Chelsea verða ömurlegir!

Chelsea TÖPUÐU æfingaleik [í dag](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/r/rangers/6920717.stm).

13 Comments

 1. Klárlega eitt besta liðið í Evrópu að vinna það lið sem er á mestri niðurleið í Evrópskri knattspyrnu, stórliðið Tindastóll felst eftir æfingaleik gegn Chelsea enda Stólarnir taplausir í sumar. Ég held að Stólarnir myndu vinna.

 2. Gunnar, þetta er held ég djók hjá Einari því honum finnst menn svo hallærislegir að heimta árangur hjá Liverpool á undirbúningstímabilinu. En það er allt í góðu að menn séu svo Rafa-sinnaðir að þeir sætti sig við að liðið byrji að sýna árangur í nóvember eins og undanfarin ár.

 3. “En það er allt í góðu að menn séu svo Rafa-sinnaðir að þeir sætti sig við að liðið byrji að sýna árangur í nóvember eins og undanfarin ár.”

  Þú vilt sem sagt meina að við sem erum rólegir yfir tapi í vító í æfingaleik séum ekki Liverpool-aðdáendur, heldur Rafa-aðdáendur og að okkur sé sama þótt liðið tapi leikjum eins lengi og hann heldur starfi sínu.

  Þetta er eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt. Við erum enn á undirbúningstímabilinu. Andið með nefinu.

 4. Það er bara orðið svo fáránlegt hversu mikið menn eru að lesa í æfingaleiki. Bresku blöðin eru til dæmis að blása upp með e-r fyrirsagnir einsog “Torrid times for Torres” bara af því að hann brenndi af víti í æfingaleik í Hong Kong. Fyrir aðeins örfáum árum þá fengum við ekki einu sinni að vita úrslit í æfingaleikjum, hvað þá að sjá þá í beinni útsendingu.

  Svo er talað um að Torres hafi ekki enn opnað markareikning sinn fyrir Liverpool, en hann hefur oficially ekki tækifæri til þess fyrr en í ágúst þar sem mörk í æfingaleikjum eru auðvitað hvergi skráð.

  Svo eru skrifaðar greinar um að Nani sé að slá í gegn með Manchester United af því að hann er búinn að skora tvö mörk gegn einhverjum kínverskum liðum. Að sama skapi mætti segja að Idrizaj væri núna búinn að slá í gegn af því að hann skoraði þrennu i einhverjum leik. Þetta er allt orðið svo klikkað.

  Þessi ummæli sem Kristján Atli vitnar í eru ekki svaraverð.

 5. Fyrir utan það að ef við ætluðum að taka undirbúningstímabilið súperdúper-alvarlega myndu menn sjá hversu mikil framför hefur orðið. Í fyrra töpuðu menn hverjum leiknum á fætur öðrum gegn svissneskum liðum og þýskum neðrideildarliðum. Í ár hefur liðið ekki tapað leik. Þetta hlýtur að þýða að liðið mun bæta sig verulega í deildinni líka, ekki satt?

 6. Ekki í fyrsta skipti sem ykkur félugunum finnst skoðanir manna sem hér kommenta fáránlegar og ekki svaraverðar.

 7. Ótrúlegt að menn sem kunna ekki mannasiði séu að halda úti blogg-síðu. Svo þurfa þeir sem kommenta á ykkur að vanda sitt orðaval alveg gríðarlega svo þið hótið ekki að loka síðunni í 20. og eitthvað skiptið.

 8. Hver er að taka undibúningstímabilið alvarlega? Að mínu mati er það jákvætt ef liðið er í passlegu ströggli á undibúningstímabilinu.

  Æ oftar gerist það að stjórnendur þessarar síðu fara í fýlu út í ákveðna kommentara hér og nota svo fréttir sínar til að svara þeim, oft með kaldhæðni. Þeir mega það að sjálfsögðu en persónulega finnst mér það barnalegt.

 9. Mér finnst nú bara fínt hjá stjórnendum þessarar síðu að halda uppi smá standard í umræðum svo þetta spjall haldist áfram í öllu hærra gæðaflokki en það á http://www.liverpool.is

  Gústi þú hlýtur að viðurkenna að menn eru oft að fara framúr sjálfum sér hér með fullyrðingar um hitt og þetta. Það að túlka t.d. æfingaleik við Portsmouth sem dæmi um að ekkert hafi breyst og aðgreina Liverpool-aðdáendur í Rafaista og slíkt er bara mjög ómálefnalegt.

  Fyrir utan hvað það er tilgangslaust að æsa sig æfingaleikjum þar sem Liverpool er ekki að stilla sínu sterkasta liði upp og stjórinn er að gera tilraunir eins og að nota Sissoko framarlega á miðjunni til að gera hann að alhliða betri leikmanni.

  Slökum aðeins á.

 10. Það er eðli fjölmiðla í samkeppnisumhverfi að gera æsifréttir úr engu, við skulum reyna að láta það ekki koma okkur úr jafnvægi.

Túlkar þarfasti þjónn knattspyrnuliða í dag?

Pressan eykst