WH búnir að samþykkja boð í Yossi (Staðfest) – Ajax gefur L’Pool leyfi til að tala við Babel (Staðfest)

Oooog þetta er lengsta fyrirsögn í sögu Liverpool bloggsins. En allavegana, OFFICIAL síðan er búin að staðfesta það að West Ham hafi samþykkt tilboð Liverpool í Yossi og jafnframt er það staðfest að Liverpool hefur fengið leyfi frá Ajax til að tala við Ryan Babel, þrátt fyrir að liðin hafi ekki enn komist að fullkomnu samkomulagi um verð.

Þetta með Babel þýðir væntanlega að liðin eru sammála um nokkurn veginn heildarupphæðina, en enn á eftir að ákveða einhver smá-atriði – væntanlega það hvenær upphæðirnar verða greiddar og svo framvegis.

Rick Parry segir:

>”We’ve agreed the fee with West Ham for Yossi Benayoun.

>”We’re not quite there with Ryan Babel yet, but we’ve now been given permission by Ajax to talk to the player. We hope to reach an agreement with Ajax very shortly.”

Frábært! 🙂

Rafa tjáir sig um Yossi í viðtali við Echo+ og líkir honum akkúrat við Luis

>“Maybe Luis is a player who scores more goals and Benayoun tends to make more assists. Like Luis, he is a very technical, clever player with a lot of game intelligence. He can also play in many positions, giving us a different option for the team.

>“I first saw him play for Racing Santander in La Liga when he was a really good player, but when he first came to England we were watching to be sure he could adapt to a different style of football.

>“It’s clear he’s done this very well at West Ham. Liverpool fans will remember how he played in the FA Cup Final against us when he was outstanding. We thought then this was a player who is capable of stepping up to a higher level.”

og svo um það hversu heitt hann þráði að koma til Liverpool:

>“He was offered a big new contract at West Ham and received offers from a lot of other clubs offering him more money,”

>“But Yossi’s message was always the same. He said he was desperate to only join Liverpool because this was his dream. When Rick, the Americans and I spoke about the player, we all agreed this is the kind of attitude we and our supporters really like.

>“When you have quality players with his ability showing so much passion to play for your club, it’s really good for the team.”

Já, og svo er Mikel Alonso, litli bróðir hans Xabi að fara að spila sem lánsmaður hjá Bolton í vetur. Þetta er því orðið voðalega huggulegt hjá Xabi víst að bróðir hans spilar í borg sem er rétt hjá Liverpool og svo spilar besti vinur hans hjá Everton.

15 Comments

 1. Stefnir í blaðamannafund á morgun, í síðasta lagi hinn…. double coup… hvað segja menn, ef þetta fer í gegn er þá Benitez búinn með sumarkaupin ?

  Eina nafnið sem maður man eftir sem Liverpool hefur verið sterklega orðað við í sumar, fyrir utan þessa tvo, er Heinze. En ég á nú eftir að sjá það gerast að hann fari frá Man Utd til Liverpool af augljósum ástæðum.

 2. Ef það er rétt að hann hafi segt NEI við hærri tilboðum því að honum hafi langað að spila fyrir Liverpool, þá er maðurinn ekki að byrja illa. Er þetta ekki einmitt það mentality sem skiptir bara öllu máli þegar nýjir liðsmenn koma til Liverpool. Kannski ekki besti kantmaður í heimi, en samt með viljann til þess að vilja finna smá blóðbragð í munninum eftir leikina.
  Ég er að gera í brækurnar þessa dagana eftir því hvernig Búdda ætlar að stilla þessu upp í ágúst.

 3. Held að við getum verið sáttir með þessi kaup á þokkalega lítinn pening miðað við að t.d. Jason Koumas var að fara á 5,5 milljónir úr fyrstu deildinni til Wigan.

  Sama hvað menn segja um að núna eigum við bara að kaupa toppleikmenn virkar það einfaldlega ekki svoleiðis. Við þurfum squad players sem geta komið inní leikinn þegar á við og haft áhrif og verið sáttir við að spila aukahlutverk.

  Að mínu mati er Benayon mun stöðugri leikmaður en Garcia og gæti hentað vel til að brjóta niður varnir á skítaliðum sem koma til Anfield með plan um að halda stiginu. Og ef hann reynist skítur seljum við hann bara eftir tímabilið.

 4. Einsog Rafa bendir á, horfið bara á FA úrslitaleikinn. Yossi er ástæða þess að við töpuðum þeim næstum því. Hann og Gerrard voru yfirburðamenn á vellinum.

  Og einsog menn benda á, þá er þeta lítill peningur miðað við það sem gengur og gerist á milli enskra liða.

 5. Plís ekki verða reiðir strákar, en það er einhver hræðilegur misskilningur í uppsiglingu. Babel er bíómynd :s

 6. hehehehe

  þetta lítur allt saman vel út…

  Minni á æfingaleik LFC gegn Werder Bremen þriðjudaginn 17. júlí kl:18:15. Er sýndur beint á EuroSport. Fáum við að sjá Yossi, Torres, Babel, Voronin inná í þeim leik? Verðum við betri í æfingaleikjunum en í fyrra (annað varla hægt).

 7. Babel á að heita búinn með læknisskoðun (kom í gærkvöldi og fór í hana í dag) en enn eigi eftir að semja um kjör. (skv hollensku sjónvarpi og Sky Sports News)

 8. Ef Benitez er að kaupa hr. Yossi þá treysti ég því fullkomlega eins og öllu því sem Benitez gerir … ég er þvílíkt ánægður með kallinn og hans störf fyrir LFC. Þekki til dæmis ekkert til Babels en hlakka til að sjá hann spila og reyna sig. Getur varla verið verri en hr. Gonzales.

  Ég get alveg viðurkennt að ég hef oft sagt “kaupum bara heimsklassa leikmenn en ekkert miðlungs neitt!” en það er bara ekkert tryggt að það sé vinningsmiðinn að kaupa stærra nafn (sbr. Morientes)

  Yossi er vanur enska boltanum og í betra liði með hjarta sem slær í takt við LFC þá held ég að hann eigi eftir að brillera í vetur … sjáum hvað gerist!

 9. Aggi, ertu viss um að þessi leikur verði á Eurosport á þriðjud.? Fór á síðuna þeirra en fann ekkert um það í TV Guide.

  http://yahoo.eurosport.co.uk/tvschedule_clng2.shtml

  Kannski er ég bara auli og finn þetta ekki en endilega segið mér ef þetta er misskilningur í mér því mig er farið að þyrsta í leik með Liverpool og er einmitt með Eurosport á kaplinum mínu.

 10. ég er sáttur ef Babel og Yossi verða síðustu kaupin. Yossi er kanski ekki heimsklassamaður enn hann hefur vit á enska boltanum og hefur reynsluna. Babel er klassa maður, kanski ekki heimsklassamaður enn er mjög heitur og er kandídat. Undir 21 árs evrópumeistari og er búinn að spila þó-nokkra leiki með A landsliði Hollands.

BBC segja Yossi á leiðinni

Carra og Phil Neville