Luuuuuuuuis Garcia… he drinks sangria

Luis Garcia

Við fjölluðum aldrei sérlega mikið um það, en í sumar fór frá Liverpool einn af þeim leikmönnum, sem ég hef haldið einna mest uppá síðustu árin, **Luis Garcia**. Kaupin á Fernando Torres urðu til þess að milda það áfall að Garcia væri að fara. Kristján [skrifaði þó](http://www.kop.is/gamalt/2007/07/02/11.33.52/) smá kveðjupistil um hann.

Luis Garcia var einn af þessum mönnum sem gat gert mann alveg bandbrjálaðan eina stundina, en svo gapandi af undrun þá næstu. Hann var einstakur leikmaður og ég get hreinlega ekki ímyndað mér annað en að Liverpool aðdáendur muni alltaf minnast hans með hlýhug. Við hefðum aldrei unnið Meistaradeildina ef hann hefði ekki verið hjá okkur og við hefðum sennilega ekki heldur unnið FA bikarinn árið eftir.

Luis Garcia var og er frábær leikmaður, sem ég mun alltaf halda uppá. Ég vona innilega að honum gangi vel hjá Atletico Madrid. Línan í [laginu hans](http://www.youtube.com/watch?v=qRyZ_hFjSZ4) sagði það best: **”He came from Barca, to bring us joy”**. Það tókst honum svo sannarlega.

Garcia var nú alveg í nógu miklu uppáhaldi hjá mér áður en hann sendi stuðningsmönnum Liverpool bréf, sem er birt [á Official heimasíðunni](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N156758070821-1605.htm). Ég skrifaði um það fyrir þremur árum hversu mikill snillingur mér þótti Xabi Alonso vera [fyrir að skrifa aðdáendum Real Sociedad kveðjubréf](http://www.kop.is/gamalt/2004/08/19/19.04.29/). Luis Garcia leikur nú sama leikinn fyrir okkur Liverpool aðdáendur og ég þori alveg að viðurkenna það að ég táraðist næstum því við að lesa þetta. Ég birti hér bréfið í heild sinni:

Dear Reds,

First of all I’d like to apologise for not having been back in touch sooner, but I needed to take some time to take on board all the recent changes and then to put down these words for you.

I’m sure you will understand.

I would rather this be a letter of thanks and gratitude, not simply a goodbye.

Yes, that’s right, gratitude, because that is the word that best sums up my feelings for you all.

Taking the decision to change clubs hasn’t been easy. Not easy at all.

I’ve experienced three fantastic years at the club and in the city. Three years in which together, the fans and the team, we have accomplished some fantastic achievements, and I’m sure that these successes will continue to be repeated in the near future.

You know that I like a challenge and that I don’t just settle for second best.

Back then Liverpool Football Club gave me the opportunity to be part of an ambitious plan to put the Reds back at the summit of the game.

I think that together we managed to achieve that.

As I said, I do like challenges and in spite of the fact that at that time I was playing for my home town club, one of the biggest in the world, I wanted to be a part of that project that was being presented to me by Liverpool, and so I accepted the challenge.

Now, after three seasons in the Premier League and having won some major trophies, the chance came up for me to return to La Liga and be part of a new project at a club I already knew.

The idea of enjoying things in a Spanish club like we experienced together at Liverpool over these last three years appealed to me, and that’s why I accepted the offer.

I want to thank everyone working at Liverpool Football Club for how well they have treated both my family and I, making us feel at home from the very first day to the last.

I also want to thank the management, coaching staff and directors for the opportunity they gave me back then to be part of such an important and well-loved club as Liverpool. A club which has helped me to grow as a footballer and where to date I have enjoyed the biggest success of my career.

Without a doubt, this success has been possible thanks to the outstanding group of players with whom Ive been able to share a dressing room over the last three seasons.

I’m not going to mention anyone specifically, because I think that the secret of this team’s success has been exactly that: nobody wanted to stand out above the rest and there has always been a great togetherness in the squad, which made it into something more than a group of players, it was a group of friends.

Thanks to all of you for your help and your friendship.

I’ve left until last the thank you which for me is the most important: Thank you to the supporters.

Your support allowed me to settle quickly at both the club and in the city, and you made me feel really at ease with you all right from the word go; that’s the kind of help that you notice most of all during the difficult times, of which there have been a few during my time here.

I’d like to especially thank you for making up a song for me and you should know that every time I heard you singing it, it was like an extra injection of strength and motivation, even helping me to overcome pain occasionally during a game.

Your unconditional support is the thing that ensures that this team manages to pull through in the most difficult circumstances; and I can assure you that the whole squad is aware of this and thanks you for it.

A football club isn’t just made up of players, coaches and directors. More than anything else it’s the supporters who make a club, and that perhaps is the ingredient which best distinguishes Liverpool Football Club from every other team. The supporters.

Because if one thing has remained obvious to me after these few years, it’s that with supporters like you, Liverpool Football Club will never walk alone.

I really hope that the club wins lots of major trophies in the future; I’ll be following it all from a distance, with the pride that you can only get from having been a Red and played for the home team at Anfield – a ground that every football fan must visit at least once in their life.

Thank you for everything. Yours most sincerely,

Your friend, Luís García

**Takk sömuleiðis, Luis!** 🙂

[YNWA](http://www.youtube.com/watch?v=WSpCPgxx7p4)

14 Comments

 1. ég get alveg tekið undir það að maður greip sig við það að andvarpa og klökkna smá… Bróðir pabba míns og sonur hanns fóru á Anfield fyrir tveimur árum, og eftir leik, fóru þeir á Est Est Est, sem er veitingastaður sem leikmenn eru þekktir fyrir að fara á eftir leiki, ég og pabbi minn ætluðum þangað þegar við fórum í febrúar en það gekk ekki eftir þannig að við fórum á staðin við hliðina, en hvað um það, þar sáu þeir Alonso og Garcia, þeir fóru hikandi til Alonso þar sem hann var að borða með vinum, og kom það þeim ótrúlega á óvart hvað hann var almennilegur og bauðst til að taka með þeim mynd, og Garcia var víst jafn huggulegur. Ótrúlega gaman að vita af mannlegu hliðinni á leikmönnum og hvað þeir eru almennilegir.

 2. Hann var aðeins í þrjú ár hjá okkur og eins og þú segir Einar, þá gat maður verið hrikalega pirraður út í hann eina mínútuna, en elskað hann þá næstu. Þetta er Luis í hnotskurn og það verður ALDREI tekið af honum að hann REYNDI alltaf sitt besta, stundum skilaði það sér og stundum ekki. Hann reyndi þó alltaf og maður sá hann aldrei hengja haus.

  Ég mun muna mörg stórkostleg mörk frá honum, líklega helst markið gegn Juve því ég var í stúkunni fyrir aftan markið og heyrði boltann syngja í netinu. Ég man þó eitt enn betur þegar kemur að Lil’ Luis. Það er þegar ég var einnig á Anfield og það á leik gegn Everton. Þrír leikmenn Liverpool farnir útaf vegna meiðsla snemma í leiknum, og þá meiðist Luis frekar illa, en sá stutti hætti ekki og barðist eins og ljón á annarri löppinni út leiktímann. Þar sýndi hann í hnotskurn hjartað sitt og staðfesti það svo fyrir þeim sem ekki vissu, með þessu frábæra kveðjubréfi sínu.

  Hann var bara í þrjú ár, en ég flokka þennann dreng algjörlega sem Liverpool Legend fyrir sitt framlag.

 3. Frábær karakter og skemmtilegur fótboltamaður. Legend í sögu klúbbsins, og þetta bréf fær mann til að sannfærast enn meir, um það hversu öflugur, vænn og bestur og flottastur Liverpool-klúbburinn og allt á bak við hann er. Það er ekkert lið í heiminum sem hefur jafn hrein og smitandi áhrif. Luis: gull af manni, sem skoraði flott mörk!

 4. Hef aldrei skilið þá sem voru eitthvað pirraðir þó að ekki gengi allt upp hjá Garcia sem hann reyndi. Hann reyndi þó og oft tókst það þannig að hann skaraði framúr. Gæjinn var fæddur winner þó hann hafi klúðrað einhverjum hælsendingum. Ég mun ávallt hafa nóga þolinmæði fyrir leikmönnum sem spila fótbolta eins og Luis Garcia og ég sakna hans ferlega mikið.

 5. flottur leikmaður sem var maður stórleikjanna, hef aldrei skilið þá neikvæðu gagnrýni sem hann þurfti að sitja undir (t.d. á liverpool.is spjallinu)…. fannst hann alltaf frábær leikmaður sem var líklegur til að skora eða búa e-ð til, síðan skemmdi ekki fyrir sá siður hans að skora í stórleikjum

 6. Sömu mínútuna var hann uppáhaldsleikmaðurinn minn og mesti aumingi sem spilað hefur í Liverpool hehehe Allir höfðu skoðun á þessum dreng því þannig leikmaður er hann. Gerði ótrúlega hluti en klúðraði einnig oft á furðulegan hátt. Heilt yfir erum við betra lið í dag vegna Garcia. Hann hefur sett standardinn varðandi hugmyndaríka framliggjandi miðjumenn sem koma til með að spila fyrir Liverpool næstu áratugina.

  Ég kem til með að sakna hans og er ljóst að ég mun fylgjast náið með Atletico Madrid í vetur.

 7. Átti frábæra leiki inn á milli og LFC á honum margt að þakka. Hins vegar var hann í deildinni einungis góður í ca. 1 af hverjum 3 leikjum og er hreinlega ekki hægt að hafa svoleiðis menn í toppliðum.
  Ástæðan fyrir því að Benitez lét hann fara er skýr, hann er ekki nógu stabíll og nógu traustur fyrir lið sem ætlar að vera það besta í heimalandi sínu.
  Hann gerði frábæra hluti, en bara alls ekki nógu oft. Ég mun minnast hans tiltölulega hlýlega en hann mun aldrei verða nein goðsögn hjá mér. Ég hef núna í 1-2 ár sagt að hann sé ekki nógu góður (rétti maðurinn kannski betur orðað) til að spila fyrir Liverpool FC því að ég set þá kröfu á leikmenn LFC að þeir séu góðir í (nánast) hverjum einasta leik. Því græt ég þetta alls ekkert en minnist þó góðra stunda sem hann skapaði og þakka honum fyrir þær.

 8. Ástæðan fyrir því að Benitez lét hann fara er skýr, hann er ekki nógu stabíll og nógu traustur fyrir lið sem ætlar að vera það besta í heimalandi sínu.

  Ég held að langlíklegasta ástæðan hafi verið sú að hann og fjölskylda hans vildi flytjast aftur til Spánar.

 9. Stb… samkvæmt þessu hefði Gerrard átt að hætta eftir síðasta tímabil þar sem hann átti 1 góðan leik af hverjum þremur. Liðið í heild tapaði í raun þriðja hverjum leik. Hverjir eru þá nógu góðir?

 10. Ég mun minnast hans helst fyrir frábært skallamark á móti anderlecht sem er með þeim flottari sem ég hef séð enda var ég á vellinum

 11. Frábær leikmaður sem átti stóran þátt í Meistaradeildar sigrinum 2005, mjög stóran! Einn af mínum uppáhalds leikmönnum og þrátt fyrir misjafna leiki þá er hann heilt yfir legend vegna mikilvægi þeirra marka sem hann skoraði.

  Sá hann spila tvívegis og var á Anfield þegar hann sá um Bordeaux, ásamt Gerrard, í 3-0 sigri síðasta haust. Þá var gaman 🙂

 12. Ég fékk sting í hjartað þegar ég sá að hann var að fara. Maðurinn var/er hreint út sagt ótrúlegur og þrátt fyrir smæðina þá komu ófá mörk frá honum með skalla.
  Ég mun sakna hans gríðarlega og óska honum alls hins besta hjá AM… vonandi komast þeir í Meistarardeildina að ári og mæta okkur í riðli og því mun hann koma aftur á Anfield og verður vel fagnað… vonandi að hann geri bara engan skandall á móti okkur 🙂
  Fyrir mitt leyti þá þakka ég honum fyrir sitt framlag til liðsins þann tíma sem hann var hér. Takk fyrir verulegar góðar stundir Tumi Þumall !

  YNWA

Heinze kemur ekki

Heinze til Real Madrid