Crewe 0 – Liverpool 3

Lið Liverpool:

Fyrri hálfleikur: Reina – Finnan, Hyypiä, Roque, Riise – Peltier, Spearing, Gerrard, El Zhar – Crouch, Voronin.

Seinni hálfleikur: Martin – Carragher, Paletta, Agger, Arbeloa – Pennant, Alonso, Sissoko, Putterill – Kuyt, Lindfield.

Mörkin: Peltier ’20, Crouch ’23, Putterill ’58.

Okkar menn unnu í dag auðveldan sigur á Crewe í öðrum æfingaleik tímabilsins. Leikurinn fór fjörlega af stað og Liverpool-liðið lék virkilega vel í fyrri hálfleik en náði sér aldrei almennilega á strik í þeim seinni. Sigurinn hefði getað orðið stærri, en Gerrard og Riise skutu báðir í tréverkið í fyrri hálfleik, báðir eftir góðan undirbúning frá nýja leikmanni dagsins, Andriy Voronin. Í síðari hálfleik voru Liverpool enn með yfirburði á vellinum og þurfti hvorugur markvörður eða hvorug vörn dagsins hjá Liverpool að hafa mikið fyrir hlutunum, en einhverra hluta vegna náði sókn liðsins aldrei flugi í seinni hálfleik.

Almennt séð virkuðu menn ferskir í dag og það var gaman að sjá tvo af unglingunum, þá Peltier og Putterill, skora mörk. Dirk Kuyt og Momo Sissoko virkuðu einna ryðgaðastir af aðalliðsmönnum Liverpool, á meðan Jermaine Pennant var ekki nærri því jafn góður og fyrir viku gegn Wrexham. Einnig var undarlegt að Besian Idrizaj – sem skoraði þrennu gegn Wrexham – var ekki í hópnum í dag en hans í stað fékk Craig Lindfield að spila með Kuyt í seinni hálfleik. Þá vantaði Sebastian Leto í hópinn í dag en hann hefur æft með liðinu frá fyrsta degi í sumar og héldu margir að hann myndi spila þennan leik.

Menn leiksins: Gerrard og Voronin í fyrri hálfleik, Alonso í þeim seinni. Sérstaklega gaman að sjá til Voronin sem var sískapandi fyrir félaga sína og barðist á eftir hverjum bolta, út um allan völl. Einnig skoraði Peltier úr frákasti eftir að markvörður Crewe varði gott skot frá Voronin, þannig að það er ljóst að þessi síðhærði Úkraínumaður er ekki kominn hingað til að láta sitt eftir liggja.

Næsti æfingaleikur er á þriðjudag gegn Werder Bremen og þá gætu Torres, Benayoun, Babel og Leto leikið sína fyrstu leiki í rauðu treyjunni.

16 Comments

  1. Virkilega ánægjulegt að sjá þetta með Voronin.

    Ég horfði á seinni hálfleikinn og hann var afskaplega daufur. Pennant náði sér lítið á strik og Sissoko var frekar slappur, sem og Kuyt. Vörnin var svo auðvitað bara í sólbaði. En ánægjulegt að heyra um fyrri hálfleikinn og fínn sigur.

  2. Gott mál… við erum greinilega að gera betur í þessum æfingaleikjum en fyrir ári.

    Gaman að vita til þess að Voronin stóð sig vel.

    Hlakka til að sjá leikinn gegn Werder Bremen.

  3. Já þetta er flott hjá þeim, svona nýkomnir úr sumarfríi..
    er hægt að horfa á leikinn á þriðjudaginn???

  4. Hvað er að frétta af þessum Lucas, er hann ekkert með í þessum æfingaleikjum?

  5. Málið með Lucas er víst að það er verið að vinna í því að fá ítalskt vegabréf fyrir hann, hann er víst þaðan að einhverju leiti. Fái hann það ekki þarf hann atvinnuleyfi.

  6. Var bara að koma úr bænum, maður verður að lyfta sér upp stundum.
    En það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að ég sá sjálfan Voronin á kaffibarnum. Með hárið slegið og vaðandi í kvenfólki. Fékk mynd af mér með honum reyndar 🙂

  7. nema að þú sért á bretlandseyjum á ég erfitt með að trúa því að þú hafir séð faxa… hví væri hann að fljúga til íslands til að djamm svona rétt eftir leik??

  8. Leitt að heyra með Aurelio, er enn frá, enda hásinaslit eitt af því versta sem maður getur lent í. Missir hugsanlega af fyrsta mánuðinum í deildinni.

  9. Queresma er ógeðslega góður knattspyrnumaður ekki spurning. Set samt smá spurningarmerki við hausinn á honum og þá á ég ekki við hvaða gel hann notar.
    Mjög skemmtilegt myndband Toni takk fyrir að linka á það.

  10. Mér sýnist Quaresma vera leiðindar gaur sem kann bara að sparka með hægri – og ekki innanfótar. Hann er mjög aftarlega á óskalistanum mínum, aðallega samt af því að hann virðist vera með hausinn uppi í rassgatinu á sjálfum sér.

  11. Fyrir utan það auðvitað að það er stórhættulegt að vera alltaf að skjóta utanfótar en það mikið auðveldara að fótbrotna þegar þú ert tæklaður meðan þú ert að skjóta eða taka við utanfótar þá er maður bara ekkert spenntur fyrir Quaresma þó að maður myndi nú að sjálfsögðu bjóða manninn velkominn. Vil samt mikið frekar sjá Alves eða Simao.

Rafa: við munum sækja

Heinze vill fara / Jerzy