2007/08/31/reds-assistant-boss-set-to-quit-anfield-100252-19716596/

L’pool 4 – Toulouse 0

Dregið í Meistaradeildinni í dag!