Hópurinn eins og hann er í dag!

Það er ágætt að skoða aðeins hópinn okkar í dag og jafnvel rýna aðeins í hann. Hvernig er hann samasettur? Vantar eitthvað? Er of mikið af einhverju? Hverjir eru lykilmenn og hverjir koma til með að vera óánægðir með lítinn spiltíma (ef einhverjir)? Ég tek einungis þá kjúklinga sem ég tel að gætu dottið inní hópinn af og til í vetur (að sjálfsögðu erfitt að sjá fyrirfram).

Svona er hópurinn í dag:

Markverðir: Pepe Reina, Scott Carson og David Martin.

Varnarmenn: Steve Finnan, Alvaro Abreloa, John Arne Riise, Fabio Aurelio, Jamie Carragher, Sami Hyypia, Daniel Agger og Gabriel Paletta. Þarna gætu þeir Jack Hobbs og Emiliano Insúa dottið inn.

Miðjumenn: Steven Gerrard, Xabi Alonso, Momo Sissoko, Javier Macherano og Lucas Leiva. Tel ólíklegt að einhver ungur leikmaður fái spiltíma á miðjunni þar sem við erum með svo marga leikmenn til staðar.

Kantmenn: Harry Kewell, Jermain Pennant, Yossi Benayoun og Ryan Babel. Besian Idrizaj gæti dottið þarna inn sem og jafnvel Voronin, Gerrard og Riise.

Framherjar: Peter Crouch, Dirk Kuyt, Fernando Torres og Andreiy Voronin.

Þegar ég lít svona snöggt yfir þetta þá er ljóst að við erum einungis með tvo eiginlega kantmenn í þeim Pennant og Kewell. Það er spurning hvort Rafa sé ekki ennþá að skoða að styrkja þessa stöðu með að fá “klassískan” vinstri og/eða hægri kantmann. Kewell er náttúrulega ótrúlega óheppinn með meiðsli og erfitt að treysta einungis á hann, Babel er ungur og óreyndur og þá erum við bara með hinn unga Idrizaj sem er kannski meira framherji. Pennant var misjafn síðasta vetur og líklega kemur Yossi til með að skipta stöðunni svolítið með honum. Síðan getur náttúrulega Gerrard ávallt dottið á kantinn.
Fyrir mér er þetta þær stöður sem er einna veikastar hjá okkur líkt og undanfarin ár. Gerrard mun líklega spila meira en undanfarið á miðjunni þrátt fyrir að hann geti ávallt dottið á kantinn. Síðan fer þetta auðvitað allt eftir hvaða leikaðferð Rafa mun beita mest í vetur.

Er þetta slakt byrjunarlið?

Pepe Reina

Finnan – Carra – Agger – Riise

Pennant – Alonso – Gerrard – Kewell

Kuyt – Torres

Og athugið bekkinn uuussssssss

Bekkurinn: Carson, Sissoko/Macherano, Hyypia/Arbeloa, Voronin/Crouch og Benayoun/Babel.

Ég held að allir hljóti að vera spenntir fyrir því að sjá Liverpool í vetur og ég spái því að við komum nálægt því að landa stóru dollunni… heyrðu það fyrst hérna!

Fínn pistill frá Tomkins á official síðunni: SUMMER SIGNINGS THE KEY TO SUCCESS?

54 Comments

  1. Hvað með Sebastian Leto ? Vinstri kantmaður sem er 21 árs… Maður hefur ekkert séð af honum. Varla fer hann í varaliðið ? Hann er ekki einu sinni á lista yfir leikmenn á offical síðunni !

  2. Vantar ekki Búlgarska markmanninn inn í þetta líka. En þetta gæti orðið áhugavert sumar, það er að minnsta kosti vonandi.

  3. En Aggi þu segir er þetta slagt byrjunarlið ? Þetta lið sem þú stilltir upp er alveg eins og liðið sem lennti 20 stigum fyrir aftan Man Utd í fyrra nema Torres hefur bæst í það. Að mínu mati finnst mér við ekki búnir að styrkja okkur alveg eins og ég hefði viljað. En liðið sem þú stilltir upp er líklega ekki alveg eins og Rafa á eftir að stilla því upp og það er auðvita ómögulegt þar sem hann er ekki einu sinni búinn að ákveða það. En jákvæði punkturinn er að við eru komnir með massíva breydd. En þú hafðir flesta af nýju mönnunum á bekknum og ég hefði viljað sjá Liverpool kaupa í sumar ,með alla okkar peninga, 2-3 toppleikmenn í liðið sem Þú sem “einn af ritstjórum” síðunnar gætir bara ómögulega sleppt úr byrjunarliðinu !

  4. Voronin inn fyrir Kuyt…Babel inn fyrir Kewell…Mascherano inn fyrir Alonso Nú erum við að tala saman !

  5. Mér líst vel á þetta og það verður skemmtilegur höfuðverkur að stilla upp byrjunarliði í hvert skipti.

    Sjálfur segi ég: Pepe Reina — Steve Finnan, Jamie Carragher, Daniel Agger, John Arne Riise — Pennant/Benayoun, Mascherano, Alonso — Steven Gerrard — Torres, Voronin/Kuyt

    En í sannleika sagt … þetta er skemmtilegur höfuðverkur!!!

  6. Tel víst að það vanti mann í vörnina og á von á því að hann komi fyrir leikinn á móti Aston Villa

  7. Er fullviss um að Voronin byrji fleiri leiki en Kuyt þetta tímabil. Leikskilningur hans er á hærra plani en Kuyts og í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð hann lítur hann betur út en Kuyt allt síðasta tímabil. Stór orð ég veit, en ég stend við þau….

  8. Held hreinlega að það sé ekki búið að klára atvinnumálin hjá Leto, en þegar það gerist, þá á hann klárlega heima á þessum lista.

    Takið eftir liðinu sem spilaði gegn Bremen í gær. Þar notuðum við 21 leikmann, en samt eru 5-7 leikmenn ekki komnir til æfinga sem ég tel að verði í og við aðalliðshópinn. Reina, Aurelio, Lucas, Mascherano, Kewell, Leto og Insúa. Breiddin er allavega til staðar og squad players eru af hærri gæðaflokki en áður að mínu mati.

    En varðandi það sem Jói sagði hér að ofan. Þetta lið sem stillt var upp er ekki eins og liðið sem lenti 20 stigum fyrir aftan Man U á síðasta tímabili. Kewell var ekki í því liði t.d. Ef hann verður ekki, þá erum við með Babel og ég tel þá tvo eiga eftir að berjast hatrammlega um vinstri kantstöðuna okkar. Svo finnst mér það bara aldeilis breyting að fá inn Torres fyrir Bellamy. Gleymum því ekki að á þar síðasta tímabili þá var nánast enginn munur á Liverpool og Man U í deildinni. Þeir bættu þá við sig einum Michael Carrick og munurinn á síðasta tímabili varð 20 stig. Ef við horfum einnig til manna eins og Pennant (sem fór hægt af stað en hefur vaxið stöðugt síðan) og svo Javier Maschareno, þá myndi ég nú telja að styrkingin væri augljós. Hvort það skili okkur í því að núlla út þessi 20 stig, það er ekki gott að segja. Ég segi nú engu að síður að ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir þeim nýju leikmönnum sem hafa verið keyptir síðan þeir Barnes, Beardsley, Aldridge og Houghton voru keyptir á sínum tíma.

    Þú talar um að með “alla okkar peninga” þá ættum við að hafa keypt “2-3 toppleikmenn í liðið”. Ég flokka Torres alveg 100% í þann flokk og ég efast um að nokkur geti sleppt honum úr byrjunarliðinu þegar verið er að fabúlera. Ryan Babel er einn mest spennandi leikmaðurinn í Evrópuboltanum í dag og mér finnst hreinlega að hann falli inn í þessa grúppu líka. Eina “vandamálið” sem er við að geta “ómögulega sleppt honum úr byrjunarliðinu” er það að EF Harry Kewell helst heill, þá eru einfaldlega fáir vinstri kantmenn í boltanum sem eru betri. Svo keyptum við líka leikmann frá Brasilíu sem er sá yngsti frá upphafi til að vera kjörinn besti leikmaðurinn þar í landi. Hann sló met stráks að nafni Kaka, sem var þá í kjölfarið seldur til AC Milan á 5 milljónir punda.

    En nefndu mér nú þá 2-3 leikmenn sem þér finnst falla undir þessa skilgreiningu þína og við hefðum átt að kaupa í sumar.

  9. Já þetta verður alls ekki auðvelt að velja byrjunarliðið…

    Jói: Munurinn á þessu liði (sem ég tók sem dæmi) og í fyrra er þessi:
    1) Kewell var ekkert með og ef hann er heill (sem ég vona) þá erum við í fant góðum málum á vinstri kantinum.
    2) Torres eða Bellamy, þar er stór munur.
    3) Kuyt er búinn að vera eitt ár í Englandi, það mun kárlega hjálpa honum mikið.
    4) Pennant hefur vaxið mikið á þessu ári hjá Liverpool. Vonandi verður hann stabílli þetta tímabil og jafnvel fastamaður í enska landsliðinu.
    5) Við erum með miklu fleiri möguleika í dag en á síðasta ári. Bæði hvað varðar leikmenn en einnig leikskipulag.
    6) Sissoko átti slakt tímabil og var mikið meiddur. Lucas Leiva hefur einnig bæst við.
    7) Paletta er búinn að vera í Englandi í eitt tímabil. Ef hann á að eiga “breik” þá mun hann fá einhverja leiki. Gott back up fyrir Agger – Carra – Hyypia.
    8) Arbeloa er búinn að aðlagast Englandi og liðinu betur.
    9) Mascherano er búinn að aðlagast liðinu betur og búinn að vera eitt tímabil á Englandi.
    10) Voronin sem “back up” framherji/kantmaður í stað t.d. Zenden/Bellamy er klárlega betri kostur.
    11) Babel getur ekki verið lélegri en Gonzalez.

    Svona get ég haldið áfram….

  10. Verð að játa að mér krossbrá að sjá þetta byrjunarlið en eins og Jói bendir á að þá er þetta byrjunarlið skipað sömu leikmönnum og liðið hafði í fyrra fyrir utan Torres. Ef Torres meiðist að þá kemur Crouch inn og þá erum við með sama lið og í fyrra 🙂
    Ég myndi vilja sjá einn leikmann til viðbótar sem myndi styrkja liðið en ekki bara viðhalda sama styrk. Horfir maður þá helst á vængstöðurnar í því samhengi. Með kaupum á Heinze er líklegt að Riise og Kewell muni leysa vinstri kantinn og Gerrard og Pennant þann hægri.
    Er enn þá hóflega bjartsýnn fyrir tímabilið en farinn að hlakka hrikalega til ágústmánaðar

  11. Síðan má ekki gleyma 4-3-3 kerfinu.
    ———-Reina

    Finnan – Carra – Agger – Heinze/Riise/Aurelio

    ———Xabi – Masch

    Pennant – Stevie G – Babel/Kewell

    ———–Torres

    Kantmennirnir eru okkar erfiðasta staða (eftir komu Torres). Babel og Kewell ættu að blómstra í þessu kerfi með meira frelsi, minni varnarskyldu, en í 4-4-2. Pennant er alltaf spurningamerkið – í þessu kerfi getur Kuyt (líka Voronin ef hann spjarar sig í alvöru leikjum) komið inn fyrir hann og leikið sér að skipta um stöður við Gerrard og Torres. Þá erum við komnir með rosalega sókn. Síðan geta Kewell og Babel báðir leist hægri kantinn og komist vel frá því.

    Heinze yrði flottur í vinstri bak og back up í hafsentinn. Að ógleymdum mögnuðum vinstri fæti Aurelio – held að hann slái Riise út úr liðinu eftir áramót!

  12. Vinstri vængur: Harry Kewell, Ryan Babel, Sebastian Leto, Fabio Aurelio, Johnny Riise.
    Hægri vængur: Jermaine Pennant, Yossi Benayoun, Steven Gerrard, Steve Finnan.

    Þetta eru leikmenn sem geta spilað, hafa oft spilað og munu spila hægri og vinstri kantana fyrir Liverpool. Í ofanálag hafa bæði Dirk Kuyt og Andriy Voronin spilað á vængjunum fyrir sín landslið, þannig að þeir geta fyllt inní ef þörf krefur.

    Rafa mun byrja tímabilið með Kewell og Babel sem vinstri vængmenn og Pennant og Benayoun sem hægri vængmenn. Svo hefur hann vinstra megin þá Aurelio og Riise ef hann þarf og hægra megin þá Gerrard og Finnan. Þið megið rífast um hvort þetta sé nógu góður hópur af kantmönnum mín vegna, en í gvöðanna bænum hættið að tala um kantstöðurnar sem undirmannaðar. Það er til nóg af leikmönnum til að spila báða kantana og það er alveg dagsljóst að Rafa er ekki að fara að bæta við einum kantmanni í viðbót eftir að hafa keypt þrjá í sumar – Babel, Benayoun og Leto!

  13. Aggi, okkar sterkasta byrjunarlið mun ÁVALLT innihalda þessa þrjá menn: Mascherano, Gerrard og Alonso.

    Og ég vil persónulega sjá Crouch inn fyrir Kuyt.

  14. Eins skil ég ekki þessa hræðslu við að hafa “svipað lið” og í fyrra. Liðið í fyrra skeit á sig í fyrstu sex útileikjum tímabilsins, annars spilaði það bara á svipuðu leveli og t.d. Chelsea og Arsenal. United náðu góðu forskoti fyrst og fremst með betra útileikjaformi en við og Chelsea. Það var lítið að mannskapnum í fyrra og það litla sem var að er búið að laga núna í sumar.

    Við þetta bætist að menn eins og Agger, Kuyt og Pennant hafa núna spilað sitt fyrsta heila tímabil fyrir Liverpool og eru reynslunni ríkari, auk þess sem við fáum Harry Kewell heilan inn á þessu tímabili en það er eins og að fá nýjan kantmann. Gleymum því ekki að hann var lykilmaður í liðinu sem náði 83 stigum og 3. sætinu tímabilið 2005/06.

    Svo finnst mér oft gleymast að Javier Mascherano og Alvaro Arbeloa komu ekki til liðsins fyrr en í janúar. Þá var liðið þegar úr leik í baráttunni um alla titla nema Meistaradeildina og þeir léku lykilhlutverk í þeirri keppni. Af hverju í ósköpunum ætti liðið ekki að geta byrjað betur í ár, með Mascherano, Arbeloa, Torres, Babel, Benayoun og Kewell heila og til taks frá því í fyrsta leik, þegar liðið hóf deildarkeppninna án þeirra allra fyrir ellefu mánuðum síðan?

    Ekki tala um “sama liðið.” Þetta er kannski svipað lið og kláraði síðasta tímabil, en ef þið berið þetta saman við liðið sem hóf fyrsta deildarleik hjá okkur í ágúst 2006, gegn Sheffield United þá hljóta menn að sjá muninn. Þetta lið spilaði gegn Sheff Utd:

    Reina
    Kromkamp – Carragher – Hyypiä – Riise
    Gerrard – Sissoko – Zenden – Aurelio
    Bellamy – Fowler

    Við gætum hins vegar séð lið eins og t.d. þetta gegn Aston Villa í fyrsta leik:

    Reina
    Finnan – Carragher – Agger – Riise
    Pennant – Gerrard – Alonso – Babel
    Torres – Kuyt

    Að því gefnu að Mascherano og Kewell verði ekki alveg klárir í fyrsta leik vegna landsleikja í sumar. Þetta eru talsvert breytt byrjunarlið, ekki satt?

  15. Og við megum ekki gleyma því í samanburði á milli ára að Javier Mascherano er núna fyrst að spila heilt tímabil með liðinu. Hann kom ekki fyrr en seint í janúar í fyrra.

    Það myndi ég nú flokka sem “toppleikmann”.

  16. Ég held að liðið muni breytast mikið milli leikja og fari oft eftir hverjum við mætum og í hvaða keppni það er.

    Td. muni Rafa vera mun sókndjarfari gegnum slakari liðum en í fyrra. Ennfremur að ákveðnir leikmenn muni vera fastamenn í ákveðnu leikkerfi. Það er einnig klárt mál að nýju leikmennirnir munu fá tækifæri til að aðlagast landinu, liðinu og leikstíl Liverpool. Td. sé ég ekki Babel vera lykilmann fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili.

  17. Þess má geta ef menn vilja setja inn liðsuppstillingar í komment, þá má gera það svona:

    <div class=”lid”>Pepe Reina<br><br>
    Finnan – Carra – Agger – Riise<br><br>
    Pennant – Alonso – Gerrard – Kewell<br><br>
    Kuyt – Torres<br><br></div>

    Það mun svo koma út svona

    Pepe Reina

    Finnan – Carra – Agger – Riise

    Pennant – Alonso – Gerrard – Kewell

    Kuyt – Torres

  18. Tel afar ólíklegt að hinn 17 ára Dani, Martin Hansen, muni vera í hóp í vetur þrátt fyrir að hann þyki mikið efni. Hann spilar í U17 ára landsliði Dana en það er langur vegur frá því og vera á bekknum hjá aðalliði Liverpool. David Martin er klárlega á undan honum.

  19. Pepe Reina
    Finnan – Carra – Agger – Riise
    Gerrard – Alonso – Masch – Kewell
    Kuyt – Torres

    Fyrir mér er þetta sterkasta liðið sem við eigum í dag. Vonandi verður spilað mikið á þessu liði, með örfáum breytingum.

    Fyrir mér eru bakvarðastöðurnar lang veikastar. Við erum með heimsklassa leikmenn í öllum öðrum stöðum en í þeim. Að fá Heinze og Daniel Alves hefði verið draumur.

    Það er gott að hafa mikla breydd og við getum ekki kvartað yfir henni. Gleymum samt ekki að lið eins og Chelsea og Man U keyra á sínu sterkasta liði nánast allt tímabiliði og þetta eru liðin sem við ætlum að berjast við.

    Ég tel það alveg á hreinu að ef á að velja á milli Masch. eða Pennant þá verður valið alltaf Masch. Pennant kemst ekki í Enska landsliðið á meðan Masch. er byrjunarliðsmaður í það Argentíska. Að mínu mati er algjör klassa munur á þessum tveim leikmönnum.

    Ég bíð spenntur eftir næsta tímabili. Vona bara að við keyrum á okkar sterkast liði frá upphafi mótsins. Tímabilin hafa því miður of oft klárast fyrir Jól hjá okkur.

    Áfram Liverpool!

  20. Ég hef fulla trú að við komum sterkir til leiks. Það er ekki annað hægt en að vera bjartsýn með þennan hóp sem við erum með í dag. Ekkert lið með betri miðju en við og fá lið með eins sterkan framherja hóp. Ég hef alltaf fulla trú á mínum mönnum og tel að við ættum alltaf að gefa nýliðum tækifæri á að sanna sig. YNWA

  21. Já sama lið og ekki sama lið. Þeir voru ófáir leikirnir í fyrra sem þróuðust þannig að liverpool var með boltann og domineraði leikinn en bara náðu ekki að skora og þ.a.l. ekki að landa 3 stigum. Held að Torres /Voronin sé líklegri blanda til að leysa það vandamál heldur en Bellamy/Fowler. Eins er óskandi að Kuyt sýni sitt rétta andlit eftir sitt fyrsta aðlögunartímabil.

    Staðreyndin er sú að liðið í fyrra var einfaldlega mjög sterkt og ekki þörf á einhverjum stórkostlegum breytingum. Það vantaði að nýta færin betur og meiri breidd í hópinn. Líkur eru á að úr því hafi núþegar verið bætt.
    Djöfull er maður orðinn spenntur fyrir fyrsta leik annars.

  22. Ég ætla ekki að hafa þetta rosalega langt en ég held að við eigum ekki möguleika á að vinna titilinn í fyrsta skipti í 17 ár. Við höfum enn ekki keypt heimsklassaleikmann þó svo að Torres komist næst því. Menn eins og Lucas og Babel eru alger spurningamerki. Ungir og efnilegir og þurfa a.m.k eitt tímabil til að aðlagast. Yossi og Voronin eru squad players og ekki betri en Bellamy eða Garcia sem eru farnir. Ég hefði viljað sjá meira af leikmönnum sem hafa sannað sig á stóra sviðinu. Það hefur enginn af nýju leikmönnunum gert, kannski Torres? Hvar eru “world class” leikmennirnir sem við höfum verið orðaðir við eða hefðum átt að fá? D.Alves, Miroslav Klose, Simao Sabrosa, Luca Toni, Phillip Lahm, Michael Owen, David Villa, David Silva, svo ég nefni nokkra. Vissulega hefur Rafa styrkt sóknarlínu liðsins en eru ekki of mörg spurningamerki í leikmannakaupum hans hingað til?

  23. Knattspyrna snýst ekki bara um 11 manna byrjunarlið þó svo að sterkt byrjunarlið sé stór partur af því að ná árangri. Það að ná árangri með rekstur knattspyrnuliðs er ekkert öðruvísi en að ná t.d. árangri með fyrirtæki, það þurfa allir þættir að vera í lagi til að árangur náist. Greinilegt er að kreppa hefur ríkt hjá stærsta knattspyrnufélagi heims í nærri tvo áratugi og þrátt fyrir að skipt hafi verið um mann í brúinni með “reglulegu” millibili og þokkalegir knattspyrnumenn verið keyptir hefur árangur látið á sér standa (amk. hefur EPL ekki unnist). Því miður varð félagið gamaldags og lenti undir í baráttunni við þau félög sem nútíma- og fjármagnsvæddust. Ekki er nú allir sáttir við þessa nútímavæðingu og segja hana hafa eyðilagt fótboltann og líklega hefur hún gert það, amk. í hátt í tvo áratugi hefur þetta skemmt mikið fyrir Liverpoolaðdáendum. Ég efa það ekki að Rafa er snillingur og hann er lykilinn að velgengni, umfram allar stjörnunar á vellinum. Það gamaldagsumhverfi sem hann hefur búið við hjá Liverpool fram til þessa hefur leitt til þess að hæfileikar hans hafa ekki fengið að njóta sín til fulls og eins held ég að það hafi bitnað á mörgum leikmönnum s.s. Gerrard og Carragher sem leiðtogum liðsins.
    Mér finnst ljóst á öllum fréttum að verið sé að blása algerlega nýju lífi í félagið og nútímavæðingin sé loksins komin á Anfield, ekki bara í orði heldur áþreifanleg á borði. Hins vegar tekur langan tíma að byggja upp félag sem átt hefur í vandræðum og við köllum það vandræði að vinna ekki deildina með mjög stuttu millibili og jafnvel nokkur ár í röð. Hins vegar vinnur hefðin með Liverpool og jafnvel “aðgerðaleysi” eða aðhald síðustu ára þar sem félagið stendur á traustum grunni og nýir eigendur þurfa ekk að bjarga sökkvandi skipi. Ég er sammála því að hópurinn í dag er mun sterkari en hópurinn sem félagið hafði á að skipa fyrir ári síðan, þó svo að aðeins hafi ein stór stjarna verið keypt. Það er ekki sama svarta skýið yfir Anfield og mér finnst hafa verið síðustu ár. Vonandi verður félagið í toppbaráttunni næsta tímabil og það er engin spurning um að það verður þar í nánustu framtíð.
    Annars er þetta snilldarsíða sem gaman er að heimsækja!

  24. Hörður, ég get tekið undir með þér að menn eins og Alves eða Simao eru stærri og þekktari nöfn en Babel og Benayoun, en er það eina kríterían sem þarf til? Bara að kaupa þá sem eru nógu frægir til að gleðja áhangendurna? Svona nöfn eins og Ballack og Schevchenko?

    Eins og ég hef sagt áður er sumarið ekki rétti tíminn til að dæma nýju leikmennina, en ég bara skil ekki hvers vegna fólk er svona efins með þessa leikmenn. Við hefðum getað keypt Simao, Daniel Alves og Miroslav Klose með Torres, í stað þeirra Babel, Benayoun og Voronin, en samt ekki verið neitt öruggari um að fá menn sem geta aðlagast í Englandi. Kannski hefði Daniel Alvés slegið í gegn hjá okkur, kannski ekki. Við bara vitum það ekki.

    Aðalmálið í þessu er að það er ekkert öruggt, sama hver er keyptur. Kannski slá Babel, Benayoun og Voronin í gegn í vetur og um leið og Torres reynist vera “síðasta púslið” sem hjálpar Liverpool að landa langþráðum titli. Kannski stendur bara Torres sig af þessum fjórum og liðið endar enn og aftur í 3.-4. sæti. Við bara vitum það ekki. En ég neita að útiloka það fyrr en á reynir.

  25. Það er auðvitað ekkert öruggt í þessum heimi með leikmannakaup. Það sem okkur hefur vantað að mínu mati hefur verið þrennt: Hugmyndaflug – Hraða – Kantspil. Það hafa verið tekin spor í rétta átt í sumar en ég bara bjóst við meiru. Ef við hefðum fengið D.Alves þá væri hægri vængurinn klár. Finna/Alves og Pennant sem cover. Torres hefur hraða og áræðni og ég er mjög spenntur fyrir honum en mikilvægt er að hann fái fljúgandi start. R.Babel teknískur, fljótur en átti M.Gonzalez ekki að vera það líka? Lucas á hann möguleika í byrjunarliðið? Gerrard/Alonso/Momo/Mascherano að berjast um 2-3 central miðju stöður og að mínu mati er þetta sterkasti hluti liðsins þ.e.a.s central miðjan. Ég hef fylgst eðlilega mikið með La Liga og ég fullyrði að David Silva, D.Alves og David Villa hefðu allir styrkt byrjunarliðið okkar og verið þar fastamenn. Mér finnst að Rafa sé enn fastur í þessu Squad rotation syndromi og komist ekki út úr því.

  26. Fyrir mér skiptir mestu máli að tvennt gerist næsta vetur.

    1. Að við byrjum tímabilið um leið og hin liðin. Ekki 3 – 4 vikum seinna eins og hefur verið að gerast.
    2. Við klárum stóru liðin. Þá á ég við Arsenal, Chelsea og Man U.

    Ég gæti gjörsamlega týnt mér í vangaveltum um það hvort Alaves getur verið betri leikmaður en hinn og þessi eða ekki eða hvort þessi sé betri fyrir hinn eða þennan. En það sem skiptir máli að mínu mati er að þeir 11 sem byrja leikinn gefi sig í þetta og klári dæmið. Og núna verður virkilegt quality á bekknum sem hefur oft vantað.
    Vonandi ná ungu drengirnir sem keyptir hafa verið í hrönnum að halda eldri og reyndari mönnum við efnið.
    Vil að lokum leggja áherslu á punkta 1 og 2.

    Hörður: ég vil minna þig á að menn sem ekkert gátu í Enska urðu stjörnur á Spáni. Kanute, Forlan, Morientes …… þannig að það er ekki endilega samasemmerki á milli þeirra sem eru stjörnur á Spáni að þeir verði stjörnur í Enska.

    Annars hlakka ég hrikalega til tímabilsins og vona að núna smelli það saman. Að vísu líst mér ekkert á Man U eftir að ég sá Nani spila í U 21 mótinu. Og að ef þeir fá Tevez líka þá er eini veiki hlekkurinn þeirra Gary Neville.

  27. Þessi hópur virkar vel á mann, hann lítur út fyrir að vera massívari en í fyrra.

    Sóknarlína liðsins lítur betur út núna en í fyrra. Voronin og Torres eiga eftir að styrkja liðið mikið. Þá sérstaklega Torres, þar erum við komnir með sóknarmann sem getur tekið menn á og opnað varnir með tækni sinni. Þrátt fyrir hugsanlega einhvern tíma í aðlögun þá verður magnað að sjá hann í vetur. Ég sá seinnihálfleik í gær (W.Bremen), í þeim leik leit Voronin vel út, greinilega leikmaður með góðan leikskilning og virkilega góð hlaup. Ekki slæmur kostur sem 4 sóknarmaður (ef það verður hans hlutskipti).

    Miðjan í dag er mjög sterk, en ef Kewell meiðist (sem eru miklar líkur á) þá finnst mér vanta upp á breidd á vinstri kanti. LFC er búið að láta Garcia, Zenden og Gonzalez fara en bara fengið Babel í staðinn. Ég hef mikið álit á Babel og sá hann brillera á EM U21, en eins og menn hafa sagt hér þá gæti það tekið hann 1 ár að aðlagast. Hef enga trú á að Lita sé nógu góður til að spila á vinstri kanti í okkar liði, ekki þennan vetur . þ.e ef hann fær atvinnuleyfi.

    Ef það er einhver staða sem má bæta fyrir komandi átök ,ef við gefum okkur það að Kewell haldist heill, þá eru það bakvarðarstöðurnar þó sérstaklega sú vinstri. Í okkar sterkasta liði í dag Reina, Finnan, Carra, Agger, Riise, Gerrard, Alonso, Macherano, Kewell, Kuyt, Torres, er Riise okkar veikasti hlekkur. Einnig er ekkert hægt að treysta á það að Aurelio verði heill, þá er bara hinn efnilegi Insúa eftir, þrátt fyrir bjarta framtíð á þeim bænum verður við ekki meistarar með hann spilandi 20+ leiki í deild.

    Annars tek ég undir með öðrum, veturinn leggst vel í mig. Meistarar verðum við ekki en bilið milli okkar og topp tveggja ætti að verða minna.

  28. Að mínu viti er LFC klárlega með hóp til að vinna dolluna þetta árið. Það er ósköp einfalt að telja upp leikmenn sem menn hefðu viljað fá en fengu ekki og spyrja af hverju?, en þó að leikmenn séu linkaðir við okkur þarf það ekki endilega að þýða að það séu leikmenn sem Rafa hefur áhuga á!. Þannig gengur þetta bara fyrir sig í alvörunni, þetta er minna mál í FM! Rafa hefur sagt að hann ætli að leggja meiri áherslu á sóknina og kaup hans bera þess merki, en jafnframt hugsar hann til framtíðar með leikmönnum eins og Babel (þurfum við betri meðmæli en þau að Wenger vildi ólmur fá hann! ég bara spyr), Lucas (yngsti frá upphafi til að vera kjörinn besti leikmaðurinn þar í landi !)og Leito og hálfu tonni af unglingum 🙂 Enginn veit hver spjarar sig en staðreyndin er sú að við getum stillt upp uggvænlega góðu liða, sama hver taktíkin er. Að mínu mati er vinstri bakvarðastaðan og miðvarðastaðan veikust hjá okkur. Riise spilaði eins og afglapi þar til Bellamy tók hann í golfkennslu (og nú er hann farinn 🙂 ) vantar betri bakvörð, sem Heinze, heill heilsu er klárlega, þannig að hann er óskakosturinn þar sem hann getur líka leyst miðvörðinn líka. Eitthvað segir mér að Voronin og Kuyt eigi eftir að skora slatta, meðan allra augu eru á Torres 🙂 Þurfum að byrja eins og menn, þá eigum við sjéns, einfalt 🙂

  29. Það er að mínu mati aðeins eitt sem þarf að breytast til þess að Liverpool eigi möguleika á að blanda sér í titilbaráttu…Rafa Benitez.

    Það skipti engu máli hvaða framherjar eru keyptir, á meðan þeir eru notaðir sem miðjumenn eru þeir ekki líklegir til þess að skora mikið. Ég var orðin frekar þreyttur á því í lok síðasta tímabils að horfa upp á alla okkar centera hlaupa eins og rófulausa hunda út um allan völl. Þeir eiga að vera klárir annarsstaðar á vellinum og það er algjörlega lágmark að spila með einn framherja sem hangir í aftasta manni og er graður í teignum. Við eigum nog af miðjumönnum til þess að standa í þessum hlaupum og því breytir enginn annar en Rafa.

    Rafa verður líka að læra að hann EPL er ekki sama keppni og CL. Lið eins og Liverpool mætir ekki í útileik á móti liðum eins og Sheffield United, Fulham og fleiri smáliðum spilar varlega. Það kann að vera nóg að fara á útivöll í CL og ná jafntefli en það gegnur ekki í EPL. Ég er þó vongóður um að á þessu verði breyting í vetur, allavega ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Rafa og kaup hans í sumar.

    Munurinn á Livepool og ManUtd á síðasta ári var fyrst og fremst leikskipulag og einn leikmaður…Ronaldo. Í fullri alvöru, lítið á leikmannahópana og segið mér að United sé með sterkari hóp???

  30. Munurinn á Livepool og ManUtd á síðasta ári var fyrst og fremst leikskipulag og einn leikmaður…Ronaldo. Í fullri alvöru, lítið á leikmannahópana og segið mér að United sé með sterkari hóp???

    Ég hef líka sagt þetta áður. Ef við hefðum skipt á Ronaldo og Harry Kewell fyrir síðasta tímabil þá hefðum við orðið meistari. En þetta er helvíti stórt “ef”

    Ég er alls ekki á því að Man U séu svo rosalega sterkir. Ég sé t.d. ekki Ronaldo, Scholes og Giggs eiga jafngott tímabil aftur.

  31. Það er klárt mál að leikmenn sem hafa staðið sig vel í öðrum deildum eru líklegri til að gera hið sama í Englandi (sérstaklega meistaradeildinni og með landsliðum) en aðrir en samt enginn trygging.

    Það er líka mikilvægt að hugsa til þess að það fylgir því mikil pressa að spila með jafn stóru félagi og Liverpool. Torres er búinn að vera lykilmaður með Athletico Madrid næstum frá því hann fermdist þannig að hann ætti að þola hana. Andlegur styrkur hefur mikið að segja og auðvitað þær eftirvæntingar sem við (stuðningsmennirnir) höfum til leikmannsins.

    Við höfum oftar en ekki verið óheppnir á leikmannamarkaðnum undanfarin áratug en ég hef trú (og von) að við munum standa okkur vel í vetur. Ég finn það í hægra hnénu…

    En eftir sem áður þá er ótrúlega mikilvægt að byrja vel…

    ÁFRAM LIVERPOOL

  32. Bilið ætti klárlega að minnka á milli okkar og Man U og Chelsea en við þyrftum einn toppmann í viðbót. Þar myndi helst vilja sjá Simao. Þá væri ég hrikalega sáttur.

  33. veit einhver hvort lucas sé mættur á svæðið? og hvort hann fari með til asíu?? ótrúlega spenntur fyrir því að sjá hann, ætla svo sannarlega að reyna að horfa á leikina í asíu til að sjá hann, því hann á líklega ekki eftir að fá neinar alvöru mínútur í vetur…

  34. Pepe Reina
    Finnan – Carra – Agger – Aurelio
    Pennant – Alonso – Gerrard – Babel
    Crouch – Torres

  35. Mascherano fram yfir Alonso á hvaða degi vikunnar sem er.. HVAÐA DAGI SEM ER.. nema það sé verið að hvíla Masch fyrir mikilvægan leik.

  36. Reina
    Finnan Carra Agger Aurelio

     Alonso Mascherano
              Gerrard
    

    Pennant Kewell

               Torres
    
  37. Meinaru þá svona???
    Reina
    Finnan – Carra – Agger – Aurelio

              Alonso - Mascherano
                     Gerrard
      Pennant                         Kewell
                   Torres
    
  38. Mér líst vel á liðið. Við höfum styrkst í sumar og vonandi stöndum við okkur í deildinni. Ég skal þó viðurkenna að í fullkomnum heimi hefði verið gaman að sjá okkur landa fleiri stórum svo sem Alves og Sabrosa td.

  39. Já, og svo ég bæti aðeins við þá spái ég því að hinn réttfætti vinstri kantmaður Babel springi út þegar líður á tímabilið og hann er búin að finna taktin í enska boltanum og ýti Kewell út ur þessu liði.

  40. Höddi, þú talar um að Yossi og Voronin séu ekki betri en Bellamy og Garcia. Fyrir það fyrsta þá held ég að Voronin sé hugsaður sem 4 striker og kemur því í stað Fowler. Sætið hans Bellamy hefur nú verið tekið með kaupum á Fernando Torres. Að mínum dómi þá held ég að það sé ekki mikill styrkleikamunur á Yossi og Garcia, báðir hugsaðir sem squad players.

    Menn tala mikið um Dani Alves hérna. Ég held að Rafa hafi hætt eltingarleiknum gagnvart honum þegar hann keypti Arbeloa. Dani Alves er nefninlega fyrst og fremst bakvörður og hefur spilað sem slíkur með landsliðinu og Sevilla. Ég hefði sjálfur ekkert á móti því að bjóða mann eins og Simao velkominn til liðsins, en það er greinilega eitthvað sem hefur gert það að verkum að áhugi Rafa á honum virðist hafa dvínað.

    Þú talar líka um hvar þessir “word class” leikmenn séu sem við höfum verið orðaðir við eða hefðum átt að fá. Dani Alves, búinn að fjalla um hann hér að ofan. Miroslav Klose er farinn til Bayern Munchen. Ekki sá fljótasti í bransanum og kannski ekki ósvipað dæmi og með Morientes. Álíka gamall og okkur vantaði hraða og leikni í sóknina , þess vegna hefur Rafa væntanlega keypt hinn 23 ára gamla Torres. Luca Toni, see above. Phillip Lahm? Hef nú ekki séð okkur orðaða við hann og það væri ekki séns í helvíti að Bayern létu hann fara. Lykilmaður hjá þeim, þýskur og ungur. Það sást nú vel hvernig þeir voru í Owen H málinu, og samt var ekki um að ræða þar algjöran lykilmann hjá þeim. Michael Owen! Give me a break. Hann var world class en er ekkert skárri en Kewell með það að hann er alltaf meiddur og var að skora sitt fyrsta mark í 577 daga um daginn í æfingaleik. Torres any time. David Villa, það er alveg vitað með verðmiðann á honum og þar sem þú nefnir svona marga framherja, ertu sem sagt óánægður með kaupin á Torres. Held að það sé alveg ljóst að við vorum ekki að fara að kaupa tvo svona stórlaxa í framlínuna. David Silva var svo að skrifa undir nýjan samning við Valencia. Það er nefninlega alltaf þannig að félagið sem á leikmanninn verður að vilja selja til að hægt sé að kaupa. Simao getum við verið sammála um að væri frábær viðbót við þetta.

    Þú talaðir líka um stórt spurningamerki í sambandi við Lucas og Babel. Ég er nú á því að flestir þessir leikmenn séu stórt spurningamerki. Tek aftur dæmið um Kaka eftir að hann setti metið í Brasilíu sem Lucas var að slá núna.

    Eftir mikla styrkingu á liðinu sem byrjaði síðasta tímabil, þá eru menn ótrúlega neikvæðir að mínum dómi. Það má hver hafa sína skoðun á þessum hlutum, og mín persónulega skoðun er sú að við höfum ekki styrkt liðið okkar jafn vel og mikið síðan Dalglish gerði það með fjórkaupunum frábæru á sínum tíma. Ég er allavega spenntur svo mikið er víst. Ef maður er ekki spenntur áður en tímabilið byrjar, hvenær þá?

  41. Sæll Hornfirðingur, af þeim leikmönnum sem við höfum keypt þá labbar einn inn í byrjunarliðið, F.Torres sem ég er mjög ánægður með. Við þurfum að mínu mati eða þurftum fleiri slíka leikmenn. Hvað höfum við að gera með fjórða striker? Hvað með akademíuna? Afhverju erum við að fá Voronin? Ég vil frekar sjá efnilegan strák fá tækifæri úr akademíunni ef það eru meiðsli hjá sóknarmönnunum. Við þurfum ekki fjóra strikera og það þarf ekki að rótera þeim jafnmikið og Benitez hefur gert. Mér finnst enginn ástæða að vera hoppandi glaður og er ekki bjartsýnn var reyndar gríðarlega bjartsýnn fyrir síðustu leiktíð en það voru vonbrigði fyrir utan stórbrotna framgöngu í CL. Þú talar um samninga. Það eru allir eða 99% leikmanna falir fyrir rétt verð. Og skiptir litlu máli þó að blekið sé nýþornað. Ég hefði viljað sjá annan striker með Torres, einhvern markagráðugan andskota þar fellur t.a.m. D.Villa inn og já Owen. Það er ákveðið spurningamerki yfir Owen en fyrst að félagið situr enn uppi með Kewell þá skil ég ekki vandamálið með Owen. Við hefðum þurft (þurfum) 2 established leikmenn í viðbót, kannski koma þeir? Track record Rafa er upp og ofan í leikmannakaupum og þess vegna tek ég kaup á leikmönnum eins og Lucas og Babel með fyrirvara. Ég hef brennt mig of oft á því að trúa að við værum að fá næsta Zidane eða Desailly osfrv. Er Lucas nýji Kaka núna! Þú vitnar í snilldarkaup Dalglish en ef ég man rétt þá komu þeir Barnes, Aldridge og Beardsley fyrir tímabilið en Houghton kom á miðju tímabili. Aldridge var ekki besti knattspyrnumaður heims en hann var ótrúlega markheppin, tilviljun,nei menn hafa þann eiginleika eða ekki. Owen er markheppin og myndi passa vel með Torres.
    Auðvitað er maður spenntur fyrir tímabilið annað væri óeðlilegt en það er stundum gott að vera raunsær og pínu svartsýnn því þá gerast kannski ótrúlegir hlutir.

  42. Sammála Herði, það er bara eitt risanafn komið. Og hversu oft höfum við ekki verið með rjúkandi standpínu á haustin og hugsað með okkur að nú sé komið að því? Það eru ennþá tvö lið sigurstranglegri en Liverpool.

    Þegar stærstu nöfnin í boltanum eru á ferðinni stoppa þau eiginlega aldrei í Liverpool. Rafa er búinn að byggja upp gott lið en hvernig ætlar hann að láta það leika? Verður Sissoko áfram í leikstjórnendahlutverkinu sem fer honum ekki? Verður Gerrard úti á kanti og út úr leiknum(veit hann skoraði einu sinni gommu á kantinum en ekki voru framherjarnir að skora og það eru þeir sem eiga að koma með mörkin). Verður Babel settur á kantinn eins og Henry hjá Juventus og kúldrast hann niður?

    Maður vonast eftir hinu besta en ég hefði viljað sjá Alves koma. Hann, ólíkt Simao Sabrosa og Ricardo Quaresma sem munu aldrei verða stórir fiskar í stórum tjörnum er að verða stórstjarna og verður það næstu fimm-átta árin. Að kaupa hann hefði verið þvílík yfirlýsing út á markaðinn og leyst vandræðastöðu á hægri væng/bakverði. Pælið í því að þurfa að hafa áhyggjur af því að verjast Torres, Gerrard, Kewell og HÆGRI BAKVERÐINUM?

    Aðalspurningin í vetur er hvort að Rafa hætti að láta liðið spila eins og hræddar hænur og sæki til sigurs í hverjum leik eins og United gerði í fyrra. Hann er með einn þéttasta bekkinn og eitt flottasta varalið í deildinni þannig að hann á bara að keyra á þetta.

    Chelsea er sigurstranglegra en Liverpool. Með fullt lið af sigurvegurum og hörðum körlum. Og við skulum varast að afskrifa Manchester United. Það hafa margir farið flatt á því alveg síðan 1995.

  43. komman strákar, annaðhvort eru menn á því að við séum ósigrandi eða menn svo svartsýnir að það hálfa væri nóg. Við erum að þokast nær með kaupum sumarsins og það sem ég er ánægðastur með er að við erum með nokkuð ungt lið sem á nóg eftir og hægter að byggja utan á næstu season. Erum ekki að kaupa menn sem eru á endasprettinum. Varðandi ummæli Harðar Magnússonr um að við höfum ekki keypt neinn heimsklassa leikmann þá gæti ég ekki verið meira ósammála, Fernando Torres er heimsklassa leikmaður og hananú og á eftir að reynast okkur vel í mörg ár vonandi. Annars er ég að mörguleyti sammmála Herði og öðrum hér er tala um að fá fleiri heimsklassaleikmenn. Ég vil þó halda í bjartsýnina og vil meina að ef við höldum góðri stemmingu í liðinu, ef við hættum að setja Gerrard á kantinn og förum að spila sókndjarfari bolta þá getum við alveg hangið í Man utd og Chelsea. Mannskapurinn getur alltaf verið betri, en hann er í dag nógu góður finnst mér ef hugarfar og leikskipulag fylgir. Eins og KR er að sýna okkur hér heima þá er ekki nóg til að ná árangri að hrúa inn einhverjum nöfnum. Upp með stemminguna og baráttuna, og aldrei einn framherja í liðsuppstillingu þá erum við inn í myndinni.

  44. Það var enginn að tala um að Lucas væri “nýji Kaka”. Það eina sem ég sagði var að þeir eiga það sameiginlegt að hafa orðið yngstu leikmenn í sögunni hjá BRASILÍU til að vera valdir bestu knattspyrnumenn ársins. Þeir eiga það líka sameiginlegt að þeir voru keyptir strax á eftir í hálfgerðri kyrrþey. Þar með líkur samanburðinum og það getur enginn sagt um hvort Lucas nái þeim hæðum og Kaka hefur náð, en fjandinn hafi það, maður hlýtur að geta orðið spenntur yfir því að hafa keypt slíkan ungan leikmann til liðsins. Það er eitthvað sem við höfum ekki getað leyft okkur áður.

    Auðvitað er allt falt fyrir peninga, en við erum að tala um raunveruleikann, ekki fótboltaleik í tölvunni. Ef þetta er svona einfalt mál, af hverju eru lið ekki að kaupa Kaka, Eto’o, Ronaldinho og Terry til liðsins? Jú, því peningar eru ekki ótakmörkuð auðlind og ég er afskaplega feginn því að við séum ekki á leið út í neitt Chelsea ævintýri. Menn borga fyrir leikmenn eins og menn telja þá vera virði.

    Þú ert ekki sáttur við að fá Voronin. Ég viðurkenni það fúslega að hann er ekki fyrirfram leikmaður sem setur mig út á sætisbrúnina. Ef hann kemur með eitthvað extra inn sem hjálpar okkur að ná inn auka stigum, þá er ég ánægður. Eru einhverji í varaliðinu sem eru nægilega góðir? Hef ekki heyrt af neinum. Ég vil persónulega ekki lenda í svipuðum málum eins og árið 2005 þar sem meiðsli leikmanna gerðu það að verkum að við gátum eiginlega aldrei stillt upp tveimur framherjum þegar líða tók á tímabilið. Viljum við það frekar, bara til að geta bölsótast yfir því að Voronin sé kominn til liðsins.

    Ég er alltaf spenntur fyrir öll tímabil. Raunsætt eða ekki, þá er það bara einfaldlega þannig. Ég er þó spenntari núna heldur en ég hef verið í mörg mörg ár. Hvers vegna? Jú, þessi kaup sem við höfum gert eru þess eðlis að ég hef bara aldrei verið jafn spenntur. Ef við skoðum hvað hefur gerst frá því að síðasta tímabil hófst og þú ofurspenntur og bjartsýnn, þá er það þetta (og fyrir aftan er mitt mat á improvement):

    Dudek út og Carson inn (Carson með eins árs reynslu úr PL og því bæting)
    Kromkamp út og Arbeloa inn (Klár bæting)
    Zenden út og Lucas inn (hinn vinsæli Zenden út fyrir núverandi leikmann ársins í Brasilíu, klár bæting)
    Gonzalez út og Babel inn (Klár bæting)
    Fowler út og Voronin inn (Ég er gríðarlegur Fowler maður og það hryggir mig að segja þetta, en klár bæting)
    Garcia út og Yossi inn (CL ekki bæting, PL bæting – 50/50)
    Bellamy inn og Torres út (Þarf eitthvað að tala um þetta?)
    Þar fyrir utan koma þeir inn í hópinn frá því sem hóf síðasta tímabil, þeir Mascherano, Leto og Kewell.

    Auðvitað vita menn aldrei hvernig hver leikmaður kemur til með að blómstra/ekki blómstra. Ef það væri hægt, væri lífið einfalt. Þú getur alveg keypt eitt stykki Sheva og orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum. Það getur vel verið að það sé einhver blindni, en ég bara vil ekki sjá Michael Owen og hvað þá að borga fyrir hann einhverjar 10 milljónir punda. Vil ekki sjá hann og hann má halda áfram að bíta í það súra epli að hafa sýnt metnað sinn í verki með því að velja Newcastle á sínum tíma og enn og aftur að setja landsliðið í öndvegi.

    Við verðum greinilega aldrei sammála um þetta, en ég ætla að halda áfram að vera gríðarlega spenntur fyrir tímabilið og bara assgoti bjartsýnn. Ég býst alls ekki við því að landa titlinum í vor, en er handviss að núna loksins erum við komnir með grunninn að meistaraliði næstu ára.

  45. Kannski að bæta því við í umræðuna um það að allir leikmenn séu falir, þá kom þetta í dag þegar verið var að athuga með áhuga stórliðs AC Milan á Barcelona tvennunni:

    However, Galliani has stated no bid has been made as Eto’o and fellow superstar Ronaldinho are unavailable.

    “We have not made an offer of €50million (£33.7million) for Eto’o,” he told the club’s official website.

    “He and Ronaldinho are not for sale.”

  46. Eins og SSteinn sagði réttilega þá verðum við ekki sammála enda fótboltinn leikur margra skoðana. En um eitt erum við sammála að Liverpool er besta félag sögunnar

  47. Fyrst talið barst að Owen … þá langar mig að spyrja: var það val hans að fara ti Newcastle? Var þetta ekki spurning um að Newcastle tímdi að kaupa hann á 16 millur, meðan Liverpool hafði ekki efni á því?

    Ég myndi svo sannarlega vilja sjá M.Owen aftur í Liverpool búningi. Auðvitað voru aðstæður hans öðruvísi en hjá Fowler þegar Houllier hrakti hann í burtu (meðan Owen fór sjálfviljugur til Madrid), en ef tækifæri myndi bjóðast, um að fá Owen aftur á góðu verði, þá skil ég ekki þá afstöðu að vilja ekki sjá hann. Hans árangur með Liverpool hlýtur að segja eitthvað, þó svo að Newcastle-dvöl hans hafi verið vonbrigði. Ég er Owen-fylgismaður og skammast mín ekkert fyrir það 🙂

    En sannarlega er Liverpool besta félagslið í heimi!
    (ps. hvenær getur maður stillt stöðvarnar inn á lykilinn?)

Markaðsmál

Ferguson: Sel Heinze ALDREI til Liverpool!