Mourinho sparar peninga

Fyrir [2 mánuðum](http://goal.com/en/Articolo.aspx?ContenutoId=318633) sagði Jose Mourinho að hann væri sáttur við lífið þrátt fyrir að hann gæti ekki eytt jafnmiklum peningum og áður. Hann hélt því m.a. fram að hann ætlaði engu að eyða í sumar.

>”If you tell me we have exactly the same squad as last season without injuries, I accept immediately. I don’t need one single player or one more pound. I accept it.

Og í annari grein [réðst hann á](http://www.telegraph.co.uk/sport/main.jhtml?xml=/sport/2007/07/11/sfnfro111.xml) eyðsluseggina í Manchester United:

>We know that in the previous three seasons when we spent some millions, everybody pointed at us as the team with more responsibility because we were the spenders in the market. That’s not the case this season. The only player we’ve bought is Malouda. We are very happy with that.”

Spólum fram til dagsins í dag.

Í dag er þessi sami Jose Mourinho [að kaupa 21 milljón punda hægri bakvörð](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,2148820,00.html). Vonandi að honum gangi jafnvel hjá Chelsea og hinum dýru bakvörðunum sem hann hefur keypt. En við höfum allavegana staðfestingu á því að Jose Mourinho er raðbullari. Sama hvað verður sagt um Alex Ferguson þá er nú oftast að marka það sem hann segir.

11 Comments

  1. Já, 3 hægri bakverðir hjá honum sem samtals hafa kostað Chelsea yfir 44 milljónir punda ef rétt er sem Sky Sports segir að Alves komi á 25 milljónir punda. Menn hafa nú aldeilis efni á því að blaðra um hve eyðslusöm önnur lið eru 🙂

    Raðbullari er flott orð sem á ekkert smá vel um þennann fugl.

  2. Hvað með Alex, hann var líka að koma til Chelsea, var hann á free transfer eða borguðu þeir eitthvað fyrir hann?

  3. Alveg er þetta týpískt fyrir þennan stjóra. Hann er náttúrulega bara eitt stórt BLAAHH! Þar að auki, þá er ég viss um að Mourinho hafði ekki heyrt eitt orð um Alves áður en Benitez reyndi að kaupa hann…. ég er pínu fúll yfir þessu, verður að segjast því ég hefði viljað sjá þennan leikmann spila fyrir LFC.

  4. Alves, Alex, Ben Haim… allt varnarmenn. Held að þegar líði á veturinn verði þetta Chelsea lið alveg djöfullega sterkt, því miður.

  5. Þótt ég sé nú enginn aðdáandi Mourinho þá ætla ég nú að verja hann aðeins í þetta skiptið.

    Það vita allir að öll lið fá nýja leikmenn á hverju ári. Eins vita allir að Chelsea sárvantaði hægri bakvörð.

    Þeir selja núna Arjen Robben til Real Madrid, á svipuðu verði og þeir kaupa Alves á. Því er eyðslan (net spending) sem slik ekkert það mikil, eða einungis í kringum 12 milljónir, en hefur verið í kringum 50-60 milljónir punda undanfarin ár.

  6. Mér er sama um Mourinho í þessu dæmi. Hann er blaðurskjóða, hefur alltaf verið og mun alltaf verða.

    Ég er hins vegar í hálfgerðu rusli yfir því að Daniel Alvés skuli hafa farið til Chelsea. Í rúm tvö ár núna er ég búinn að sjá hann fyrir mér í treyju Liverpool, og fyrir vikið hef ég elt uppi leiki með Sevilla á Sýn og horft á þá hvenær sem ég get og liggur við tekið glósur um hann sem leikmann. Ég hef verið vægast sagt áhugasamur, og með hverjum leiknum sem ég hef séð hef ég orðið hrifnari af honum.

    Fyrir þá sem ekki vita, þá er Daniel Alvés stórkostlegur leikmaður og ef menn halda að hans ferill fari sömu leið og þeirra Glen Johnson, Khalid Boulahrouz og Paulo Ferreira sem hafa einnig spreytt sig á bakvarðastöðunni hjá Chelsea þá búa menn í draumalandi. Staðreyndin er sú að nú er Mourinho með þessa vörn: Alvés – Alex/Carvalho – Terry – A. Cole. Og þetta, dömur mínar og herrar, er fokking sjúklega góð vörn. Sjúklega.

    Ég á eftir að fá í magann á sunnudaginn ef að Alvés spilar á Anfield, loksins, eftir langa bið okkar Púllara, en í rangri treyju ….

  7. Já, og fyrir aftan þessa vörn er Petr Cech.

    Já, þetta er sárt – en ég nennti bara ekki að skrifa út frá þeim vinkli. Hefðu Tom og George keypt Liverpool í fyrra þá væri Alves að spila í Liverpool treyju. C’est la vie.

  8. Veit einhver hvar hægt er að horfa á leikinn í dag..?
    Fyrir utan players og glaumbar..?

  9. Klárt mál að Alves er enginn pappakassi eins og forverar hans í hægri bakvarðarstöðunni hjá Chelsea. Sárt að sjá hann í bláu treyjunni því þetta er frábær leikmaður!

Toulouse á morgun.

Liðið gegn Toulouse komið: