Carra og Phil Neville

Það er ekki oft sem ég skrifa færslu í þeim eina tilgangi að vísa á greinar á erlendum miðlum, en í þetta sinn bara verð ég. Það hafa allir sína skoðun á máli Jamie Carragher, sem virðist ætla að hætta að spila fyrir England, og sjálfur hef ég lýst yfir ánægju minni með þá ákvörðun.

Martin Samuel hjá The Times skrifar hinsvegar stórkostlega góða grein um málið þar sem hann rökstyður það hvers vegna Carra ætti að halda áfram að gefa kost á sér. Það gerist nánast aldrei að maður les eitthvað sem veldur því að maður skiptir um skoðun á máli, en þessi grein fór fjandi nærri því að snúa mér. Lesið hana bara, ég fullyrði að skynsamlegra innlegg í þetta mál fáið þið hvergi annars staðar. Stórkostleg grein.

17 Comments

 1. Var búinn að lesa greinina. Og verð að segja að ég er orðinn believer. Carra ætti kannski að hugsa sig um.

 2. Greinin er frábær og trúlega má finna þar langbestu rökin fyrir því að Carra eigi að halda áfram með landsliðinu en mér verður ekki snúið samt sem áður.

  Phil Neville hefur unnið allt sem er í boði á ferli sínum með félagsliði en Carra ekki. LFC hefur ekki unnið deildina síðan 1990 og stefnan er sett á sigur þar á næstu árum. Liðið hefur verið byggt í kringum nokkra stólpa og er Carra einn af þeim. Hann er 29 ára og er einn allra mikilvægasti leikmaðurinn í áætluninni að koma titlinum á Anfield á næstu árum. Hann á að mínu mati að einbeita sér að því sem hann dreymir mest um og hvað ætli það sé….?

  Síðan væri ég til í að sjá Carra Vs útvarps-jokerinn í hringnum.

 3. Jamie Carragher er einfaldlega of góður leikmaður til að sætta sig við að vera 4-5 kostur í landsliðinu. Mælirinni fylltist líklega þegar L.King var tekinn framyfir hann á dögunum.

  Að mínum mati er nóg að vera með einn fjölhæfan leikmann sem back-up til að sinna varnarskyldu, þannig að P.Neville getur alveg leyst það hlutverk.

  Mér, sem púlara (styð ekki enska landsliðið), finnst mikilvægast að með því að hætta með landsliðinu fær Carra kærkomna hvíld í landsleikjahléum, en hann spilar venjulega alla leiki nema deildarbikarleiki. Hann sjálfur hugsar líklega einnig um losna við ferðalögin sem fylgja landsliðinu til þess eins að sitja á bekknum, og geta varið meiri tíma með sinni fjölskyldu.

 4. Að bera saman Carragher og Phil Neville????????
  Annar er bara ánægður með að vera þarna, hinn er ekki ánægður nema með bikar í höndunum.
  Carragher sýnir bara metnað sem McLaren gæti aldrei skilið.

 5. heillaði mig ekki.. Carragher er enginn fokkin backup í bakverði, það er bara þannig.

 6. Off the topic: Adam Hammill farinn á árslán til Southampton.

  Þetta getur ekki verið annað en gott mál þar sem hann hefði að öllum líkindum ekkert fengið að spila með aðalliðinu í vetur. Er feginn að hann fer til liðs í toppbaráttunni í 1. deild en ekki í botnbaráttunni í þeirri skosku.

  Það verður spennandi að fylgjast með því hvort þetta herðir hann upp í að geta farið að berjast um sæti hjá Liverpool næsta vetur en þetta er klárlega einn sá mest spennandi ungi leikmaðurinn hjá Liverpool í dag.

  Official Saints síðan

 7. þannig að það verður mjög líklega blaðamannafundur á morgun þar sem B&B verða kynntir til sögunnar sem nýjir leikmenn Liverpool

 8. er það bara ég eða sagðist Dudek ekki vilja fara útaf því að hann var svo ósáttur við að fara ekki á HM seinasta sumar, og hann þyrfti að fá miklu fleiri mínútur?? og svo fer hann til Real Madrid… ætlar hann að slá Iker útúr liðinu??? ég held að hann hafi fallið fyrir peningunum frekar en metnaðinum… leitt

 9. Já frekar undarleg ákvörðun hjá Dudek, hélt hann færi til liðs sem hann yrði aðalmarkvörður. Verður hann eitthvað ánægðari að sitja á bekknum hjá Real heldur en ‘pool ?

 10. nei einmitt, hann sagði að ef hann hefði farið á HM þá yrði hann vilja vera hjá Liverpool að eilífu…. grrrreinilega ekki

 11. Ég las greinina og finnst að Carragher eigi að standa við sína ákvörðun og hætta með landsliðinu. Þessi McLaren er klárlega á rangri hillu í lífinu og ætti í raun að koma sér sem lengast frá fótbolta og hægt er! Frekar vil ég sjá hann eyða sínu púðri í LFC en að reyna að geðjast vanþakklátum stjórum enska landsliðsins sem klárlega sjá sér ekki fært um að nota Carragher (Ericsson og McLaren sem og aðrir sem hafa stjórnað því).

 12. Mér finnst þetta ágætis grein en styð Carra samt sem áður. Það á enginn að láta bjóða sér það að Wes Brown sé tekinn fram yfir mann í landsliðinu og þá allra síst maður eins og Carra. Ennfremur styð ég það að sjá vel hvíldan Carra í leikjum Liverpool og einbeita sér 100% að því að ná í þessa einu medalíu sem vantar í safnið.

  Varðandi Dudek þá skil ég vel að hann vilji spreyta sig hjá Real Madrid, hver vill það ekki? Vissulega fær hann ekki marga leiki en þetta er nú einu sinni Real Madrid!

 13. Ég styð Carra hundrað prósent. Góð grein ..sem var bent á innganginum en ég vona að Carra standi við stóru orðin. Það er engin heilög skylda að láta vaða yfir sig á skítugum skónum..bara af því það er landslið!!!!!

  Ég hlustaði líka á símtalið með Carra. Náði nú ekki að skilja allt sem hann sagði en honum var greinilega nóg boðið.

  Ég hef aðeins áhyggjur af því að umræðan geti haft áhrif á Carra. Breska pressan getur verið askoti miskunarlaus og það kæmi mér ekki á óvart að hvað sem gerist í þessu..Carra spili ekki fyrir landsliðið í framtíðinni eða hann gefur kost á sér aftur. þá hefur Carra sogað að sér athyglina og gulu pressuna. Hef áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á hann. En vonandi hef ég rangt fyrir mér þarna.

WH búnir að samþykkja boð í Yossi (Staðfest) – Ajax gefur L’Pool leyfi til að tala við Babel (Staðfest)

Yossi búinn að skrifa undir (staðfest), Babel á morgun (staðfest)