Gerrard, Carra og Hyypia frá gegn Toulouse.

Svo gæti verið að sigurinn gegn Sunderland hafi verið Pyrrosarsigur þar sem bæði Carragher og Hyypia meiddust í þeim leik og verða næstum örugglega ekki með gegn Toulouse á þriðjudaginn. Hyypia mun hafa nefbrotnað og misst sjónina tímabundið á vinstra auga og talið að Carra hafi rifbeinsbrotnað. Þetta þýðir að við erum tæpir í miðri vörninni og Arbeloa mun vera með Agger þar. Þetta er skýrt dæmi um stöðu þar sem við erum ekki með nægilega gott “back up”. Ég von á því að miðvörður komi fyrir lok mánaðarins.

Á jákvæðum nótum þá er Aurelio víst að koma til og mun snúa til æfinga á fullu á næstunni eftir að hafa rifið hásin á síðasta tímabili.

5 Comments

  1. Það vill svo til að við erum á leiðinni inn í eina auðveldustu viku tímabilsins. Leikurinn gegn Toulouse er vissulega mikilvægur en miðað við það sem maður sá í fyrri leiknum ættu okkar menn að klára þetta þægilega. Svo er það heimaleikur gegn Derby um næstu helgi, sem er á pappírnum allavega auðveldasti leikur ársins í deildinni.

    Agger og Arbeloa sjá um þetta fyrir okkur þessa vikuna. Riise og Finnan í bakvörðum. Það er alveg nógu góð vörn til að sigra Toulouse og Derby.

  2. Já, og svo eftir Derby leikinn þá er tveggja vikna frí. Portsmouth leikurinn er ekki fyrr en 15.september.

    Þannig að ef menn ætla yfir höfuð að meiðast, þá er þetta ágætur tími. 🙂

  3. Vissulega en hvern erum við með sem back up ef tveir af þeim Agger, Hyypia og Carragher skyldu meiðast í lengri tíma? Auðvitað Arbeloa en hvern svo? Hobbs (19 ára), Ronald Huth (18 ára), Mikel San Jose (18 ára), Robbie Threlfall (19 ára) og Stephen Darby (19 ára)?

    Aðrir ungir miðverðir hjá okkur eru þeir Miki Roque (á láni hjá Xerez CD á Spáni, Godwin Antwi (á láni hjá Hartlepoo) og James Smith (á láni hjá Stockport County).

    Þannig að það væri æskilegt að fá einn reynslubolta til félagsins út tímabilið á meðan þessi ungu strákar frá reynslu.

Staðan í deildinni

Er Torres næsti Dalglish? hhmmm