Túlkar þarfasti þjónn knattspyrnuliða í dag?

Á fréttamannfundi með Torres í Hong Kong kom í ljóst að það er gríðarlega mikilvægt að hafa góðan túlk sem skilur bæði málin sem og knattspyrnu. Hérna koma nokkur skondinn svör frá sem túlkurinn svaraði.

Question: Fernando, how are you enjoying life at Liverpool?
Answer (translated): He’s very happy to be at a club with so many players who were his idols.

Question: How many goals do you think you will score this season?
Answer (translated): So many players who were his idols are at the club, so he’s happy to be here.

Question: Does it feel strange to be playing with your idols?
Answer (translated): He’s enjoying very much being with idols.

Þegar þarna var komið tók Benitez yfir og þýddi fyrir Torres.

Á næsta fréttamannafundi þegar Lucas Leiva var kynntur fréttamönnum þá var búið að fá nýjan túlk:

Question: What does Lucas know about English football?
Answer (translated): He says it will take time to adapt and mingle with his new team-mates.

Question: Did Lucas have a particular footballing hero when he was a youngster?
Answer (translated): He’s really looking forward to mingling with the team, but it will take time.

Þegar þarna var komið þá tók Benitez aftur yfir!

8 Comments

 1. Ég get rétt ímyndað mér Rafa hlustandi á það sem Lucas eða Fernando sögðu og svo það sem túlkurinn sagði við fréttamenn. Hann hefur sennilega ranghvolft augum og reynt að leiðrétta þetta.

  Annars man ég ennþá eftir blaðamannafundinum þegar Benítez var kynntur sem stjóri Liverpool fyrir þremur árum. Hann talaði mjööööög litla og bjagaða ensku en klóraði sig samt einhvern veginn fram úr þeim blaðamannafundi með sínum litla orðaforða og glataða framburði. Á þeim tíma fannst manni það skrýtið og ég man eftir að hafa hugsað með mér af hverju í ósköpunum hann fékk sér ekki bara túlk. Nú vitum við af hverju, hann vildi frekar segja mjög fátt á ensku en að reyna að segja eitthvað mikið á spænsku og eiga á hættu að túlkurinn myndi þýða það skelfilega illa.

  Annars, hefðum við ekki bara getað ráðið Bolo Zenden sem túlk núna í sumar? Hann hefði getað séð um þetta án vandræða, enda talar hann ensku, hollensku, spænsku og að mér skilst einhverja þýsku. Hann hefði getað séð um að túlka fyrir Babel, Torres og jafnvel Leiva líka? 🙂

 2. hahahaha… vá ég hló upphátt við að lesa svörin hjá túlkinum!

 3. Spurning um að nota loksins B.A. í spænsku og sækja um sem túlkur hjá LFC 😀

 4. heheh Kjartan ég skora á þig, væri bara gaman að vita af þér með LFC á flakkinu ha ha ha og ég myndi líka öfunda þig hehehehhe

  Avanti Liverpool

 5. hvernig fór leikurinn hjá varaliðinu í dag veit einhver um það

 6. Spurning hvernig túlkurinn hefur þýtt spurningarnar fyrst svörin eru svona… Minnir svolítið á hvíslihring með tveimur einstaklingum… Ég fæ álíka bjánahroll og við það að lesa íslenskuna í sumum ‘commentunum’ hér á síðunni :-Þ

  Lifi LFC!!!

 7. Einsi Kaldi:
  Hér er vísun á opinberu heimasíðuna:
  http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N156535070728-1654.htm
  Þar segja þeim meðal annars:
  “…during an entertaining pre-season friendly… superb second-half display (and) scored a richly-deserved equalizer when Roque struck from 12 yards in the 72nd minute. ”
  Semsagt Skemmtilegur “fyrirtíðarleikur” hjá ungu strákunum, að því er virðist. Ég hef sagt það hér áður að það virðist vera útlit fyrir bjartri framtíð hjá Liverpool. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig Gary Ablett á eftir að standa sig með þessi miklu efni sem Rafa er að næla í, t.d. spænska strákinn sem kom frá Barcelona og Ungverjana tvo, svo eitthvað sé nefnt. Colchester spilar víst í næstefstu deild á svo þetta hlýtur að teljast ásættanlegt…
  Hér er annars liðskipan kvöldsins:
  Liverpool – Hansen, Roque, Darby, Hobbs, Huth, Spearing, El Zhar (Nemeth 77), Flynn, Brouwer (Lindfield 66), Idrizaj, Putterill (Crowther 73). Subs not used – Oldfield.

Gott viðtal við Pako.

Chelsea verða ömurlegir!