Nýji völlurinn loksins afhjúpaður!

Liverpool FC sendu í dag inn formlega umsókn um leyfi fyrir áætlanir sínar fyrir nýja völlinn í Stanley Park. Eins og menn muna var allt klárt til að hefja byggingu vallarins þangað til Tom & George keyptu klúbbinn í febrúar, en þá var upphafleg áætlun sett á hilluna á meðan þeir endurhönnuðu völlinn. Nú, tæpum sex mánuðum síðar, hefur sú áætlun litið dagsins ljós.

Hér má sjá myndir af vellinum og lesa viðbrögð leikmanna og forráðamanna klúbbsins.

Hvað finnst fólki? Sjálfur er ég hrifinn af þessari hönnun. Ég hefði viljað sjá fleiri myndir en þær sem í boði eru, en það kemur eflaust smám saman á næstu dögum/vikum. Það er alveg ljóst að þetta er einstakt útlit, sem betur fer er þetta ekki “enn ein skálin” eins og einhver orðaði það á síðunni um daginn. Þetta er völlur sem fólk sér í sjónvarpi og hugsar strax með sér: þetta er Liverpool-völlurinn!

Ég hlakka til að fara á minn fyrsta leik í Stanley Park. 🙂

35 Comments

 1. Mér finnst þetta vera hrein snilld!

  Þetta er alveg einstök hönnun og fólk mun um leið þekkja það hvaða völlur þetta er. Svo er líka skemmtilegt að hann er ekki einsog skál einsog allir aðrir nýjir vellir, heldur er hann óreglulegur í laginu og sérstök áhersla á The Kop. Þetta lofar alveg rosalega góðu.

 2. Ein spurning hér til Agga sem kemur þessu ekkert við :

  Veistu um einhvern stað sem ég get séð Portsmouth leikinn á í Köben ?
  Helst einhverstaðar í miðbænum þar sem ég er mjög stutt frá Hovedbanen.

 3. Svona á að gera þetta. Fara alla leið með hönnunina fyrst á annað borð er verið að breyta.

  Völlurinn á eftir að verða tákn Liverpool FC!

  Yfirvöld í Liverpool borg hljóta að samþykkja völlinn því hann er sérstakur og á eftir að laða að ferðamenn. Enn fleiri en Liverpool FC laða nú þegar að.

 4. Alexander: Þú getur mjög líklega séð hann á Oleary’s, sem er einmitt á hovedbanegården, þeir sýndu allavega leikinn við south china. Þeir eru reyndar ekki búnir að setja hann inn á dagskránna hjá sér en það er sennilega af því að þeir vissu ekki hverjir myndu mætast í úrslitum, best að fylgjast bara með síðunni þeirra eða tölta bara hreinlega inn og spyrja þá ef þú átt leið framhjá.

  Varðandi nýja völlinn þá er ég mjög sáttur við hann. Algjörlega einstök hönnun sem er bara jákvætt, ég tala nú ekki um á meðan völlurinn lítur jafnvel út og þessi virðist gera. Ég get ekki betur séð en að það séu 3 hæðir af boxum á vellinum sem ætti að skila einhverjum aukaaurum í kassann og vega upp á móti skortinum á þeim í the kop sem verður sennilega alveg svakalegur staður til að vera á í framtíðinni. Ég hlakka allavega mikið til að fara á þennan völl.

 5. Þetta er alveg magnað flott. Mjög fínt að fá svona distíntíft lúkk á nýja völlinn okkar. Enga fjandans meðalmennsku.

  Kveðjur 🙂

 6. Flottur! Og til að fyrirbyggja allan misskilning þá er Everton að flytja í Smáralindina. Eða réttara sagt í Tesco 🙂

 7. Virkar mjög flott af þessum myndum en það verður gaman þegar fleiri myndir koma og heildarlookið fer að kicka inn. Þetta er eins og kirkja þar sem Kop er altaristaflan og Benitez predikar vikulega. Er virkilega ánægður með þann sess sem Kop skipar í hönnuninni.

  ps. Ætla að byrja að nota “sééééðveikur” ítrekað í vinnunni til að virðast ungur, hip og cool!

 8. Þetta er gríðarlega fallegt mannvirki. Virkilega sáttur við þessa niðurstöðu.

  Alexander: Þú getur horft á leikina á eftirfarandi stöðum:
  Kennedys Bar Þessi staður er á Gammel Kongevej, rétt hjá Vesterport. Lítill og vinalegur pub.

  O´Learys Bar Þessi er á Aðallestastöðinni. Mjög stór íþróttapub og oft margir leikir eða íþróttaatburðir í gangi í einu.

  The Globe Þessi staður er rétt hjá Norreport. Basic pub sem sýnir mikið af bolta.

  The Shamrock Inn Fínn írskur pub sem sýnir á tjaldi flesta ensku leikina. Er rétt hjá Ráðhústorginu.

 9. Virkar flottur á þessum myndum, mjög unique. En eitt sem ég hef smá áhyggjur af, hvað hann er opin í hornunum. Ég hef t.d. verið á Highbury(the library) sem var mjög opin í hornin og þessi litla stemning sem myndaðist þar dó alveg um leið útaf hvað hornin voru opin. Ég er þó mjög spenntur fyrir þessum velli en hef þó smá áhyggjur af þessu…

  …maður myndi þó ætla að menn hefðu hugsað útí allt svona þegar völlurinn var hannaður.

 10. En eitt, veit einhver hvað þetta mannvirki á að heita?
  1. Anfield Road
  2. Stanley Park
  3. Hicks & Gillett stadium of Future
  4. HG Holding field

  hvað veit ég…

 11. Mér líst mjög vel á þessar myndir. Það væri samt gaman að sjá hvernig hann lítur út ofan frá. Ég efast allavega um að hann líti út eins og Smáralindin ofan frá! 🙂

  “Séðveikur” er upphaflega norðlenskt fyrirbæri þar sem “sj” var smellt inn í stað upphafs orða til að gefa þeim gay merkingu. T.d. er svolítið sjommalegt að Sjúlli sem kommentar stundum hérna hafi svona sjeðveikan áhuga á því sem er að gerast í einkalífi leikmanna Liverpool frekar en liðinu sjálfu! 🙂

 12. Mér líst ótrúlega vel á þennan leikvang. Legg samt til að það verði farin sérstök Liverpool-blogg-klúbbs ferð til Anfield til að kveðja hann og svo önnur ferð á nýja völlinn …

  þarna munu margir titlar vinnast!!

 13. Já þetta lítur mjög vel út. Ég hélt að Stanley Park væri nafnið en spurning hvort Gillet detti inn… :-/

  Dettur í huga að hornin séu opin svo að hægt sé að byggja í þau og stækka völlinn í rúmlega 75.000 úr 60.000. Það á allavega að vera hægt að stækka hann einhvers staðar.

  Og já tek undir með einhverjum hér að ofan, mikið hlakkar mig til að fara á völlun, þá getur maður líka kannski oftar fengið miða á skikkanlegu verði.

 14. Flottur völlur – einstakur – hlýlegur – hönnun. Glerið er flott við álið, tja eða það gráa. Það verður gaman að fara einn mánudagsrúnt – eftir einhvern leik – og skoða leikvöllinn, búningsherbergin etc. Vonandi fer gamla skiltið með svo maður nái að koma við það. Maður á nátturulega eftir að sakna þess gamla en enn er nægur tími til að heimsækja hann. Svo er það skýjafarið og sólin sem fylgja Stanley Park eins og á myndunum. Nærri því nákvæmlega eins og á Anfield Road. Alltaf gott veður í Liverpool.

 15. Var ekki löngu búið að ákveða að nýi völlurinn ætti að heita Anfield?
  Halda nafninu en sleppa Road hlutanum.

 16. Geggjaður völlur, ekki veit ég hvaða lið mun þrauka heilan lék í þessari ljónagryfju á móti 11 mönnum Liverpool og 18.000 manna Kop stúku í 90 mín án þess að bugast;)

  Annars nöfn á völlinn:

  1. Anfield Arena

  2. New Anfield ( það er frekar solid)

  3. Adidas Arena

 17. Ég er kominn með þetta:

  Serrano Field

  Koma svo! Versla meira á Serrano svo við höfum efni á að kaupa spons-ið!

 18. Ó hvað ég vona að þetta muni ekki heita McAnfield eða eitthvað álíka. Það væri gríðarleg vanvirðing við allt sem þessi klúbbur stendur fyrir.

 19. Talandi um Serrano, getið þið ekki opnað risa stóran Sport-Serrano þar sem væri hægt að horfa á boltann og borða hollan og góðan mat? 🙂

 20. Völlurinn okkar í dag heitir Anfield og er við Anfield Road, hann heitir sem sagt ekki Anfield Road

 21. Mjög flottur! Get ekki beðið eftir að komast á Stanley Park eftir þrjú ár (vonandi)

 22. Einar, mér finnst Serrano Stadium hljóma miklu betur. Þá væri líka hægt að kalla eina stúkuna “The Einar Örn Einarsson Stand”. Væri gaman að heyra heimamenn tyggja á því munnfylli … 🙂

 23. Liverpool er nýbúið að framlengja sponsorsamninginn við Carlsberg til loka tímabilsins 2009/10, sem verður væntanlega síðasta seasonið sem við spilum á Anfield. Einhverstaðar las ég að þessvegna þyki líklegt að þegar Carlsberg samningurinn rennur út muni Liverpool semja sameiginlega um styrktaraðila og réttinn til að nefna leikvanginn – þannig að nýi völlurinn gæti mjög líklega komið til með að heita The Carlsberg Stadium. Ég vona samt ekki – finnst þessi styrktaraðilageðveiki komin út í öfgar, en á sama tíma er dáldið pirrandi að við séum að fá minni aur út úr okkar styrktarsaðilasamning en Manu, Chelsea, Arsenal og m.a.s. Tottenham af öllum liðum. Núna erum við t.d. að fá u.þ.b. 7 millur út úr okkar styrktaraðilasamning meðan Man U eru að fá 14 millur, þar munar sirkabát einum ágætis varnarmanni.

Pressa

Meira um nýja völlinn + Simao