Byrjunarliðið gegn Porstmouth. (uppfært) Torres er með!

Í dag kl:12:30 mætum við Harry Redknapp og félögum í Porstmouth í úrslitum Asian Trophy. Porstmouth lagði Fulham naumlega af velli 1-0 þar sem Benjani skoraði og við unnum South China sannfærandi 3-1 með mörkum frá Riise, Alonso og Agger. Fyrr í dag lagði Fulham South China 4-1 af velli og tryggði sér þar með þriðja sæti í þessu móti.

Byrjunarliðið í dag:

Reina

Finnan – Hyppia (c) – Agger – Riise

Pennant – Alonso – Sissoko – Kewell

Kuyt – Babel

Bekkurinn: Carson, Martin, Gerrard, Lucas, Carragher, Benayoun, Threlfall, Arbeloa, Voronin og Crouch og TORRES.

Sem sagt enginn Torres í dag en Babel byrjar og Lucas er á bekknum.

Uppfært: Torres fékk alþjóðlega leikheimild rétt fyrir byrjun leiksins og er á bekknum!

Rafa má skipta inná 6 varamönnum í leiknum.

37 Comments

 1. Það eru skiptar skoðanir um hvort hann megi spila eða ekki. Sumir voru að segja að hann mætti spila. Var eitthvað talað um leyfi frá Redknapp en ég veit ekki hvað hann á að segja í þessu máli. Annars skil ég ekki hávaðann út af þessu. Þó þetta sé mót þá er þetta í grunninn æfingamót og ætti ekki að þurfa að banna mönnum að spila.

 2. Uppfært: Torres fékk leikheimild eina mínútu fyrir leik og er víst sestur á bekkinn.

 3. Var Redknapp ekki að samþykkja eitthvað þarna í byrjun leiks og svo trítlaði Torres inn og hlammaði sér á bekkinn?

 4. Geta menn sem eru að fylgjast með komið með update um gang mála fyrir okkur sem eru fastir í vinnu? 🙁

 5. 26 mín. búnar og Liverpool er miklu betri aðillinn án þess að skapa sér nein almennilega færi.

  Alonso og Sissoko eru algjörlega með miðjuna í vasanum og vörnin hefur ekki komist í nein vandræði ennþá.

  Besta færi leiksins kom eftir fína stungusendingu frá Pennant á Kuyt en James varði vel frá Kuyt úr þröngu færi.

  Rétt áðan kom tölfræði um hversu mikið liðin eru með boltann og var þá Liverpool með hann 63%.

 6. Takk fyrir Aggi. Þetta er mjög vel þegið. Er að klofna á því að geta ekki verið að horfa á leikinn.

 7. 34 mín búnar og ennþá 0-0.

  Babel var næstum kominn í dauðafæri eftir mistök James en leikjatölvusjúklingurinn bjargaði sér fyrir horn. Vel gert hjá Babel og greinilegt að hann er vel vakandi.

  Rétt í þessu setti Pennant góða sendingu fyrir markið og Kuyt var á markteig í DAUÐAFÆRI en skallaði boltann beint í James og í horn. Lang besta færi leiksins.

  Liverpool er búið að vera ótrúlega öflugt í þessum leik og MIKLU betra en Portsmouth. Vantar bara að fá fleiri færi og nýta þau svo þegar þau koma (höfum kannski heyrt þetta áður)

 8. 39 mín búnar og þá kemst Gary O´Neill einn innfyrir vörnina eftir frábæra gegnumbrots sendingu frá Mendes. EN Reina mætir vel á móti og ver frábærlega. Það á ekki að vera hægt að brenna á svona færum!!! ÚFFF

  En þá 0-0.

 9. Var víst Muntari (nýr leikmaður hjá Portsmouth) sem átti sendingu á Gary.

 10. 0-0 í hálfleik
  Líkt og áður hefur komið fram þá hefur Liverpool verið miklu miklu betra í þessum leik en samt hafa Portsmouth átt besta færi leiksins.

  Líklegt er að Rafa gerir margar skiptingar í hálfleik þar sem mikill hiti og raki er í Hong Kong og það er búið að vera hátt tempó í leiknum.

 11. Seinni hálfleikur að hefjast og Liverpool hefur ekki gert neinar skiptingar.

 12. Hmm. Hljómar eins og dæmigerður Liverpool-leikur, með boltann allan tíman, skapa sér engin færi og enda á að tapa 1-0 eftir horn eða aukaspyrnu…

 13. Kjartan: Nei nei við vinnum þetta 2-0. Breyttir tímar.

  Sissoko og Kewell hafa verið okkar sprækustu menn.

 14. 59 mín. James í skógarferð og Pennant kemst framhjá honum en nær ekki að stýra skotinu nógu vel og fer yfir/framhjá.

  Ekki eins mikið tempó í seinni og þeim fyrri og lítið um færi. Mikið miðjuþóf og slakar sendingar milli manna.

 15. 63 mín. Skot frá Porstmouth í stöngina. Kom óvænt og Reina átti ekki von á skoti frá þröngu færi á hægri kantinum.

  64 mín. Kuyt kominn í geng en í stað þess að hlaupa beint áfram að marki skýtur hann yfir markið. Illa gert.

  Skipting: Babel út og Benayoun inná. Babel hefur alls ekki komist í takt við leikinn.

 16. 67 mín. Dauðafæri hjá Torres en skotið yfir (fór í varnarmann). Horn og Benayoun með gott skot sem James varði.

 17. Liverpool er búið að eiga 12 skot að marki á meðan Porstmouth hefur átt 3. S.s. miklir yfirburðir okkar manna en vantar markið til að klára þennan leik af.

  Aðeins betra tempó í leiknum síðustu mín.

 18. Fór í varnarmann. Frekar milt sagt. Fór í f***** Traore. Afsakið orðbragðið.

 19. 72 mín. Sissoko prjónar sig í gegnum vörn Porstmouth, spilar á Torres sem skýtur rétt yfir.

  Benayoun fór ekki á vinstri kantinn heldur á hægri og Pennant á þann vinstri. Hefur verið sprækur þar.

 20. 75 mín. Torres við að sleppa í gegn, missir boltann en nær lausu skoti sem James ver vel.

  Skipting, Carragher inná fyrir Agger.

 21. 78 mín. Ljót tækling hjá Muntari á Finnan. Fyrsta gula spjaldið í leiknum. Aukaspyrnan er á fínum stað fyrir góða sendingu.

  Núna hlýtur Liverpool að skora þar sem Campbell var að fara út af og Hemmi Hreiðarss. að koma inná!

  Aukaspyrnuna tók Pennant en afar vont sending sem endar með hornspyrnu. Alonso með hornið en ekkert varð úr því (kemur á óvart?)

 22. 81 mín. Torres með frábæra sendingu á Benayoun en dæmd rangstaða. Afara tæpt.

  Skipting: Lucas Leiva kemur inná fyrir Sissoko. Hans fyrsti leikur fyrir Liverpool.

 23. 85 mín. Sjötta og síðasta skipting Liverpool í leiknum. Gerrard inn fyrir Pennant.

 24. 87 mín. Aukaspyrna, Alonso með sendingu inní. Torres nálægt því að tengja við boltann en… ekki heppnaðist það.

  88 mín. Skot frá Lucas sem endar í varnarmanni Porstmouth.

  Leikmenn eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir vítaspyrnukeppnina.

 25. 91 mín. James kemur vel út á móti Kuyt og ver í síðasta tækifæri leiksins.

  Vítaspyrnukeppni er því staðreynd.

 26. Porstmouth á fyrstu spyrnuna.
  Reina í markinu og Utaka tekur spyrnuna.
  FRAMHJÁ! Reina fór í rétt horn. 0-0

  Gerrad tekur fyrstu spyrnuna fyrir okkur og skorar. 1-0

  Taylor skorar, 1-1.

  Kuyt skorar, 2-1.

  Lua Lua skorar örugglega, 2-2.

  Torres klikkar, vel varið frá James. 2-2 og núna er staðan jöfn eftir 6 spyrnur.

  Hermann með ótrúlega örugga spyrnu. Reina í rétt horn, 2-3.

  Benayoun klikkar, vel varið frá James. 2-3 og Portsmouth með aðra höndina á bikarnum!

  Kranjcar tryggir Porstmouth sigurinn, 2-4.

 27. já og hvað svo, það er ömurlegt að “horfa” á leiki svona ;(

  stendur þig samt vel Aggi 😉

 28. Djöfullinn

  Var Torres að klúðra mikið af færum? + víti

  annars betra að tapa þessum vítakeppnum í svona “mikilvægum” mótum en vinna svo alvöru keppnirnar 😉

  en takk fyrir lýsinguna Aggi

 29. Vitiði um hvar hægt er að nálgast video af highlights úr leiknum eða vítaspyrnukeppninni fyrir þá sem náðu ekki að stinga af úr vinnunni í hádeginu?

One Ping

 1. Pingback:

Lucas Leiva nýjasti meðlimur Liverpool.

Liverpool 0 – Portsmouth 0 (2-4 e. vítaspyrnukeppni)