Upphitun: Aston Villa á morgun!

Á morgun leikur Liverpool sinn fyrsta leik í Úrvalsdeildinni tímabilið 2007/08. Í þetta sinn hefst titilsóknin á útileik gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham. Eins og síðustu tæpa tvo áratugina hafa stuðningsmenn Liverpool fyllst bjartsýni yfir sumarið, en hætt er við að eins og síðustu tæpa tvo áratugina muni sú bjartsýni fljótt snúast yfir í bölsýni ef illa fer á morgun. Og hafið það á hreinu, að þessi leikur gæti alveg farið illa; í umfjöllun okkar um hin liðin í Úrvalsdeildinni á miðvikudaginn sl. skrifaði ég að Aston Villa væri sterkt lið sem skorti á stöðugleikann til að klifra hátt í töflunni en væri engu að síður nógu gott lið til að vinna hvaða andstæðinga sem er á góðum degi. Þannig að það er alveg ljóst að það verður á brattann að sækja fyrir okkar menn á morgun.

Aston Villa

Villa-liðið hefur styrkt sig eitthvað ögn í sumar frá því sem var í fyrra, en þó ekki mikið. Þeir hafa haldið að miklu leyti sama mannskap og þeir voru með á síðustu leiktíð og fengið til sín menn eins og Aaron Hughes frá Newcastle, Nigel Reo-Coker og Marlon Harewood frá West Ham. Þá ku gamli Liverpool-maðurinn Patrik Berger vera orðinn góður af meiðslum, þannig að hann ætti að geta styrkt þá frá byrjun í þetta sinn. Þetta eru svo sem ekki leikmannakaup sem velgja mönnum undir uggum, beint, en það afskrifar enginn maður með viti lið sem leikur undir stjórn Martin O’Neill, sem er að mínu mati einn snjallasti stjórinn í enska boltanum í dag.

Villa-menn lentu í vandræðum um daginn þegar aðalmarkvörður þeirra, Thomas Sörensen, meiddist og ljóst er að hann missir af fyrstu leikjum liðsins. Þeir brugðu því á það ráð að fá Scott Carson að láni frá Liverpool, sem keyptu hinn franska Charles Itandje frá Lens í staðinn, og því verður athyglisverð barátta þeirra á milli um aðalmarkvarðarstöðuna á komandi tímabili. Á morgun mun hins vegar varaskeifan Stuart Taylor – sem hefur m.a. leikið fyrir lið eins og Arsenal, Everton og Ipswich – standa á milli stanganna og verður að segjast að það veikir lið þeirra talsvert.

Ég hef lesið mér til um nokkra af æfingaleikjum Villa-liðsins fyrir þetta tímabil og mér sýnist sem þeir gætu still upp þessu liði á morgun:

Taylor

Laursen – Mellberg – Bouma – Barry
Young – Maloney – Reo-Coker – Petrov

Agbonlahor – Carew

Ef þetta rætist gætu þeir verið með menn eins og Luke Moore, Marlon Harewood og Patrik Berger á bekknum. Ef menn renna yfir þetta lið, og skotvopnin sem O’Neill gæti skipt inná, er ljóst að þetta lið er að mínu mati alveg nógu gott til að gera okkar mönnum skráveifu og það er ljóst að Liverpool-menn þurfa að vera á tánum frá fyrstu mínútu í þessum leik.

Ég myndi telja hinn sterka John Carew þeirra hættulegasta mann, enda mjög reyndur leikmaður og ógnarsterkur í teignum, en menn mega líka passa sig á hinum snöggu og fimu Gabriel Agbonlahor og Ashley Young. Þá er Stilian Petrov feyknagóður skotmaður, og Gareth Barry er svona eins konar Steve Gerrard þeirra Villa-manna og hefur síðustu tvö tímabil sérhæft sig í að skora mikilvæg mörk og verið meðal markahæstu manna liðsins, þrátt fyrir að spila jafnan sem vinstri bakvörður eða vængmaður.

Liverpool

Hvað okkar menn varðar held ég að það sé algjörlega ómögulegt að ætla að ná liðsuppstillingu morgundagsins algjörlega réttri. Rafael Benítez nýtur þess sjaldgæfa lúxus í dag að hafa úr öllum sínum leikmönnum að velja fyrir morgundaginn og því er ljóst að það verða feyknasterkir menn sem komast ekki einu sinni á bekkinn á morgun. Ég hef legið aðeins yfir þessu og reynt að pæla í því hvernig hann gæti stillt upp og ég hef komist að eftirfarandi niðurstöðu:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise
Pennant – Gerrard – Alonso – Benayoun

Torres – Kuyt

Bekkur: Itandje/Mihaylov, Arbeloa, Mascherano, Kewell, Crouch.

Reina er að sjálfsögðu okkar markvörður númer eitt, og á meðan Gabriel Heinze er ekki orðinn Liverpool-maður tel ég að þessi vörn sé meira og minna sjálfvalin. Miðjan er aðeins snúnari þar sem Rafa hefur úr u.þ.b. 432 miðjumönnum að velja, en ég held að hann velji Alonso fram yfir Sissoko og/eða Mascherano á miðjuna á morgun, þar sem að Mascherano hefur ekki spilað jafn mikið eftir sumarfrí og hinir tveir og af því að Sissoko gæti að mínu mati nýst okkur betur á útivelli í Meistaradeildinni á komandi miðvikudag heldur en Alonso. Ég pældi mikið í köntunum og taldi valið þar standa á milli Pennant og Benayoun hægra megin og Benayoun og Kewell vinstra megin, þar sem ég tel Rafa ekki líklegan til að taka séns á Ryan Babel strax. Vill sennilega leyfa þeim unga frá Hollandi að stíga sín fyrstu skref í aðalliðinu á Anfield, ekki erfiðum útileik gegn tæklurum eins og Laursen og Mellberg.

Á endanum valdi ég Benayoun fram yfir Kewell af því að eitthvað segir mér að Rafa treysti Kewell ekki til að byrja leiki alveg strax eftir meiðslavandræði sín, eða vilji allavega fara eins varlega með hann og hægt er því það er liðinu dýrmætt að hann endist sem lengst. Að öllu eðlilegu væri Kewell nánast sjálfvalinn á vinstri vænginn en ég held að Rafa vilji frekar eiga hann inni á bekknum á morgun, sér í lagi þar sem bæði þeir Pennant og Benayoun voru að spila vel á undirbúningstímabilinu.

Frammi vissum við strax í júlíbyrjun að Fernando Torres myndi byrja þennan leik, ef hann yrði heill, því þú einfaldlega borgar ekki 20m punda fyrir leikmann og lætur hann svo byrja á bekknum. Fjölmiðlarnir myndu gera sér heilt hlaðborð úr slíkri ákvörðun, þannig að Torres byrjar pottþétt á morgun. Spurningin var hvort Kuyt eða Crouch yrðu við hlið hans, og ég held að Rafa beri einfaldlega meira traust til Kuyt heldur en Crouch, eins og sýndi sig hvað eftir annað í fyrra.

Kannski hef ég hárrétt fyrir mér með liðsvalið, en það verður bara að koma í ljós. Kannski verða Sissoko, Kewell og Voronin í byrjunarliðinu, en ekki á bekknum eða utan hóps eins og ég spái. Það er allavega ljóst að hvernig sem Rafa velur í liðið verður það feykisterkt ellefu manna lið sem gengur út á völlinn á morgun, öfugt við liðið sem hóf keppni í Úrvalsdeildinni í fyrra. Þannig að menn geta sofið í nótt, öruggir í þeirri vitneskju að það verða engir menn á borð við Zenden, Kromkamp eða (gamlan og hægan) Fowler í liðinu á morgun, hvernig sem Rafa stillir upp. 🙂

Mín spá

Ég er sennilega eins og allir Liverpool-menn á sumrin: sáttur við það sem hefur gengið á yfir sumarið, bjartsýnn á framtíðina, en um leið mjög tregur til að gera mér of miklar vonir eftir að hafa orðið fyrir vonbrigðum nærri því hvert einasta tímabil síðan ég var krakki. Í sumar finnst mér samt eitthvað hafa breyst, og þá er ég ekki að tala um nýja eigendur eða komu Fernando Torres. Ef maður skoðar yfir fréttasíðurnar, til dæmis, finnst mér sem öll viðtöl við leikmenn og þjálfara Liverpool síðustu vikurnar hafa einkennst af ótrúlegri ákveðni gagnvart Úrvalsdeildinni. Ég hef svo sem séð leikmenn eins og Gerrard og Carragher tjá metnað sinn í deildinni hvert sumar, en í ár virðist það hafa breyst að útlensku leikmennirnir virðast flestir líka vera búnir að setja deildina í forgang, auk þess sem Rafa virðist vera harðákveðinn í að vera með í baráttunni. Þetta er svo sem bara tilfinning hjá mér, en mér finnst allt til staðar í dag til að byrja deildina af krafti og minna fólk á hversu öflugt lið Liverpool er á enskri grundu.

Hvað morgundaginn varðar held ég að þetta verði týpískur fyrsti dagur Úrvalsdeildarinnar; mikill hraði, mikil spenna, hörð barátta og ekki mikið um fallega knattspyrnu. Liðin verða bæði stressuð enda hafa menn beðið lengi eftir þessum degi, þannig að ég gæti séð þetta vinnast frekar á því að nýta mistök hins liðsins eða föstum leikatriðum, frekar en að við sjáum annað liðið kaffæra hitt með fallegri knattspyrnu. Engu að síður er ég bjartsýnn á að okkar menn muni mæta heimamönnum af krafti og að á endanum muni gæðamunurinn á leikmönnum okkar og (annars góðum) leikmönnum þeirra segja til sín.

Ég spái Liverpool 1-0 baráttusigri á morgun, og það verður Dirk Kuyt sem skorar markið. 🙂

Áfram Liverpool!!!

39 Comments

  1. Ég ætla að vitna í þann mikla meistara Þorvald Makan og segja að eins og venjulega lendi þessi leikur í jafntefli í hundleiðinlegum leik..

    Makan er mikill Villa maður og leggur iðulega bjór undir þegar þessi 2 lið mætast og sagði hann mér að nánast án undantekinga slyppi hann við að kaupa bjór þegar þessi lið mætast á Villa Park 🙂

    Það er svo annað mál þegar leikirnir eru á Anfield

  2. Eg hef ALLDREI verið eins spenntur og trúiði mér ég hef oft verið spenntur

  3. Simmi (nr.3) varstu bara slakur á kanntinum þá fyrir úrslitalikinn í CL 2005? 🙂

    en ég segi 1-2 Riise og Carra með mörkin (og nú hætti ég að borða ofskynjunarsveppina)

  4. 3-0 fyrir Liverpool og öll hin liðin skíta í sig af hræðslu… Kuyt, Torres og Agger með mörkin.

  5. Við höldum markinu hreinu og munum eiga í erfiðleikum með að skora. Vonandi tekst það samt.

  6. Já ég ætlaði að segja það líka Simmi; ég er mjög spenntur fyrir morgundeginum, en fyrsti leikur í deild jafnast ekki á við Istanbúl 2005 eða Aþenu 2007. Þá var maður sko spenntur fyrir fótboltaleik sem aldrei fyrr!

    Fuck it – Fernando Torres er að fara að byrja sinn fyrsta alvöruleik fyrir Liverpool! Ég er S-P-E-N-N-T-U-R! 🙂

  7. Bjartur á úrslit, 1-4 og Torres með tvö, Gerrard og Agger með sitt markið hvor og gamla brýnið Patrik Berger skorar fyrsta mark leiksins fyrir Villa (á 5. mínútu). Punktur og basta!

  8. Fín upphitun. Þetta væri nokkurn veginn það byrjunarlið sem ég myndi setja inn, nema ég myndi taka út Benayoun fyrir Kewell og Kuyt fyrir Crouch.

    Annars er ég verulega spenntur. Spái 0-2. 🙂

  9. 1:3 fyrir Liverpool, Torres 2 og Agger, Kewell með stórleik á kantinum.

  10. Jafntefli í fyrsta leik eins og venjulega er ég hræddur um og fá mörk. Svo rústum við Chelsea 5 – 0 á Anfield í næsta leik! 🙂

  11. Liverpool vinnur alltaf en 3 – 0 í þetta skipti, Kuyt setur nokkur þetta verður hans vetur

  12. 4-1 fyrir okkar mönnum, Voronin með 2, Gerrard og Riise 🙂 nú er komið að því!

  13. Flott upphitun, en skil samt ekki af hverju menn eru að spá í hvort valið standi á milli Alonso og Sissoko á miðjunni. Ef Sissoko spilar, þá spilar hann sem sóknarsinnaður (eins óskiljanlegt og það má virðast) og Gerrard á kantinn, bekkinn eða milli sóknar og miðju. Ég man allavega ekki eftir leik þar sem Gerrard og Sissoka spila saman.

    En annars spennandi leikur í vændum sem við verðum að vinna til að bíta þessa slæmu byrjunargrílu af okkur.
    Á morgun verður góður dagur, 0-2 Torres og Gerrard

    Koma svo, Áfram Liverpool

  14. Kewell inn fyrir Benayoun og þar með væri mín uppstilling komin. Það er aftur á mót allt annar handleggur en handleggurinn á Rafa þegar hann rissar upp liðinu. Það kæmi mér ekkert á óvart þó svo að maður væri með eina 3-4 vitlausa miðað við hans uppstillingu. En mikið djöf…. væri ég til í að byrja nú eitt tímabil með sigri og koma með ferska vinda og greddu inn í upphaf mótsins.

  15. Babel? Nei, ekki svo að ég viti til. Ég útskýrði í upphituninni hvers vegna ég set hann ekki í liðið né á bekkinn. En það kæmi mér samt lítið á óvart að sjá hann eða Voronin þarna, þótt ég hafi ekki valið þá.

  16. Loksins er biðin á enda, enginn fótbolti í sumar, (HM eða EM) og því er maður enn þyrstari í að þetta fari af stað. Ég segi 2-0 fyrir Liverpool, Torres setur hann og hver annar, Gerrard tryggir þetta á 80. mínútu!!! Koma svo piltar, byrja þetta af krafti!!!

  17. Jú það var nú smá bolti í sumar, Copa America. Svalaði þorstanum aðeins en alls ekki nóg.

    En engu að’ síður frábær upphitun en því miður er ég svartsýnn fyrir leikinn á morgun (oftast er það þannig að þegar ég er svartsýnn þá gengur okkar mönnum betur, svo ég er kannski að gera öllum greiða). Ég spái leiknum 1-0 tap þar sem John Carew skorar í miðjum seinni hálfleik eftir mikið moð í vítateignum en hann nær að pota í boltann með tánni.

    Spá liðinu annars svona:

    Reina
    Finnan Carra Agger Riise
    Benayoun Gerrard Sissoko Kewell
    Kuyt Crouch.

    Subs: Vara Gk, Hyypia, Pennant, Alonso, Torres.

    Semsagt hann byrjar ekki að nota Torres í næsta leik heldur frekar heimaleiknum gegn Chelsea til að gera hann þyrstari í að standa sig í 6 stiga leik. Það á líklega eftir að kosta okkur stig á morgun.

    Góða skemmtun fólk.

    PS: Þurfa Players of fleiri sportbarir ekki að fara að stækka bílaplönin hjá sér 🙂

  18. Ég er orðinn feykispenntur og mun byggja upp spenning með því að fara á fiskidaginn á Dalvík, raða í mig og vera kátur – og setjast svo fyrir framan kassann. Ég er bjartsýnn og ég er þannig líka að ég nenni ekki enn einu sinni að þurfa í byrjun tímabils að horfa upp á “það tekur tíma að slípa saman” og la di da. Sýnum hversu megnugir við erum frá byrjun. Allir heilir, úrvalið mikið, engar afsakanir. Mikil stemmning í stráknum! 🙂

    Ég spái liðinu svona:
    Markvörður: Reina
    Varnarmenn: Finnan, Carragher, Agger, Riise
    Miðja: Gerrard, Alonso, Mascherano, Benayoun
    Sókn: Kuyt, Torres

    Spái 2:1 sigri okkar manna, með mörkum frá Gerrard á 27. mínútu og Torres á 62. mínútu.

    Áfram Liverpool!!

  19. ég held að Torres og Voronin verði frammi og kewell verði á kantinum og svo þegar staðan verður 0-2 fara Kout eða crouch inná fyrir Voronin sammála með restin eins og kristján stillir upp Torres verður að spila til að kynnast liðinu. Það verður um 1/2 leik sem skipting verður

  20. Ég gleymdi einu er það ekki rétt hjá mér að ef ég er með sky(eða disk?) að ég get látið vin minn í englandi kaupa áskrift af enska boltanum fyrir mig á betra verði en 365( hvað heita þeir þegar hlaup ár er) og engin getur sagt neitt við því

  21. Það eru reyndar ekki allir leikmenn tiltækir, við skulum ekki gleyma Fabio Aurelio sem er meiddur.
    Spái þessu 0-2 frekar sannfærandi Liverpool sigur þar sem Gerrard og Kuyt skora mörkin.
    Djöfull er maður orðinn spenntur..! 🙂

  22. Torres með Liverpool!! Hvernig er hægt að vera annað en spenntur. Gríðarlega mikilvægt að byrja deildina vel. Trúi að blóðbragð sé munninum á okkar mönnum. 0-2. Torres og Alonso.

    p.s. Eru Sýnar menn að brotna….
    ,,Gangtu frá áskrift á netinu og fáðu 30% aukaafslátt fyrsta mánuðinn”.
    http://stod2.visir.is/?pageid=2051

  23. Nú er þetta að skella á!!!!!
    Biðin á enda, talsverðar breytingar hjá Liverpool frá síðasta tímabili. Stóra spurningin er hvort að okkar mönnum takist að vera í toppbaráttunni fyrstu tvo til þrjá mánuðina og svo fylgja eftir Man U, Chelsea og hugsanlega Arsenal. Spennandi vetur framundan og margt eftir að vera spekúlerað á þessari síðu næstu mánuði.
    Hlakka til vetursins og fylgjast með pistlunum og umræðunum hér vetur. Keep up the good work á þessari vefsíðu og gleðilega fótboltavertíð!!

  24. NÝJUSTU FRÉTTIR

    Nýtt áskriftartilboð Sýnar2 – nú fær maður DV frítt á mánudögum ef maður gerist áskrifandi. Þessu getur maður varla hafnað!

  25. kemur D V út á mánudögum? alveg glimrandi tilboð eða hitt þó heldur

  26. 1-2 Gerrard og Riise

    Svona er mín liðsuppstilling í dag, ég held að Rafa stilli ekki upp tveimur framherjum í fyrsta leik á útivelli, þannig Gerrard spilar fyrir aftan Torres

    Finnan Carragher Agger Riise

          Alonso   Mascherano
    

    Pennant Kewell
    Gerrard
    Torres

    KOMA SVO LIVERPOOL!!

  27. Nýjast tilboðið hef ég heyrt að það sé 950 kr. á viku með 52 vikna binditíma. Fréttablaðið meða aukablöðum, aðgangur að öllum útvarpstöðvum 365, visir.is og frí bloggsíða frá blog.central.is fylgir frítt með.

    Annars held ég að leikurinn farið 1-2 fyrir liverpool. Kuyt skorar bæði mörkin, Barry með markið fyrir Villa úr vítaspyrnu.

  28. Ég óska þeim til hamingju sem hafa greitt rúmar 4000 krónur fyrir sýn 2. Nú er sú stöð opin aðra helgina í röð.

  29. Reina
    Finnan Carra Agger Riise

    Gerrard Alonso Masch. Kewell

    Torres Kuyt

    Liverpool vinnur med tveimur morkum.

    Kvedja frá Madrid.

    Áfram Liverpool

  30. Hver giskaði á riise á vinstri kanti? Sá fær einn bjór frá benitez

    Pepe Reina
    Alvaro Arbeloa
    Jamie Carragher
    Daniel Agger
    Steve Finnan
    John Arne Riise
    Steven Gerrard
    Xabi Alonso
    Jermaine Pennant
    Dirk Kuyt
    Fernando Torres

    Subs:

    Charles Itandje
    Sami Hyypia
    Andriy Voronin
    Ryan Babel
    Momo Sissoko

Sky handtökur

Byrjunarliðið gegn Aston Villa