Byrjum við með -21 stig?

Í framhaldi af færslunni hér að neðan, þá ákvað ég að setja smá hugleiðingar niður á “prent” um þetta marg umtalaða mál að liðið okkar geti hreinlega ekki brúað þetta 21 stig sem Man U hafa í forskot á okkur eftir síðasta tímabil. Í fyrsta lagi taldi ég að öll lið byrjuðu nýtt tímabil með 0 stig. Ég hef hreinlega ekki séð neins staðar að breyting hafi verið gerð þar á. Fyrsti leikur er þann 11. ágúst og þá byrja öll lið með hreint borð og í rauninni eru þau öll hnífjöfn í stigum talið í baráttunni um Meistaratitilinn. En hvernig má það þá vera að allir séu að tala um bilið sem við þurfum að brúa til að komast í tæri við hinn heilaga bikar?

Menn eru væntanlega að vísa í getumun liða þegar kemur að leikmannahópum þeirra. Lítum aðeins á nokkur dæmi um þetta á milli tímabila:

2001:
Man.Utd vann með 80 stig, Arsenal endaði með 70, Liverpool 69 og Chelsea 61.

2002:
Arsenal vann með 87 stig, Liverpool endaði með 80, Man.Utd 77 og Chelsea 64.
Þarna má sjá 20 stiga sveiflu á milli ára á milli Arsenal og Man.Utd, Arsenal í hag.

2003:
Man.Utd vann með 83 stig, Arsenal endaði með 78, Chelsea 67 og Liverpool 64.
Þarna er 15 stiga sveifla Man.Utd í hag á milli tímabila á Arsenal. Heil 22 stiga sveifla á milli tímabila Liverpool og Man.Utd.

2004:
Arsenal vann með 90 stig, Chelsea endaði með 79, Man.Utd 75 og Liverpool 60.
Núna kom 20 stiga sveifla Arsenal í hag gegn Man.Utd, sama gildir um sveiflu milli Chelsea og Man.Utd.

2005:
Chelsea vann með 95 stig, Arsenal endaði með 83, Man.Utd 77 og Liverpool 58.
Sveiflan á milli Chelsea og Arsenal hérna eru 23 stig Chelsea í hag á milli tímabila. Sveifla Aukning stigamunar milli tímabila hjá Chelsea og Liverpool er 18 stig.

2006:
Chelsea vann með 91 stig, Man.Utd endaði með 83, Liverpool 82 og Arsenal 67.
Á þessu tímabili saxaði Liverpool niður ansi mörg stig milli tímabila á hin liðin. Sveiflan gagnvart Chelsea eru heil 28 stig, gagnvart Man.Utd voru þau 20 og Arsenal var það hvorki meira né minna en 40 stiga sveifla.

2007:
Man.Utd vann með 89 stig, Chelsea endaði með 83, Liverpool 68 og Arsenal 68.
Á síðasta tímabili var sveiflan á milli Man.Utd og Chelsea 14 stig á milli tímabila. Sveiflan hjá Liverpool miðað við Meistaratitilinn er óhagstæð upp á 22 stig.

Það er ennþá sú regla í gildi að það byrja öll lið með jafn mörg stig í upphafi tímabils. Það er líka ómögulegt að segja hvernig þau þróast og gefa tölurnar hérna að ofan það til kynna. Sveiflur á milli einstaka liða milli ára getur verið hrikalega mikil og 21 stig er hreinlega ekki stórt mál að brúa þegar búið er að núlla muninn út. Á síðasta tímabili voru Man.Utd verulega lukkulegir með prógram sitt í byrjun og með að lykilmenn voru heilir alla fyrstu mánuðina. Chelsea misstu dampinn þegar lykilmenn þeirra meiddust og Liverpool byrjuðu á hrikalegu prógrammi og fóru bara alls ekki í gang fyrr en alltof alltof seint.

Það þýðir samt akkúrat ekkert fyrir lið að afsaka sig, pointið mitt með þessu er að sýna fram á það að það er algjörlega útilokað að segja til um þetta. Því fer það hrikalega í taugarnar á mér þegar hinir ýmsu sérfræðingar eru að tala um það að það sé vonlaust að brúa þetta 21 stiga bil á milli tímabilanna. Kannski vinnur Man.Utd ennþá stærri sigur en síðast. Kannski smella kaupin hjá Liverpool loksins og þeir heyja harða titilbaráttu. Kannski taka menn aukna ábyrgð hjá Arsenal við brotthvarf Henry og stíga upp nokkur þrep. Kannski mun Chelsea ná upp sínum fyrri styrk með Cech og Terry heila. Þetta eru allt ef og kannski. Kaup og sölur hafa þarna einnig áhrif, og svona til að gefa mönnum smá mynd af þeim málum á þessum tilteknu tímabilum, þá tók ég það saman fyrir öll liðin. Ég vil taka það fram að þetta eru allir leikmenn sem skráðir voru hjá liðunum á Soccerbase.com, og svo LFCHistory.net.


2000-2001:

Arsenal kaup: Pires, Svard, Volz, Demel, Wiltord, Stepanovs, Danilevicius, Edu, Lauren

Arsenal sala: Bothroyd, Overmans, Petit, McGovern, Weston, Vernazza, Wreh, Harper, Galli, Bernard, Winterburn, Suker, Black, Gray, Garde

Chelsea kaup: Aleksidze, Hasselbaink, Guðjohnsen, Stanic, Kneissl, Cudicini, Bogarde, Jokanovic, Gronkjær, Bosnich

Chelsea sala: Clement, Sutton, Deschamps, Petrescu, Crittenden, Thome, Percassi, Flo, Casiraghi, Vially

Liverpool kaup: Babbel, Diomede, Arphexad, McAllister, Barmby, Ziege, Vignal, Sjolund, Biscan, Litmanen

Liverpool sala: Björnebye, Babb, Boardman, D.Thompson, Matteo, Friedel, Song, Staunton, Meijer, Camara, Newby, N.Murphy, Guðnason

Man.Utd kaup: Barthez

Man.Utd sala: Curtis, Wheatcroft, Thorrington, Higginbotham, Taibi, Cruyff, Rose, Notman, Berg, Healy, Bosnich

2001-2002:

Arsenal kaup: Van Bronckhurst, Campbell, R.Wright, Tavlaridis, Toure, Juan, Jeffers

Arsenal sala: Malz, Demel, Norbert, Sylvinho, Lincoln, Vivas, Obinna, Lukic, Canoville

Chelsea kaup: Gallas, Lampard, Petit, Zenden

Chelsea sala: Broad, Poyet, Pitt, Hogh, Nicholls, Hitchcock, Wise, Barrett, Richardson, Lambourde, Reddington, Lebouf, Harley, Stevenson, Di Matteo

Liverpool kaup: Riise, Kirkland, Dudek, Baros, Xavier

Liverpool sala: Crookes, Cavanagh, Marsh, Armstrong, Maxwell, Ziege, Fowler, Westerveld, O’Brien, Navarro, Kippe, Miles

Man.Utd kaup: Van Nistelrooy, Veron, Carroll, Blanc, Forlan

Man.Utd sala: Jones, Dodd, Sheringham, Teather, Whiteman, Walker, Rose, Cosgrove, Greening, Wilson, G.Clegg, Stam, Twiss, Blomqvist, A.Cole, M.Clegg

2002-2003:

Arsenal kaup: Cygan, Gilberto, Shaaban, Warmuz

Arsenal sala: Manninger, Ricketts, R.Wright, Kuffour, Sidwell, Upson, Grondin, Noble, Rouse, Itonga, Gordon, Chorley, Barrett, Seaman, Dixon, Santry, Grimandi, Mendez, Adams, Hollington, Sesto, Islam, M.Smith

Chelsea kaup: De Lucas, Oliveira

Chelsea sala: Dalla Bona, Parkin, Baldwin, Pulman, Cummings, Slatter, Jokanovic, Aleksidze, Bosnich

Liverpool kaup: Diouf, Cheyrou, Le Tallec, Pongolle, Diarra, Diao

Liverpool sala: McAllister, Redknapp, Nielsen, Barmby, Prince, S.Wright, Litmanen

Man.Utd kaup: K.Richardson, Ferdinand, Ricardo

Man.Utd sala: Rachubka, Van Der Gouw, Wallwork, Culkin, Irwin, Taylor, Yorke, R.Johnsen, Muirhead

2003-2004:

Arsenal kaup: Fabregas, Senderos, Lehman, Clichy, Reyes

Arsenal sala: Luzhny, Warmuz, Halls, Volz, Thomas, Barrett, Seaman

Chelsea kaup: Makalamby, Rocastle, G.Johnson, Geremi, Duff, Bridge, Veron, J.Cole, Mutu, Smertin, Crespo, Makalele, Sullivan, S.Parker

Chelsea sala: Youngson, Ferrer, Ross, Wolleaston, De Lucas, Zola, Morris, Evans, Le Saux, Anis, de Goye, Knight

Liverpool kaup: Finnan, Kewell, Luzi, Medjani

Liverpool sala: Nicolas, Arphexad, Sjolund, Berger, Diomede, Heggem

Man.Utd kaup: Bellion, Djemba-Djemba, T.Howard, Kleberson, C.Ronaldo, Fangzhou, Saha

Man.Utd sala: Hilton, Roche, Greenwood, Rankin, Beckham, Webber, Veron, May, Tate, Williams, Barthez, Blanc, Davis

2004-2005:

Arsenal kaup: Flamini, Almunia, Eboue, Van Persie, Lupoli

Arsenal sala: Parlour, Keown, Kanu, Wiltord, Jeffers, Stepanovs, Bradley, Danilevicius, Spicer, Shaaban, Hislop, Shimmin, Nicolau, Chilvers, Probets, Holloway, Tavlaridis, Bailey, Van Bronckhurst, Shiels, Juan

Chelsea kaup: Tiago, Drogba, Kezman, Ferreira, Cech, Robben, Carvalho, Jarosik

Chelsea sala: Ambrosetti, Kitamirike, Di Cesare, Desailly, Macho, Petit, Bogarde, Stanic, Hasselbaink, Melchiot, Gronkjær, Zenden, Sullivan, Nicolas, Babayaro, Ambrosini, Mutu, Rocastle

Liverpool kaup: Cisse, Josemi, Nunez, Garcia, Alonso, Pellegrino, Morientes, Carson

Liverpool sala: Heskey, Vaughan, Gillespie, Foley-Sheridan, Babbel, D.Murphy, Owen, Butler, Henchoz

Man.Utd kaup: A.Smith, Heinze, Miller, Rooney, N’Galula

Man.Utd sala: Pugh, Williams, Daniels, Byrne, Lawrence, Lynch, Butt, Chadwick, Forlan, Djordjic, Djemba-Djemba

2005-2006:

Arsenal kaup: Hleb, Bendtner, Mannone, A.Traore, Diaby, Adebayor, Walcott, Poom

Arsenal sala: Pennant, Vieira, Bentley, Skúlason, Birchall, McDonald, S.Taylor, Karbassiyoon, O’Donnell, Svard, Simek, Cregg, Owusu-Abeyie, Edu, C.Wright, J.Fowler

Chelsea kaup: Del Horno, Diarra, Wright-Phillips, Essien, Sinclair

Chelsea sala: Kezman, Veron, Tillen, Tiago, Watt, Smertin, Kneissl, Forsell, S.Parker

Liverpool kaup: Reina, Zenden, Sissoko, Crouch, Barragan, Gonzalez, Antwi, Hobbs, Anderson, Kromkamp, Martin, Agger, Fowler, Mimms, Roque, Idrizaj, Calliste

Liverpool sala: Smicer, Diouf, Luzi, Diarra, Biscan, Pellegrino, Otsemobor, Vignal, Nunez, Partridge, Baros, Harrison, Smyth, Josemi, Welsh

Man.Utd kaup: Van Der Saar, Park, Foster, Vidic, Evra

Man.Utd sala: Carroll, Poole, Ricardo, Hogg, Nardiello, Tierney, Stewart, P.Neville, Kleberson, Keane, Fox, Wood, Heath

2006-2007:

Arsenal kaup: O’Cearuill, Fran, Song, Gallas, Denilson, Rosicky

Arsenal sala: Jordan, Stack, R.Smith, Campbell, Cygan, A.Cole, Stokes, Lauren, S.Larsson, Muamba, Howard, Pires, Bergkamp

Chelsea kaup: Ballack, Kalou, Shevchenko, Sahar, Mikel, Boulharouz, A.Cole

Chelsea sala: Furman, Pidgeley, Guðjonhsen, Smith, Jarosik, Morais, Hollands, Keenan, Watkins, Younghusband, Oliveira, S.Sinclair. C.Cole, Duff, Del Horno, Crespo, Gallas, Huth

Liverpool kaup: Bellamy, Paletta, Aurelio, Pennant, Kuyt, El Zhar, Arbeloa, Maschareno, Duran, Insua, Ajdarevic, Brouwer, Huth

Liverpool sala: Morientes, Platt, Whitbread, Cheyrou, Willis, Raven, Calliste, Hamann, Medjani, Foy, Barragan, Traore, Mellor, Kromkamp, Kirkland, Mannix, Potter, Warnock, Diao

Man.Utd kaup: Carrick

Man.Utd sala: Picken, Lee, Spector, Johnson, Timm, Bellion, Campbell, Cooper, Ebanks-Blake, Fortune, Van Nistelrooy, Steele, McShane, Miller, Jones, T.Howard

2007-2008:

Arsenal kaup: Fabianski, Da Silva, Sagna

Arsenal sala: Poom, Aliadiere, Henry, Lupoli, Reyes, Ljungberg

Chelsea kaup: Sidwell, Pizzaro, Ben Haim, Malouda

Chelsea sala: Makalamby, Morais, Geremi

Liverpool kaup: Torres, Voronin, Benayoun, Babel, Leiva, Leto, Nemeth, Simon, Kacaniklic, Mihaylov, San Jose

Liverpool sala: Pongolle, O’Donnell, Garcia, Zenden, Cisse, Bellamy, Gonzalez, Dudek, Fowler

Man.Utd kaup: Hargreaves, Anderson, Kuszczak, Nani

Man.Utd sala: K.Richardson


Ég vil taka það fram að í þessu var ekki tekið tillit til hvort um “kjúklinga” væri að ræða eða ekki, þar sem skilgreining manna á því er ansi misjöfn. Ég tók heldur ekki inn í dæmið lánssamninga og kaup/sölu tímabil miðast við hina eiginlegu kaup/söludagsetningu. Ég skoða heldur ekkert verð á leikmönnum, þar sem ég er fyrst og fremst að spá í styrkingu liðanna á milli ára miðað við gengið. Ég er á því að þetta sýni enn nú betur að það sé ekkert eitt orsakasamhengi þarna á milli. Þetta snýst fyrst og síðast um hvernig liðið smellur saman.

11 Comments

 1. Fjárans kaup og sölulistinn er í tómu tjóni hjá mér, vonandi koma riddararnir mér til hjálpar með það á hverri stundu. Er algjör amatör með þetta WordPress dæmi.

 2. þú getur varla talað um sveiflur þegar að lið auka muninn á milli ára í stigamismun!

 3. Sveifla geifla, þú vissir allavega hvað ég var að meina ekki satt? Er þetta virkilega það eina sem þú vilt kommenta á þetta? Fyrir þig þá skal ég breyta þessu fyrir þig.

 4. Metnaðarfull samantekt. Það er alveg rétt að öll liðin byrja á 0. Það er alveg ljóst að það lið sem hefur orðið meistari á undaförnum árum hefur verið í kringum 90 stigin. Því má eiginlega varpa fram þeirri spurningu hvort að Liverpool liðið sé nægjanlega sterkt til þess að ná þeim árangri?
  Persónulega er ég hóflega bjartsýnn fyrir þetta tímabil, tel að liðið verði að berjast um 3-4 sætið líkt og undanfarin ár. Man Utd og Chelsea hafa einfaldlega betri mannskap. Það sem þau hafa framyfir Liverpool er að þau hafa náð að eyða miklu fjármagni í hágæðaleikmenn á undanförnum árum er mynda öflugan kjarna. Síðan hafa þau bætt við 2-3 sterkum leikmönnum á hverju ári til að bæta þann mannskap sem er til staðar.
  Liverpool hefur hins vegar þurft að hreinsa verulega til hjá sér fyrir hverja einustu leiktíð. Það tekur alltaf einhvern tíma að búa til öflugan hóp þegar margir nýjir einstaklingar koma inn fyrir hvert tímabil. Þetta hefur berlega komið í ljós undanfarin tímabil þegar liðið hefur fallið úr toppbáráttunni strax í upphafi móts.
  Nú er Liverpool hins vegar farið að kaupa leikmenn á svipuðum kalliber og Chelsea og Utd er að kljást um. Því tel ég að Liverpool þurfi 1-2 ár til þess að geta kljást við þessi lið um enska meistaratitilinn.

 5. Þetta er ekki svo flókið. Það sem við verðum að gera er að vinna Man U., Arsenal og Chelsea á heimavelli og reyna að ná góðum úrslitum á móti þeim á útivelli. Ekki flókið, en samt það sem þarf til ef þú ætlar að verða meistari.
  Já og samantektin er til fyrirmyndar hjá þér Ssteinn.

 6. Hefði verið mjög áhugavert að sjá samanburði á eyðslu/fjárfesting liðanna í leikmönnum yfir sama tímabil. Veit einhver hvar auðvelt er að nálgast það?

 7. Án þess að vera með of mikið svartsýnistal að þá þarf að bæta eftirfarandi inn í þessa stigasamantekt:
  2001: munur milli meistara og verðandi meistara (sem sagt munur milli manutd (meistarar 2001) og Arsenal (meistarar 2002)): 10 stig
  2002: munur milli meistara og verðandi meistara: 10 stig
  2003: munur milli meistara og verðandi meistara: 5 stig
  2004: munur milli meistara og verðandi meistara: 11 stig
  2006: munur milli meistara og verðandi meistara: 8 stig
  2007: munur milli meistara (manutd) og verðandi meistara (Liverpool): 21 stig 😉 – maður má nú vona

  Það allavega sést af þessu að á síðustu árum hefur bilið verið max 11 stig sem þarf að yfirstíga til að velta meisturunum úr sessi og undantekningarlítið hefur það verið liðið í öðru sæti sem hefur séð um það (2005 var bilið 12 stig og þá tókst einmitt engu liði að brúa það svo 11 stig virðast undanfarið hafa verið hámarkið sem hægt er að brúa). Liverpool var rétt tæplega tvöföldum þeim stigafjölda frá toppnum í fyrra svo Það eitt og sér boðar allavega ekki alveg nógu gott fyrir næsta tímabil.

  En ég er bjartsýnismaður að eðlisfari og trúi því statt og stöðugt að Liverpool verði með í baráttunni fram á vor í þetta skiptið, eins og SSteinn bendir réttilega á þá byrja jú venjulega öll lið með 0 stig og ef West Ham er frátekið er ekkert sem bendir til annars en að svo verði raunin í vetur líka. Ég er reyndar ekkert allt of viss um að við löndum titlinum en hugga mig þó við það að skv. ofantaldri tölfræði þurfum við bara að ná okkur innan við 10 stigum frá toppnum í vetur til að eiga alvöru séns á næsta tímabili – ég er 99,9% viss um að það takist.

 8. Eitt út fyrir þessa umræðu. Þjónustan sem 365menn lofuðu þegar fótboltinn kæmi loksins heim byrjar rosalega vel. Við getum ekki séð “Port of Rotterdam” mótið á Sýn skv. syn.is, þeirri frábæru heimasíðu. “Útihátið” á Players anyone.

  Fótboltinn ætti að flytja aftur að heiman – það hafa allir gott af því.

 9. Góð samantekt SSteinn.

  Þetta er afar einfalt eins og Siggi Helga orðaði þetta:

  Ef við skorum eitt mark og fáum ekkert á okkur, þá vinnum við leikinn!

One Ping

 1. Pingback:

Macca: Liverpool eru glataðir!!!

Vörumerkið Liverpool FC