Sunderland á morgun

Jæja, æsispennandi landsleikjahléi lokið og nú tekur alvaran við. Tveir afar jákvæðir punktar í þessum landsleikjum, Carra staðfesti það í verki að hann er hættur að láta velja sig í hópinn og Stevie hafði “göts” til að draga sig út úr honum. En nú er það Sunderland á morgun. Í mínum huga skera úrslitin í þeim leik úr um það hvort við getum sagt að við byrjum deildina virkilega vel. Annar útileikur okkar á tímabilinu og vinnum við hann þá tel ég liðið okkar vera búið að taka stórt skref í þá átt að teljast vera að bæta sig mikið milli ára. Á öllu síðasta tímabili sigruðum við 6 leiki á útivelli. Ef okkur tekst að vinna á morgun, þá erum við strax búnir með 1/3 af því og enn 17 slíkir eftir. Ég mun því hækka verulega í bjartsýnisstuðlinum fyrir þetta tímabil ef tekst að leggja Sunderland að velli.

Sunderland eru sýnd veiði en ekki gefin. Spyrjið bara Tottenham menn að því. Þeir fóru þangað í fyrstu umferðinni og töpuðu með einu marki gegn engu. Heimamenn munu parkera fyrir framan mark sitt og beita skyndisóknum í hvert einasta skipti sem við gefum frá okkur boltann. Nú skiptir það fyrst og fremst máli að vera þolinmóðir og reyna að finna glufur á vörninni. Ég gleymi hreinlega aldrei leik sem við áttum einmitt gegn Sunderland fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Þá vorum við einmitt í heimsókn á þessum velli og yfirburðir Liverpool FC voru HRIKALEGIR. Mig minnir að við höfum átt einhverjar 24 marktilraunir gegn ENGRI. Við tókum einhverjar 12 hornspyrnur og Sunderland fékk ENGA. Samt endaði leikurinn 0-0 og Jurgen Macho átti leik lífs síns í markinu. Maður gat varla verið pirraður eftir þann leik, maður bara klóraði sér í hausnum og átti varla orð yfir það sem maður var búinn að sjá. Við VERÐUM að finna leið framhjá svona varnarmúr og ég er sannfærður um að loksins séum við komnir með mennina til þess að brjóta svona upp. Við erum með menn núna eins og Torres og Babel sem geta komist langt á sínu moment of brilliance, sem getur bara ráðið úrslitum.

En þá að liðunum. Það er alveg á tæru að Roy Keane, stjóri Sunderland, mun vita upp á hár hvernig eigi að trekkja sína menn upp fyrir leikinn og þeir munu koma grimmir til leiks. Þeir töpuðu um síðustu helgi illa fyrir Wigan og vilja eflaust hefna fyrir þær ófarir og sýna fram á að þeir eigi heima í þessari deild. Fyrirliði þeirra er víst meiddur (Dean Whitehouse) og einn af þeirra betri mönnum (Carlos Edwards) líka. En mér skilst að aðrir séu klárir í slaginn. Þrír leikmenn eru til reynslu hjá þeim núna, en ekki er búist við því að þeir verði komnir með leikheimild fyrir leikinn, en þetta eru gamlir og þekktir jaxlar úr boltanum: Andy Cole, Ian Harte og Samuel Kuffour. Sunderland eru þó með einna sterkasta liðið af nýliðunum, enda búnir að eyða hátt í 30 milljónum punda í leikmannakaup í sumar.

Þá að okkar mönnum. Stevie G er meiddur og spilar líklega ekki með. Auðvitað er alltaf slæmt að missa þann kappa út, en miðjustaðan hjá okkur er að mínu mati sú best mannaða í boltanum í dag. Hann er frá og þá þarf að velja einn af þessum 5 á miðjuna í staðinn. Xabi Alonso, Javier Maschareno, Momo Sissoko, Lucas Leiva eða Yossi Benayoun. Geri aðrir betur. Vandamálið er bara hvern á að setja inn. Aurelio er enn meiddur og ég hef ekkert heyrt af Kewell, þ.e. hvort hann sé ennþá fjarverandi eða hvort hann sé klár í slaginn á ný. Ég reikna nú ekki með því að hann geri mikið tilkall í liðið allavega þar sem hann þarf eflaust að jafna sig vel á þessu, vitandi hversu brothættur kall greyið er.

Ég reikna með að Benítez stilli upp sókndjörfu liði á morgun. Sunderland liggja væntanlega í vörn og því þarf sköpunargáfu fram á við til þess að brjóta það á bak aftur. Ég á alveg eins von á að Xabi Alonso muni ekki byrja inná og Javier komi inn í hans stað. Ég á síðan afar erfitt með að átta mig á hvernig hann ætlar að stilla upp fremri miðjumanninum og köntunum. Persónulega vil ég sjá Pennant áfram á þeim hægri, því mér fannst hann frábær gegn Chelsea. Vinstra megin er öllu erfiðara um að spá. Mun Rafa halda þeim Arbeloa og Riise þar, eða mun hann setja Riise niður í bakvörð og þá Babel eða Benayoun á kantinn? Mun Sissoko koma inn á miðjuna, eða tekur kallinn smá séns og setur Benayoun þar? Svo gæti hann reyndar komið öllum á óvart með því að setja Lucas beint inn í liðið ásamt Leto. En mér finnst það afar ólíklegt þar sem hann hefur sagt frá því að hann vilji leyfa þeim að aðlagast vel áður en þeim er hent út í djúpu laugina. Ég ætla því að stilla upp tveimur liðum hér að neðan. Það fyrra er það lið sem ég vil helst sjá hefja leikinn, og það seinna er svo það sem ég tel líklegast að Rafa geri:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Benayoun – Mascherano – Babel

Kuyt – Torres

Og þá það sem ég held að verði (þó það sé auðvitað lífsins ómögulegt að spá fyrir um:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Arbeloa

Pennant – Sissoko – Mascherano – Riise

Kuyt – Torres

Ég ætla mér að vera bara bjartsýnn á leikinn og tippa á að við skorum snemma. Gerum við það, þá getur þetta vel orðið markaleikur, því þá þarf Sunderland að sækja. Ég ætla að spá okkur 0-3 sigri þar sem Torres heldur áfram sinni iðju og skorar tvö mörk og Dirk félagi okkar Kuyt setji eitt.

27 Comments

 1. Er ekki líklegra að Riise verði nú í bakverði með Babel á kanti, þ.e. ef Sunderland liggur til baka?

 2. Þannig myndi ég vilja hafa það, eins og sést á fyrri uppstillingunni. Það var bara eitthvað sem sagði mér að Rafa myndi fara hina leiðina.

 3. Góð upphitun Steini og ég er sammála flestu sem þú segir. Flestu nema einu: af hverju í ósköpunum ætti Rafa að setja Xabi Alonso út úr liðinu á morgun?!?

  Notaðu rökhugsunina. Gerrard og Alonso hafa byrjað fyrstu tvo deildarleikina saman en nú vantar Gerrard. Það veikir miðjuna en við eigum góða leikmenn þarna inn í staðinn. Af hverju í andskotanum ætti karlinn þá að veikja miðjuna enn frekar með því að taka Xabi líka út? Ég held að hann muni pottþétt byrja inná á morgun, lék bara 24 mínútur með Spáni á miðvikudag og er því alveg til í slaginn, og þykir mér yfirgnæfandi líklegt að Mascherano verði með honum.

  Að öllu eðlilegu myndi Rafa frekar setja Sissoko inn, þar sem hann spilar framar á vellinum eins og Gerrard en Alonso og Mascherano sitja jafnan aftur, en þar sem Mascherano hefur ekki enn verið í byrjunarliði í deildarleik held ég að hann muni setja hann inn. Þá getur Alonso fengið sjaldgæft tækifæri til að ýta sér framar og stjórna spilinu rétt utan vítateigs Sunderland. Við græðum það líka að Alonso er betri skotmaður en Sissoko og því líklegra að hann smelli einu heldur en Momo úr fremri miðjustöðunni.

  Mín spá fyrir miðjuna er því þessi: Pennant – Mascherano – Alonso – Benayoun. Babel kemur svo inn í seinni hálfleik eins og venjulega og smellir einu fyrir okkur. 😉

  Annars leggst þessi leikur ágætlega í mig. Þetta verður erfitt og Sunderland er lið sem getur alveg unnið okkur ef þeir hitta á góðan dag og ná að trufla rythmann í liði okkar manna, en ef Alonso og Benayoun eiga góðan dag inná miðjunni munu Torres og Kuyt fá úr nógu að moða til að búa til sigur fyrir okkur.

 4. mitt lið er svona

                       reina
  

  finnan carragher agger riise

  pennant alonso mascherano babel

             torres         kuyt
  

  sissoko gæti komið inn en sendigarnar eru ekki nógu góðar hjá honum

  0-4 fyrir liverpool torres tvö kuyt eitt babel eitt

 5. Takk fyrir það Kristján,

  Ég veit ekki af hverju ég held að Xabi byrji ekki, bara eitthvað hugskot reikna ég með 🙂

  Mér finnst ólíklegt að hann verði með bæði Xabi og Masch á miðjunni í þessum leik og þar sem sá síðarnefndi hefur lítið fengið að spreyta sig í deildinni, þá held ég að Xabi muni verða frekar notaður í Evrópuleiknum á Anfield um miðja næstu viku. Ég yrði sem sagt ekkert hissa á að sjá Momo og Masch byrja þennann leik. En eins og ég sagði í upphituninni, þá er úr mörgum kostum að velja og þvílíkt góður hausverkur að hafa.

 6. Ég held að hann muni nota Crouch eða Voronin frammi með Kyut eða Torres. Jafnvel að hann noti báða, þ.e. Crouch og Voronin í þessum leik. Crouch mun allavega fara í mikla fýlu ef hann fær ekki að spila. Ég vona hinsvegar að hann noti Torres og Kyut og hafi Voronin á bekknum.

 7. Eitt stakk mig hjá þér SSteinn

  Ekki hægt að vera pirraður eftir þennan 0-0 leik um árið

  trúðu mér, þar var sko víst vel hægt 😉

 8. 🙂 Kannski orðum aukið að segja að maður hafi ekki getað pirrast, málið var bara að þessi leikur var svo ótrúlegur að maður bara trúði þessu ekki, þ.e.a.s. að við hefðum ekki náð að skora þrátt fyrir þessa yfirburði sem maður hefur varla orðið vitni að aftur á fótboltavelli.

 9. Ég er bjartsýnn og við vinnum þennan leik auðveldlega 1-4 þar sem Sunderland nær forystunni. Undanfarin ár má segja við séum lið sem hefur spilað varnfærislega og frekar varnarsinnaða knattspyrnu en í ár verður breyting þar á. Við munum sækja á fleiri leikmönnum og betri leikmönnum en áður. Ég hlakka til leiksins en undafarin ár hefur þetta verið leikir sem ég hef hræðst og með réttu.

  Okkar mörk skora þeir Torres, Alonso, Agger og Babel.

 10. Ég á von á Torres og Vorin frami og Mascarano og Sissoko á miðjuni.

  Riise í bakkverði með babel fyrir framan

 11. jæja, allir að spá 4-0… við skulum ekki fara á flug hérna, treysti Rafa til að halda leikmönnunum á jörðinni þess vegna vinnum við leikinn á morgunn.

  Treysti mér ekki til þess að spá fyrir um miðjuna nema þá að Pennant verði hægra megin og Xabi í liðinu.

  Vona að Riise verði færður í bakvörðinn og við fáum Babel eða Yossi á vinstri kantinn.

  Spái og vona að Crouch verði með Torres frammi.

 12. Þessi leikur endar ekki 4-0, ég held við getum verið nokkuð örugg um það. Bæði er Liverpool-liðið ekki þekkt fyrir að raða endalaust af mörkum, og hefur reyndar verið í vandræðum með að ná öðru markinu sem innsiglar sigur í báðum fyrstu leikjum tímabilsins, og þar að auki hefur Roy Keane hert vörn og baráttu Sunderland-liðsins það mikið að þeir eiga ekki að fá svona mörg mörk á sig, sérstaklega ekki á heimavelli.

  1-0, 2-0 eða 2-1 sigur væri raunhæf spá, ekki 4-0 eða 4-1 að mínu mati. Annars er mér nokk sama, svo lengi sem við löndum þremur stigum í hús.

 13. 6-0 Crouchy þrennu og Finnan tvö.

  Á 90. mínútu ætlar Roy Keane að væla yfir dómgæslunni og hleypur óvart inná völlinn akkúrat þegar að Sunderland leikmaður er að hreinsa boltann fram á völlinn, en í stað þess skýst boltinn í hausinn á Roy Keane og svo yfir markvörð Sunderland og í markið.

  Við þetta rotast Roy Keane og missir endanlega vitið og endar svo stuttu seinna sem þjálfari hjá Gróttu.

 14. Ég er nokkuð viss um að Liverpool vinni þennan leik. Aftur á móti er ég sammála Kristjáni um að þetta verði ábyggilega enginn rosa markaleikur. Spái 2-0 sigri, þar sem Torres setur hann í byrjun seinni hálfleiks og Voronin kemur inn á af bekknum á 70. og skorar nokkrum mínútum fyrir leikslok.

 15. liv vinnur þennan leik ef dómara druslan gerir ekki einhverjar gloríu vil sjá voronin frammi með torres ,kuyt á að spila í meistaradeildini og reyna að fara að skora, annars er hann ágætur en ég er ekki búinn að ná mér eftir síðasta leik stundum eru stig tekin af liði en ef ætti að taka stig af einhverju liði þá er það Chelsea

 16. eftir að ég sá að Liverpool á Toulouse á þriðjudaginn þá skil ég ekki gremju Benitez með “early kick off” (a.m.k. ekki í þessu tilviki), alveg eins hægt að líta á það þannig að leikmennirnir fái aukatíma til að jafna sig fyrir þann leik…

  þá er það mission impossible, að spá fyrir um lið Benitez í dag…
  Pepe
  Finnan, Agger, Carragher, Arbeloa
  Pennant Alonso Sissoko Riise
  Crouch Torres

  0-2
  Crouch, Torres

 17. Ég man sko vel eftir þessum 0-0 leik gegn Sunderland. Hann var reyndar ekki spilaður á Stadium of Light heldur á Anfield eins og sjá má hér: http://www.lfchistory.net/viewgame.asp?game_id=2403

  Það var svo mánuði síðar sem liðin léku á heimavelli Sunderland þar sem Liverpool gerði sér lítið fyrir og tapaði fyrir Sunderland 1-2. Sjá hér:
  http://www.lfchistory.net/viewgame.asp?game_id=2410

  Liverpool hefur oft gengið illa gegn Sunderland og þá einna helst á þeirra heimavelli. Ég er ekkert alltof bjartsýnn fyrir þennan leik en tel þó sigur líklegri en ella og spái 2-1 fyrir Liverpool.

 18. Ég trúi ekki að hann hafi Riise á kanntinum og Arbeloa í bak,
  Hann verður með meiri sóknarþunga og hefur Riise í bak og annað hvort Babel eða Benayoun á kanntinum.

  Ég vona að liðið verði svona.

          Reina
  

  Arbeloa Agger Carra Riise
  Pennant Alonso Mascerano Babel
  Torres Voronin

 19. Nonni, það sem Rafa er að meina með þessu er að hann fær ENGAN tíma með leikmönnum sínum. Það eru einhverjir 5 leikmenn sem urðu eftir á Melwood. Leikirnir eru á miðvikudagkvöldi og því eru leikmennirnir ekki að koma tilbaka fyrr en á fimmtudags seinnipart og um kvöldið. Vegna early kick off, þá þarf liðið að ferðast til Sunderland á föstudeginum og svo leikur snemma á laugardeginum. Held að þetta segi sig sjálft hvað hann er að meina hérna. Þetta snýst ekki um einhverja auka klukkutíma sem hann fær fyrir leik í næstu viku, heldur snýst þetta um að hann nær ENGUM tíma með leikmönnum til að fara yfir hlutina á vellinum.

 20. 0-2 Kuyt / Riise
  Torres meiðist og verður ekki með næstu vikurnar – sorry!

 21. Þetta mun vera byrjunarliðið í dag..

  Reina
  Finnan Carragher Hyypiä Arbeloa
  Pennant Sissoko Alonso Babel
  Voronin Torres

 22. helgi j ertu miðill , vúdu,sérðu framm í tímann eða er þettað óskhyggja

Blaðamannafundur

Liðið á móti Sunderland