Chelsea á morgun

Nú er komið að því. Eru menn menn eða mýs? Ef einhvern tíman hefur verið almennilegt tækifæri til að gefa ákveðinn tón um að menn ætli sér að vera með í baráttunni um titilinn í vor, þá gefst það heldur betur á morgun. Annar af tveimur megin keppinautunum um titilinn mun koma í heimsókn á Anfield. Við gáum ákveðinn tón í fyrstu umferðinni og hristum af okkur þennann útivallardraug í fæðingu. Hinn draugurinn sem hefur oft herjað á okkur er að ná ekki nægilega mörgum stigum af okkar helstu keppinautum. Ef við hristum það af okkur á morgun líka, þá erum við að tala saman. Ekki skilja þetta sem svo að titilinn vinnist eða tapist með úrslitum morgundagsins. Langt því frá. Þetta er engu að síður stórbrotið tækifæri á að minna á sig og taka frumkvæði í baráttunni í stað þess að vera elta alltaf hreint frá fyrsta leik.

Chelsea hafa verið að sýna meiri sóknarleik í fyrstu tveim leikjum sínum, heldur en undanfarin tímabil. Þeir hafa líka verið að leka mörkum, sem er ekki líkt þeim. John Terry hefur auðvitað verið frá, en það er bara einn maður. Þetta Chelsea lið er hreint ógnar sterkt og ég hef spáð þeim titlinum á þessu tímabili. Mannskapurinn sem þeir hafa úr að velja er hrikalegur. Það er einfaldlega ekkert annað lið með jafn vel mannað lið. Við eigum samt að geta unnið þá á okkar heimavelli, sem þeir eru hreinlega farnir að hræðast. Við höfum slegið þá tvisvar út úr Meistaradeildinni á honum á þremur árum, og svo unnum við mjög sannfærandi sigur í fyrra. Þess ber þó að geta að þeir áttu í miklu meiðslaveseni þá.

En hvað er maður að þvaðra um þetta Chelsea lið. Það er ekki búið að taka nema 15 Chelsea upphitanir á síðustu þremur árum. Það er bara sick. Ég veit að Michael Ballack er meiddur hjá þeim og talið er líklegt að Carvalho sé það líka. Það er nú reyndar ágætis hreinsun, þar sem ég hreinlega þoli þann dreng ekki. Einhver óheiðarlegasti leikmaður sem ég hef séð í boltanum lengi. Þannig að ég græt mig nú ekkert í svefn yfir því að hann muni ekki trítla inn á Anfield. Eitthvað hefur Alex verið líka meiddur, en John Terry ætti að snúa aftur í liðið. Eins og fyrr þarf að taka Drogba föstum tökum, því sá getur refsað okkur ef hann fær að valsa um. Annars ætla ég ekki að spá neitt frekar í mótherjana og að þessu sinni mun ég ekki setja neitt extra niður á prent um Motormouth raðbullara.

Þá að okkar mönnum. Fyrirliðinn tábrotinn, en ætti að spila samt. Aurelio ennþá frá og ég hef ekki heyrt af því hvort Harry Kewell sé búinn að jafna sig. Mér að vitandi eru ekki meiri meiðsli að hrjá liðið. Ég er á því að Rafa hafi gefið ansi góðar vísbendingar um uppstillinguna í leiknum á miðvikudaginn. Þar voru ákveðnir menn hvíldir og greinilegt að áhersla Rafa hefur aukist á deildina á kostnað Meistaradeildarinnar. Ég ætla því að spá því að Rafa stilli svona upp:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Arbeloa

Pennant – Gerrard – Alonso – Riise

Torres – Jóhann

Það var fyrst og fremst tvennt í þessu vali sem vafðist fyrir mér. Mascherano gæti vel byrjað inná í þessum leik. Ég yrði ekkert hissa á að sjá Gerrard hreinlega á hægri kantinum. Eins var ég í vafa með vinstri vænginn. Ég stillti þessu svona upp í stað þess að setja Babel inn á kantinn og Riise í bakvörðinn. Menn hafa líklega mismunandi skoðanir á því, en ég er nokkuð viss um hitt (eins mikið og hægt er að vera viss um uppstillingu Rafa). Nú er bara að berjast bræður og systur og innbyrða 3 stig í þessum stórslag og gefa tóninn fyrir tímabilið. Við getum jafnað Chelsea að stigum og átt leik til góða og í þokkabót þá eiga Man U mjög erfiðan útileik á morgun gegn Man.City.

Gleðilega hátið og til hamingju öll með fyrsta tap Everton á tímabilinu

29 Comments

 1. Everton töpuðu í dag, Eriksson & lærisveinar vinna United á morgun og svo vinnum við Chelsea á Anfield. Ef þetta gengur eftir mun ég fá verk í kjaftinn alla næstu viku, svo mikið mun ég brosa!

  Þessi leikur leggst annars bara í mig eins og Chelsea-leikir almennt. Við getum unnið, gert jafntefli og tapað og eins og venjulega með Chelsea er ómögulegt að segja til um hver lokaniðurstaðan verður. Ég hef þó trú á að hungur okkar manna muni segja sitt gegn Chelsea-liði sem virðist ætla að leggja meira kapp á Meistaradeildina.

  Við vinnum á morgun og fjandinn hafi það ef Torres skorar ekki eins og eitt mark. Ef hann gerir það ekki sér Voronin um það, hann virðist vita hvert á að setj’ann.

  Áfram Liverpool! 🙂

 2. Í fyrsta lagi, hver er Jóhann?

  Þetta verður stórmeistarajafntefli sem endar 0-0. Við fáum nokkur færi en náum ekki að nýta þau. Gerrard á vondan leik og fer útaf, Pennant nær ekki flugi og framherjarnir okkar eiga erfitt uppdráttar vegna lítils stuðnings frá köntunum. – Hafið þið heyrt þetta áður? Vonandi munum við spila þennan leik til sigurs og VINNA!

  ÁFRAM LIVERPOOL.

 3. Ánægður með Sstein. Búið að núlla út þessa Kuyt umræðu. Líka gaman að sjá nafnið sitt í liðsupstillingu Liverpool, loksins segja sumir.
  En sammála þessar greiningu að þessi leikur er fyrsti “úrslitaleikur” tímabilsins í þeim skilningi orðsins að við getum gefið frá okkur ákveðin skilaboð um hvað við ætlum að gera. Ef við vinnum munu væntingar stuðningsmanna aukast til mikilla muna og vonandi fá þá leikmenn einnig aukið sjáfstraust til að byggja ofan á. Ef við töpum er svo sem ekki himinn og haf að farast en okkur verður þá kippt niður á jörðina eftir góðan karakter sigur í fyrstu umferð.
  En ef við ætlum okkur eitthvað í deildinni þá þurfum við að innbyrða miklu fleiri sigra en í fyrra, allir leikir eru jafn mikilvægir…… bla bla bla. Við viljum vinna Chelski og lækka rostann í blabbermouth 2000. Verst að maður þekkir enga Chelsea aðdáendur til að gera grín að ef við vinnum. Þess vegna verða sigrar á móti utd miklu sætari.

 4. það er talað um það að við segjum nöfn leikmanna rétt svo ég spyr hver er jóhann það hefur verið talað um að sýnar menn geti ekki borið nöfn rétt fram svo að við LIV pool menn eigum ekki að búa til eitthvað sem (ég) við þekkjum ekki(jóhann?)???????? hver er það?????

 5. Jóhann = Dirk Kuyt. Steini lýsti því yfir í umræðunni um réttan framburð nafnsins Kuyt um daginn að hann ætlaði bara að einfalda málið og kalla hann Jóhann framvegis. Mér finnst það í lagi, vonandi æsið þið hinir ykkur ekki yfir þessu heldur. Við verðum að sýna Steina smá skilning, hann er súkkulaðikleina. 😉

 6. O k var ekki verið að tala að nafn hans sé borið fram sem KÁT en semsagt hann heitir framvegis J’OHANN? hvað kalla sýnarmenn hann ? höldum okkur við KÁT og allir skilja það

 7. sem sagt að TORRES og KÁT verða í fram- línu á morgun gaman gaman

 8. Fínar pælingar, en ég er á því að ef að þessi leikur tapast, lendum við enn og aftur í svipuðum sporum eins og undanfarin ár, að elta hin ‘stórliðin’ og það má einfaldlega ekki gerast. Þar af leiðandi er sigur algjört must á morgun og ég spái því að við tökum þennan leik 2-1, Torres opnar markareikning sinn í deildinni með því að skora 2. Ég er á því að Benitez sé meiri snillingur en Jose, enda hefur hann sýnt það í síðustu innbyrðis viðureignum liðanna..útstúderað Jose;)

  Koma svo drengir, vinnum þetta hel%/&% Chelsea lið og þöggum niður í Jose enn og aftur.

 9. Ég er alltaf svartsýnn fyrir þessa fjandans Chelsea leiki. Ég er orðinn þokkalega þreyttur á þessum eilífu leikjum við Móra og Milljarðamæringana og hreinlega hundleiður á öllu sem snertir Chelsea.

  Þetta er vissulega gott tækifæri til að setja tóninn fyrir veturinn og byggja upp smá “momentum” fyrir komandi átök. Hinsvegar ætla ég að halda áfram svartsýninni og spái ósanngjörnum 1-0 sigri Chelsea á morgun þar sem Fat Lampard skorar sigurmarkið, úr aukaspyrnu og boltinn hefur viðkomu í óæðri enda John Arne Riise.

 10. eins mikið og mig hlakkar til að horfa á liðið mitt spila, er ég jafn hræddur við þetta chelsea lið!!… það er bara ekki jafn sætt að vinna þá og það er súrt að tapa fyrir þeim! miklu skemmtilegra að vinna man u, en mig langar ekki jafn mikið að setja hausinn á mér í gegnum vegg þegar við töpum fyrir þeim. EEEN ég verð bara að treysta á það að við vinnum móra og oflaunuðu prímadonnurnar hans, svo vikan verði ekki ónýt og ég endi á bráðamóttökunni!!! 2-1 torres og agger, litli-phillips skorar fyrir the blue and wite shite!!!

 11. ég segi og stend við það …………… við vinnum þeir hafa ekki staðið í ströngu

 12. Málið er að þetta er gríðarlega stór leikur. Staðan er svona:
  Chelsea 2 leikir 6 stig
  Liv´pool 1 leikur 3 stig
  Man U 2 leikir 3 stig
  Með sigri á morgun erum við í bílstjórasætinu meðal þessara liða sem að öllum líkindum berjast um titilinn. Auk þess á Man U mjög erfiðan útileik gegn nágrönnunum sem hafa sjaldan litið jafn vel út.
  Ég held að þegar uppi verður staðið í vor þá sé þetta einn af þeim leikjum sem menn munu horfa til og því er þetta einn af úrslitaleikjum þessa tímabils. 6 stiga leikur og nú er bara komið að því að hætta allri minnimáttarkennd og vinna þetta helv…. Chelsea lið. Koma svo. Nú vill maður sjá blóðbragð í munninum hjá okkar mönnum og að þeir klári þetta. 1-0 og Torres sýnir að hann er maðurinn!

 13. Algert must að vinna þennan leik. Þetta er þessi tími sem við klúðrum alltaf þessari blessaðri deild. Nú er lag að drepa allar grýlur og sýna að við meinum bissness. Spilum djarft, engan hræðslufótbolta og vinnum þessa pappakassa. Ég spái 2-0 og nýr Guð verður til á Anfield. El Nino setur eitt og leggur upp hitt sem Gerrard skorar. Hann er með blóðbragð í munninum þessa dagana. Það sést langar leiðir. Ef við vinnum ekki þennan leik þá dettum við aftur í keppni um 3-5.

 14. Ok Jóhann á semsagt að vera Kátur en það verður eiginlega að breyta þessu því það fyrsta sem mér datt í hug er Jói risi = Crouch.

 15. Spá 3-0. Vona bara að Riise verði ekki á vængnum. Best væri ef Kewell mætti þar til leiks. Nú er að duga eða drepast. Gengur ekki að láta Chelsea vera að hirða af okkur stig á Anfield. Djöfull á Gerrard eftir að tækla af sér nokkrar tær, sá mikli eðal snillingur. Blásum til stórsóknar og rúllum yfir þessar frauðtussur!

 16. Þetta er styrjöld..!!!! Algjörlega “crusial” leikur í mínum augum. Við bara meigum ekki tapa þessum leik. Þetta er ekki bara spurning um stigin í þessum leik. Toppbaráttan er andlegur “fætingur” ekki síður en slagur inn á vellinum. Andlega talað þá bara meigum við ekki tapa á morgun. Liverpool 3- hitt liðið þarna sem ég man ekki hvað heitir.. 1.
  Koma svo Liverpool
  YNWA

 17. Jæja leikdagur og menn ornir spentir… 3-1 fyrir okkar menn er mín spá… og ekkert múður með það 🙂

  en að öðru.. er einhver sem veit hvar maður finnur leikplan með tímum á leikjum í spænski deildini… er að fara á ársátíð til Barcelona 25 okt.. en á flug heim 28 og held að barca eigi heimaleik þá.. langar að fara á leik með þeim 🙂 hvernig er svo best að redda miðum á spáni?

 18. einsi kaldi: það fer eftir því hver Sýnarmanna er að lýsa hvað Kátur heitir, afar hressandi þegar tveir menn eru saman að lýsa og þeir bera nafnið fram á mismunandi hátt… síðan hefur líka oft komið fyrir að nafnið á Kát breytist í framburði eftir því sem líður á leikinn

 19. Við vinnum 2-0, Torres og Babel eftir stórglæsilega skyndisókn 4 mín fyrir leikslok. Terry verður rekinn útaf!

 20. Vona bara að vinstri kanturinn muni ekki vera rauðhærður steingeldur norðmaður. Kewell væntanlega ekki klár. Við vitum allir hvernig leik Riise skilar á kantinum svo því ekki reyna einhverja sem husanlega gætu skapað eitthvað og gert eitthvað. Inn með Babel á kantinn eða Benna sem getur spilað vinstra megin. Helst myndi ég vilja sjá Babel vinstra megin fyrir Riise og síðan Macherano fyrir Alonso í lætin á miðjunni. Annars er ég hlynntur því á heimavelli að spila Alonso og Gerrard að jafnaði sem eru okkar mest skapandi miðjumenn en á móti liði á við Chelsea þá þarf eitt stykki Macherano. Annars er mér sama um uppstillinguna ef ég sé Liverpool lið sem sækir til sigurs af krafti og sjálfstrausti á sterkum heimavelli. Menn keppast við að tala um að tímabilið velti ekki á úrslitum þessa eina leiks og það er alveg rétt en ég held samt sem áður að við sjáum í þessum leik hvaða nýju mönnum er treyst í þessa alvöru leiki, hvort ennþá á að spila allt of varfærnislega í svona leikjum sem oft hefur loðað við okkur undanfarið. Eða eins og ég vona hvort Spánverjinn taki sig ekki bara til og kýli á þetta af krafti þetta tímabilið og þeir dagar sem við sjáum Liverpool spila með einn framherja eða hinn hættulega Riise á kantinum séu taldir. Áfram Liverpool, ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og spá okkur sigri. Vonandi í skemmtilegum leik. Dagurinn yrði svo fullkominn ef Torres opnaði reikninginn, annars finnst mér einhvernvegin vera í loftinu að Gerrard hinn tábrotni setji eitt.

 21. mín spá er þannig MC vinnur MU 2-1 LIV vinnur æ hvað heita ?? 2- o annars skal ég hundur heita ef við töpum kallið mig þá bara kát já nonni ef sýnarmenn geta ekki munað hundanafnið þá er eitthvað stórkost legt að hjá þeim

 22. Góð upphitun Steini,
  Ég á von á miklum baráttuleik sem endar að sjálfsögðu með okkar sigri. Vona að TORRES skori sigurmarkið, hvernig haldið þið að það yrði fyrir gaurinn koma svo rauðir

 23. Ég á afmæli í dag. Ég krefst þess að fá eftirfarandi í afmælisgjöf:

  1. Man C vinni Man UTD
  2. Arsenal tapi
  3. LFC vinni CFC

  Takk og bless.

Brottför og stórafmæli

Liðið gegn Chelsea