Gerrard frá í nokkra daga

Það er orðið ljóst að Steven Gerrard [verður ekki með gegn Roy Keane og co í Sunderland](http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_2680706,00.html). Einnig er talið að hann muni missa af leiknum gegn Toulouse næsta þriðjudag.

Núna kemur sér vel að vera með Javier Mascherano, Momo Sissoko og Lucas Leiva til vara.

8 Comments

  1. Auðvitað er ávallt slæmt að missa Gerrard en í fyrsta skipti í langan tíma þegar lykilmaður er frá er ég ekki hræddur um að liðið “veikist” við það. Við erum með það mikla breidd að þegar 1-2 lykilmenn vantar (Gerrard, Torres, Reina, Carragher, Alonso) þá er örvæntir maður ekki.

    Væri gaman að sjá Lucas Leiva fá sénsinn. Ég sá Mascherano í gær gegn Noregi og var hann afar slappur. Annað en J.A. Riise sem áttir fantaleik og fékk víti dæmt á áður nefndan Mascherano.

    Líklegt byrjunarlið?

    Reina

    Arbeloa – Carragher – Agger – Riise

    Benayoun – Lucas – Alonso – Babel/Kewell

    Torres – Crouch

  2. Ég held að Sissoko fari í mikla fýlu ef Lucas verður tekinn fram fyrir hann og hætta á að hann missi sjálfstraust. Þess vegna held ég að Sissoko fái sénsinn á undann Lucas.

    Sé ekki afhverju Rafa ætti að taka Pennant út úr liðinu því ef það þarf að spila einhvern í gang þá er það Pennant.. held að þetta sé frekar spurningu um Babel/Benayoun heldur en Babel/Kewell. Kewell labbar ekki beint inn í byrjunarliðið.

    Líst vel á að seta Riise í bakvörðinn gegn veikari liðunum – þá verðum við að hafa sókndjarfa kantmenn og klára leikina með style! Skora fleiri en einu marki meira en andstæðingurinn. Eins marks sigur er alltof tæpt og þá komum við til með að misstíga okkur og missa stig. Sbr. Chelsky leikinn og Villa leikinn (þar bjargaði kóngurinn okkur frá enn einu jafnteflinu á útivelli!).

  3. Ég vill fá að sjá Lucas byrja á laugardaginn, drengurinn spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Brasilíu þegar að hann kom inná á miðvikudaginn:P og mig langar að sjá hann í real live því að ég hef aldrei séð hann spila

  4. Verð mjög hissa ef Rafa tekur upp á því að henda Lucasi út í djúpu laugina með því að láta hann byrja inná. Tel mun líklegra að hann setji Mascherano eða Sissoko inn á miðjuna með Alonso. Gæti síðan sett brassann inná í síðari hálfleik. Hef persónulega ekki séð til hans ennþá og get ekki dæmt um það hversu tilbúin hann er en mér finnst líklegt að hann þurfi sinn aðlögunartíma eins og aðrir suður amerískir leikmenn í enska boltanum.
    Ég segi Riise, Alonso, Mascherano og Pennant í byrjunarliðinu.

  5. Ég tel það býsna hæpið að Lucas verði settur í liðið í þennan erfiða útileik gegn Sunderland. Finnst líklegt að Mascherano verði settur inn á miðjuna með Alonso og það verði spilað þétt þar, en kannski kemur Benayon inn á vinstri kantinn til að auka á sóknarmöguleikana.

  6. Ég held því miður að við fáum ekki að sjá mikið af leiva strax :S

Heinze til Real Madrid

Með rúmlega milljón á dag