Carson til Villa? (Uppfært)

Eftir að Martin O´Neill sá eftir Craig Gordon til Sunderland hefur hann snúið sér að Scott Carson og vill fá hann á láni út tímabilið. Skv. BBC Sport þá stendur þetta og fellur hvort franski markvörðurinn, Charles Itandje, komi til Liverpool sem “cover” fyrir Pepe Reina. Charles Itandje er á mála hjá Lens og er 25 ára gamall.

Scott Carson var í fyrra á láni hjá Charlton og þótti standa sig afar vel. Hann var m.a. valinn í enska landsliðið sem varamaður fyrir Paul Robinson. Það var ávallt ljóst að það yrði erfitt fyrir Scott að slá Pepe út úr liðinu þetta tímabilið þar sem sá spænski hefur oftast allra markvarða haldið marki sínu hreinu undanfarin tvö tímabil. Ennfremur er það frábært fyrir bæði Scott sem og Liverpool að hann fái fullt af reynslu á því að spila reglulega með góðu liði í úrvalsdeildinni. Hvort hann komi síðan tilbaka og verði fyrsti markvörður hjá Liverpool eða verði seldur getur tíminn einn leitt í ljós en ég styð þetta heilshugar.


Uppfært: Núna er ljóst að Charles Itandje er orðinn nýjasti meðlimur Liverpool. Itandje er 192 cm á hæð og er fæddur 2. nóvember 1982. Hann hefur verið hjá Lens síðan 2001 og spilað 171 leik á þeim tíma. Ég hef aldrei séð þennan dreng spila (svo ég muni) og veit ekkert meira um hann en eitt er ljóst að ekki er hann slakari en Daniele Padelli 🙂

15 Comments

  1. Líst vel á þetta. Carson er of góður til að vera varamarkvörður og Pepe er einfaldlega of góður til að hann geti slegið hann út. Þannig að þetta er fín lausn. Vonandi að hann nái þá bara að slá Robinson og Foster útúr enska liðinu fyrir EM 🙂

  2. Þess má geta að ef að þessu verður þá er Carson ólöglegur í öllum leikjum gegn Liverpool.

  3. Og hvað gerum við ef Reina meiðist? Sitjum við þá uppi með einhvern meðalmarkmann milli stanganna?

    Ég vil bara halda Carson og hafa frábært backup fyrir Reina.

  4. Líst ágætlega á þetta að því gefnu að þessi franski komi, þó ég viti ekkert um þann kauða. Mér finnst líka ansi magnað að samkvæmt þessu þá er Aston Villa að greiða Liverpool 2,5 milljónir punda fyrir ársleigu. Það finnst mér fínn díll.

  5. Finnst persónulega að við ættum að selja hann fljótlega. Hann er ekkert á leið með að slá Pepe úr líðinu og það getur ekki verið gaman fyrir Carson að vera í eigu Liverpool en fá ekkert að spila fyrir liðið. Það þýðir ekkert alltaf að lána leikmenn til annarra liða, ef þeir komast ekki í liðið. Carson er of góður fyrir það. Vona að við fáum gott verð fyrir hann

  6. Það er víst ákveðið deadline í dag. Ef þeir fá Itandje sem cover í dag, þá er hægt að senda inn uppfærslu á leikmannahópnum til UEFA útaf Toulouse leikjunum. Ef það næst ekki þá fer Carson ekki til Villa fyrr en eftir Toulouse leikina eða í kringum 28. ágúst. Rétt áður en félagaskiptaglugginn lokar.

  7. Einnig er Loose yoursefl með Eminem mest spilaða lagið á klúbbunum þar á bæ

  8. Hann er buinn að skrifa undir 🙂

    Avanti Liverpool!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Neytendur eru ekki fífl – hvað nú?

Viðtal á Fótbolti.net