Babel og Torres

Tvær mjög góðar blaðagreinar. Önnur um Fernando Torres, hin um Ryan Babel. Kom mér allavegana í enn betra föstudagsskap að lesa þetta.

Báðir þessir strákar munu nefnilega spila með Liverpool næsta tímabil. Góða helgi! 🙂

16 Comments

  1. Algjörlega ótengt færslunni hér að ofan….. En eruði búnir að skoða “1st team squad profiles” á liverpoolfc.tv??? Þar er Djibril Cisse númer 90 en samt var verið að senda inn númera listann fyrir komandi tímabil? Var hann ekki örugglega SELDUR en ekki lánaður?

    One can only hope 🙂

  2. Jú Eisi Cisse hefur verið seldur til Marseille, en annað er mig langar að spyrja menn hér um. Sá í íþróttafréttum á stöð 2 í kvöld, vitnað var í Benítes, að kaupum Liverpool væri ekki lokið þetta sumarið. Veit einhver hér hvort eitthvað er til í þessu og þá hugsanlega við hvern/hverja við erum að elltast. Hef hvergi fundið neitt um þetta en samkvæmt stöð 2 á Benítes að hafa sagt er hann kynnt Babel og Yossi að það væri “more to come” í leikmanamálum.

  3. Af því að Eisi var að spyrjast fyrir um Cisse, hvað er að frétta af Antony Le Tallac? Ég veit ekki betur en að hann sé ennþá á launaskrá hjá Liverpool

  4. Athyglisverðar blaðagreinar. Verð þó að segja að um leið og menn fara að kalla leikmenn hinn nýja þennan og hinn (Zidane, Maradonna, Henry etc. ) þá fæ ég netta ælu í hálsinn. Babel er og verður ekkert annað en hin eini og sanni Ryan Babel. Hvað það þýðir fyrir klúbbinn á síðan eftir að koma í ljós.

    Við erum líka rétt nýbúnir að losa okkur við hinn nýja Zidane (B.Cheyrou) 🙂

  5. en annað er mig langar að spyrja menn hér um. Sá í íþróttafréttum á stöð 2 í kvöld, vitnað var í Benítes, að kaupum Liverpool væri ekki lokið þetta sumarið. Veit einhver hér hvort eitthvað er til í þessu og þá hugsanlega við hvern/hverja við erum að elltast. Hef hvergi fundið neitt um þetta en samkvæmt stöð 2 á Benítes að hafa sagt er hann kynnt Babel og Yossi að það væri “more to come” í leikmanamálum.

    þAÐ ER TALAÐ ALLAVEGA UM EINN Í VIÐBÓT EOG ERU MENN AÐ TALA UM AÐ ÞAÐ VERÐI VARNARMAÐUR (HEINZE ) EN ÉG VÆRI LÍKA TIL Í AÐ FÁ QUARESMA

  6. Er algjörlega sammála, Bruno Cheyrou kom með miklar væntingar en stóð ekki undir neinum af þeim. Það eina sem ég var að spá með Cissé er að Bellamy er farinn út af listanum en Cissé er þar áfram…… Er ekki búið að ganga frá sölunni eða? Mér er bara einstaklega illa við að sjá nafnið hans þarna. Vil hann bara eins langt í burtu frá Liverpool og hægt er…. Þó svo að hann hafi verið óheppinn með meiðsli (réttara sagt MJÖG óheppinn) þá vona ég að þetta tímabil, þar sem leikmenn á borð við hann eru keyptir, sé liðið.

    Leiva, Torres, Voronin, Benayoun, Babel…. Hljómar einstaklega vel og ég er MJÖG bjartsýnn á komandi tímabil. Þó svo að Manure séu að taka Chel$ki á þetta.

  7. Anthony Le Tallec var í láni hjá Sochaux á síðasta tímabili og m.a. skoraði í bikarúrslitum með þeim gegn Marseille (þar sem Cisse skoraði einnig).

    Hann er með samning til 2008 þannig að hann er væntanlega mættur til æfinga. Hef ekkert heyrt að hann hafi verið lánaður eða fengið samninginn sinn uppsagðan.

  8. Totii…..jú kannski erum við að gera það, en þetta er samt í fyrsta skipti sem við erum að eyða svona miklum peningum eins og þú veist. Það er rosalega erfitt að viðurkenna að við séum að taka chelski á þetta þó svo að það sé alveg sannleikskorn í því. Það er líka rooooosalega erfitt að vera illa við þessa eyðslu, þó svo maður hafi óspart skotið á Chelsea þegar þeir voru sem verstir 🙂 En við erum ekki alveg komnir þangað enþá, en það styttist í það hehe,

  9. Við eigum nú töluvert í land með að ná eyðslunni hjá Chelsea en eigum við ekki að slá því föstu að Gabriel Heinze verði orðinn Liverpool leikmaður fyrir næstu helgi, hann þarf nú að spila úrslitaleikinn í Copa America á morgun og svo tekur nokkra daga að fagna sigrinum og koma sér aftur til Englands en ég er mjög hlynntur að fá hann þótt hann sé Man.Utd leikmaður, fínt að hafa fjölhæfan varnarmann sem getur bæði leyst af í miðverðinum og vinstri bakvörð enda Riise kannski ekki sá traustasti varnarlega, spurning samt með þennan Insua því hann var nokkuð traustur þarna í þessum síðustu leikjum í vor.

  10. Tallec spilaði fyrri hálfleikinn á móti Wrexham og stóð sig bara þokkalega þegar Sissoko hreinsaði upp eftir hann. Hann verður örugglega ekki lánaður þetta árið. Varðandi meiri kaup, þá eru Benitez og eigendurnir búnir að melda að þeir gætu vel eytt meiri peningum í sumar. Gillett hintaði að Benitez gæti vel tekið einn til viðbótar til Liverpool í sumar.

  11. Mér þykir nú reyndar stór munur á því að kaupa fyrir 80 – 90 millj. (Che)
    eða kaupa fyrir 40 millj. og selja fyrir 20-25 millj. (Liv)
    það er “ekki nema” 15 – 20 millj. “eyðsla”

  12. Dagur ertu viss um að Tallec hafi verið með á móti Wrexham um síðustu helgi því ég minnist þess ekki að hafa séð hans nafn á leikskýrslu og þó voru Liverpool með nánast tvö lið sem spilaði sitt hvoran hálfleikinn en það má svosem vera að nafnið hans hafi farið framhjá mér.

  13. Ég horfði á leikinn um síðustu helgi og Le Tallec var ekkert með. Það var Lee Peltier sem spilaði við hlið Momo Sissoko í fyrri hálfleik, en Adam Hamill og Jermaine Pennant voru á köntunum.

    Le Tallec á enga framtíð hjá Liverpool, ekki nema eitthvað stórkostlegt breytist. En búist við því að hann verði lánaður enn eitt árið eða hreinlega seldur eins og Pongolle.

Babel skrifar undir 5 ára samning (Staðfest)

Rafa: við munum sækja