Leto orðinn löglegur

Chris Bascombe hjá Echo staðfestir í dag að argentínski kantmaðurinn Sebastian Leto sé loksins búinn að fá leikheimild og geti því spilað með í æfingaleikjunum um helgina. Rafa segir meðal annars þetta:

“Leto will travel with the squad and we have permission to play him in these games. It’s good news for him because it’s not easy when you’re only training. You want to play in the games.”

Rafa er í athyglisverðri stöðu fyrir þessa tvo æfingaleiki helgarinnar, á morgun gegn Shanghai Senghua og á sunnudag gegn Feyenoord. Annars vegar, þá eru þetta síðustu tveir æfingaleikirnir áður en tímabilið hefst og því mikilvægt fyrir hann að geta fínpússað og fínstillt spilamennsku liðsins sem mest í þessum leikjum. Hins vegar, þá hafa Babel og Benayoun spilað lítið, Torres enn minna, Lucas eina mínútu eða svo og Leto ekkert, þannig að það er smá pressa á honum á að koma þessum leikmönnum fyrir sem mest í þessum leikjum og gefa þeim spilatíma.

Þetta verður í öllu falli áhugaverð boltahelgi, fyrir þá sem ætla að sitja heima og horfa á. Það er í öllu falli ljóst að Rafa getur ekki stillt upp hefðbundinni uppstillingu og bara látið hana rúlla í þessa leiki. Hann þarf að gefa þessum nýju strákum öllum spilatíma, en um leið gefa lykilmönnum eins og Gerrard, Crouch og Kewell spilatíma svo að þeir fari ekki ryðgaðir inní mót.

14 Comments

 1. Sýn 2? Loforð og fyrirheit um að sýna þessa leiki í beinni. Get ekki betur séð en að Amsterdam mótið er sýnt á Sýn (1?) og þetta Rotterdam mót sem Liverpool er að spila sé ekki sýnt. Þetta finnst mér ekki vel að verki staðið. Lofa þessum undirbúningsleikjum og það sé ástæðan til þess að binda sig í tvo auka mánuði til þess að fá í raun, ekki neitt.

  Leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér.

 2. Ég held þeir hafi átt við næsta sumar enda er Sýn 2 ekki enn komin í loftið og fer ekki í loftið fyrr en laugardaginn 4 ágúst eftir því sem ég best veit.

 3. En varðandi Leto þá gæti veið gaman að fylgjast með honum.
  það verður erfitt fyrir Benites að velja í lið enda mannsskapurinn orðinn mjög góður.

 4. Það er hægt að horfa á leikinn á morgun á netinu, sem og alla leiki í deildinni næsta vetur. Það kostar erlent niðurhal en 365 fær ekki aur af því.

 5. “Það kostar erlent niðurhal en 365 fær ekki aur af því.”

  ehm OgVodafone ?

 6. “Það kostar erlent niðurhal en 365 fær ekki aur af því.”

  ehm OgVodafone ?

  Allavega ekki hjá mér 🙂

Vörumerkið Liverpool FC

Dregið í Evrópu: Toulouse mótherjar Liverpool