Liverpool – Auxerre 2-0

Liverpool heldur sigurgöngu sinni áfram á þessu undirbúningstímabili og vann í dag Auxerre 2-0 í Sviss. Mörkin skoruðu þeir Gerrard á lokamínútu fyrri hálfleiks og síðan gulltryggið Agger sigurinn með marki á 69 mínútu leiksins. Í þessum leik byrjuðu m.a. Babel og Benayoun í fyrsta skipti sem og búlgarski markvörðuinn Mihaylov spilaði í fyrsta skipti fyrir Liverpool.

Þar sem ég sá ekki leikinn þá megið þið gjarnan koma með stutta lýsingu á honum í kommentum.

Þetta var síðasti æfingaleikurinn hjá liðinu áður en það heldur til Asíu á morgun. Þar tekur liðið þátt í Asian Trophy 2007 ásamt Fulham, Portsmouth og South China FC.

Byrjunarliðið í fyrri hálfleik:
Mihaylov – Arbeloa, Carragher, Paletta, Finnan – Babel, Gerrard, Hobbs, Benayoun – Voronin og Kuyt.

Byrjunarliðið í seinni hálfleik:
Mihaylov – Arbeloa, Agger, Paletta, Riise – Pennant, Alonso, Hobbs, Benayoun – Crouch og Torres.

Aðrar skiptingar:
60 mín: Nabil El Zhar inná fyrir Yossi Benayoun.
68 mín: Stephen Darby inná fyrir Alvaro Arbeloa.

Mörk:
Gerrard á 44 mín.
Agger á 69 mín.

Leikskýrsla official síðunnar: GERRARD AND AGGER MAKE IT FOUR OUT OF FOUR

17 Comments

 1. hvað finst ykkur um það að varnar og miðjumenn eru að skora en framherjar skora ekki, nema voronin með 2 í sínum fyrsta leik og crouch með 1 hvað er að ,fá framherjar úr litlu að moða eða eru þeir ekki nóu skotglaðir,bara smá pæling

 2. Haaaaaaaa?

  Svona lítur þetta út so far:

  Idrizaj 3
  Voronin 2
  Riise 1
  Peltier 1
  Crouch 1
  Putterill 1
  Gerrard 1
  Agger 1

  Semsagt framherjar hafa skorað 6 mörk, varnarmenn 2 og miðjumenn 3

 3. Þetta eru bæði fín mörk og sérstaklega ánægjulegt að við séum að skora úr hornspyrnu. Ég tel að tölfræðin varðandi mörk frá varnarmönnum muni hækka töluvert í vetur þe. Agger mun setja ca. 5-10 mörk í vetur.

 4. einar örn ég er að tala (skrifa) um þá sem verða í eldlínuni í vetur ekki þá sem eru í varaliðinu sem kanski fá að spila 1og1 leik skoðaðu leikmannahópinn 2007-2008 og þá er staðan önnur

 5. Skrýtið að Besian Idrizaj hafi ekki fengið nein tækifæri aftur eftir þrennuna gegn Wrexham, , er maðurinn meiddur eða farinn eitthvert á lán?

 6. Maður hefur nú ekkert heyrt um Besian Idrizaj en hann hlýtur að hafa meiðst eitthvað, annað væri fáranlegt að hann skori þrennu og fái svo bara ekkert annað tækifæri til að sýna sig.

  En maður bíður spenntur eftir að sjá hvernig Benites muni koma til með að stilla upp sínu liði en eitt er víst að hann hefur sjálfsagt aldrei átt eins góðan hóp og núna er komin til okkar.

 7. Sá leikinn, það sem stóð uppúr var að Babel var lélegur og El Zahr var mjög góður þegar hann kom inn. Einnig heillaði Yossi mig mikið. Aðrir voru bara í dútlinu.

 8. Leikskýrsla Palla G segir þetta eiginlega allt.

  Babel sýndi gamalkunna Mark Gonzales takta og var alveg úti á þekju í leiknum. El Zahr var mun áhrifameiri og sýndi ágætis takta. Er samt ekkert að sjá hann banka á dyrnar hjá aðalliðinu. Benayoun var mikið í boltanum og lét mikið að sér kveða. Torres gerði engar rósir en maður sér samt gæðin og möguleikana í þeim dreng. Kuyt og Voronin hlupu og hlupu og hlupu og….. án þess að fá nein alvöru færi. Crouch átti reyndar snildar miss eftir góða fyrirgjöf frá El nino. Held að mamma hans Crouch hefði náð að skalla kvikindið inn en Crouch náði að setj´ann yfir.

  Leikurinn í hnotskurn: Zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz…………….

 9. Bara göngubolti í dag, greinilegt að menn eru að æfa stíft og eins var mikill hiti. El Zahr sprækastur, lítið meira að segja. Annars fannst mér fyndin fyrirsögnin í the Times “Torres still looking to break Liverpool duck” Þvílíkir snillingar, Torres er búinn að spila hvað? 70 mín, sauðir 🙂

 10. Fólk les stundum alltof mikið úr æfingaleikjum og gleymir því hvers konar leikir þetta eru. Fyrr um morguninn í gær fóru leikmennirnir á æfingu, m.a. til að hjóla, nokkrum tímum fyrir leik. Þá var leikið í miklum hita og eftir erfiða viku, en það vita allir sem fylgjast með Liverpool að æfingavikan í Sviss hefur í mörg ár núna verið notuð sem eins konar bootcamp fyrir liðið. Þar er tekið langmest á þrek- og styrktaræfingum, en aftur á móti er liðið meira í boltaæfingum núna í Asíu og svona. Og samt kvarta menn yfir því að Babel hafi verið slæmur – þrátt fyrir að þetta hafi bara verið fimmti “vinnudagurinn” hans hjá klúbbnum, hann sé tvítugur og að kynnast nýjum félögum og venjast talsvert breyttum aðstæðum.

  Talandi um að gagnrýna leikmenn, þessi fyrirsögn hjá Times er stórkostleg: Torres still looking to break Liverpool duck.

  Duck?!? ‘Duck’ í ensku fótboltamáli er svipað og ‘markaþurrð’ á íslenskunni. Það er verið að gefa í skyn að Fernando Torres eigi í markaþurrð hjá Liverpool, eftir að hafa leikið 2×45 mínútur síðustu vikuna, í æfingaleikjum, án þess að skora. Jahérna!

  Það var heitt í Sviss, menn voru þreyttir eftir erfitt æfingaprógramm – þar á meðal æfingu fyrr um morguninn – og lítinn svefn vegna hagléla sem herjuðu á bæinn sem liðið var í yfir vikuna. Þar að auki bættist við að sumir eru enn bara nýkomnir til liðsins og það að Rafa er kannski frekar að prófa hluti en að stefna að sigri í svona leik (í gær prófaði hann t.d. Babel og Arbeloa í þremur stöðum hvorn). Og liðið vann 2-0, og samt kvarta menn og/eða skrifa blaðagreinar um meinta markaþurrð hjá Torres? Give me a break.

 11. KAR: Vel mælt.

  Það er náttúrulega mikilvægt að menn hafi það í huga að liðið á ekki að detta almennilega í gang fyrr en kannski í síðasta æfingaleiknum og jafnvel ekki fyrr en í fyrsta leiknum í deildinni. Rafa er að prófa marga leikmenn í mismunandi stöðum, eitthvað sem þarf að gera til að sjá hvernig menn fíla sig o.s.frv.

  Heilt yfir virðist undirbúningurinn ganga vel hjá liðinu og það sem er afar jákvætt er að við erum búnir að hafa alla nýju leikmennina næstum allt undirbúningstímabilið, það skiptir miklu máli.

  Ég hlakka til að sjá liðið í Asíu.

 12. Æ ég held nú að allir séu með það á hreinu að um æfingaleik er að ræða og allt of snemmt að fara að dæma leikmenn mikið á þessu stigi. En varðandi Babel þá er það engu að síður staðreynd að hann fann sig ekki í þessu leik í gær og eðlilega fylgjast menn kannski meira með nýju mönnunum í svona leikjum. En auðvitað er allt of snemmt að dæma menn eftir þetta stuttan tíma það held ég að allir viti.

 13. Mér finnst svolítið skrítið hvað sumir sem skrifa hér eru alltaf að verja allt sem ekki fer vel hjá liðinu og koma með mótsvör ef einhver talar um að menn spili illa.
  Ég hef ekki litið á það sem kvart þó menn tali um að Babel hafi spilað illa, menn eru bara að segja eins og var. Ég hef ekki séð neinn skrifa um að Babel sé ónothæfur leikmaður eða eitthvað á þeim nótunum. Maður segir ekki að maðurinn hafi spilað vel þegar hann spilar illa eingöngu út af því að hann er tvítugur og það var heitt í veðri.
  Aggi, af hverju segir þú að liðið eigi ekki að detta í gang fyrr en í síðasta æfingaleik eru fyrsta leik í deildinni?? Ég vill sjá liðið smella saman fyrir mót svo ekki þurfi að nota deildarleikina til að pússa liðið saman. Þú ert kannski rosalega sáttur við hvernig við byrjuðum deildina síðast. Það tók ansi langann tíma að pússa liðið saman á meðan Man.Utd notuðu æfingaleikina til að pussa liðið saman rúlluðu gjörsamlega upp flest öllum æfingaleikjum sínum og voru 100% klárir þegar mótið hófst. Svo vitum við allir hvað það gerði fyrir þá. Vonandi verðum við klárir núna áður en mótið hefst.

Heinze (uppfært)

Fowler til Cardiff.