1-1 jafntefli við Feyenoord í síðasta æfingaleik

Okkar menn gerðu í dag jafntefli við Feyenoord í leik sem ég hvorki sá né hlustaði á, þannig að ég ætla ekki að þreyta ykkur með því að þykjast vita eitthvað um leikinn. En miðað við það sem ég hef lesið á netinu og þau ummæli sem Rafa lét falla á opinberu síðunni var einhver dómaraskandall í gangi; löglegt mark tekið af Kuyt í fyrri hálfleik, víti dæmt á Arbeloa fyrir hendi þegar boltinn fór framan í hann og svo einhverjar stympingar undir lokin þar sem Theo Lucius á víst að hafa hrint Agger og Gerrard svarað fyrir sinn mann með því að löðrunga Lucius. Held ég. En eins og ég segi sá ég þetta ekki, en ég er bara glaður að:

1. Liverpool tapaði ekki síðasta leik fyrir mót. Það hefði haft í för með sér óþarfa pressu og svoleiðis vitleysu.

2. Enginn meiddist.

Hér eru mörkin. Fyrst kom Royston Drenthe hollenska liðinu yfir eftir að Riise gleymdi hvernig á að spila rangstöðugildru rétt sem snöggvast:

Í síðari háfleik jafnaði Stevie Gerrard svo eftir góðan samleik við Ryan Babel:

Og þar við sat. Pepe Reina varði svo vítið sem aldrei hefði átt að vera víti frá Roy Makaay í síðari hálfleik. En það er ekkert nýtt að Pepe verji víti. Spyrjið bara Chelsea-menn, sem eru enn að jafna sig eftir slátrun spænska nautabanans í maí sl., eins og sást greinilega í Samfélagsskildinum í dag. 😉

Framundan er áhugaverð vika, bæði í enskum fjölmiðlum og hér á blogginu. Það eru sex dagar í fyrsta deildarleik Liverpool, á útivelli gegn Aston Villa, og væntanlega mun breska pressan titra af æsingi fyrir upphaf tímabilsins. Við getum því búist við að heyra alls konar vitleysu frá gulu pressunni næstu daga. Við hér á blogginu munum reyna að halda tánum á jörðinni, en þó munum við reyna að hita upp fyrir tímabilið sem er framundan, og svo á föstudag kemur loksins fyrsta alvöru upphitun tímabilsins!

Já, en gleymum því ekki að Liverpool-liðið skoraði bara tvöeitt mark í dag og lék ekki blússandi knattspyrnu, þannig að við getum eiginlega sleppt því að horfa á deildarkeppnina sem er að hefjast eftir tæpa viku. Ég meina, sáu ekki allir samba-boltann sem Arsenal buðu uppá í gær gegn Ajax Amsterdam, liði sem er svipað Feyenoord að getu? Og hver sá ekki sóknarknattspyrnuna sem var til sýnis hjá Man Utd og Chelsea í dag? Ég er að segja ykkur það, við eigum ekki séns í þessi ofurlið …

16 Comments

 1. frekar sorglegt að sjá svona læti í æfingarleik, en málið var bara það að liverpool menn áttu ekki neitt til þess að stoppa drenthe sem lék á alls oddi og endaði það með því að hann var negldur niður í hvert skipti sem hann kom nálægt boltanum. Svo er Benitez víst áhugasamur um að fá hann til Liverpool, en hvernig er hægt að fá mann til liðsins sem réðst á Stevie Wonder?? ég bara spyr…. hins vegar var ég ótrúlega hrifinn af honum í dag (gær) þrátt fyrir það að hann varð vitlaus í hvert skipti sem flautað var á hann, og ég segi bara: Betra að hafa svona mann með sér en á móti!!

 2. ég sá ekki leikinn en mér fynnst alltaf vináttu &æfinga leikir ekki vera marktækir það er verið að prófa ýmislegt og menn eru ekki að fórna sér og kanski meiðast (hvernig fór ísland -ítalía í vináttuleik 0-0 halló)og niðurlag pistilsins hjá kristjáni að liv hafi ekki sjens í þessi lið ,þar er ég ekki sammála, ef að á að taka þessa æfingaleiki alvarlega (eins og sumir gera) þá tapaði LIV ekki neinum leik meðan að liðin sem kristján nefndi urðu að lúta í gras 1sinni ef ekki 2var það er ekki nóg að vera með boltan og dreyfa honum mikið og vel það verður að koma eitthvað út úr því LIV spilaði fantagóðan bolta á móti M U á síðustu leiktíð var meira með boltan og allt ,en tapaði 0-1 semsagt það verður að skora ef þú vilt vinna leikinn og vonandi fara framherjar LIV að gera það, til þess eru þeir

 3. Kaldhæðni er hlutur sem sumir fatta bara ekki, merkilegt fyrirbæri.

 4. já kaldhæðni er að vefjast fyrir fólki. Gaman af því.

  En það sem mestu máli skiptir er að við rúlluðum vel í gegnum þetta undirbúningstímabil. Enginn meiddist alvarlega, liðið sýndi góða knattspyrnu á tíma, nýju leikmennirnir komu fyrr en undanfarin ár til liðs við liðið og náðum næstum að æfa allt undirbúningstímabilið o.s.frv.

  Það er spenna í loftinu fyrir fyrsta leikinn gegn Aston Villa sem ég tel að verði öflugir í ár með Martin O´Neill.

 5. 9 menn á sjúkralista hjá celsea, hafa kanski tekið æfingaleikina of alvarlega
  (já mín mistök ég meinti ísland -spánn 0-0 ekki ítalía sorry) já spennandi tímar framundan

 6. Vá hvað það er gott að hafa Gerrard… Getið þið ímyndað ykkur hvað F.Torres var að hugsa þegar hann horfði á eftir Gerrard skora þetta mark: “Djöfull ER hann góður ! “

 7. Ég horfði á leikinn og frá upphafi leiks heillaði Royston Drenthe mig mikið, gríðarlega snöggur og baráttuglaður leikmaður.
  Annars vona ég að það sé lítið að marka þennan leik okkar manna því við vorum ekkert sérstakir satt best að segja og það er klárt að okkar menn verða að vera mun einbeittari á móti A. Villa næstu helgi.

 8. Kristján Atli,
  Menn eru að leita af einhverjum merkjum í þessum æfingarleikjum hvort Liverpool muni spila eitthvað öðruvísi bolta en undanfarið, í þeirri von að að Liverpool muni geta keppt um titilinn. Þessi leikur í gær gaf ekkert til kynna en status quo. Vonandi hefurðu rétt fyrir þér að æfingarleikir séu ekki marktækir á NEINN hátt en einhvern veginn læðist að mér grunur að leikurinn í gær sé góð vísbending um komandi leiktíð, þ.e. Liverpool mikið með boltann en á erfitt með að skapa sér nóg af færum sem þýðir að strikerarnir vantar sjálfstraust til að nýta þetta litla sem kemur. Vonandi hef ég hins vegar rangt fyrir mér. Hlakka til laugardagsins þar sem þetta kemur jú allt betur í ljós.

  Kv,
  Bobby

 9. Jói, nákvæmnlega það sama sem ég hugsaði þegar ég sá klippuna af markinu.

  Þessi Drenthe er bara copy paste af E. Davids, feiknar mikið efni.

  Jesús hvað maður er orðinn spenntur fyrir Villa leiknum, nú keyrum við þetta upp og klárum þennan leik mjög sannfærandi.

 10. Liverpool eru víst að reyna að fá “hinn nýja Maradona” til liverpool 18 ára Argentínumaður að nafni Franco Di Santo. Hann er víst á leiðinni til Englands í vikunni til að ákveða hvaða lið hann vill semja við http://www.all3points.co.uk/cat/liverpool/mad060807.php.

  og svo erum við víst að berjast við Chelsea um 17 ára leikmann Corinthias, Lulinha. Hann skoraði 12 mörk í 7 leikjum á U-17 Championships og segist sjálfur ætla að verða betri en Kaká og Ronaldinhohttp://www.all3points.co.uk/cat/liverpool/lul060807.php

  Greinilega mikil efni hér á ferð og gaman væri af eitthvað væri til í þessum fréttum, við erum greinilega farnir að eltast við mestu efni heimsins 😀

 11. Jæja, nú er kominn fiðringur í mann.
  Það getur ekki verið meiri pressa á nokkrum manni í ensku í vetur heldur en Senor Benitez.
  Það er langt síðan að ég hef haft jafn mikla trú á leikmannahópnum en ég vona bara að Benitez leyfi þessum mönnum að njóta sín og spila fótbolta.
  Það er ákveðin yfirlýsing fólgin í því að kaupa Torres og Babel. Nú þarf að keyra upp hraðann á vellinum og spila hraðan og djarfan fótbolta. Því miður hefur það aldrei loðað við Rafa en nú er lag hjá karlinum.
  Ef Liverpool verður meira en 8 stigum frá toppnum þann 1. janúar munu örugglega heyrast miklar vonbrigðisraddir.

 12. Ég horfði á Porto-Feyenoord á fimmtudaginn. Drenthe og (stafst.) heilluðu mig upp úr skónum. Drenthe gerði all mjög einfald, en var kvikur, sívinnandi og hættulegur. Quarsma, var stórhættulegur, skilaði boltan frá sér nánast 100% og alltaf líklegur til að beita töfrabrögðum. Báðir leikmenn sem mig langar að fá til Liverpool. Báðir með eiginleika sem myndu nýtast liðinu mjög vel..

 13. Mér finnst frekar grunnt að segja að úrslit og frammistaða í æfingaleikjum skipti ekki máli. Miðað við yfirlýsingar Rafa um að Liverpool kæmi til með að spila meiri sóknarbolta þá fannst mér fátt um fína drætti í þeim efnum í þessum æfingarleikjum. Var planið hjá Rafa að nota þessa æfingaleiki til þess að spila alveg eins og í fyrra og koma svo öllum á óvart í fyrsta leik með blússandi sóknarbolta?? Ef menn nýta þessa æfingarleiki ekki til þess að leggja línurnar og spila menn saman, taka sénsa og koma sjálfstraustinu í lag hvenær í and… á þá að gera það? Þegar tímabilið er byrjað? Það er alltaf ömurlegt að tapa, líka æfingarleikjum og mér er alveg sama hvað menn segja, æfingarleikir eru mikilvægir og það skiptir miklu að nota þá vel. Auðvita eru menn að prófa ýmsa hluti í þessum æfingarleikjum og að mínu mati hefði verið lang mikilvægast fyrir Liverpool að nota þá til þess að koma sóknarleiknum í lag, gefa mönnum færi á að spila sóknarbolta og fá smá sjálfstraust fyrir framan markið. Það er ekkert í þessum leikjum sem fær mann til þess að hugsa; já núna er þetta að koma, þetta verður árið sem við veitum toppliðunum alvöru keppni, ekkert sem sýnir hinum liðunum í deildinni að þau þurfi að óttast Liverpool og ekkert sem bendir til þess að Liverpool muni byrja þetta tímabil af þeim krafti sem maður vonaðist eftir. Ég er kanski svartsýnn en mer finnst ég bara ekki hafa ástæðu til þess að vera bjartsýnn, kanski breytist það eftir fyrsta leik en þangað til ætla ég að vera með fæturnar á jörðinni.

 14. Ætla því miður að vera sammála Bjarka hér að ofan. Ég er svo sem ekkert að missa mig í einhverju svartsýniskasti, en þessir æfingaleikir gefa manni ekki mikla ástæðu til bjartsýni. Benitez talaði um sóknarbolta, hvar var hann í þessum leikjum? Það er ekki nóg að kaupa sóknarsinnaða leikmenn, þú verður að vera með sóknarsinnað kerfi líka…eitthvað sem Benitez virðist kunna illa eða ragur við að nota.

  Einnig finnst mér voðalega kjánalegt að tala um að æfingaleikir skipti ekki máli. Eins og ég sé þetta þá skipta þeir MJÖG MIKLU máli. Það er í þessum leikjum sem liðið slípar sig saman, prófar hluti og kemur sér í leikform. Það eru úrslitin í æfingaleikjum sem skipta litlu sem engu máli. Þessir æfingaleikir, burtu frá úrslitunum séð, hafa einfaldlega verið grútleiðinlegir og lélegir. Auðvitað höfum við séð nokkra spretti, en ekkert meira en það. Toppnum var síðan náð í gær þegar Steven Gerrard, okkar fyrirliði og icon klúbbsins útávið, sverti sjálfan sig og klúbbinn með ótrúlega vanhugsaðri framkomu. Mér er skítsama hvað gekk á á undan, það sem Gerrard gerði var fáránlegt og hvorki honum sjálfum né klúbbnum til tekna.

  Ég get ekki sagt að ég sé mjög bjartsýnn á komandi tímabil. Ekki að hópurinn sem við höfum sé ekki nógu góður, heldur að honum vantar “freedom” til að leika góðan og árangursríkan sóknarbolta. Við munum fara í allt of marga leiki af varfærni, sérstaklega útileiki, þegar við ættum að fara með “drepa” hugarfar. Á útivelli gegn Barcelona, Real Madrid, AC Milan eða Inter get ég KANNSKI skilið varfærni, en gegn Portsmouth, Feyenoord, West Ham, Bolton eða hvað þessi lið heita, þá eigum við að sækja, sækja, sækja. Yfirspila þessi lið, sýna þeim að við séum Liverpool og við erum eitt besta liðið í bransanum. Sýna þeim “pass and move” eins og á að gera það. En því miður þá held ég að þetta sé farlægur draumur eins og er.

  Ég vona þó innilega að þessar áhyggjur mínar séu innistæðulausar og Rafa sýni algjörlega nýja hlið á sér og liðinu í vetur.

 15. ef þið eru að tala um það sem ég sagði á ummæli 2 þá sagði ég að æfinga og vináttuleikir séu ekki marktækir ég sagði ekki að þeir skiptu ekki máli, æfinga leikir eru til þess að slípa liðið saman og að leikmenn kynnist hvor öðrum, en mér finnst ekki ástæða að menn fái móðursýkiskast þó að LIV valti ekki yfir liðin á æfinga móti ,ef leikmenn hjá liv hefðu meiðst þá væri annað hljóð í mönnum T.D hvað var hann að hugs að vaða svona í manni þetta er bara æfingaleikur osf. ég er bjartsýnn og dæmi ekki rafa áður en tímabilið er hafið, vona að þessi svartsýni hjá sumum sé út af leiðinlegri versl,mannahelgi en betri er sina dráttur en engin

Helgarfrí

Sýn2 og fjölmiðlaþögnin