Heinze til Real Madrid

Marca [greinir frá því að Real Madrid hafi gengið frá kaupum á Gabriel Heinze frá Manchester United.](http://www.marca.com/edicion/marca/futbol/1a_division/real_madrid/es/desarrollo/1028036.html) Hann ku hafa gert 4 ára samning við liðið.

Þar með endar þessum skrípaleik, sem að Alex Ferguson og co hafa staðið fyrir að undanförnu. Það er augljóst að orðspor þessa félags hefur versnað í þessu máli og leikmenn hljóta að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gera samninga við forsvarsmenn þess, þar sem það virðist ekki vera öruggt að við þá sé staðið.

**Uppfært (EÖE)**: BBC hafa [staðfest](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/m/man_utd/6958131.stm) þessa frétt.

17 Comments

  1. Fyrst þetta bréf var til staðar, eins og dómsstólar sögðu til um, að Heinze gæti ekki farið til eitthvers af keppinautum Man Utd í deildinni heimafyrir, þá skil ég ekki hvað þú meinar með þessum meinta skrípaleik Sir Alex og félaga hjá Man Utd…

    …en það er kannski bara ég.

  2. DJ Soley, thu matt alveg utskyra nanar hvad thu att vid med thessu…

    Annars er thetta finn endir a thessu leidinlega mali sem er man utd til haborinnar skammar. Eg er adallega anaegdur fyrir hond Heinze, ad fa ad komast burt fra thessum klubb, thad eru ekki margir klubbar, ef tha einhverjir, sem myndu fara svona med sina eigin leikmenn.

  3. Ég skil bara ekki af hverju LFC notuðu ekki bara lepp í þessu dæmi. Bæðu t.d. Valencia að kaupa hann og keyptu hann svo aftur af þeim.

  4. Benni, mér skilst að þetta bréf hafi nú ekki verið til staðar, þ.e. að hann mætti ekki fara til keppinautanna, enda hefði málið þá líklega aldrei verið tekið fyrir hjá Premier League. Málið snerist (að mér skilst) um það að þetta var einmitt ekki tekið fram í bréfinu, en einhver átti að hafa komið þessu til skila munnlega. Svo voru menn að hengja sig í að lágmarks upphæðin hafi verið tilgreind í Evrum og því hafi það meint að hann gæti bara farið til liðs utan Englands.

    En sammála, gott að þessum skrípaleik sé lokið.

  5. Sóley, ha?

    Annars er ég hálf andlaus yfir þessu öllu saman. Hann reyndi en það tókst ekki og nú er mér frjálst að hata hann áfram sem leikmann Real Madrid. 🙂

    Ég segi bara enn og aftur: hvern ætlar Rafa að reyna við í staðinn? Það er mér ljóst að við þurfum einn varnarmann í viðbót til að “klára” hópinn, spurningin er bara hver það er.

  6. Þetta voru vonbrigði. Heinze hefði vissulega styrkt liðið.

    Ég verð nú að viðurkenna að héðan í frá mun ég bera hlýjan hug til Heinze. Sjaldan eða aldrei hefur leikmaður lagt jafn mikið á sig til að koma til Liverpool. Maður að mínu skapi.

    Ég vona að allt þetta mótlæti í byrjun mótsins þjappi liðinu saman. Getulega stöndum við jafnfætis Manu og Chelsea en við eigum eftir að sína að við búum yfir sama sálfræðilega styrk og þau lið.

    Mikið svakalega er ég svo ánægður að við séum að keppa um heimsins bestu leikmenn að nýju. Búnir að fá Torres og svo næst Mikah Richards.

    Áfram Liverpool!

  7. Steini, dómstólar dæmdu allavega með Man Utd, ekki okkur, og af því dregur maður þá ályktun að þeir hafi haft rétt fyrir sér í þessu, ekki við…allavega var þeirra málstaður sterkari fyrir dómstólum. Þess vegna skil ég ekki þennan meinta skrípaleik hjá Sir Alex og co. Samkvæmt dómi, væri þá ekki nær að segja að skrípaleikurinn hafi verið hjá okkur? Var það kannski málið allan tíman hjá Rafa, að koma Sir Alex og co í smá uppnám? Tja, maður spyr sig allavega.

    En að efninu sjálfu, þá er ég ánægður, bæði með Heinze persónulega og hans viðleytni í þessu máli, sem og að hann kom ekki. Bæði finnst mér hann ekki nógu góður leikmaður til að borga þessa upphæð fyrir verandi þetta gamall, sem og að ég hef engan áhuga á að hirða upp mylsnurnar frá Man Utd.

  8. 7 milljónir punda fyrir leikmann sem er á hátindi ferils síns (29 ára)…. það er ekki svimandi há upphæði og enginn aldur fyrir knattspyrnumann í dag, hann á amk 4 fín ár eftir og jafnvel fleiri

  9. Snilldarútspil hjá Rafa ! Fékk félagið SITT á Spáni til þess að kaupa Heinze og svo kaupir Rafa hann af þeim eftir viku !!!

  10. Heinze greyið kom óreyndur og vitlaus til Englands en sá svo að sér kall greyið, en það var bara of seint.

    En hann er klárlega í mestu uppáhaldi hjá mér af þeim leikmönnum sem spilað hafa fyrir United. : )

    En á móti kemur að það er ekki mikill munar á kúk og skít….ég meina United og Real þannig séð

  11. Álit mitt á Heinze sem leikmanni hefur alltaf verið mikið. Að vera fastamaður í Argentínska landsliðinu og einn af lykilmönnum þess segir sína sögu. Hann hefði klárlega styrkt liðið, að mínu mati er hann betri en Riise í vinstri bakverðinum. Auk þess held ég að Rafa (sem vildi ólmur fá hann) hafi séð möguleikan á því að nota Heinze sem miðvörð í stað Carra (til að gefa honum hvíld). Það eru ekki margir leikmenn þarna úti sem eru jafn góðir í vinstri bakk og miðverði. Að hann hafi síðan endað hjá Real Madrid segir sitt um gæði þessa leikmanns.

    Nú er ekki nema ca. vika í að gluggin lokast og því eru forráðamenn LFC ekki í skemmtilegri stöðu í leit að nýjum leikmanni.

    Kv
    Kristján

  12. Gott að þessari framhaldssögu sé lokið. Ég held að það ætti að splæsa í þennann Micah Richards, þvílíkt hvað hann var góður í gær á móti þjóðverjum, Becks sást ekki á hægri kantinum þegar hann var í hægri bakk… og svo dó sóknarleikurinn þegar hann fór í miðvörðinn… Kaupa´nn strax!! Hann er hvað? 10 árum yngri en Heinze… veit einhver eitthvað um það hvað hann gæti kostað?

  13. micah richards fer ekki frá man city. ekki í þessum leikmannaglugga í það minnsta.

  14. Richards er fjarlægur draumur held ég, og ekkert undir 20 millum er að fara að lokka hann frá man city

  15. City er ekki fjárþurfi í augnablikinu þannig að hann (Richards) er ekki á förum, nema hann vilji ekki skrifa undir nýjan samning. Mig minnir að hann eigi tvö ár eftir og sé að bíða með að skrifa undir nýjan samning

Luuuuuuuuis Garcia… he drinks sangria

Gerrard frá í nokkra daga