Babel skrifar undir 5 ára samning (Staðfest)

Babel og YossiJæja, þá er þetta endanlega staðfest, [Ryan Babel hefur skrifað undir 5 ára samning](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N156367070713-1324.htm) og hann tjáir sig við LFC.tv

>”I was in Aruba at the end of last week when I was told to start thinking about Liverpool because a move could happen. I have met Rafael Benítez and my conversation with him was the moment I knew the deal would get done.

>”He is like the ideal father-in-law. He has a lot of football knowhow and he told me that I would be challenging with six other players for four positions. I have a good feeling about things. I met Dirk Kuyt at training, who I knew from the national team. At that moment he did not feel like a rival but I suppose that is what will happen.

>”It was very important how the coach spoke to me, how I would fit in his team. After that conversation I knew it was the right decision.”

Babel verður númer 19, en Yossi númer 11.

Ok, það er eitt athyglisvert við þetta og það kemur kannski aðeins niður á kommentið mitt við þessa færslu, sem ég sendi inn áður en ég sá þessa frétt.

Allavegana, Babel segist vera að berjast við sjö aðra leikmenn um 4 stöður í byrjunarliðinu. Einsog við vitum þá eru ekki 4 kantmenn í hverju liði og ekki heldur 4 framherjar. Rafa virðist því tala um kantmenn og framherja sem einn og sama hópinn. Þetta er sjö manna hópur, sem samanstendur þá af Babel, Kewell, Pennant, Kuyt, Crouchy, Torres og Voronin. Athyglisvert er að af þessum leikmönnum þá hafa Kewell, Voronin og Babel allir spilað bæði á kanti og frammi.

Kommentið mitt við fyrri færsluna var það að ég sjái Rafa spila með 4-3-3 eða 4-5-1 á næsta tímabili. Semsagt að miðjan verði alltaf (í öllum stærstu leikjunum allavegana): Alonso – Mascherano – Gerrard. Þá eru þrjár stöður eftir sem má annaðhvort túlka sem tvö kantmenn og einn framherja eða þá 3 framherja. Gætum til að mynda spilað stundum 4-5-1 með Babel/Kewell og Pennant á köntunum, Gerrard framarlega á miðjunni og Torres / Crouch einn frammi (til að friða suma, þá megiði skipta Aurelio þarna inn fyrir Riise).

Pepe Reina

Finnan – Carra – Agger – Riise

Pennant – Alonso – Mascherano – Kewell
Gerrard
Torres / Crouch

Eða þá fært þetta framar og spilað 4-3-3 með Babel vinstra megin í framlínunni, Torres á toppnum og Kuyt hægra megin. Svona:

Pepe Reina

Finnan – Carra – Agger – Riise

Alonso – Mascherano – Gerrard

Kuyt – Torres – Babel

Þetta lítur ekki illa út. 🙂

Þetta lið getur unnið hvaða lið sem er í heiminum!

Við getum líka leikið okkur að því að taka 5 menn útúr þessu 4-3-3 byrjunarliði án þess að það veikist stórkostlega (breyti uppstillingunni í 4-5-1) – Aurelio fyrir Riise, Hyypia fyrir Agger, Momo fyrir Masch, Kewell fyrir Babel, Pennant fyrir Kuyt og Crouch fyrir Torres.

Pepe Reina

Finnan – Carra – Hyypia – Aurelio

Pennant – Alonso – Sissoko – Gerrard – Kewell

Crouch

Þarna er komin breiddin sem við þurfum til að geta unnið titla.

Prófið að taka 5 sterka leikmenn útúr byrjunarliðinu hjá Man U og sjáið hvað gerist þá.

25 Comments

 1. Úúúú … fyrsta liðsuppstillingafærsla komandi tímabils hefur litið dagsins ljós. Ég er opinberlega orðinn spenntur!

  Og Einar, þú gleymdir Benayoun algjörlega í þessum liðs-pælingum þínum. Þessi færsla fjallar jú um það að hann (og Babel) var kynntur sem leikmaður LFC í dag. 😉

 2. Van der Sar, Neville, Evra, Rio, Vidic, Ronaldo, Giggs, Scholes, Hargreaves, Rooney, Saha.

  Foster, Neville, Heinze, Rio, Vidic, Ronaldo, Nani, Scholes, Carrick, Rooney, Anderson.

  Þetta var nú ekki erfitt, og svo eiga þeir líklega eftir að fá Tevez líka 🙁 . Ég er samt mjög ánægður með kaupin og breiddina.

 3. Flott færsla og mér líst vel á hópinn. Bara bjartsýni framundan!!! Hann talar um að berjast við sex leikmenn um fjórar stöður …
  gott mál.

 4. Þetta er farið að líta frekar vel út. Fullt af möguleikum sem þessi liðsheild er að bjóða uppá. Ég veit ekki með ykkur en ég væri líka alveg til í að sjá einn miðvörð í viðbót vera keyptan og fyrir mér værum við orðnir vel settir ef af því yrði.

 5. Mér líst mjög vel á þetta..

  Var mjög ánægður með það sem ég sá til Arbeloa á seinasta tímabili, gætum sett hann inn fyrir Finnan og haldið næstum öllum styrk okkar. Sá sem þetta skrifar er mikill Finnan aðdáandi – besti bakvörðurinn í deildinn! (Alves verður sennilega betri).

  Til að fullkomna liðið þá þarf replacement fyrir Carra (Heinze).
  Síðan eru kantarnir að mínu mati enn mesta spurningamerkið! Pennant, Babel og Kewell eru ekki heimsklassa í dag en hafa samt mikla möguleika til að verða það. Ef þeir blómstra erum við komnir með þetta.

  Síðan eigum við skemmtilega möguleika í að breyta yfir í 4-4-2 og þar erum við með tvo kantmenn og tvo sóknarmenn.. sem eru þær 4 stöður sem Babel keppir um. Þá er reyndar Babel að keppa við Gerrard, Yossi, Aurelio og Riise líka.

  Það er af sem áður var að Finnan og Nunez voru að spila hægri kant!

 6. “Þetta lið getur unnið hvaða lið sem er í heiminum!”

  Haha við skulum ekki missa okkur

 7. Hafin? Er biðin hafin?

  Pfft! Ég byrjaði að telja niður daginn eftir leikinn í Aþenu. Hvar hefur þú verið í sumar, eikifr? 😉

 8. “Þetta lið getur unnið hvaða lið sem er í heiminum!”
  Haha við skulum ekki missa okkur

  Er þetta ekki rétt hjá mér? Er eitthvað lið í heiminum sem gæti bókað sigur gegn þessu Liverpool liði? Ég er ekki að segja að Liverpool sé með besta lið í heiminum (þótt ég trúi því auðvitað innst inni) en á góðum degi getur þetta lið unnið öll lið.

 9. Já ég er nú sammála fyrri ræðumanni varðandi það að mér finnst vanta Arbeloa og Yossi inn í þessar liðskipanir. Það segir líka til um hversu mikil breiddin er orðinn. Arbeloa stóð alveg frábærlega seinasta vetur. Hver man ekki eftir honum að taka Messi í bakaríið. Mér finnst persónulega Yossi vera mesta ? merkið því að hann er algjört wildcard. Maður með gríðarlega hæfileika, sem ekki þarf að aðlagast deildinni sem gæti gjörsamlega blómstrað í Liverpool. T.d. 4-4-3 að hafa Yossi í staðinn fyrir Kuyt og gjörsamlega ráðast á mark andstæðinga. Ég yrði ekkert fúll ef Torres myndi ekki Blómstra, með stóru B-i, á næstu leiktíð, en mér finnst að maður eins og Yossi sem er búinn að fá sinn tíma í PL eigi að skila sínu. Það er bara spurning um hversu mikið það er. Hversu miklu þarf hann að skila til liðsins, til þess að fitta almennilega inn, gera áhangendur glaða og vera sitt money worth? Ég vil endilega ekki segja: Bara meira en Mark G skilaði.

 10. Jam spennan er farin að magnast… og Kristján Atli… eikifr er geimdur í klaka yfir sumarið.. en nú er veðrið orðið svo gott að klakinn er að vera bráðnaður og fiskurinn farinn að migla 🙂 þá byrjar spennan 🙂

  vonandi verður þetta æðislegt tímabil… allavega er ég búinn að bíða eftir því í mörg ár 🙂

 11. Sá að Rafa tók #2 af Arbeloa og lét hann hafa #17. Bendir það ekki til þess að hann sé að kaupa nýjan bakvörð í treyju #2, væntanlega Heinze?

 12. Einar Örn: eina staðan sem er betur mönnuð hjá okkur og t.d United er stðan hans Gerrard.

 13. Svo megum við ekki gleyma einu ánægjulegu fyrir sérstaklega mig og Kristján Atla. Við erum núna komnir með TVO Hollendinga til Liverpool, en við höldum einmitt uppá Holland.

  Ég held með Argentínu, Hollandi og Mexíkó á stórmótum. Núna erum við komnir með 3 Argentínumenn og 2 Hollendinga. Vantar bara Mexíkóana. 🙂

 14. Væri killer að fá Alves núna á hægri vænginn maður, usss. Líst hins vegar agalega vel á Babel og Bennajún!

 15. Skil nú ekki í dodda (næstum-nafna) í því að koma með svona skrýtna yfirlýsingu! Ég myndi aldrei aldrei setja Van Der Saar sem betri markmann en Pepe Reina.

 16. vorum við ekki með tvo hollendinga á seinasta tímabili líka Einar?? Zenden og Kuyt?? 😉

 17. Já, ok tvo Hollendinga, sem actually spila fyrir landsliðið. 🙂

  Það er dálítið pirrandi að horfa á hollenska landsliðið og vona að Robben eða van Nilsteroy skori mörk.

 18. já ég hef alltaf verið Hollands maður, það er eitthvað svo skemmtilegt við þá, “under-dog syndrome”?? 😉

 19. Ég held að Yossi eigi eftir að spila miklu meira en Babel, hann hefur sýnt að hann getur spilað í þessari deild og það verður fróðlegt að sjá hvort hann blómstri ekki með betri leikmönnum.

 20. Ég bara gerði ekki ráð fyrir að Lucas yrði byrjunarliðsmaður núna strax. Sé ekki fyrir mér að hann sé að fara slá út Gerrard/Momo/Alonso/Sissoko.

Yossi búinn að skrifa undir (staðfest), Babel á morgun (staðfest)

Babel og Torres