Rafa: við munum sækja

Síðustu tvær færslur okkar hér á blogginu hafa boðið upp á áhugaverðar vangaveltur og skemmtilegar rökræður. Einar Örn velti fyrir sér hvernig Rafa gæti stillt upp með þennan nýja mannskap sinn og Hörður Magnússon kom með ágætis punkta um varnarsinnaða stefnu Rafael Benítez. Ég var ekki alveg sammála honum, en ég held að það geti samt allir Púllarar verið sammála um að liðið gæti á tímum spilað skemmtilegri knattspyrnu en það hefur gert síðustu árin.

Rafa Benítez segir í viðtali við opinberu síðuna að það sé fyllilega á dagskránni hjá honum að gera liðið sókndjarfara en það hefur verið. Gefum honum orðið:

“I hope we can play more like the way I want us to. Defensively the team has been good and we want to attack. We had more crosses and shots than anyone, but we needed to improve our accuracy. Hopefully, with these players the crossing will be better and so will the finishing.”

“We feel that attacking wise we have a much stronger squad, and we will be able to score more goals with this group of players. We have players of quality in key positions, players who can change a game when we need them to. That will allow us to play more of the style of football we want to at Liverpool.”

Glöggir menn sjá auðvitað að Liverpool hefur í sumar styrkt leikmannahóp sinn, en það hefur hingað til verið eingöngu á miðjunni og í framlínunni. Lucas Leiva, Yossi Benayoun, Ryan Babel, Andriy Voronin, Fernando Torres – allt eru þetta annað hvort sókndjarfir miðjumenn sem geta skapað eitthvað úr engu eða framherjar sem eru betri en þeir sem voru fyrir.

Það er allavega ljóst að Rafa ætlar sér að gera liðið sterkara sóknarlega. Hann breytir litlu sem engu í vörninni, enda engin ástæða til að kvarta undan henni síðustu tvö árin, en hann styrkir sóknarstöður liðsins verulega. Það verður spennandi að sjá hvort þetta hugarfar stjórans á leikmannamarkaðnum ber ávöxt í vetur.

Í öðrum fréttum er það helst að Lucas Leiva byrjar loks að æfa með Liverpool í næstu viku, eftir tafir á flutningi til Englands og atvinnuleyfi vegna vegabréfsrugls. Þá segir umboðsmaður Mancini hjá Roma að Liverpool vilji kaupa hann. Þegar umboðsmenn segja slíkt, um leið og þeir kvarta yfir lágum launum leikmannsins hjá núverandi félagi, eru þeir nær alltaf að nota viðkomandi félag sem beitu fyrir betri samningi. Þannig að ég legg lítinn trúnað í þetta slúður eins og er.

Minni svo á leikinn í dag. Crewe – Liverpool í beinni útsendingu á LiverpoolFC.tv klukkan 14 í dag. Aðalliðið spilar þennan leik, utan Torres, Leiva, Benayoun, Babel og þeirra sem eru ennþá að spila með landsliðum sínum. Það verður athyglisvert að sjá bæði Voronin og Sebastian Leto í dag.

13 Comments

  1. Sóknarbolti er alltaf skemmtilegri en varnarbolti, finnst mér. Einhvern tíma sagði ég hér á blogginu (fyrir keppnistímabilið 2005-2006, minnir mig), að frekar vildi ég skora fleiri mörk heldur en fá á sig færri, þ.e. frekar myndi ég vilja markatöluna 100-90, heldur en 30-20. Enda myndu fleiri mörk skoruð þýða hærra sæti á töflunni, ef markamunur næsta liðs væri sá sami.

    Var að taka eftir síðuhausnum! – Flottur!!!!!!

  2. Rafa blæs til sóknar batnandi manni er best að lifa. Kannski var eitthvað rétt sem ég var að gagnrýna? Stuðningsmenn Liverpool sætta sig ekki lengur eingöngu við skyndisóknarbolta. Ég bíð spenntur eftir hinum nýja sóknarstíl Rafa.

  3. Hérna, er þetta hinn eini sanni Höddi Magg að skrifa á síðuna? Einum of gaman ef svo er 🙂

Babel og Torres

Crewe 0 – Liverpool 3