Verðlagning Sýnar í Kastljósinu

Jæja, allir að horfa á Kastljós í kvöld. Umræðuefnið verður [þetta](http://www.kop.is/gamalt/2007/08/07/09.39.23/) og annar viðmælanda verður yours truly.

Ef þið hafið einhver ráð eða viljið að ég reyni að koma einhverju sérstöku að, setjið það þá inn sem komment við þessa færslu.

69 Comments

 1. Top of mind hjá mér er þetta:

  1. Undirbúa nóg af staðreyndum, alls ekki “Ég held…” málflutning.
  2. Ef mótaðilinn er Hilmar eða Pétur (eða annar frá 365) að fá þá til að útskýra það sem þeir sögðu í Ísland í dag varðandi % því þær voru fáránlegar.
  3. Afhverju það þurfi að borga 12 mánuði þegar tímabilið er frá 11.ágúst til 11 maí. Vinuáttuleikir eru ekki value added. Það er klárt mál.
  4. Hvort enskir þulir verði á einhverjum leikjum og hvað Hödda og Þorsteinin finnist um það eiginlega (bara svona upp á grín).

  Go get them!

 2. Gott að einhver tekur þetta mál upp og fylgir því svo eftir.
  Eitt sem ég hef hvergi heyrt minnst á í þessari umræðu (hef svosem ekki heyrt mikla umræðu) er þegar Sýnar-menn tala um hvað þeir ætla að bjóða upp á miklu meira en var á Skjásporti, er það að Skjásport var ekki eingöngu með Enska boltann, heldur einnig þann Ítalska. Persónulega horfði ég lítið sem ekkert á þann Ítalska, en það hefur líklega ekki verið ókeypis fyrir Skjásport að tryggja sér hann og sýna. Og það að benda á ensku fyrstu deildina finnst mér engin rök, því það er Úrvalsdeildin sem ég hef áhuga á.
  Gangi þér vel í kvöld og ég vona sannarlega (þó ég sé ekki bjartsýnn á það) að þetta hafi einhver áhrif.

 3. Mig langar að fá upplýsignar og svör varðandi misvísandi verð eins og bent var í síðustu umræðu og sést hér http://stod2.visir.is/?pageid=2051 og http://syn.visir.is/?PageID=2103

  ég get bara alls ekki fengið þetta til að stemma og ég get ekki skilið hvernig ákveðin % afsláttur getur verið misjafn af sömu tölunni.
  20% (silfur) af stökum mánuði er ekki 2704 eins og fram kemur í auglýsingum þeirra heldur 3512 og það er lika það verð sem maður fær upp þegar maður ætlar að panta. Þetta eru villandi auglýsingar og fyrirtæki hafa nú verið kærð fyrir þess háttar.

  Æi fokk fáðu þá bara til að útskýra verðskránna og reikna þetta með þér

 4. Tja svo sem fátt sem ekki hefur komið fram á þessari síðu, mér finnst bara fyndið að ég var fljótari að gera skattaskýrsluna mína heldur en að velta þessum valmöguleikum fyrir mér í verðlagningunni … (en ég er kannski bara svona andskoti heimskur …)

 5. Tek undir með fyrsta innleggi að spyrja hvernig lýsingum verði háttað. Ekki það að Hörður Magnússon eða Arnar Björnsson séu þeir skemmtilegustu í heimi; heldur vegna gagnrýni þeirra á ensku lýsingu Skjás Sports. Persónulega þá vil ég frekar ensku lýsinguna. Svo þarf að reka þessar prósentutölur uppí þá. Er vitað hver kemur frá Sýn ?
  Svo má benda á þessa óeðlilegu tengingu við áskrift að öðrum stöðvum, Stöð 2, Sýn og Fjölvarpi til að fá hámarks afslátt af Sýn 2 en þá á móti er borgað fullt verð af hinum. Léleg rök þar.

 6. Ég held að það sé rétt að vel flest rök hafi komið fram hérna. ágæt rök komu á einhverjum þræðinum með þá staðreynd að x margir sem voru með sýn voru líka með skjásport(eða var það öfugt) þar er miðað við könnun sem var gerð á þeim tíma þar sem þeir sem vildu sjá HM urðu að skuldbinda sig í hálft ár til þess að þurfa ekki að borga 15 þúsund kall fyrir einn mánuð.
  Svo þarf að passa sig á því að leyfa þeim ekki að nota aukin gæði sem rök s.s. HD þar sem þeir sem fá sér HD afruglara munu þurfa að borga aukalega fyrir hann.
  Einnig er fróðlegt að velta fyrir sér hvað þeir eiga við með aukinni þjónustu. þeir eru með jafn marga leiki og Skjásport var með í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en virðast vera að telja inní þetta “aldrei fleiri leikir” leikina úr fyrstu deildinni. Þeir eru bara með einn innlendan þátt á móti c.a. þremur hjá Skjásport (þátturinn með bödda, umræðuþátturinn sem var í kringum leikina með snorra má og svo mánudagssérfræðingaþátturinn). Þeir eru líka ekki að kaupa dýrasta efnið frá FAPL þar sem til er fullt af mjög metnaðarfullum þáttum sem hægt er að kaupa en eru mjög dýrir. Gamlir 30 mínútna leikir eru ekki mikils virði þó þeir séu stórskemmtileg viðbót þá er maður ekki að borga fyrir þá heldur leikina. Að þulirnir fái að fara í fleiri skemmtiferðir til útlanda er heldur ekki virðisaukandi þar sem þeir hafa yfirleitt ekki miklar heimildir til að fara á bakvið tjöldin.

 7. Spyrja hvort það sé staðfest að aðeins þrjár stöðvar verði í boði fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Ef svo er, hvort það sé réttlætanlegt að sama rukkun eigi sér stað.

  Svo þú getir undirbúið þig fyrir andsvar þá verður svarið pottþétt: “arsenal, liverpool, chelsea og manjú verða í fyrirrúmi á þessum þremur stöðum á meðan minni liðin verða á stöðvum 4 og 5. Samtals bitnar þetta því á fáum aðilum, sérstaklega þar sem mikill meirihluti býr á höfuðborgarsvæðinu”.

  Þá getur þú rekið beint ofan í hann að Dalvíkingur sem heldur upp á Derby fái því skerta þjónustu og ekkert sem Sýn2 vill gera í því.

 8. Það er fullt af fólki hundóánægt með þessa verðlagningu – líka fólk sem er búið að vera áskrifendur Sýnar í lengri tíma – það fólk er hætt við að kaupa áskrift að Sýn 2 og ég þekki dæmi þess að fólk hafi sagt upp Sýn vegna þess yfirgangs sem 365 eru að sýna.

  Fólk er að hópa sig saman um að taka Sýn 2 í áskrift í stað þess að vera með hana sér. Þetta dregur úr tekjum 365 af enska boltanum og minnkar þægindi þeirra sem kaupa þjónustuna af þeim. Loose loose situation!

  Hvernig dettur þeim í hug að venjulega áhugamanninum um enska boltann, sem á sitt uppáhaldslið, og vill borga fyrir að sjá það spila og aðra stórleiki hafi tíma til að fylgjast með öllu þessu aukaefni sem þeir eru að bjóða upp á – síðan er langt frá því að hann tími að borga fyrir það. Tala nú ekki um þegar efnið sem um ræðir er Guðni og co kl. 19 á laugardagskvöldum, enska 1. deildin sem skiptir þennan mann engu máli og uppfyllingarefnið á sumrin er bumbubolti.

  Þessi sami áhugamaður hefur aftur á móti áhuga að fylgjast með Meistardeildinni… Jú sjáiði samlegðaráhrifin, Sýn hefði getað verið besta fótboltastöð í heimi fyrir meðalfótboltaáhugamanninn, hann hefði verið tilbúinn að borga fyrir þessa þjónustu… en common u.þ.b. 8.000 krónur það er yfir sársaukamörkunum fyrir venjulega fjölskyldu venjulega fótboltaáhugamannsins. Aftur þarf venjulegi maðurinn að borga fyrir allskonar aukaefni sem hann hefur ekki áhuga á og ef hann hefði áhuga á því þá hefði hann ekki tíma til að horfa á það.

  365 eru að skýta upp á bak… þeir höfðu öll spilin á hendi sér en tókst að spila þeim frá sér.

  Sammála Ólafi nr. 1..
  Hvernig þeir auglýstu verðin var til háborinnar skammar þ.s. þeir ítrekað voru með villandi auglýsingar. Þeir höfðu ekki í sér að láta rétt verð í ljós því þeir vissu að það var yfir sársaukamörkunum.

 9. Ef maður fer inn á áskriftarsíðu 365 miðla kemur þetta í ljós:

  Með því að velja Stöð 2, Sýn og Fjölvarp Sport fær maður 25% afslátt af þessum stöðvum með því að vera í M12.

  Með því að bæta svo Sýn 2 við þennan pakka fer afslátturinn af öllum þessum stöðvum upp í 30% og þá er lægsta mögulega verð á Sýn 2 nákvæmlega 3.073 kr.

  Þeir nota hinsvegar ekki þennan útreikning í auglýsingum sínum heldur láta þeir eins og maður sé ennþá bara með 25% afsláttinn á hinum stöðvunum og rúmlega 45% afslátt af Sýn 2.

  Að auglýsa svona eru bara LYGAR því það er ekki svona sem afsláttakerfið þeirra virkar. Það er mjög mikilvægt að spyrja þá af hverju þeir eru að ljúga vísvitandi að fólki og hvort þetta sé ekki hreinlega ólöglegt.

 10. Ég er líka mjög forvitinn hvernig Pétur fékk út að fyrst 80% þeirra sem voru með Sýn í fyrra voru líka með Enska Boltann, þá hefðu 80% þeirra sem voru með Enska Boltann líka verið með Sýn.

  Þó að 80% þeirra sem hlusta á Bylgjuna séu konur er ekki hægt að segja að 80% kvenna hlusti á Bylgjuna.

  Ég væri til í að hitta reiknimeistara 365 miðla.

 11. Loksins að það verði þó allavega viðtal þar sem skoðanir beggja aðila koma fram, á sama tíma, ekki beint óvænt að það sé Kastljós sem tekur af skarið (þó umræðuefnið sé stöð samkeppnisaðilans) enda mikið vandaður og góður þáttur.

  Það er að mínu mati alveg magnað að þið hafið ekki fengið tlækifæri fyrr til að mæta 365 mönnum í beinni.

  p.s. ég myndi frekar spá í verðlagningunni, aukastöðvunum og því sem skiptir máli í þessu stutta viðtali, ekki eyða tíma í að núa Hödda, Arnari og Þorsteini (minnir mig) um nasir með því að spyrja út í hvernig lýsingum á leikjunum verði háttað, þeir hafa sagt að það verði einn til tveir leikir með íslenskum lýsendum (aðalleikirnir eins og á á S1) en rest á ensku.

 12. j….á og endilega að benda Pétri eða reiknimeistara 365 á HR, það eru fínar stærfræðibrautir þar.

  a.m.k. láta hann gefa það upp hvernig hann reiknaði þessi 80% sín.

 13. Góð og gild umræða sem ég er sammála að mestu leyti. Ég vil jafnframt lýsa ánægju minni með síðuna. Tveir viðbótarpunktar frá mér:
  Ég hef verið ósáttur við verðið í samræmi við þá umræðu sem hér hefur farið fram. Ég ákvað því að binda mig ekki í 12 mánuði heldur vildi ég kaupa mánuð og mánuð eftir vinnuálagi og fl. Þá var mér tjáð að ég fengi ekki aukarásirnar, þ.e. aðeins aðalrásina ef ég bind mig ekki til 12 mánaða. Það á því að selja áskriftina á 4.390 kr. á mánuði en ég fæ aðeins hluta af þjónustunni / útsendingunum !
  Punktur 2 snýr að 600 kr. viðbótarkostnaði á mánuði. Ég er ekki með örbylgjuloftnet og það kostar talsvert að setja það upp. Í mínu húsi / hverfi er breiðband og því ekkert loftnet og því get ég ekki notað afruglarana frá 365 ! Eina leiðin er að fá afruglara frá Símanum og fyrir það þarf ég að greiða 600 kr. á mánuði þar sem ég kaupi enga aðra þjónustu frá Símanum. Þetta hækkar mánaðaráskrift hjá mér um 600 kr. og var hún þó nógu há fyrir ! Þessa fjárhæð þurfti ekki að greiða áður þar sem þá var ég með enska boltann í áskrift. Prósentuhækkunin fyrir mig er því enn hærri en reiknað hefur verið hér uppí 114%.

 14. Mættu með gjaldskránna og biddu um close-up. Spurðu þá svo spurninga um eins og eina ruglingslega áskriftarleið – af nógu er að taka 🙂 Fróðlegt að sjá hvernig þeir svara því.

  1. Spyrja hvernig lýsingum verður hátta. Íslenskir lýsar/enskir lýsar… reka ofaní 365 gagnrýni þeirra á Skjá sport-menn hér um árið

  2. Spyrja hvort það sé rétt að það séu aðeins 3 hliðarrásir úti á landi (voru 5 hjá Skjá sporti)

  3. Fá hann til að útskýra prósentu-ruglið. Hvort voru 80% áskrifenda Sýnar með Skjá sport eða 80% af áskrifendum Skjá sports með Sýn? Má líka benda honum á þessi 80% tala er örugglega til komin vegna þess að svo margir keyptu sér sýn á meðan HM í knattspyrnu stóð yfir.

  4. Spyrja hvers vegna maður verði að binda sig í 12 mánuði en það voru aðeisn 10 mánuðir á Skjá sporti

  5. Spyrja hvernig þeir fái út að þeir bjóði upp á eitthvað meira en Skjár sport sem var líka með ítalska boltann. Enska 1. deildin vs. Ítalska úrvalsdeildin. Ég alla vega kýs ítölsku deildina.

  6. Ræða um þessa fáránlegu verðskrá. Hvernig hægt er að fá út endalaus mismunandi verð og hvernig maður verður að kaupa áskrift af öðrum stöðvum (á fullu verði) til þess að fá afslátt af sýn2.

  7. Ég myndi vera tilbúinn með tölur. T.d. hvað það kostar að kaupa áskrift að einu tímabili í enska boltanum ef þú ert ekki með aðrar stöðvar hjá 365. Er það ekki rúmur 50.000 kall.

  8. Spurðu hann hvaða rök séu fyrir því að hafa ekki eina fótboltastöð þar sem hægt er að horfa á enska boltann, meistaradeildina, íslenska boltann og HM eða EM þegar þær keppnir fara fram. Af hverju þarf að dreifa þessu á tvær stöðvar. Leikir í þessum keppnum skarast nánast aldrei og ef svo ólíklega færi eru 5 hliðarstöðvar.

 15. Sindri ertu ekki að grínast????
  Fær maður ekki allar fimm rásirnar ef maður bindir sig ekki???????
  Það bara getur ekki staðist.

 16. Frábært.. Það sem ég hef lesið frá þér um þetta mál hefur passað við það sem ég hef við þetta mál að athuga. Ég var búin að gera samskonar útreikinga og Hannes Bjartmar hér fyrir ofan. Með þeim slærðu flest öll útreikninga vöpn úr höndum 365 manna.

  Auk þess getur spurt þá hvort þeim þyki það eðlilegt verð að borga 1300 kr. fyrir þá 38 leiki sem eru sendir út frá Liverpool á ári.

 17. Önnur tölfræði sem þú getur bent á:

  Ef þú borgar rúmlega 50.000 kall á ári fyrir sýn2 (ert sem sagt ekki með aðrar stöðvar frá 365) þá ertu að borga 5 kall á mánuði (seasonið er bara 10 mánuðir). Það þýðir að þú ert að borga vel yfir 1000 kall á viku og ég held nú að venjulegur kaupandi sýnar2 horfi á um einn leik í viku að meðaltali. Þú ert sem sagt að borga rúmlega 1000 krónur fyrir hvern einasta leik sem þú horfir á. Það er bíóferð og bland í poka fyrir afganginn.

 18. það væri mesta ósvífni í heimi ef það er satt að maður fái ekki allar rásirnar nema að binda sig… Trúi þessu ekki einu sinni upp á 365!!!!

 19. Styð það að mæta með gjaldskrána og biðja um close-up! Öll frekari orð yrðu óþörf. 😉

  Mikið er ég viss um að akkúrat núna situr 1 starfmaður 365 Miðla sveittur við tölvuna og les þennan þráð hér til að undirbúa sig sem best undir þáttinn og öll íþróttadeildin og yfirmennirnir að peppa hann upp. Stór partur af sjónvarpsstarfsemi 365 var lögð undir þegar þeir settu þetta himinháa tilboð í enska boltann.
  Kappinn rifjar síðan taktana góðu af Dale Carnegie námskeiðunum í gamla daga þar sem hann ætlaði að sigra heiminn með góðvild og hamingju.

  En bölvar því samt í hljóði að hafa lent hjá fyrirtæki sem lætur hann verja ömurlegan málstað og vera orðinn “einn af þeim”…

 20. Einn punktur í viðbót.

  Þeir hafa tala mikið um að áskriftarleiðirnar séu byggaðar þannig upp að tryggum viðskiptavinum sé umbunað.

  Hvers vegna velja þeir þá þessa tímasetningu til þess að hætta með Og1 tilboðið á Sýn?

 21. Góð leið er að spyrja hann spurning og varast koma með fullyrðingar. Nota til að mynda er það ekki rétt að munurinn á áskrift skjásports sé 114? eru viðskiptavinir sýnar2 ekki að borga tæpar 50 þúsund í staðin fyrir 23 þúsund hjá skjásport?

  Er það ekki rétt að byggið upp áskriftapakka ykkar upp á afslætti eftir því hversu margar stöðvar þú hefur frá 365? Miðað hæsta prósendu hlutfallið, 35%, þá er verð á Sýn 2 rúmar 3000 krónur?

  Er það rétt að þeir sem búa á landsbyggðinni geta einungis náð í 3 af 5 rásum og borga samt fullt verð? Er það rétt að þeir sem taka einungis mánuð og mánuð fá þessar 3 af 5 stöðvum?

  Erum við ekki sammála að það er of mikið að borga 1300 krónur á leik með Liverpool?
  og svo framvegins.

 22. Daði og Ásgeir: Bara til að hafa allt á hreinu þá held ég að það sé alveg pottþétt að þú fáir allar rásirnar fimm þó þú bindir þig ekki. Það sem þú færð hins vegar ekki er Man Utd TV, Chelsea TV og Liverpool/Arsenal TV. Ég veit ekki hvort það var það sem Sindri meinti eða hvort það hafi orðið einhver misskilningur á milli hans og starfsmanns 365. Það er alla veganna tiltölulega auðvelt að ruglast á þessu.

  Enn annar punktur. Þar sem þeir 365 menn eru búnir að tönnlast á því í gríð og erg að þeir séu að verðlauna sína viðskiptavini þá finnst mér það svakalega skrýtið að ég sem M12 viðskiptavinur bæði að Stöð2 og Sýn til margra ára skuli þurfa að binda mig í 12 mánuði að Sýn2 til þess að fá þokkalegan afslátt af þeirri stöð.

  Gangi þér vel Einar.

 23. Annað…það væri líka gaman að fá það á hreint sem maður er að heyra að það sé ólöglegt að gera binidamning í 12mán á íslandi og hægt er að segja honum upp eftir 6mán. En 365 eru að reyna að halda þessu lowprofile.

  Gangi þér svo bara vel

 24. spurðu þá í 365 að þvi afhverju þurfa trúir áskrifendur 365 sem eru í M12 pakkanum þurfa að binda sig í 12 mánuði ?? 365 miðlarnir eiga að sýna tryggum áskrifendur hollustu en ekki ekki skylda þá..

  Gangi þér vel

  KVeðja Bernharð

 25. Flott viðbragð hjá Kastljósinu, ég sendi þeim tölvupóst í gær þar sem ég spurði hvernig stæði á því að þeir væru ekkert að taka þetta mál fyrir og sendi þeim tvo linka á þessa síðu, annann beint á síðuna og hinn á þessa heitu umræðu sem var hér í gær.
  Einnig benti ég þeim á að sniðugt væri að setja sig í samband við einhvern af stjórnendum síðunnar og þeir hafa svo sannarlega brugðist vel við : )
  Málefnið er okkar megin !

 26. Sæll Einar.

  Ég er nú svo sem ekki með neina sérstaka spurning aðrar en hafa komið fram hérna að ofan. Ég held að aðal málið sé að undirbúa sig vel. Vera með tölur og staðreindir á blaði til að geta sýnt. Það er klárt mál að sá sem kemur frá 365 mun undirbúa sig vel, þannig að þú þarft að undirbúa þig betur. Þú verður væntanlega búinn að ákveða spurningar, getur gert þér í hugalund svarið sem þú færð og verið með spurningu/staðreind strax á móti. Ekki láta þá komast upp með að svara illa eða ekki.

  Gangi þér rosalega vel. Ég hef fulla trú á þér og mun klárlega horfa á Kastljósið í kvöld.

 27. örugglega búið að minnast á það hér að framan… en það sem mér finnst mikilvægast:

  Þetta er Stöð sem gerir út á enska boltann, samt er rukkað fyrir mánuðina júní, júlí þegar ENGIN bein útsending er frá enska boltanum (sumsé 7-9 þús krónur eftir því hversu margar stöðvar menn eru með hjá 365). Ólíkt því sem Skjársport gerði.

  Blekkingar í auglýsingum…. auglýsa alls staðar viðbótarverð en ekki RÉTTA VERÐ vörunnar. Sögðu í fyrstu viðtölunum að verð fyrir Sýn2 væri “frá 2300 krónum”

  Ef þeir vildu halda kostnaði í lágmarki og þar með geta boðið sem ódýrustu áskrift fyrir vöruna (sem er bein útsending frá ENSKA BOLTANUM) hvers vegna voru þeir þá að fjárfesta í aragrúa af efni (gömlum leikjum+þáttum) frá PL ?

  Einfalt reiknidæmi… maður sem er fyrir ekki með neina áskrift hjá 365

  365
  417112 = 50052 (12 mán binding)
  4390
  10 = 43900 (stakir 10-mánuðir)

  Skjársport
  2500*10=25000

  Hækkun uppá 18.900-25.000 kr fyrir þennan aðila m.v. árið í fyrra !!!

 28. góður punktur hjá margeiri (22)… hvernig getur það talist að umbuna tryggum viðskiptavinum að hætta með tilboðið sem stóð Og1 notendum til boða á þessum tímapunkti???

 29. Sá sem er með Sýn borgar
  3512×12 = 42144 á ári

  17144 kr. hækkun !

  Árgjald Sýnar lækkar um 8100 kr, vegna afsláttarkerfis 365, ef menn vilja taka tillit til þess

 30. Rétt hjá Þresti (ummæli 26), starfsmaður 365 hefur sagt mér rangt frá þegar ég hringdi í síðustu viku, amk sagði starfsmaður 365 þegar ég hringdi rétt áðan og kannaði þetta að opið væri fyrir allar 5 stöðvarnar þrátt fyrir að ekki væri um bindingu að ræða. Því er ekki samræmi í svörunum frá félaginu.
  En varðandi verðið, ég greiði hærra verð nú fyrir enska boltann en báðar stöðvarnar í fyrra:
  NÚ: 4.390 kr. + 600 (v. Símaafruglara) = 4.990 kr.
  Í FYRRA: EB ca. 2.300 kr. og SÝN (2.000 kr. m. og1 tilboði) = 4.300 fyrir báðar rásir.
  Biddu svo Pétur að skýra hugsanlega lækkun fyrir einhverja áskrifendur !

 31. tímabilið núna klárast 11. maí… þannig að það verður ekki bein útsending frá Enska Boltanum í 3 mánuði… sem 12mán bindi borgar 10-12 þús krónur fyrir !!!

 32. Pétur er helvíti sniðugur. Til að þurfa að svara ekki spurningum sem hann hefur ekki svör við talar hann um Noreg og verð á flugmiðum til að tefja tímann. Eins og það komi þessu máli eitthvað við.

 33. missti af þessu…. er að horfa á KR-Val, ætla að tékka á þessu á ruv.is í kvöld, tókst að þjarma að 365-manninum ???

 34. var með sýn í fyrra (Og1) borgaði 2000 kr. og enska boltann 2300-2500 kr samtals 4500 kr á mánuði fyrir sýn og enska boltann..

  Í dag þarf ég að borga 7362 kr fyrir sýn (m12) og enska boltann….
  Hringdi í 365 í dag.. talaði við stúlku sem ég man ekki hvað heitir… En henni brá þegar ég sagði töluna og sagði vá hvað þetta er há tala… sagðist ætla að tala við yfirmanninn sinn..hringdi stuttu seinna og sagði þar sem Og1 tilboðið væri að hætta núna um mánaðamótin þá væri þetta verðið sem ég þyrti að borga… tæplega 3000 kr hækkun á mánuði… Svakalega er verið að umbuna mér fyrir að hafa verið áskrifandi hjá 365… Hvernig þeir fá það út mun ég seint skilja… 3000 kr í 12 mánuði er 36000… en segjum rúmlega 30.þús á ári í hækkun… Er eitthvað ég mun ekki sætta mig við… Hringja í þá nú þegar og tilkynna þeim það..

  Skora á sem flesta að hringja sem fyrst helst í kvöld og tilkynna að þeir seú hættir í viðskiptum við þetta fyrirtæki!

  Einar Örn stóð sig með prýði…

 35. Pétur Pétursson hefur algjörlega rétt fyrir sér.
  Neytendur eru ekki fífl.
  Þess vegna er núna útséð um að ég muni nokkurn tímann kaupa nokkra stöð hjá 365.
  Þvílíkt skot í fótinn hjá 365. Pétur er búinn að koma í öllum þáttum, endurtaka sömu vitleysuna, forðast að svara og hreinlega koma með lygar.
  Sjáumst á pöbbnum í vetur!

 36. Hefði mátt nota allan Kastljósþáttinn í þetta, þessi “365glæpamaður” náði að gera gera það sem hann planaði, tefja bara nógu mikið með bulli um hitt og þetta. Það vita allir að verðið hefur hækkað, ég vill bara horfa á Liverpool leikina, ef ég horfi á aðra leiki þá er það af því að ég er svo “heppinn” að hafa ekkert annað að gera. Ég tými því ekki að borga þennan pening, þó ég muni líklega neyða mig til þess…

 37. Þessi Pétur fékk miklu meiri tíma en Einar og þetta var bara sama kjaftæðið og hann kom með í Ísland í dag og á fótbolta.net.

 38. Ótrúlegt þetta viðtal. Einar komst hreinlega ekki af fyrir Pétri sem snéri út úr hvað eftir annað og fór með langlokur um fáránlegan samanburð varðandi kaup á flugmiðum ofl. Mér fannst Pétur hreinlega ósvífinn og koma illa út og ekki til þess fallinn að fá mann til að kaupa áskrift af Sýn… síður en svo! Skoðanir Einars fengu ekki að koma að nema að litlu leiti og Pétur óð yfir Einar og spyrilinn hvað eftir annað. Eftir stendur að forsvarsmenn 365 hafa ekki ennþá svarað fjölmörgum spurningum neytenda og eru að okra á okkur með óheiðarleika í verðlagningu. Stöndum saman og kaupum ekki áskrift! Sjáumst á pöbbnum.

 39. Það verður að hafa það ef stjórnendur þessarar síðu þurrka kommentið mitt út vegna ómálefnanlegs orðbrags míns

  — Ritskoðað (EÖE) —

  Einar, þú stóðst þig vel þrátt fyrir að hann reyndi trekk í trekk að kæfa þig og þinn málflutning.

 40. ekki ætla ég að versla við þessa glæpamenn, frekar fer ég á pöbbinn og kaupi mér hamborgara og öl með öllum liverpoolleikjum og kem út á sléttu

  góðar stundir

 41. Ég ætla ekki að kaupa neitt hjá þeim í 365. Maðurinn breytir um tölur eftir því sem honum hentar, ég þori ekki að kaupa áskrift því hún gæti allt í einu bara hækkað upp í 8673 ef honum hentar. Af hverju er lægsta verðið allt í einu búið að hækka frá því í síðasta viðtali???

 42. BTW ég var að segja upp öllu nema stöð 2( svo konan verði ekki crasy)
  ener þá að borga 5.500kr. einungis fyrir það!!!
  plús það þeir verðlauna okkur ef viðtökum allar stöðvarnar
  þá fáum við sýn2 á 3.073 en heildarpakkinn er 13.000.kr ég endurtek 13.000kr sem er 156.000 ári

 43. Ps. er að reyna hringja til að segja upp áskriftinni..en símkerfið liggur niðri;) Næ ekki inn… Hehe.. einhvernveginn stórefast ég um að fólk sé að hringja inn til að kaupa sér áskrift af enska boltanum;)

 44. Til hvers var Einari eiginlega boðið í þáttinn? Hefði alveg verið hægt að kalla þetta bara Meinhorn Péturs Péturssonar þar sem hann fær að plaffa niður fólk sem honum líkar ekki við án andmæla. Helgi Seljan má reyndar eiga það að spurningunum sem honum þó tókst að skjóta inn á milli andkafa í orðaflauminum hjá Pétri voru mun beittari en í Íslandi í dag eða Fótbolti.net í útvarpinu.
  Fáránlegt líka hvernig þessi gæi fékk að komast upp með að snúa út og suður út úr umræðunni og slá fram einhverjum tölum eins og þessari með áskriftina að SkjáSporti. Blaðraði svo mikið að Einar komst ekkert að með spurningar eins og hvernig málum verður háttað úti á landi etc.
  Ég hefði vel hugsað mér að taka Sýn2 ef þetta hefði verið á svipuðu verði og hjá Skjánum í fyrra. Þess í stað held ég að ég sé bólusettur fyrir lífstíð gegn viðskiptum við 365.

 45. Mikið rétt Pétur. Neytendur eru ekki fífl, við kunnum að reikna og höfum sennilega flestir komist að þeirri niðurstöðu að 365, sem þú ert málsvari fyrir, er að okra á okkur með gríðarlegri verðhækkun á milli ára.

  Ekki bætti hrokafull framkoma, málþóf og tal um apex fargjöld úr skák fyrir þig og 365.

 46. Þvílíkt sauðnaut sem þessi maður er… Var það ekki rétt skilið hjá mér að hann hafi verið að bera saman Saga Class farmiða saman við 4.390 kr verðið hjá þeim? Ef svo er þá veit ég ekki hvernig þessi maður fékk þetta starf!?

 47. Já og einhver apex-fargjöld á 10-30.þús kall! Skildi einhver hvað maðurinn var að fara með því ævintýralega bulli? 🙂
  Síðan sá maður í baksýn hvað þessi Pétur glotti fyrir og eftir viðtalið.

  Maður er endanlega sannfærður eftir þetta að hætta öllum viðskiptum við 365 og öll undirfyrirtæki þess.

  Einar, þú stóðst þig mjög vel, varst málefnalegur og komst mjög vel fyrir. Það er hinsvegar erfitt að eiga við p.r. menn sem hafa lært á ræðunámskeiðum að selja sig og ljúga í kringum hlutina. Þegar hann kom með flugmiðalíkinguna þá hefðiru samt kannski átt að gera grín að þessum málflutningi og segja hann ekki svaraverðan. O.s.frv.

  Hefði þetta verið hnefaleikabarbagi þá hefðiru unnið auðveldlega á stigum. 365 munu hinsvegar meina að fyrst þeir voru ekki barðir í gólfið í viðtalinu þá var þetta bara jafntefli.

  Þú lentir í einhverju Morfís viðtalsrugli Einar. 365 er að nota eldgamlar viðskiptaaðferðir og þurfa að ljúga til að réttlæta mjög lélegan rekstur.

  Megi 365 Miðlar vera lagðir í eyði.

 48. Ég var að horfa á viðtalið… ekkert sem kom mér þar á óvart. 365 er búið að sýna neytendum ótrúlega vanvirðingu undanfarna mánuði og það breyttist ekki í þessu viðtali. Pétur var í bullandi vörn allann tímann og leið greinilega afar illa í stólnum! Mér finnst það þvílíkur hráskinnungur að bera fyrir sig betri þjónustu sem ástæðu hækkunar. Syn2 kemur pottþétt ekki til með að toppa Skjásport í þeim efnum. Bara endemis bull. Ég er endanlega hættur viðskiptum við 365… Það er eina leiðin til að svara þeim.
  Og Einar hafðu þökk fyrir að mæta fyrir hönd þeirra sem vilja mótmæla verðlagningu 365. Mæta og halda “coolinu” allann tímann. Aðdáunarvert.
  Ég hefði ekki verið svona rólegur…hefði sjálfsagt gefið honum sæmilega togaramállýsku þegar hann fór að bulla um flugmiða. En málið er, að í svona viðtölum er “trickið” að ALDREI stökkva upp á nef sér. Kemur ekki vel út í sjónvarpi…XD
  YNWA

 49. Pétur gerði nákvæmlega það sem maður bjóst við af honum í þessu viðtali. Hann veit að tíminn er stuttur og malaði því um allt og ekkert, tók kjánalegt dæmi um flugfargjöld og eyddi tímanum í marklaust kjaftæði. Verðin sem hann nefndi í þessu viðtali eru allt önnur en hann nefndi í viðtalinu við Ísland í dag og það eitt fær mann til að vantreysta þessum mönnum enn frekar.

  Það er fyndið hvernig menn geta borið þetta vildarkerfi fyrir sig þegar þeir eru nýbúnir að hætta með Og1 tilboðið og hækka verðið hjá viðskiptavinum sínum um allt að 3000 krónur á mánuði.

  Botninum var svo náð þegar hann sagði að enska fyrsta deildin sé vinsælla sjónvarpsefni en ítalska úrvalsdeildin.

  Burnley V/s Plymouth eða Inter V/s Milan

  Ég veit vel hvaða leik ég myndi horfa á.

  Enski boltinn fór svo sannarlega ekki “heim” heldur beina leið til he***tis.

 50. Djöfull sé ég eftir að hafa tekið Sýn 2 þegar ég fékk hringingu frá 365 í byrjun júlí en ég ætla alvarlega að velta fyrir mér að segja upp Sýn, sérstaklega ef þeir ætla ekkert að hlusta á athugasemdir frá þessum háværa minnihlutahóp eins og Pétur kallaði óánægða viðskiptavini í einhverju viðtali um daginn.

 51. Fyrir þá sem misstu af þessu beint áðan þá er að stilla á Rúv+ núna til að sjá bullið í þessum Pétri frá 365

 52. Mér finnst það svolítið magnað að hann skuli enn halda því fram að það séu sennilega 80%-90% sem fái þetta á einhverjum “rosa” afslætti. Mér finnst að þú, Einar hefðir alveg mátt óhikað benda honum á þessa óformlegu könnun sem þið gerðuð hérna á vefnum þar sem hvað, 58% notenda sagðist þurfa að borga hæsta verð. Vissulega ekkert hávísindaleg könnun en stangast allsvakalega á við þessi 80%-90% sem þeir halda fram. Kannski hlutfallið sé svona hátt af því að það tímir enginn að taka þessa áskrift á þessu verði. Það er hrikalega erfitt að tala á móti svona bullukollum eins og Pétri en mér fannst Einar standa sig rosalega vel þarna. Ótrúlega yfirvegaður og málefnanlegur.

 53. ….”neytendur eru ekki fífl” sagði Pétur. Það er rétt. Eftir svona bjánaskap hjá honum þá er ég hættur við að kaupa Sýn 2. Ætlaði að kaupa þetta í kvöld en er hættur við. Takk Pétur fyrir að hjálpa mér að gera upp hug minn. Einar þú stóðst þig mjög vel og átt svo sannarlega hrós skilið 😉

 54. Einar: flott hjá þér og takk fyrir að tala okkar málsstað.
  Sammála um að rökþurrðin hjá Pétri er alger sem og 365 og flott að láta hann mala og mala og mala. Er ekki sammála um að hann hafi talað Einar í kaf, Einar þagði hann í kaf 🙂 Stundum er nebblilega gott að segja ekkert frekar en eitthvað. Mitt trix í svona umræðum er að þagna og bíða. þá verður einmitt “mótherjinn” stressaður og verður að segja eitthvað og þá yfirleitt byrjar ballið.
  Takk fyrir okkur.

 55. Já ekki kom þessi Pétur í þáttinn til að auka vinsældir 365 miðla það er klárt, og að detta til hugar að réttlæta þessa hækkun á áskrift að Enska boltanum með betri þjónustu sem er hver ??
  Jú það er td Enska fyrsta deildin og einhverjir umræðu þættir þar sem misvitrar skoðanir eru settar fram og vitum við jú allir að skoðanir manna eru mismunandi og fyrir mitt leiti þarf ég ekki að horfa á einhverja spekinga segja mér hvernig leikurinn sem ég er að fara að horfa á kemur til með að verða að þeirra mati eða það sem toppar ruglið hvernig leikurinn sem ég var að horfa á var.
  Nei ég vil sjá leiki í Ensku úrvalsdeildinni ekki eitthvað annað aukaefni sem ég hef minna en engan áhuga á.

  Og ef við höldum okkur við samlíkingar Péturs (365 postula)
  og setjum okkur að ég sé staddur í Leifsstöð og er að kaupa mér miða til köben sem er nokkuð einfalt mál en konan í farmiðasölunni segir mér að flugmiðinn hafi hækkað um einhvern helling vegna betri þjónustu.
  Svo og ég spyr hvað felist í því og fæ þau svör að vegna nýrra samninga verði ég að fljúga líka til Amsterdam og verði eina nótt þar og fái svo súra hrútspunga í eftirmat líka.
  MIG LANGAR EKKI TIL AMSTERDAM OG HRÚTSPÚNGAR ERU VONDIR.
  = ég vil ekki sjá Ensku fyrstu deildina og þess síður Íslenska umræðuþætti um Enskan fótbolta ég get myndað mér eigin skoðanir á því efni.

 56. Svona þættir segja yfirleitt voðalega lítið. Tölfræði fer fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Alveg eins og þegar stjórnmálamenn hnakkrífast. Aðalatriðið er að það varð umræða um þetta hitamál. Skilaboðin eru skýr: menn eru ósáttir við verðlagninguna. Við eigum að vera ánægðir með umfjöllun RUV. Hvort fulltrúi 365 var hrokafullur eða ekki. Tja, var það ekki augljóst. Hann talaði eins og stressaður stjórnmálamaður sem var illa við að hleypa hinum aðilanum að. Það segir mér að hann hafi vondan málstað að verja.

 57. Mikið svakaði leið Pétri Pr-manni illa. Í fyrsta lagi hafði hann agalegan málstað að verja og var ekki að standa sig vel. Í öðru lagi þá var þetta örugglega lengra viðtal en hann bjóst við, reyndi að tefja eins og hann gat. Í þriðja lagi hafði óttaðist hann mótmælandan.

  Besta setninginn hjá honum var “þú sem hagfræðingur ættir að vita”. Hann sem fjölmiðlafræðingur vissi að hann var að kúka í buxurnar og fannst það óþæginlegt.

  Annað highlight í þessari útsetningu var þegar Einar sagði að módelið hjá 365 væri úrelt. Var ekki laust við að Pétri brygði við það, enda sjálfsagt eitthvað sem hann hefur ekkert pælt í.

  Ég trúði ekki að hann tveimur röksemdarfærslum sem hann notaði. Þessi skoðan könnum sem hann annað hvort misskilur svona illilega eða er að reyna að réttlæta verðið fyrir almenning. Hins vegar er ótrúlegt að hlusta á hann útskýra hvers vegna verðið hækkaði og er að reyna að kenna skjánum um það. Með þeirri röksemd er hann í rauninni að viðurkenna að 365 hafi látið leika á sig.

 58. Já, ég náði ekki að fylgja eftir kommentinu um að módel 365 væri úrelt. Það sem ég á við er að það er að mínu mati úreld hugsun að reyna að pakka saman alls konar sjónvarpsefni í einn risapakka.

  Ég skrifaði um þetta fyrir rúmu ári og er enn á svipaðri skoðun. Ástæðan fyrir því að ég kaupi ekki Stöð 2 er að ég hef bara áhuga á einum eða tveim þáttum á þeirri stöð og er ekki tilbúinn að kaupa einhvern risapakka utan um þá þætti.

  Sama má segja um Sýn. Margir sem kaupa hana hafa bara áhuga á Meistaradeildinni og því fáránlegt að þeir þurfi að borga líka fyrir NBA, NFL, fitness, póker og fleira.

 59. Hvað var aftur verðið sem hann þurfti að borga…..?
  Ég var að skoða þetta í heimabankanum mínum en ég hætti með enska boltann upp úr miðjum mars og þá greiddi ég 2.341 kr. Hann nefndi einhverja hærri tölu (hann ætti kannksi að hafa samband við Skjáinn og fá eitthvað endurgreitt…. 🙂 )…. málið er líka það að þegar ég hætti og skilaði myndlyklinum þá fékk ég meira að segja endurgreiddar einhverjar 1.049 kr. og hafði fengið þær upplýsingar hjá þeim á Skjánum, um endurgreiðsluna. Þegar ég ætlaði að hætta með stöð2 og sýn í kringum miðjan maí (minnir að ég hafi hringt í þá upp úr 18. maí) þá fékk ég þau skilaboð að þar sem að nýtt tímabil væri komið þá þyrfti ég að greiða næsta þar sem að það væri komið inn á kreditkortið mitt. Ég spurði hvort að slíkt hið sama myndi ekki gilda ef ég kæmi bara með myndlykilinn og fengi þá hlutfallslega endurgreitt fékk ég einfalt NEI ! Það sló algjörlega botninn úr þegar þeir rukkuðu kortið mitt fyrir júlí en þá sendi ég þeim póst þar sem að ég hafði neytendasamtökin í cc og harðlega mótmælti þessu (sem og rakti mína sögu)… viti menn, þeir á áskriftadeildinni afsökuðu sig fyrir mistökin og leiðréttu þetta !
  Svo virðist sem að þeir, hjá 365 miðlum, skilja ekki fyrr en í fulla hnefa !
  Þessi þjónusta ein og sér sýnir hvað þeir eru með yfirgnæfandi ráðandi markaðsstöðu og geta leyft sér nánast hvað sem er !
  YNWA

 60. Mig grunar að Pétur hafi leigt sér mynd í gegnum VOD þjónustu Símans og það hafi verið viðbótin á reikningnum : )
  Svo er auðvelt að vera með pappír fyrir framan sig og segja okkur hvað stendur á honum þó svo að á honum séu allt aðrar tölur.
  Annars er það sem stendur uppúr það sama og blasti við þegar að verðskráin kom út : EKKI KAUPA SÝN 2 !

 61. Einar; ég vissi hvað þú varst að meina, með orðinu úrelt. Ég er algjörlega sammála þér. Get bent þér á margar greinar sem hafa verið skrifaður um enda áksriftasjónvarpsins, frá Business Week, Forbes og fleiri viðskiptatímaritum.

Úrvalsdeildarspá: Hin Liðin

Kastljósið (uppfært)