21 stigs munurinn farinn

Ekki nóg með það að við höfum unnið upp [21 stiga forskot Manchester United](http://www.kop.is/gamalt/2007/07/31/19.23.21/) um þessa helgi, heldur erum við komnir með [2 stiga](http://soccernet.espn.go.com/tables?league=eng.1&cc=5739) forskot á þá eftir [leiki dagsins](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/6931068.stm).

Annars hlýtur þetta að vera [mynd helgarinnar](http://newsimg.bbc.co.uk/media/images/44054000/jpg/_44054099_reading203.jpg).

16 Comments

  1. Alveg sammála með myndina, frábær varnarleikur Reading.

    Það var að koma í fréttunum á Stöð2 að Rooney hafi brotið bein í fæti og verði frá í talsverðan tíma….

  2. Nú er bara að halda svona áfram og hleypa þeim ekki nær okkur en þetta. Ívar Ingimars og Brynjar Björn eru menn dagsins. Skúrkurinn er Dave Kitson sem lét reka sig útaf mínútu eftir að hafa komið inná! 🙂

  3. Reiðarslag fyrir Man Utd að missa hann en reyndar fá þeir Tevez inn í staðinn.
    Það er slæmt að heyra af meiðslum knattspyrnumanna og það er aldrei gleðiefni, þó svo þeir spili með erkióvininum. Vonandi verður hann fljótur að ná sér svo Carra geti tekið hann í gegn í næsta leik liðanna 🙂

  4. eigum við ekki að segja það verði svona KR skandall á englandi líka.. .. ekki leiðinlegt að man udt verði í fallsætinu lengi vel eins og KR 🙂

  5. svolítið fyndið að þegar lið eins og Reading mæta í leiki á móti Liverpool með 10 menn í vörn verða menn alveg brjálaðir og segja að það sé engin leið til að spila fótbolta, en svo þegar liðin mæta man u með það einungis í huga að ná jafntefli þá kalla menn það frábærann varnaleik…

  6. mér finnst þetta bara vera einkenni hins “leiðinlega” fótboltaaðdáenda, það að lið komi til að sækja eitt stig á Anfield er aumingjaskapur, en ef lið kemur á trafford til að sækja stig er góður varnarleikur. Ekkert samræmi í þessu

    Ég er jafn ánægður og þið hinir með það að man u hafi tapað þessum stigum, og ég er einnig sammála Gumma Halldórs að meiðsli leikmanna er aldrei góð tíðndi en samt sem áður er ég svolítið ánægður að man u fái að finna fyrir meiðslavandræðum.

  7. Eiga Liverpool-aðdáendur sem sagt bara að gleðjast yfir óförum erkifjendanna þegar þeir eiga virkilega skilið að tapa eða gera jafntefli? Held að þú skiljir ekki hvernig rivalry virkar 🙂

  8. Þessi helgi hlýtur að hafa eytt örlitlu af minnimáttarkennd neikvæðra Púllara þarna úti. Við unnum baráttusigur á Villa sem sýndi að þótt móti blási, og þótt tæpt sé, erum við með lið sem hungrar í sigur í þessari deild. Arsenal gerðu það sama í dag, nema hvað það var gegn Fulham á heimavelli, sem ætti að vera talsvert auðveldara en Villa á útivelli.

    Í dag fengu Chelsea-menn á sig tvö mörk á heimavelli gegn nýliðum Birmingham, þannig að ef þeir eru enn án Terry um næstu helgi hljóta okkar menn að vera bjartsýnir á að brjóta varnarmúr þeirra aftur, á meðan meistarar United gerðu glatað jafntefli á heimavelli gegn Reading. Já, og þrátt fyrir ótal greinar um fáááááááránlega mikla breidd United-liðsins, þá þurftu þeir að setja John O’Shea inná völlinn sem framherja í hálfleik vegna meiðsla Wayne Rooney. Það var þá öll breiddin – eitt stykki Voronin hefði eflaust komið þeim að gagni í dag, svo ekki sé minnst á Torres, Kuyt, Crouch eða Babel.

    Fortíðin er að baki, bæði hvað varðar titilsigra United og Chelsea og stigamun þeirra gagnvart okkar mönnum á síðustu leiktíð. Staðreyndin er sú að í dag eru United tveimur stigum á eftir Liverpool, Chelsea og Arsenal og af þessum liðum munu Chelsea og Liverpool mætast á Anfield um næstu helgi. Það er því ekki óhugsandi að eftir viku verðum við komnir með stigaforskot á tvo helstu keppinauta okkar í Úrvalsdeildinni.

    Ég sé enga ástæðu til annars en bjartsýni, en þið?

  9. Ég ætla nú að slappa af í bjartsýniskastinu þó að United hafi gert jafntefli í 1.umferð og við unnið!!!

    Máltækið segir að sá hlær best sem síðast hlær og mér finnst sumir hér vera farnir að hlæja full snemma!!

  10. Það er allavega alveg ljóst að ég ætla ekki að leggjast í þunglyndi yfir því að Liverpool hafi nú loksins unnið fyrsta leik sinn í deildinni og það á útivelli, á meðan Man U gera jafntefli við Reading á heimavelli. Nógu oft hefur byrjunin valdið manni vonbrigðum, ég vil gleðjast yfir því hvernig þetta fer af stað fyrir okkar menn, sér í lagi þar sem að við vorum heilum 21 stigi á eftir þeim þegar tímabilið hófst.

    Það er þó langur vegur frá því að maður sé eitthvað farinn að bóka titilinn í hús. Það eru heilir 37 leikir eftir, en andsk… hafi það, maður hlýtur að gleðjast núna eftir fyrstu umferðina og maður ber auðvitað þá von í brjósti að þetta gefi til kynna að við ætlum okkur að blanda okkur í baráttuna í vetur. Það getur vel verið að þessi tveggja stiga munur verði horfinn eftir næstu helgi, þess nú meiri ástæða til að njóta hennar núna 🙂

  11. Babu, ég var ekki að lýsa yfir sigri í deildinni eftir einn leik. Ég var einfaldlega að benda á að við höfum rétt á að gleðjast þegar vel gengur. Og það er í dag.

  12. Kjartan: ég var alls ekki að tala um neitt rivalry, að sjálfsögðu verðum við sem Liverpool aðdáendur ánægðir þegar man u, chelsea, everton og jafnvel arsenal tapa stigum. Bara það að mér finnst það lýsa þessum týpíska “leiðinlega” fótboltaunanda þegar að pakka í vörn gegn liverpool er aumingjaskapur en er hinsvegar góður varnaleikur þegar pakkað er í vörn gegn einhverju af ofangrendum liðum. lestu þetta nú tvisvar þannig að þú skiljir mig 😀

  13. Totii: Ég skil vel hvað þú meinar og er alveg fullkomlega sammála með svona lið sem mæta til að vera með 11 manns fyrir aftan boltann. Það finnst mér ekki vera “góður varnarleikur”. Eina sem ég bendi á að Liverpool-mönnum er skítsama hvernig það gerist þegar Utd tapar stigum. Það er ekkert til sem heitir “leiðinlegur fótboltaunnandi” þegar kemur að því að hata á Man U 🙂

Aston Villa 1 – Liverpool 2

Smá ábending til lýsenda á Sýn2