Finnan framlengir

Frábærar fréttir fyrir alla nema Hössa: [Steve Finnan hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N156452070723-0739.htm). Það er frábært því hinn 31 árs gamli Finnan hefur verið einn allra besti hægri bakvörður í enska boltanum undanfarin ár.

Umræðan um verðlagningu Sýnar er orðin ansi öflug og fór m.a.s. frétt um [Robbie Fowler](http://www.kop.is/gamalt/2007/07/21/12.33.01/) framhjá mörgum. Hverjum hefði dottið í hug að frétt um brottför Fowler myndi ekki kalla fram eitt einasta komment.

Ég bið fólk um að halda umræðunni um Sýn á viðeigandi færslu, en það má benda á að það verður fjallað um þetta mál í þætti fótbolta.net í hádeginu í dag:

>Vil benda fólki á að umræða um þetta mál verður í útvarpsþættinum Fótbolti.net á Reykjavík FM 101,5 milli klukkan 12 og 13 á morgun.
Siminn er 563-9000 og netfang þáttarins er fotbolti.net@rvkfm.is

Já, og svo er hérna frétt um [mál Gabriel Heinze](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,2132770,00.html)

7 Comments

  1. Eitt komment hérna. Er til meira áreiðanlegri bakvörður í deildinni? Kannski ekki sá “Besti” en vá hvað hann skilar til liðsins.

  2. Finnan er besti hægri bakvörður í ensku deildinni eina sem gæti breytt því væri koma Alves til Chelsea.

    Fer áreiðanleiki ekki saman við að vera bestur. Sá sem er mest áreiðanlegur hlýtur að vera bestur. Við höfum séð ótrúlegar frammistöður hjá honum á móti öllum bestu liðum á Englandi og í Evrópu. Hann er lykilmaður ásamt Carra í varnarlínunni sem hefur komið okkur í 2 úrslitaleiki á þremur árum í Meistardeildinni.

  3. Það sem átt að vera sagt: Hann er kannski ekki hæfileikaríkasti hægri bakvörður deildarinnar eða sá sem yrði seldur fyrir mesta peninginn en undanfarin tvö tímabil hefur hann verið besti hægri bakvörður deildarinnar, án efa.

  4. Aldrei verið mikill aðdáandi Finnan en á seinasta seasoni stimplaði hann sig inn. Hann er ferlega góður og öruggur.
    Gott fyrir Liverpool að hafa hann áfram þrátt fyrir að D. Alves orðrómurinn heillaði mig gífurlega í fyrra.

  5. Hann er ekki bara áreiðanlegasti hægri bakvörður deildarinnar, heldur líka sá besti! Svo þetta eru frábærar fréttir! Ég er mikill Finnan aðdáandi.

  6. He he. Jú mér finnst þetta ágætar fréttir. Ég vil alls ekki missa Finnan úr hópnum. Vona bara að það finnist betri leikmaður í hægri bakvörinn.

    Finnan er örugglega fínn náungi. Hann er líka ágætis hægri bakvörður og átti vissulega sitt besta tímabil nú síðast.

    Mín skoðun er að Liverpool verði aldrei betra en 11 bestu segja til um. Það er vissulega gott að hafa góðan leikmannahóp en ef við getum ekki stillt upp 11 manna liði sem er betra en Man U, Chelsea eða Arsenal þá eru líkurnar einfaldlega á móti því að við vinnum enska titilinn.

    Á þar síðasta tímabili enduðum við í öðru sæti á eftir Chelsea. Sterkasta liðið var að mínu mati,

    Reina
    Finnan, Carra, Hyppia, Riise
    Gerrard, Alonso, Sissoko, Kewell
    Crouch, Garcia

    Að mínu mati var Finnan veikasti hlekkurinn í þessu liði og þess vegna vildi ég byrja á því að fá hægri bakvörð til að styrkja liðið, svo vinstri og svo sóknarmann. Þarna byrjaði hin svokallaða gagnrýni mín á leikmanninn.

    Á síðasta tímabili fannst mér þetta sterkasta liðið sem við hefðum getað stillt upp ef allir hefðu verið heilir.

    Reina
    Finnan, Carrager, Agger, Riise
    Gerrard, Alonso, Masc. Kewell
    Kuyt og Garcia

    Þar sem Kewell, Sissoko og Garcia voru meiddir nánast allt tímabilið spiluðu Pennant og Zenden mun meira en maður reiknaði með. Liðið var líka mun veikara en liðið sem endaði í öðru sæti árið áður og árangurinn eftir því.

    Mín tilfinning eftir þetta season var að okkur vantaði fyrst og fremst framherja. Það vandamál er leist með komu Torres. Svo hefði ég viljað kaupa nýja bakverði. Flestir hafa talað um nýja kanntmenn en með Gerrard og Kewell á köntunum og Alonso og Masc. á miðjunni tel ég okkur einfaldlega vera með einhverja bestu miðju í heiminum.

    Nú tel ég að okkar besta byrjunarlið sé svona.

    Reina
    Finnan, Carra, Agger, Riise
    Gerrard, Alonso, Masc. Kewell
    Torres, Kuyt.

    Ef Rafa myndi hætta rotation systeminu (sem að mínu mati hefur litlu skilað) yrði keyrt á þessu liði nánast alla leiktíðina. Finnan og Riise eru að mínu mati veikustu hlekkirnir í þessu liði.

    Ég hef ekkert á móti Finnan. Tel bara að ef við ætlum okkur að stíga skref í átt að enska titlinum verðum við að eignast betri bakvörð en hann. Mín skoðun er að öll liðin sem við viljum bera okkur saman við sé með betri hægri bakvörð nema kannski Chelsea á síðasta tímabili.

    Vil svo benda mönnum á að Finnan var tekinn út af í þrem stærstu leikjum sem Liverpool hefur spilað undan farin þrjú tímabil. Liver vs. AC, Liver. vs. West Ham og Liver. vs. AC. Í öllum leikjunum lenntum við undir og til að skerpa sóknarleikinn tók Rafa Finnan út af í vörninni. Vissulega átti Finnan samt sinn þátt í að við kæmumst í leikina.

    Ég vona að þetta útskýri mína skoðun á leikmanninum. Ég dæmi hann einfaldlega út frá sterkasta mögulega liði sem Rafa getur stillt upp og tel hann með veikustu hlekkjunum. Ef við tækjum allan hópinn er Finnan langt frá því að vera veikasti hlekkurinn.

    Spái samt að Arbeloa slái hann út í vetur.

    Áfram Liverpool!

  7. Frábærar fréttir. Maðurinn er sá sem hefur komið mér mest á óvart enda kom hann frá hinu frábæra félagi Fulham (no-disrespect) !
    Búinn að vera byrjunarliðsmaður hjá okkur síðan… fáir getað skákað honum (Carra getur spilað þessa stöðu “by-the-way”)
    YNWA

Verðlagning Sýnar

Hvað þarft þú að borga fyrir Sýn 2? (uppfært)