Staðan í deildinni

Mér finnst þetta falleg sjón:

Staðan í ensku

Ég bind enn sterkar vonir við að liðið í 19.sæti falli niður um deild næsta vor. 🙂

17 Comments

 1. já þetta er fallegt það má nú reikna með því að þetta breytist aðeins……en djöfulli á ég erfitt með að halda það út að fá mér EKKI sýn2. Það að þurfa að vakna í vetur á laugardagsmorgni til að sjá hádegisleikinn er ekki að heilla neitt svakalega þessa stundina…..

 2. Þetta er fallegt.

  En hvernig væri að fá annan þráð yfir það hversu mikið Sýn og 365 er mikið bévítans drullufyrirtæki.

  Sýna ekki leik Real Madrid og Atletico vegna tæknilegra erfiðleika og þeir sjá það 10 mínútum fyrir leikinn að þessi leikur verði ekki sýndur. Þetta er mesta kjaftæði sem ég veit. Erum 6 saman kominn til að sjá Atletico vinna Real sem þeir eru að gera og ég er að missa af, búinn að panta pítsu og hálfvitarnir sýna ekki fjandans leikinn.

  Ég er námsmaður og ef ég hef ekki efni á því að borga fyrir Sýn þá á ég að gjöra svo vel að redda því og ef þeir sýna ekki leikinn þá eiga þeir að drullast til að redda því.

  Nennir einhver að minna fólkið á 365 að það er árið 2007 en ekki 1992.

  Einn reiður sem afsakar fúkyrðin sem 365 hálfvita-okur-miðlar eiga skilið að fá!

 3. Lolli slakaðu aðeins á. Veit að Sýn hafa gert margt slæmt og verðskulda oft gagnrýni en það fékk engin sjónvarpsstöð í evrópu að sýna þennan leik vegna þess að það náðust ekki samningar við Madridinga. Þetta var alveg eins hjá Sky Sports sko og ég var alveg jafn pirraður.

 4. ÉG hef aldrei skrifað inná hjá ykkur áður, en ég verð að segja eins mikið og ég elska Liverpool þá þoli ég svona bull. Í fyrsta lagi þá vil ég sjá mitt lið EFRST á töflunni en það má bíða mín vegna þangð til í lok tímabils. Ég hef alltaf viljað mínu Liverpool lið það besta, og ef það gerist, þá skiptir mig engu hvað verður um hina. Punktur. Lifium í sjálfum okkur en ekki öðrum. Man Utd er frábært lið og ef við verðum ofar en þeir þá vil ég að það verði BARA vegna þess að við erum/verðum einfaldlega betri en stórkostlegt lið. VERÐUM BETRI í boltanum. Við höfum staðið okkur betur en önnur Ensk lið í Evrópu síðustu ár. Einn tiltill að vísu nokkuð stór, en munurinn á því að vera núer eitt og tvö er sá að vera númer eitt ER EKKKI ALLT en við viljum vinna Ensku deildina því eins og Bill Shankli sagði það er það aðalmáli…..
  Ég er búin að vera bjarnsýnn á síðustu ár, en ekki þetta ár. Og ég veit ekki af hverju. Væntingar eru mjög oft vísun á vonbrigði. Nú hef hef ég mestu vonirnar við þann leikmann sem ég vissi ekkert um: Voronin.
  Það sem ég hef séð af honum er afar áhugavert, við mistum Guð en hann er mörgum klössum ofar Fowler eins og hann var í rest hjá okkur.

 5. ÉG hef aldrei skrifað hér áður.
  Ég verð að segja eins mikið og ég elska Liverpool þá þoli ég ekki svona bull.
  Í fyrsta lagi þá vil ég sjá mitt lið EFST á töflunni en það má bíða mín vegna þangað til í lok tímabils. Ég hef alltaf viljað mínu Liverpool liði það besta, það skiptir mig engu hvað verður um hina. Punktur. Man Utd er frábært lið og ef við verðum ofar en þeir þá vil ég að það verði BARA vegna þess að við erum einfaldlega betri en stórkostlegt lið. VERÐUM BETRI í boltanum.

  Við höfum staðið okkur betur en önnur lið í Evrópu síðustu ár. Einn titill, að vísu nokkuð stór, en munurinn á því að vera númer eitt og tvö er sá að vera númer eitt ER EKKKI ALLT en að vera númer tvö ER EKKI NEITT.

  Við viljum vinna Ensku deildina því eins og Shankly sagði þá er það aðalmáli….

  Ég er búin að vera bjarnsýnn á síðustu ár, en ekki þetta ár, og ég veit ekki af hverju. Væntingar eru mjög oft vísun á vonbrigði. Nú hef hef ég mestu vonirnar við þann leikmann sem ég vissi ekkert um: Voronin.
  Það sem ég hef séð af honum er afar áhugavert, við mistum Guð en hann er mörgum klössum ofar Fowler, eins og hann var í restina hjá okkur.

  Sumir lifa í því að pæla í öðrum en vænlegast leiðin til árangurs er að hugsa um sjálfan sig.

  Liverpool að eilífu, að minsta kosti. ÞJ

 6. …tók einhver eftir því hver var fyrrirliði eftir að karra fór útaf?

 7. þettað er flott og markatalan er líka flott gæti verið betri ef dómara druslan hefði ekki gefið víti á móti cel eða hvað þeir nú heita var það ekki alonso sem tók fyrirliðabandið?

 8. Getur verið að stig verði dæmd af liverpool vegna Heinze málsins???
  nú er nefnilega verið að tala um að crystal palace hafi átt að kaupa heinze og selja hann siðan strax ti Liverpool, er það nokkuð ólöglegt?

 9. Þetta er skemmtileg sjón… guð hvað ég yrði glaður ef þetta myndi gerast 🙂

  Lolli, hvað var það sem þú skyldir ekki við mótmælin hér í lok júlí / byrjun ágúst… ég bara spyr !

  Finnan fékk fyrirliðann.

  og varðandi síðasta punktinn…. eF stig verða dæmt af Liverpool… þá spyr ég bara af hverju í andskotanum er West Ham en í þessari deild… sé það aldrei gerast !

  YNWA

 10. Falleg staða og vonandi heldur þetta áfram. Ömurleg staðreynd samt að tjelskí hafi fengið gefins stig um daginn og 2 tekin af Liverpool. Vonandi mun það ekki hafa úrslitaáhrif í lok tímabilsins.
  Hvar eru manjú fólkið núna, maður heyrir ekki múkk þessa dagana :p

 11. Það er aldeilis metnaður í okkar mönnum. Hvað er svona dásamlegt að sjá Liverpool í 4. sæti (ég veit að ManU er í 19. sæti á þessari mynd en þeir eiga eftir að koma upp)? Eigum við kannski að stefna að því að hætta að reyna vinna deildina fyrr þetta árið, við vorum hættir í desember að reyna eitthvað í deildinni. Það skiptir engu máli hvernig staðan er eftir 3 – 4 leiki, spyrjum frekar að leikslokum.

 12. Vá, hvaða mórall er í mönnum? Áttaði enginn sig á því að Einar var ekki að fagna fjórða sætinu sem slíku, heldur þeirri staðreynd að við erum að byrja jafn vel og hvaða lið sem er í deildinni þetta árið? Við erum vanir því að sitja um miðja deild eða neðar eftir fyrstu 3-5 umferðirnar, en nú erum við í fjórða sæti og getum farið í toppsætið á markatölu ef við vinnum leikinn sem við eigum inni. Það er talsvert betri byrjun heldur en við eigum að venjast og gefur ástæðu til bjartsýni.

  Það er enginn að fagna fjórða sætinu sem slíku, heldur erum við að fagna því að liðið er við toppinn og hefur byrjað jafnvel eða betur en hin toppliðin, þannig að þetta árið virðast menn ætla að vera með í toppbaráttunni frá byrjun en ekki í einhverjum helvítis eltingarleik allan veturinn. Ef það má ekki gleðjast yfir því þá veit ég ekki hvað.

Sunderland 0 – Liv’pool 2

Gerrard, Carra og Hyypia frá gegn Toulouse.