Það væri þá aldrei…

… að við gætum selt Le Tallec en hann er kominn tilbaka til Liverpool eftir árs útleigu hjá Sochaux en þar þótti hann standa sig ágætlega. Hann skoraði m.a. í úrslitaleik frönsku bikarkeppninnar. Þegar þeir félagar, Le Tallec og Pongolle, komu til Liverpool áttu þeir að vera efnilegustu leikmenn Frakka og batt Houllier miklar vonir við þá. Hvorugur náði aldrei að festa sig í sessi hjá félaginu þó Pongolle hafi verið nálægt þegar hann lenti í erfiðum meiðslum, sleit krossbönd, og náði aldrei sama flugi aftur. Pongolle var síðan fyrst lánaður til Blackburn og síðan til Huelvo á Spáni þar sem hann sló í gegn. Þeir keyptu hann að lánstímanum loknum. Le Tallec hefur m.a. verið hjá Sunderland, Saint-Étienne og Sochaux en eftir sem áður ekki verið seldur. Hann spilaði nýverið með varaliðinu gegn Peterborough en það er samt deginum ljósara að hann á enga framtíð hjá Liverpool. Þetta er ekki spurning hvort heldur hvert drengurinn fer.

Núna eru fréttir þess efnis að þrjú lið í ensku úrvalsdeildinni eru á eftir drengnum þe. West Ham, Fulham og Birmingham. Ég sé hann alls ekki styrkja West Ham en vel má vera að hann gæti hjálpað Fulham eða Birmingham. Ég vona bara að við fáum smá aur fyrir hann og enn ein mistökin hans Houllier fari frá félaginu.

Það væri ekki úr vegi að líta yfir nokkur kaup Houllier sem ekki gengu upp!

2000-01:
Bernand Diomede – keyptur á 3 millj. – fór frítt til Ajaccio.
Nick Barmby – keyptur á 6 millj. – seldur til Leeds á 3,7 millj.
Gregory Vignal – keyptur á 500.000 – fór frítt til Portsmouth.
Daniel Sjölund – keyptur á 1 millj. – fór frítt til Djurgarden.
Igor Biscan – keyptur á 5,5 millj. – fór frítt til Panathinaikos.
Christian Ziege – keyptur á 5,5 millj. – seldur til Spurs á 4 millj.

2001-02:
Chris Kirkland – keyptur á 6 millj. – seldur til Wigan á 3,5 millj.
Bruno Cheyrou – keyptur á 3,7 millj. – seldur til Rennes fyrir óuppgefna upphæð.
El Hadji Diouf – keyptur á 10 millj. – seldur til Bolton á 3,5 millj.
Salif Diao – keyptur á 4,7 millj. – fór frítt til Stoke.

2002-03:
Florent Sinama Pongolle – keyptur á 1,5 millj. – seldur til Huelvo á 2,7 millj.
Anthony Le Tallec – keyptur á 1,5 millj. – ennþá í Liverpool

2004-05:
Þegar þarna er komið er Rafa tekinn við.
Drijbil Cisse – keyptur á 14,5 millj. – seldur til Marseille á 6 millj.


ath. gjaldmiðill eru ensk pund.

Þetta eru þeir leikmenn sem ég man eftir í fljótu bragði. Hann eyddi í þessa 13 leikmenn 63,4 millj. punda og voru þeir seldir á 23,4 millj. punda (ekki búið að selja Le Tallec og upphæði óljós hjá Cheyrou). Þetta þýðir -40 millj. punda, það er dágóð summa.

Þeir leikmenn sem eftir eru í Liverpool sem Houllier keypti eru:
Sami Hyypia – keyptur á 2,5 millj. árið 1999.
John Arne Riise – keyptur á 4 millj. árið 2001.
Athony Le Tallec – keyptur á 1,5 millj. árið 2003.
Steve Finnan – keyptur á 3,5 millj. árið 2003.
Harry Kewell – keyptur á 5 millj. árið 2003.

Ég er afar sáttur við alla (nema Le Tallec) og verður að hrósa Houllier fyrir 4 góðu kaup.

16 Comments

 1. Svo má ekki gleyma öðrum góðum kaupum Houllier: Henchoz, McAllister og sjálfum Didi Hamann.

  Sömuleiðis tel ég Dudek hafa staðið fyrir sínu lengst af, Pepe er bara miklu betri 🙂

  Annað, hvaða sóknarmaður sem keyptur hefur verið til Liverpool síðan Aldridge var keyptur finnst mönnum hafa staðið fyrir sínu? Ég man ekki eftir neinum, okkar bestu sóknarmenn hafa verið uppaldir. Kannski helst að Crouch hafi staðið undir væntingum þar sem þær voru svo litlar 🙂

 2. Gummi: Ég gleymdi þeim ekki en tók bara þá sem mér fannst ekki hafa staðið undir væntingum og síðan þeir sem eru ennþá eru hjá félaginu í dag.

  Líklega er það rétt hjá þér með Crouch eða jafnvel Anelka þegar við fengum hann að láni.

  Ekki eru það alla vega:
  Sean Dundee, Titi Camara, Erik Meijer, Emile Heskey, Jari Litmanen, Haukur Ingi Guðnason, Milan Baros, El Hadji Diouf, Drijbil Cisse, Fernando Morientes eða Craig Bellamy.

 3. Flott grein.
  Alltaf gaman að hlægja af Houllier. Þrátt fyrir að hann megi eiga það að Riise, Finnan, Hyypia og Kewell voru góð kaup.
  En gott að hann er farinn, og vonandi heldur hann sér bara í Frakklandi. 🙂

 4. Ég reyndar gleymdi eftirfarandi leikmönnum:
  Rigobert Song – keyptur á 2,6 millj. – seldur til West Ham á 2,5 millj.
  Jean Michel Ferri – keyptur á 1,5 millj. – seldur til Sochaux á 1,5 millj.
  Frode Kippe – keyptur á 700.000 – fór frítt til Lillestrom.
  Abel Xavier – keyptur á 750.000 – fór frítt til Hannover 96.
  Emile Heskey – keyptur á 11 millj. – seldur til Birmingham á 6,2 millj.

  þetta er auka mínus uppá -6,3 millj. og samanlagt: -46,3 millj.

  hhmmm hvenær hættir maður eiginlega að spá í ruglið sem Houllier eyddi í?

 5. … og þar sem ég get ekki hætt að spá í ruglið hjá Houllier þá er þetta athyglisverð tölfræði:
  Gerard Houllier:
  Keypti 40 leikmenn fyrir rúmlega 125 milljónir punda.
  Seldi 48 leikmenn fyrir rúmlega 60 milljónir punda.

 6. Inní þessari (seldi) tölu er væntanlega Robbie nokkur Fowler sem Houllier ýtti í burt frá Anfield.
  Fór til Leeds á c.a. 11m. 🙁

  Aumingja Houllier kallinn að lenda í þessum hræðilegu veikindum en hann var farinn að taka rangar ákvarðanir fyrir þann tíma og liðið á niðurleið.
  Það hefur svosem ekki vantað peninga í leikmannakaupin í gegnum tíðina en þeir voru bara sorglega illa nýttir á þessum tíma og kallinn með alltof mikla trú á eigin hæfileikum að búa til “demanta” úr mönnum eins og Tallec og Pongolle.

 7. Ég veit ekki betur en allir hafi haldið að við værum með demanta í höndunum þegar þeir komu.
  Það er auðvelt að vera vitur eftirá

 8. við héldum það auðvitað allir vegna þess að houllier var búinn að blása þá upp í augunum á okkur og sagði að þetta væru einir bestu leikmenn til að koma upp í evrópu í langann tíma!

 9. Held að menn séu í talsverðum blekkingarleik varðandi þessa tvo drengi. Þó svo að mönnum sé illa við Houllier, þá er það bara staðreynd að þessir tveir strákar voru alveg hrikalega efnilegir á sínum tíma og voru þeir keyptir eftir lokakeppni unglingalandsliða þar sem þeir gjörsamlega fóru á kostum. Eins og Sindri segir, þá er auðvelt að vera vitur eftirá. Eru virkilega margir Liverpool menn sem geta sagt það hreinskilið út að þeir hafi ekki verið spenntir fyrir þessum kaupum á sínum tíma eftir þessa keppni?

 10. Svo ekki sé minnst á nýja Zidane, Bruno Cheyrou! Vissulega er auðvelt að vera vitur eftir á en það var jú Houllier líkt og Tóti segir sem hóf þessa leikmenn alla upp til skýjanna.

  Einn stór munur á Houllier og Rafa er sá að þeir leikmenn sem hafa ekki staðið sig sem Rafa hefur keypt, hefur hann selt strax aftur.

  Ég var vissulega spenntur fyrir þeim Le Tallec og Pongolle þegar þeir komu og hef ávallt haft trú á því að Pongolle muni slá í gegn og verða stjarna. Öðru máli gegnir um Le Tallec sem virðist vera annað hvort illa gefinn eða með vonda aðila sér við hlið því ítrekað segir hann einhverja vitleysu í fjölmiðlum sem koma honum í vandræði. Það hefur væntanlega verið samspil margra þátta að þeir slógu aldrei í gegn hjá Liverpool en eitt er ljóst að það er ávallt áhætta þegar ungir leikmenn eru keyptir og þá sérstaklega frá öðru landi en Englandi.

 11. Þetta sem Aggi bendir á punkturinn.
  Þegar allir sáu að Tallec og Pongolle voru ekki tilbúnir fyrir ensku deildina, þá byrjaði Houllier að rembast eins og rjúpa við að sanna sín kaup og taldi sig hafa þjálfarahæfileikana til að ná því besta fram í þeim. Sem gerðist ekki.

  Ég man enn eftir HM u-19 ára þegar þeir 2 fóru á kostum, sérstaklega Tallec sem var talinn betri en Pongolle. Taktík Houlliers var að hlaða undir sjálfstraustið hjá þessum strákum og blés þá upp í enskum fjölmiðlum. Sem gekk ekki.

  Þar liggur t.d. stór munur á honum og Rafa, hinn síðarnefndi krefst fullkomnunar og hrósar jafnvel Gerrard helst ekki.

 12. Liverpool virðist bara alltaf (mjög oft allaveganna) klúðra málum með efnilega leikmenn sem eru fengnir til liðsins. Fáum nánast enga upp úr yngri liðunum síðustu ár og það virðist vanta hæfileikann til að gera eitthvað úr ungviðinu.
  Þar finnst mér Wenger standa sig vel (hef minnst á þetta áður). Hann treystir á ungu leikmennina og margir endurgjalda traustið eins og t.d. Eboue, og ég gæti talið marga fleiri. Þetta finnst mér að mætti bæta mikið hjá klúbbnum okkar. Þó að t.d. Pongolle hafi staðið sig vel í leik þegar hann fékk tækifæri, fékk hann ekki traust í nokkra leiki sem þessa stráka vantar.
  Svo veit ég ekki alveg hvort við munum græða á því að senda Peltier til Yeovil Town, Paul Anderson til Swansea, o.s.frv. Þetta eru strákar sem þykja efnilegir en á meðan þeim er ekki treyst hjá Liverpool, þá held ég að þessi lausn bæti ekki mikið möguleikana hjá þeim. Hefði vilja sjá þá fara í mesta lagi niður um eina deild. Líst ekki á þessa þróun!

 13. Ég er sammála BigGun. Ungir leikmenn verða að fá tækifæri, mér fannst sérstaklega Pongolle ekki fá þau tækifæri sem hann átti skilið. Það er ekki eins og eldri leikmenn í sömustöðu hafi verið að skila neitt frábærum árangri. Þegar hann kom inn á eða var með þá var hann eins og uppfyllingarefni án hlutverks og eða ábyrgðar.

  Ég neita að trúa því að ungu leikmennirnir sem hafa verið fengir til Arsenal og hafa alist upp hjá Man Utd sé svona mikið betri en hjá Liverpool. Munurinn að þeir hafa fengið hlutverk og tækifæri til þess að fá að skara framúr. Seinasti ungi leikmaðurinn sem kom upp úr Liverpool Akademíunni er Gerrard, aðrir eru aðkeyptir. Það er mjög óeðlileg þróun, eitthvað bogið við þetta. Það hefur ekki einu sinni komið upp leikmaður eins og John O´Shea, heldur hefur liverpool þurft að kaupa miðlungs leikmenn.

 14. Ég reyndar flokka Warnock í sama flokk og menn eins og John O’Shea fyrst hann er nú nefndur hérna á nafn. Það kom hrúga af leikmönnum í gegn á sama tíma á sínum tíma hjá þeim, síðan þá hefur afar lítið komið fram hjá þeim af leikmönnum upp í aðalliðið. Sömu sögu er að segja af Arsenal, þar hafa nú afar fáir komið upp úr unglingastarfinu. Það sem bæði þessi lið hafa aftur á móti gert, og er rétt eins og kemur fram hér að ofan, er að þau hafa keypt unga leikmenn og gefið þeim tækifæri sem þeir hafa svo nýtt sér. Man U reyndar oftast á svimandi háar upphæðir, en Wenger er hreinlega sér á báti hvað þetta varðar.

Nýjar áherslur í markaðsmálum Liverpool

Macca: Liverpool eru glataðir!!!