Meira um nýja völlinn + Simao

Það er góð grein í Daily Post í dag um það hvaða áhrif nýr völlur getur haft á fjármál Liverpool. Í þessari grein er það meðal annars gert opinbert sem flestir bjuggust við, að nýji völlurinn mun ekki heita Stanley Park, New Anfield eða eitthvað álíka, heldur mun klúbburinn leitast við að semja við styrktaraðila um bæði auglýsingar á treyju liðsins og nafngift vallarins, svipað og Arsenal gerðu með völlinn sinn í Ashburton Grove.

Það vekur athygli að núverandi samningur við Carlsberg, sem var nýlega endurnýjaður, gildir út tímabilið 2009/10, sem þýðir að hann rennur út sama sumar og áætlað er að nýi leikvangurinn verði tekinn í notkun. Þannig að klúbburinn virðist vera búinn að staðsetja sig þannig að ef Carlsberg vilja halda áfram sem styrktaraðili Liverpool verða þeir að semja upp á nýtt og hafa nafngift vallarins með í samningum. Hvort Carlsberg sé reiðubúið að fara í slíkan pakka eða hvort stærri fyrirtæki þurfi til veit ég ekki, en nú geta menn leikið sér með nöfnin. The Carlsberg Stadium? The Coca-Cola Stadium? Kókið er allavega í rauðum umbúðum, þannig að það myndi passa ágætlega á Liverpool-treyjur. Fleira? The Fed-Ex Stadium? Notið hugmyndaflugið, en Stanley Park Stadium og New Anfield Stadium virðast vera nokkuð örugglega úr sögunni.

Já, og við getum, eftir tveggja ára vangaveltur, gleymt því að fá Simao Sabrosa til Liverpool. Skv. fréttum á Spáni er hann væntanlegur til Madríd til að gangast undir læknisskoðun og skrifa svo undir samning við Atlético. Kaupverðið er sagt vera um 13.4m punda, sem hlýtur að þýða að Atlético eru búnir að eyða þeim peningi sem þeir fengu fyrir Torres.

51 Comments

  1. Styð Carlsberg Stadium. Eftir endalaust samstarf við Carlsberg held ég að enginn Liverpool aðdáandi yrði eitthvað ósáttur við það. 🙂

  2. Ég er eflaust mjög gamaldags en tihugsunin um Coca-Cola Stadium skelfir mig.

  3. Gillett og Hicks sögðu á fyrsta blaðamannafundinum að þeir myndu skoða það að fá styrktaraðila til að setja nafn sitt á völlinn, líkt og öll liðin í Kanaríkjunum gera, ef það myndi þýða það að það fengist nægt fjármagn til að kaupa eina stórstjörnu á hverju ári…

    Það þýðir væntanlega að þeir eru tilbúinir að nefna völlinn eftir fyrirtæki ef þeir fá um 30-40m á ári í staðinn… sem myndi kanski ekki endilega þýða ein stórstjarna á ári… kanski annað hvert ár stórstjarna og hitt nokkrir góðir liðsmenn….
    En allavegna meiri peningur til að fjármagna leikmannakaup.

  4. Kjartan, hvort viltu? Völl sem heitir Anfield og er lítill, kósí og heimilislegur og hýsir lið sem getur ekki með neinu móti keppt við Man Utd, Chelsea og Arsenal fjárhagslega, lið sem hellist meira úr lestinni með hverju tímabilinu sem líður, lið sem fjarlægist stóru bikarana meir með hverju árinu og heldur því æ fastar í forna sigra? Eða viltu völl sem er kyndilberi nýrra og komandi kynslóða, eitt af einkennismerkjum framsækinnar borgar, eitt glæsilegasta íþróttamannvirki í Evrópu, heimili ekki bara ástsælasta liðs enskrar knattspyrnusögu heldur liðs sem er í fremstu röð í dag, liðs sem er með bjarta framtíð, völl sem hýsir einhverja frægustu og stórkostlegustu stemningu sem finnst á knattspyrnuvelli?

    Fortíðin er Anfield. Framtíðin er The (vörutegund) Stadium. Þetta er sama lið, sama borg, sami glæsti árangurinn, sama stemningin á vellinum og nánast sama heimilisfang leikvangs. Það eina sem breytist er nafnið og það munar klúbbinn gífurlegum fjármunum. Er það ekki bara í lagi?

  5. Kristján Atli, er ekki dálítil einföldun að setja dæmið upp þannig að nafnið á vellinum skeri úr um hvort Liverpool verði skítalið sem lifir á fornri frægð eða lið í fremstu röð? Persónulega get ég alveg sætt mig við völlurinn heiti eftir styrktaraðila þó mér finnist það ljótt, en greinilega er nokkuð mörgum meinilla við þessa hugmynd og hafa sterkar skoðanir á þessu. Að skíra völlinn eftir styrktaraðila halar vissulega inn slatta af pening, en það mun ekki gera gæfumuninn í því hvort Liverpool verður ofan á eða undir í baráttunni við Man U og Co.
    Svo er auðvitað spurning hversu langt skuli ganga í að gefa prinsipp upp á bátinn í von um árangur á vellinum. Um það eru gríðarlega skiptar skoðanir og ekki síst hér í Liverpoolborg. Allir vilja titla, það er hefð fyrir þeim hjá Liverpool, en að sama skapi vilja allir geta verið stoltir af liðinu sínu – vilja styðja lið sem hefur prinsipp og reisn yfir sér. Líklega er einhver gullinn meðalvegur besta leiðin, en það er oft erfitt að finna hann.

  6. Mig minnti að Rick Parry og félagar hefðu ætlað að halda Anfield nafninu, hvernig svo sem þeir ætluðu að útfæra það, til að “halda í heiðri hefðum og sögu klúbbsins”. Þetta er sjálfsagt bara misminni hjá mér.

    Mér finnst ekkert að því að völlurinn fái nafn styrktaraðila. Það heitir einfaldlega að nútímavæðast og veitir ekki af í okkar klúbb!

  7. Síðan Liverpool fór að semja við styrktaraðila um auglýsingar á treyjur sínar hefur ákveðið mynstur alltaf verið til staðar – allir okkar helstu styrktaraðilar í gegnum tíðina hafa byrjað á stafnum C: Crown Paints, Candy, Carlsberg…..

    Coca Cola?

    Mér finnst þetta vera eðlileg þróun – að fá eitt af þekktustu vörumerkjum í heimi (sennilega hið þekktasta/útbreiddasta) framan á treyjurnar.

  8. Eða að semja við tvo styrktar aðila Coca-Cola og McDonalds.

    Völlurinn gæti heitið Ronald´s Mcdonald´s Fortress og við gætum enn leikið í rauðum og hvítum búningum merktum Coka-Cola í bak og fyrir. Síðan gæti verið mynd af súperdós og Big Mac framan á búningum.

  9. Það að Liverpool hafi ekki getað keppt við Utd, Arsenal og Chelsea síðustu ár er vegna vanhæfni eigin stjórnenda að vissu marki. Og ég myndi ekki kalla það að fjarlægjast stóru bikarana meira og meira að vera á þriggja ára tímabili í úrslitum League Cup, FA Cup og tvisvar CL þar af vinnandi CL og FA.
    Af hverju getur United verið með jafnvel stærri völl og ekki þurft að niðurlægja sig með að kalla hann The Pepsi Bowl eða eitthvað álíka?
    Staðreyndin er bara sú að fyrir eins sögufrægan klúbb eins og Liverpool þá er þetta stórt mál. Hver verður munurinn á Liverpool og Chelsea þegar bæði lið verða rekin af millum sem dæla pening í þau og leika í vörumerkjaparadís þar sem allt er “brand”-að? Þeir Liverpool-menn sem hömuðust hvað mest á móti Chelsea fyrst þegar Rússinn kom vælandi um að það sé ekki hægt að kaupa sögu og hefð eru aldeilis orðnir mjóróma núna.
    Allt tal um nútímavæðingu er bara óttaleg nauðhyggja og uppgjöf.

  10. Það væri náttúrulega ofursvalt. Sé fyrir mér Gerrard í nýja Liverpool búningnum með Big Mac og kókdós á bringunni.

    En án alls gríns þá get ég ekki séð að það sé neitt sell-out að nefna völlinn eftir sponsor. Er ekki alveg eins sell-out að hafa einhverja auglýsingu framan á búningunum eða auglýsingaskilti í kringum völlinn?

  11. Andstæðingar Liverpool hafa í gegnum tíðina horft á platta mynd af Liverbird og lesið áletrun undir henni, “This is Anfield” áður en þeir fara inná völlinn.

    Í framtíðinni gætum við séð alveg jafn sjarmerandi hluti. Ég meina fyrir neðan blessaðan fuglinn gæti staðið, ,,This is Ronold McDonald´s Stadium. McDonald´s I´m loving it “.

  12. Það er náttúrulega bara tvennt í stöðunni, annað hvort að semja við dönsku sportvörukeðjuna Stadium og þá myndi völlurinn heita Stadium Stadium. Eða þá að semja við Red Hot Chili Peppers og láta hann heita Stadium Arcadium.

    Annars vil ég bara að hann heiti Stanley Park ef það þarf að breyta þessu á annað borð. Síðan stendur nýji völlurinn nánast við Anfield Road þannig að hann mætti alveg heita Anfield líka

  13. Tekið úr einu af ensku blöðunum:

    “The only thing yet to be decided, then, is a name for Liverpool’s new home. Will they make like Arsenal and sell the naming rights to some faceless corporate monster? Or will this proud club that values tradition above all else turn down those easy bucks and go for something more soulful?

    Oh.”

  14. Kjartan – þetta með að fjarlægjast bikara og slíkt var meira framtíðarsýn. Auðvitað höfum við ekki beint verið fjarri bikurum síðustu árin.

    Palli G – það er bara einn Anfield. Það hefði aldrei komið til greina að láta nýja völlinn heita Anfield, en New Anfield Stadium var víst möguleiki á einhverjum tímapunkti.

    Persónulega finnst mér Stanley Park vera flottast. Þarf ekkert “Stadium” þar fyrir aftan eða neitt slíkt. Anfield Road Stadium heitir það því hann stendur við Anfield Road, Stanley Park gæti heitið það af því að hann er í Stanley Park. En ég skil hins vegar fullkomlega hvers vegna tilhugsunin um að fá styrktaraðila til að nefna leikvanginn höfðar til mannanna sem borga brúsann. Þið mynduð líka hugsa ykkur tvisvar um ef þið væruð að taka bankalán fyrir 300m punda.

  15. Kannski ekki alveg sambærilegt að likja þessu við það að ég færi og fengi lánaðar 300m punda 🙂

  16. Mér finnst þetta mannvirki vera eins og risa stór Brauðrist. 🙂
    Svo finnst manni ekki við eigandi að hafa allt þetta gler þar sem
    fótbolti er spilaður.

    Vonandi að svona mannvirki skemmi ekki stemminguna með
    hækkuðu miðaverði og fjármála vessenni

  17. veit einhver hvenar leikurinn við Pmouth er á morgun og hvort leiva og leto verði með?? ég veit að torres og babel meiga spila, en langar alveg gífurlega að sjá lucas og leto!!

  18. Terry skrifaði tvær heilar blaðsíður í æfisöguna sína um að standa fyrir framan anfield merkið í undanúrslitunum í CL 2005 ,á meðan carra lét þá bíða, hafi verið mest taugatrekkjandi stunda hanns í fótboltanum, ég sé ekki fyrir mér að hann eða nokkur annar muni verða stressaður fyrir framan nafnið “Coca-Cola stadium” eða eitthvað slíkt, mér finnst þetta allavega þurfa að vera Breskt, Stanley Park hljómar mjög vel, New Anfield yrði náttúrulega Best, en ég er þrátt fyrir það ekki alfarið á móti að fá styrktaraðila og hala inn peningum, en ég myndi án alls efa kjósa hitt.

  19. Eru menn það ungir hér að þeir eru búnir að gleyma Hitachi sem var fyrsta fyrirtækið til að kaupa auglýsingar á rauðu treyjuna og ef ég man rétt var þetta óþekkt á sínum tíma(í kringum 1980), allavega í enska boltanum, svo var það Crown Paints, þá Candy og svo loks Carlsberg og við ekki orðið enskir meistarar síðan, hmm kannski bara tilviljun 🙂

  20. Mér finnst það ekki skipta mali hvað þeir nefna völlinn bara hvað við munum kalla hann hja mer verður það alltaf ANFIELD

  21. Er Liverbird sumsé að ýja að því að áfengi og íþróttaiðkun eigi ekki samleið og bjórþamb leiði ekki til titla. Detti mér nú allar dauðar. Þar upplýsist ástæða endaslepps ferils í íþróttunum hjá manni.

  22. Mér finnst það líka skipta smá máli hvernig nafn fyrirtækisins hljómar við völlinn. Það tala t.d. fáir um Chicago Cubs og Chicago Bulls sem einhver sell out lið, en vellirnir þeirra heita Wrigley Field (Wrigley tyggjó) og United Center (United Airlines). Bæði nöfnin eru fín.

    Verra er hins vegar þegar að nöfnin verða einsog Pacific Bell Park og Enron Field eða Minute Maid Park.

  23. Haddi við getum ekki alveg kvartað yfir titlaleysi eftir að Carlsberg varð okkar aðal sponsor nema varðandi meistartitillinn sjálfan og það er sá titill sem er okkar aðal takmark og hefur verið undanfarin 17 ár en hvort það tengist áfengi skal ósagt látið en varðandi nafnið á nýja vellinum þá myndi ég helst vilja kalla hann New Anfield eða Stanley Park en ef það á að selja nafnið þá myndi ég vilja fá Adidas í dæmið og kalla hann Adidas Arena, hljómar það ekki bara ágætlega 🙂

  24. Ég treysti núverandi stjórnendum félagsins til að finna nýja vellinum gott og gilt nafn sem mun með árunum afla sér samskonar virðingu og Anfield Road hefur í hugum okkar allra.

    Hvað varðar Simao þá er ég á því að Rafa hefur ekki haft áhuga á að kaupa hann. Ef hann hefði viljað fá Simao þá er klárt mál að Liverpool hefur bæði meira aðdráttarafl og peninga en Atletico Madrid.

    Á öðrum nótum, er ekki Atletico Madrid að byggja upp mögulegt “stpútnik” lið í La Liga? Verður gaman að fylgjast með þeim.

  25. Klárlega á hann að heita Baugur Group Stadium, því þeir borga best í dag!

  26. Ég myndi eingöngu vilja sjá Carslberg eða Coca-Cola á völlinn og búninginn.

    Coca-Cola Stadium og Carslberg Stadium er allt í lagi.

    Pizza Hut Park, Burger King Field eða eitthvað álíka væri hörmung.

  27. Ég verð að viðurkenna að maður er örlítið svekktur með að sjá ekki Simoa spilandi næsta vetur í Liverpool búningi, ég hef alltaf haft mikið álit á honum sem gæða leikmanni. Simoa er að mínu mati betri leikmaður en allir okkar kantmenn í dag (Pennant, Benayoun, Babel, Kewell), auk þess er hann á besta aldri 27 ára. Hann hefur þennan match winner eiginleika/hæfileika (meistadeildin 2006 gegn LFC sem dæmi) sem skortir klárlega hjá flestum leikmönnum LFC. Í dag eru Gerrard og Torres (ef hann aðlagast) þeir einu með þennan hæfileika, að vinna leiki upp á sitt einsdæmi. Ef við berum okkur saman við hinn topp 2 liðinn í deildinni þá hafa þau 3 til 4 leikmenn í sínum röðum með þessa hæfileika, Ronaldo, Giggs, Rooney, Lampart, Drogba og Robben sem dæmi, svo er manu hugsanlega að bæta við sig Tevez sem sýndi í vetur hvað einn gæða leikmaður getur ráðið oft úrslitum.

    Tekur undir með Agga að A.Madrid gætu komið mjög á óvart, þeir ættu að hafa mannskapinn í það, Simoa og Garcia frábær tvenna.

    Kv
    Krizzi

  28. Ég persónulega hef það á tilfinningunni að Simao hafi aldrei haft viljann til að spila fyrir Liverpool og BARA fyrir Liverpool.
    En talandi um þennan matchwinner hæfileika þá held ég að hvorki Babel né Torres fari að sýna virkilega hvað í þeim býr fyrr en í fyrsta lagi eftir jól.

    Auk þess hafa Atletico Madrid líka keypt Raul Garcia sem er sókndjarfur miðjumaður frá Osasuna á 8-10 milljónir ( er ekki alveg viss). Ég spái að þeir eigi eftir að koma skemmtilega á óvart á næsta tímabili

  29. Mér finnst Taco Bell Stadium vel við hæfi þar sem við erum að fá svo mikið af Taco ætum til liðs við okkur. Er það ekki stórt markmið hjá nýju eigendunum að stækka Liverpool nafnið í USA, mið og suður Ameríku? Jú, þar með myndi þetta nafn henta vel! Lítur völlurinn hvort eð er ekki út eins og Taco skel?

  30. Mér finnst Taco Bell Stadium vel við hæfi þar sem við erum að fá svo mikið af Taco ætum til liðs við okkur.

    Ehm, einsog hverjir?

  31. Adidas Arena….. það hljómar dálítið töff svona ” fresh” en það er svolítið þýskur keimur af því, samanber Alliance Arena . Svo er Stanley Park voða breskt en fínt nafn, og líka gamaldags…

  32. Taco skelin er víst komin frá Mexico, en ekki Spáni, þrátt fyrir það að bæði lönd séu spænskumælandi þá er annað í Ameríku og hitt í Evrópu þannig að ég skil ekki þessa Taco tengingu 😉

  33. Aggi, það er búið að segja þetta um Atlético á hverju ári í 10 ár 😀

    Þið ykkar sem finnst allt í lagi að selja nafnið á vellinum: hversu langt verður að bíða þangað til ykkur finnst ekkert sjálfsagðara í nafni nútímavæðingar og að halda í við fjárútlát annara að selja réttindin á nafni liðins þannig að Liverpool verðir t.d. “Easy Jet-Liverpool” eða “Pepsi Liverpool”?
    Hvað mun plattinn góði segja á nýja vellinum? “This is The Coca Cola SoccerBall Arena”?

  34. Einar, þetta var bara góðlátlegt grín að latino tengingunni sem liðið okkar hefur fengið undanfarið. Mér finnst mexíkanskur matur góður en ég er kannski full frakkur að nefna þessa matarlist í full frjálsum skilningi hjá sérfræðingnum sjálfum 😉

  35. uuu Pepe Reina anyone ?! Maðurinn er match winner eiginleikinn holdi klæddur.

    En með nafn vallarins er ég á því að menn eigi að leyfa bara Anfield að kveðja. Þetta er einfalt, Liverpool sem borg er í mikilli sókn og sem klúbbur erum við einfaldlega að taka stór skref fram á við, bæði á vellinum og svo á markaðnum. Það er einfaldlega bara hluti af þroska klúbbsins að leyfa Anfield bara að vera og hugsa hlýtt til hans en ekki stöðugt halda í forna en glæsta fortíð. Held að jafnvel ættu menn líka að finna annað nafn á Kop stúkuna, maður verður eflaust hengdur fyrir þetta en mér finnst að menn ættu að, á góðri íslensku, move on. Hins vegar er það alveg bókað mál að maður vill ekki eitthvað McDonalds Coca Cola Field eða einhverja svoleiðis vitleysu…

  36. Ekkert mál, Trausti. En bara svo það sé á hreinu þá er taco (EKKI skel) vinsælt í allri Mið-Ameríku. Í Suður-Ameríku (þaðan sem við höfum verið að fá slatta af mönnum) þá þekkist það varla.

    Annars erum við komnir svo langt út fyrir efnið að það er ekki fyndið. 🙂

  37. Lokum hringavitleysunni með því að staðnæmast við nafnið sem verður augljóslega valið:
    Hicks og George eiga valdamikinn og merkilegan vin sem hefur sett svip sinn á mannkynssöguna og þeir vilja örugglega heiðra með því að skíra nýjan völl eftir.
    Þannig að frá og með 2010 mun Liverpool spila heimaleiki sína á hinum stórglæsilega George Walker Bush Colosseum!

  38. Ég held að það verði ekki frá því komist að selja nafnið á vellinum,þessi nýji völlur skipti öllu máli fyrir LIVERPOOL FC fyrir framtíðina.
    Auðvitað mun maður sakna gamla góða Anfield en þetta er framtíðin.
    P.s. Ég held að þegar maður tekur leigubíl á nýja völlin þá muni maður segja
    við bílstjórann New Anfield takk fyrir.
    Kv
    Sjúrður Reynis.

  39. Á öðrum nótum, þetta er nú góð lesning finnst mér: http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N156511070727-0857.htm akkúrat það sem maður vill sjá koma frá leikmönnum, sama hvort að þeir séu að koma til baka eftir langa fjarveru eður ei. Þetta á klárlega eftir að hjálpa honum í vetur ef að hann meiðist ekki það er að segja. Heill Kewell í vetur jafnast klárlega á við ein stór sumar kaup.
    Og á enn öðrum nótum, sakna þess aðeins að fá ekki “upphitun” fyrir leikinn á eftir, alltaf gaman að sjá hvað umsjónamenn síðunnar eru getspakir.

  40. Og á enn öðrum nótum, sakna þess aðeins að fá ekki “upphitun” fyrir leikinn á eftir, alltaf gaman að sjá hvað umsjónamenn síðunnar eru getspakir.

    Kristján Atli, ég held að það sé verið að skjóta á þig.

  41. Annars, að getspeki minni slepptri, þá koma upphitanirnar aftur að sjálfsögðu um leið og alvöruleikirnir hefjast. Það er óþarfi að mínu mati að hita mikið upp fyrir æfingaleikina, þannig séð. Þið getið búist við fyrstu upphitun frá okkur föstudaginn 10. ágúst, svo það sé á hreinu. 😉

Nýji völlurinn loksins afhjúpaður!

Lucas Leiva nýjasti meðlimur Liverpool.