Viðtal á Fótbolti.net

Ég var í viðtali í [útvarpsþættinum fótbolta.net](http://fotbolti.net/radio.php) í hádeginu í dag. Þeir hafa verið að spá í ensku deildina og hafa spjallað við stuðningsmenn liðanna í deildinni. Í dag spáðu þeir Arsenal 4. sætinu og Liverpool 3. sætinu. Fyrir Arsenal tóku þeir viðtal við Sigmar Guðmundsson, en fyrir Liverpool var spjallað við mig.

Allavegana, það er hægt að [nálgast viðtalið hér á MP3 formi](http://fotbolti.net/utvarp/agust2007/09.mp3). Viðtalið við mig byrjar á sirka 14:30 mínútu og stendur í rúmar 10 mínútur.

10 Comments

 1. Ohhhhh… ég stoppaði rétt fyrir utan Búðardal í dag, á einn af fáum stöðum á svæðinu sem hafði símsamband, og beið eftir að Gunnar Jarl hringdi. Gafst svo upp, þóttist vita að hann hefði hringt í þig í staðinn og hélt áfram að keyra.

  Stop stealing my thunder! 😉

 2. En hvað segja menn um nýja útspilið hjá Smáís í dag varðandi Sky Digital? Erum við neytendur að díla við frjálsan markað þegar við höfum um ekkert að velja nema að taka því sem er í boði fyrir okkur vegna úreltra fjarskiptalaga? Það er allavega ekki nein lykt af fullkominni samkeppni eins og staðan er í dag þar sem brátt verður lokað á möguleika okkar neytenda til að nálgast sjónvarp sem veitir samkeppni (Sky Digital). Ítalska mafían hvað???

 3. Eru einhverjar fréttir um þetta Smáísmál á netinu?
  Hef ekkert fylgst með þessu.
  Kv. Einn áhyggjufullur sky digital eigandi

 4. Veit einhver hérna hvort Liverpool-Aston Villa sé sýndur í Hólmavík, eða þá einhverstaðar á því svæði?

 5. hahaha,
  þú átt sömu fyrstu sterku minningu um Liverpool og ég…

  .. þegar Liverpool tapaði titlinum til Arsenal á Anfield.

  Held að Michael Thomas (síðar Liverpool leikmaður) hafi skorað fyrir Arsenal!!

 6. Á morgun Á morgun Á morgun Á morgun
  (hringl í tönnum)

  Þetta byrjar á morgun!

  YNWA hvort sem það er á pöbbnum, heima með diskinn, hjá fjölskyldumeðlimi sem er með sýn2 eða bara á vellinum. Ossokomaso you mighty Reds!

 7. Já, þetta er skrýtið, Ásgeir með þessar minningar. Ég á fulltaf fótboltaminningum, mjög óskýrum frá því þegar ég var enn yngri. Finnst einsog ég hafi horft á það þegar að Schumacher braut á Batiston á HM 1982 og svo man ég vel hversu mikið ég hélt uppá Maradona á HM 1986.

  Ég held að fyrsti leikurinn sem ég muni eftir með Liverpool (og man þá líka eftir því að ég hélt uppá Liverpool) hafi verið leikurinn gegn Juve á Heysel. Þá var ég 9 ára. Svo koma nokkur góð á hjá Liverpool þar sem ég á óljósar minningar um að horfa á leiki, en svo er helvítis Arsenal leikurinn brenndur í minninu. Man ennþá að ég kastaði mér fram á stofuborðið og öskraði NEIIIIIIIIIIIII – og stuttu seinna kom mamma inn og hélt að það hefði eitthvað komið fyrir mig.

  Mér finnst það dálítið skrýtið að ég eigi enga sterka Liverpool mynd frá árunum áður, en það skýrist að einhverju leyti af því að mín fyrstu ár sem fótboltaaðdáandi þá hélt ég meira uppá Gullit og van Basten og Milan liðið heldur en Liverpool.

  En ég hef samt aldrei getað fundið almennilega skýringu á því af hverju ég byrjaði að halda með Liverpool. Tveir af þrem bestu vinum æskuvinum mínum héldu líka með Liverpool, en einn með Everton sem ég held að stafi af því að þegar við vorum 8-9 ára þá voru þetta liðin sem börðust um titlana.

 8. Mín fyrsta minning um Liverpool og jafnframt ástæðan fyrir því að ég byrjaði að halda með þeim var þegar ég fékk Candy búning í Afmælisgjöf þegar ég var 6 ára..

  Ég hef síðustu ár reynt að komast að því hver það var sem gaf mér þennan búning, því það er óhætt að segja að ég er eini maðurinn sem ég veit um í minni fjölskyldu sem horfi eitthvað á fótbolta..

  Liggur við að ég fari að komast á þá skoðun að þetta hafi verið gjöf frá guði (eða kannski nágranna hans í suðri frekar 🙂

Carson til Villa? (Uppfært)

Sky handtökur