Paletta seldur

Það héldu allir að Rafa væri að lána Gabriel Paletta til Boca í Argentínu. Svo er víst ekki og hefur opinber heimasíða Liverpool FC staðfest þetta. Það má alveg segja það eins og það er, Paletta náði engan veginn að heilla mann í þau skipti sem hann spilaði með Liverpool. Hann er ungur að árum og á framtíðina eflaust fyrir sér, en Rafa hefur greinilega ekki séð nóg í honum til að halda honum og því hefur hann útskipað honum til Argentínu á nýjan leik. EKkert hefur komið fram varðandi kaupverðið á honum. Nú er bara að sjá hvort Rafa nái einum miðverði inn áður en leikmannaglugganum lokar.

10 Comments

  1. Sé ekki eftir honum þar sem við erum með mun betri menn í þessa stöðu.
    En nú er þörf á nýjum miðverði til að auka breiddina.

    Er eitthvað að frétta af meiðslum Hyypia og Carragher?

  2. Það kemur á óvart að hann hafi verið seldur, þar sem allar fréttir af hans málum í vor tóku það sérstaklega fram að Rafa vildi aðeins lána hann og teldi hann enn framtíðarmann. En svona er þetta, kannski hefur hann viljað fara heim, kannski gerðu Boca bara svona gott tilboð.

    Eins og Gummi Halldórs sagði þá sér maður varla eftir kauða, hann stóð sig ekkert sérstaklega, en það er samt ljóst eftir að hann fer og Heinze fer til Spánar að liðið verður að fá einn varnarmann inn í viðbót. Bara meiðslin hjá Carra og Hyypiä í gær lögðu áherslu á það.

  3. Þetta kemur á óvart sérstaklega líkt og KAR segir þá lagði Rafa áherslu á að hann vildi einungis leigja hann. Hins vegar leggur þetta áherslu á að við fáum inn miðvörð fyrir lok mánaðarins.

  4. Ég trúi því nú varla að hann hafi verið seldur án þess að setja einhverja klausu í samninginn um að Liverpool geti keypta hann aftur, svipað og var sett hjá Antonio Barragan þegar hann var seldur til Deportivo. Og þó, kannski hefur Rafa bara talið að hann verði aldrei nógu góður fyrir Liverpool. En eins og aðrir segja þá ætla ég rétt að vona að keyptur verði inn miðvörður fyrir lokun leikmannaskiptagluggans. Ég vil ekki horfa upp á annað tímabil eins og í fyrra þar sem Finnan var eini hægri bakvörðurinn okkar fram í janúar.

  5. Ég vill sjá Jack Hobbs byrja á móti Toulouse ef að Carra og Hyypia verða ennþá tæpir:D

  6. Heyrðu vá, ég sá þessa villu ekki. Ég ætlaði að sjálfsögðu að segja “Heinze fór til Spánar”. Er búinn að breyta þessu. 🙂

  7. Meira að koma í ljós með þessa sölu á Paletta. Chris Bascombe staðfestir í dag að með sölunni á Paletta til Boca, þá hafi lánssamningi á Insúa verið breytt í “permanent move” eins og þar segir. Ég verð nú að segja eins og er að það eru afar jákvæðar fréttir, því ég hef heillast af Insúa í þessum leikjum sem ég hef séð hann í. Rafa hefur greinilega talið það betra að eignast þann leikmann og sleppa hinum.

  8. Ánægjulegt að Insúa sé kominn að fullu. Ég vil sjá hann spila helling af leikjum í vetur!

Er Torres næsti Dalglish? hhmmm

Er launaþak lausnin?