Mánudagsmolar: Babel og Carragher (uppfært)

Jæja, enn ein vikan byrjuð. Best að renna yfir punkta dagsins:

Þetta er áhugaverð frétt. Liverpool hafa ekki verið orðaðir við Babel hingað til, hann hefur helst verið orðaður við Arsenal og á tímabili töldu menn næsta víst að hann myndi ganga til liðs við þá. Í júní sagði hann hins vegar að hann ætlaði að vera hjá Ajax í eitt ár í viðbót áður en hann færi eitthvert, og því hélt maður að sú saga væri dauð. Eitt er þó víst, ef hann er svo mikið sem að íhuga tilboð frá okkur getið þið bókað að Arsene Wenger stekkur inn á ný með sitt eigið tilboð. Nallararnir vilja ekki missa þennan strák til okkar.

Þetta er einhver minnst óvænta frétt ársins, eftir landsleikina tvo í vor, og ég verð að segja að ég fagna því að Carragher skuli taka þessa ákvörðun. Ekki endilega sem Liverpool-stuðningsmaður sem vill sjá hann einbeita sér að félagsliðinu sínu, heldur sem Carragher-stuðningsmaður. Ég hef þjáðst af sviða á milli tánna yfir nær hverjum einasta landsleik Englendinga síðan Steve McClown tók við þessu liði. Þegar hann svo í vor, gegn Eistum, valdi Wes Brown og Ledley King í byrjunarliðið fram yfir Carra, fannst mér hann endanlega vera búinn að drulla yfir hetjuna mína.

Og svo segir fréttin frá því að McClaren ætli að reyna að fá Carra til að skipta um skoðun. Hvað í ósköpunum getur hann sagt til að sannfæra Carra? “Komdu aftur og ég lofa að gefa þér … besta sætið í liðsrútunni.” Það er alveg ljóst að McClaren metur hann nánast einskis sem leikmann og er bara með hann í hópnum vegna þrýstings utanfrá, á meðan gæðingar eins og King, Brown og Woodgate komast beint í byrjunarliðið þrátt fyrir að hafa ekkert leikið vegna meiðsla eða setið á bekknum langtímum saman hjá United.

Whatever. Þessi ákvörðun Carra er bara enn ein rósin í hnappagatið hjá McClaren, stjóra sem verður orðinn atvinnulaus í október. Gott hjá þér, Carra!

**Uppfært (EÖE)**: Bascombe hjá Echo segir [að Liverpool sé nálægt því að landa Babel](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=reds-hunt-%2D10m-babel%26method=full%26objectid=19428540%26siteid=50061-name_page.html) en hann segir að verðið sé 10 milljónir punda.

44 Comments

  1. Já þetta kemur manni ekki mikið á óvart ef Carragher tekur þessa ákvörðun. Ef hann er á eftir King (búinn að vera meiddur allt tímabilið), Brown (hhmm) og Woodgate (búinn að vera meiddur í 3 ár) þá er alveg eins gott að halda sér ferskum og lengja ferilinn aðeins. Vel gert Carra.

    Ryan Babel er áhugaverður kostur og væri ég alveg til í að sjá þann dreng á kantinum hjá okkur. Sjáum hvað setur en það er ekki ólíklegt að við verðum komnir með 1-2 kantmenn áður en vikan er á enda.

  2. Já Babel kanski ekki svo vitlaus kaup. Vantar allavegana svona gaur sem fagnar með flikflakheljarstökk. Betra en að totta þumalinn;)

  3. Vá, ég vil ekki sjá Babel, finnst þetta vera gífurlega ofmetinn leikmaður sem á engan vegin skilið að vera hjá liði eins og Liverpool.

  4. Ég væri til í að sjá Ryan Babel í liverpool búningi á næsta tímabili. Hann hefur alla burði til að slá í gegn á vinstri kantinum hjá Liverpool. Þessi strákur er gífurlega fljótur, með flotta tækni, góður skotmaður og svo er hann bara 19 ára.

  5. Sindri, á hverju byggir þú þetta?

    Ég verð að játa að ég hef nánast ekkert séð með Babel þar sem Ajax var ekki í Meistaradeildinni í ár og svo horfi ég ekki á hollensku deildina. En það sem maður hefur lesið um hann hljómar mjög spennandi.

  6. Ajax voru nú í meistaradeild í fyrra og þá sá maður nú ýmislegt með Babel, síðan sér maður nú slatta úr Eurogoals og þar sem ég er Ajax maður þá reyni ég að finna sem flest myndbönd úr leikjum með þeim.
    Fannst hann reyndar góður í umspilsleikjunum en sá hann ekki á U21.
    Ég er alls ekki að afskrifa hann, þetta er bara mín reynsla af honum, margir verri kostir en hann sem hafa verið í umræðunni ….. hvað er ég að segja, vill ég kannski bara fá hann til Liverpool;)

  7. Arnór, Babel er reyndar 20 ára og verður 21 í desember. Mér finnst bara magnað að hann hafi nú þegar leikið 14 landsleiki og skorað í þeim 4 mörk.

  8. Basic uppl. um Ryan Babel:
    Fæddur 19.desember 1986 í Amsterdam. Er 185 cm og í kringum 80 kg. Hann hefur aðallega verið notaður sem vinstri kantur eða framherji með Ajax og hollenska landsliðinu.
    Hann hefur verið í aðalliði Ajax síðan tímabilið 2003-04 og hefur í allt spilað 73 leiki og skorað 14 mörk. Ennfremur hefur hann spilað 14 landsleiki og skorað 4 mörk (spilaði fyrsta landsleikinn gegn Rúmeníu 26. mars 2005 í 2-0 sigri.)

    Hef sjálfur ekki séð mikið af honum en sá hann spila um daginn með U21 árs landsliði Hollands og stóð hann sig fantavel með þeim.

  9. Athyglis ýmsar tölur sem Bascombe gefur þarna upp. Talar til dæmis um að Torres hafi kostað 18 milljónir punda. Lægsta talan sem maður hefur hingað til heyrt hefur verið 20 milljónir sem geti hækkað upp í 26,5. Svo finnst mér hálfslappt ef við höfum ekki fengið nema 5 milljónir punda fyrir Luis Garcia og Florent Sinama-Pongolle samanlagt. Ég stóð í þeirri trú að við hefðu fengið 4 millur fyrir Garcia. Mér finnst ansi slappt að geta ekki kreyst út nema eina milljón fyrir pilt sem stóð sig alveg glymrandi vel í spænsku deildinni í fyrra eða var verðið á Garcia kannski lægra… eða er Bascombe kannski bara að bulla.

    Annars er ég spenntur fyrir Babel. Leikmaður sem er 20 ára og hefur spilað 14 landsleiki fyrir Holland hlýtur að vera nokkuð sprækur þó ég viðurkenni fúslega að hafa ekki séð mikið til hans. Ég er alla veganna ánægður með að þessi stórkaup (ef af verður) okkar eru á ungum leikmönnum sem mögulega geta spilað fyrir Liverpool í mörg ár. Nú væri ég til í Quaresma/Simao/Mancini og svo einn varnarmann og þá væri ég hæst ánægður.

  10. Er ekki Babel bara í lagi kostur??? Ég hefði viljað sjá Quaresma og Simao frekar en hann. Annars er svosem miðað við orð Rafa síðustu daga líklegt að þessir tveir leikmenn sem hann ætlar að bæta við sig séu kantmenn, enda liðið vel mannað í öðrum stöðum núna. Ég reyndar tel okkur eiga að selja Riise og reyna að finna betri vinstri bakvörð, en kannski er þessi Insúa að meika það næsta vetur???

  11. Frábært að hlutirnir séu að gerast hratt og vonandi örugglega. Það er tilbreyting frá því á fyrri árum.

    Hafði og hef einhvern veginn ekki trú á því að neinn af þessum kantmönnum sem hafa verið linkaðir við okkur myndu koma, það mundi eitthvað nafn skjótast upp alltíeinu, svipað dæmi og með Da Silva sem fór til Nallaranna.

    Hef aldrei séð peyjann spila en eftir Youtube vidjóið lofar hann góðu. Skruggufljótur, jafnvígur á báðar (sem er algjört crucial atriði af kantmanni) og skotbomburnar voru ekkert slor.

    Svo er það ekki ónýtt að vera ´86 módel og vera með recordið 14/4 í sterku landsliði Hollands. Það segir margt um gæði kappans.

    Hrikalega spennandi tímar.

  12. Þröstur: Skv. mínum uppl. þá fór Pongolle á 2.7 millj. punda og Garcia á 3,5-4 millj. punda. Ég man líka eftir því að Huelva var að borga það mesta sem þeir hafa gert fyrir leikmann þegar þeir lönduðu Pongolle og ég efast um að það sé þá í kringum milljón pund.
    Þannig að ég hugsa að þessar tölur sem Bascombe er að tala þarna um eru væntanlega þær sem við fáum strax. En hann segir einnig að við séum að selja Cisse á 8 millj. punda og ég hef ávallt haldið að það værri nærri 6.5 en sjáum til.

  13. djöfull líst mér vel á babel… svo ég kvóti Van Basten: “Babel has everything to become the new Henry”… en ég sá hann á HM í sumar og leist mjög vel á kauða, 21 árs og nánast fastamaður í hollenska landsliðinu, ekki slæmt það. ég man ég dauðöfundaði Arsenal menn þegar ég frétti að þeir væru að næla í hann. En Benitez segist einungis ætla að fá tvo leikmenn í viðbót, líklega báða kantmenn? og fyrir mína peninga er Babel betri kostur en Quaresma… svo mancini eða simao á hinn kantinn og ég er í sjöunda himni! svo er ég ótrúlega ánægður að Carra sé að spá í að hætta með þessu blessaða enska landsliði, þegar maður sem er búinn að vera besti maður liverpool í tvö tímabil í röð og búinn að vera í, leifist mér að segja, besti vörn ensku úrvalsdeildarinnar síðustu tímabils er sleginn út úr liðinu af einhverjum bjálfum eins og Queen og Brown þá sé ég ekkert annað í stöðunni!! Fott hjá þér Carra, þeir munu sjá eftir að hafa farið svona með þig!!

  14. Babel er virkilega spennandi kostur, nú er spennandi að sjá hvort Arsenal stökkvi til og steli honum, ef þeir hafa þá fjárráð til þess ;D

    Þetta youtube video er samt óþolandi 😛
    Annars bara go Carra, á klárlega ekki að láta bjóða sér svona framkomu.

  15. Ég vill alls ekki sjá Babel í Liverpool. Það sem ég hef séð af honum hefur ekki heillað mig, og ég ákvað að prófa að skoða Ajax spjallborð til að sjá hvað þeim finnst um hann.
    http://www.ajaxforum.nl/about3239-0-asc-440.html

    Ef þið skoðið þennan þráð ( með hjálp Babelfish) þá sjáið að þeir hafa engar áhyggjur af því að missa hann, eru flestir ánægðir með peninginn sem er talað um að þeir fái í staðinn því hann hefur ekki sannað sig ennþá hjá Ajax. Það er meira að segja einn sem segir að hann myndi hjóla með hann sjálfur til Liverpool ef Ajax fengi svona mikinn pening fyrir hann….

    Hér er dæmi um það sem einn segir (eftir babelfish´þýðingu) :

    If it is more than 14 millions we let us must let go him. So much impact has not had Babel and as outside also never goes he has… And more than 25 millions he will produce never. Moreover it removes the drang to sell Sneijder! That contents therefore that we do not will sell him.

  16. Eftir að hafa skoðað þennan þráð meira, frá þeim tíma sem Arsenal voru orðaðir við hann, þá er það ekkert öðruvísi……

    Það eru meira segja nokkrir sem töldu að ef þeir gætu skipt á honum og Flamini þá væri það góður díll fyrir Ajax !!!! Hvað segir það okkur um Babel ???

  17. Með fullri virðingu fyrir þessu spjallborði, ímyndaðu þér hvort þú myndir taka því trúanlega sem þú sæir til dæmis skrifað um Peter Crouch á liverpool.is.

    En einsog ég segi, ég þykist ekki vita meira um þennan leikmann, en ég dæmi hann ekki úr leik af því að einhverjir gaurar á spjallborði afskrifa hann. Frekar hlusta ég á komment manna einsog van Basten, þrátt fyrir að þau geri auðvitað takmarkað gagn.

  18. ég veit að ég er kannski að mála skrattann á sauðuárlækinn, en ég hef miklar áhyggjur af þessum nýju eigundum, okey við keyftum torres en við fjármögnuðu þau kaup með leikmönnum úr liverpool, svo þetta með Quaresma ef þeir vilja 3-5 millur meira hvað er þá málið? kannski er ég eitthvað þröng sýnn á þetta, allavega var ég búinn að sjá fyrir mér að svona væri ekkert mál, en skil vísu þegar klúbbar leggja upp rugl verð fyrir leikmenn!! enjá vill ekki sjá þennan leikmann til liverpool en hef vísu ekki hugmynd hvernig hann er en ef Ajax vill selja hann og eru ánægðir með það:

  19. Quaresma ef þeir vilja 3-5 millur meira hvað er þá málið

    Ég færi fyrst að hafa áhyggjur ef þessir menn segðu að 3-5 MILLJÓNIR PUNDA skiptu ekki máli. Þetta eru ekki Matador peningar.

    Vinsamlegast skrifa svo undir nafni!

  20. Mér líst frussu vel á þennan Babel og það skemmir ekki að kauði getur spilað á báðum köntum sem og frammi. Hann er ungur og 10m ætti ekki að vera mikið fyrir LFC sem hefur í raun fjármagnað kaup sín í sumar með sölu á leikmönnum. Maður bíður ennþá eftir öðrum 15-20m leikmanni svona til að setja jarðarberið ofan á rjómann. (Vincent Kompany?)

  21. Ég veit ekki hversu mikið er hægt að taka mark á Van Basten….. Ertu t.d. sammála þessu kommenti hans ?

    “Það er pirrandi að jafngóður leikmaður og Kromkamp hafi tekið svona vitlausar ákvarðanir. Það er dapurlegt þegar leikmaður klúðrar sínum málum á þennan hátt sem hjálpar landsliðinu lítið. Jan verður að taka sínar eigin ákvarðanir en hann ráðfærði sig ekki við mig en ég hefði veitt honum áheyrn mína.”

    Þarna gefur hann í skyn það væri skref niður á við fyrir Kromkamp að ganga til liðs við Liverpool.

    En aftur að Babel, auðvitað er ekkert hægt að taka öllu sem heilagur sannleikur sem þessir blessuðu Ajax aðdáendur segja. En það breytir því ekki að þeir hafa séð þennan leikmann spila síðastliðin 3 ár fyrir sitt lið. Hefðu þeir séð eitthvað sem benti til þess að hann væri líklegur til að verða heimsklassa leikmaður, (þá er ég að tala um menn sem geta hjálpað Liverpool að vinna Ensku deildina, ég efast ekki um að hann verður góður), þá væru þeir ekki svona áfjáðir í að selja hann !

    Svo er ég ekki sammála líkingunni við Crouch. Eftir þvi sem ég best veit eru langflestir Liverpool stuðningsmenn sammála um að Crouch sé mikilvægur leikmaður í uppbyggingu Liverpool. Hann býður uppá hluti sem aðrir framherjar geta einfaldlega ekki gert. Ef það væri verið að orða hann við sölu frá Liverpool, þá held ég að það yrði allt brjálað á Liverpool.is !!!!

    Ég myndi frekar líkja þessu við Cissé, margir hefðu verið til í að gefa honum einn sjéns í viðbót, en væru ekkert fúlir að sjá hann fara fyrir góða summu…..

  22. ég er ekki að segja að þeir skipta engu máli en það er óþarfi að sætta sig við val nr 3 eða 4 útaf 3-5millum…. vill ekki sjá eins og hjá alves,milito og simao aftur…… ég veit að 3-5 millur eru miklir peningar en það er skárra að eyða þeim í leikmann sem er þess virði staðin fyrir að eyða minni peningum í einhvern meðal jón.
    Er ekki að segja að ég vill sjá Quaresma fyrir +20millur en við buðum 14 og það er sagt að þeir vilji 20. þá á að sjálfsögðu ekki að borga þeim 20. en þeir mundu örugglega taka tilboði uppá 16,5-18. vill frekar að peningnum sé eytt í leikmenn sem eru heimklassa heldur en í einhver sæmilegan sem gæti kannski orðið aðeins meira en sæmilegur.

  23. Ég vill samt taka það fram að kommentin um Van Basten eru meira sögð í kaldhæðni. Auðvitað hefur hann meira vit á fótbolta en líklega allir þessir Ajax stuðningsmenn samanlagt, en á móti kemur að hann er þjálfari Hollendinga og verður að passa það sem hann segir, sérstaklega um sína eigin leikmenn. Að sjálfsögðu vill Basten hrósa og hvetja unga og efnilega hollendinga áfram, en ég held ekki að Van Basten trúi því í raun og veru að Babel muni ná sömu hæðum og Henry. Eins og ég sagði, þá held ég frekar að þetta séu hvetjandi orð frá þjálfara sem vill sjá meira verða úr leikmanni sínum.

    En ég er hættur þessari svartsýni, ég treysti Rafa best af öllum til að velja hvaða leikmenn henta Liverpool, og ef hann heldur að Babel sé sá leikmaður, þá segi ég bara Amen. Vona bara að ég hafi rangt fyrir mér um getu þessa leikmanns, og að maður eigi eftir að öskra sig hásan við að fagna mörkum hans !!!!

  24. Siggi, ég skil vel punktinn þinn. En ég var í raun sammála van Basten um Kromkamp, sem og kommentin hans um Kalou til Chelsea. van Basten sá að fyrir hjá þessum liðum voru menn sem myndu alltaf verða á undan þeim í liðin (Finnan og Drogba/Sheva) og því myndu þeir lítið spila, sem er vont fyrir Holland.

    Annars hef ég ekki beint séð að menn hafi verið sammála um gæði Crouchy fyrir Liverpool. Allavegana hefur það ekki verið staðreyndin hérna. En ég skil vel punktinn þinn og það er voðalega erfitt að deila við þessa Ajax menn þar sem ég hef auðvitað ekkert séð til mannsins.

    Og Gummi, það hefur hvergi nokkurs staðar verið staðfest að Liverpool hafi boðið í Quaresma. Allavegana hef ég ekki séð það á áreiðanlegum miðli.

  25. ég tók þessum kommentum hjá Van basten um kromkamp að hann væri að fara til liðs þar sem hann fengi ekki að spila reglulega. svo vill ég benda á að Basten var kanski ekki að meina að hann yrði jafn góður og Henry en hefði alla burði í að verða mjög góður… Ég myndi samt ekki slá hendinni á móti Quaresma, spennandi kostur en ég er líka mjög heitur fyrir Babel, hvað með að við kaupum bara: Babel, Quaresma, Mancini, Simao, Kompany og Dani Alves?? Everybody happy??

  26. og hver veit nema babel verði jafn góður og Henry. Henry sló ekki almennilega í gegn fyrr en hann kom í ensku deildina, var aldrei stórt nafn hjá Juve til dæmis

  27. Ekki skil ég af hverju Carra þarf að vera með svona þvælu. Mér finnst það alltaf jafn hallærislegt þegar leikmenn eru að tjá sig um val á landsliði. Ef “allir” vita að Carra eigi að vera á undan Brown/King í röðinni er það bara gott fyrir Carragher. Hann á bara að spila sinn besta bolta og bíða eftir að kallið komi. Ekki að vera með svona yfirlýsingar.
    David Beckham er dæmi um mann með hausinn í lagi, maður sem fær hundrað sinnum meiri athygli og áreiti en Jamie Carragher. Settur út úr landsliði, settur út úr Madridarliði en heldur sínu striki. Endar svo sem einhver flottasti karakterinn í boltanum.

  28. Úlli, ætli að Babel eigi kærustu eða konu. Þú verður að fara í málið.

  29. Ég er búinn að kanna það mál, komu nokku áhugaverðir hlutir í ljós. Hef ákveðið að halda þessum pælingum fyrir sjálfan mig. Maður er bara skotinn í kaf hérna.

  30. Hann á bara að spila sinn besta bolta og bíða eftir að kallið komi.

    Gaurinn er búinn að spila í tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar á síðustu 3 árum og hann hefur leitt bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár. Hvað á hann eiginlega að gera meira??? Þetta með Eistlandsleikinn var bara svo stórkostleg móðgun að hann gat ekki látið bjóða sér þetta lengur.

    Annars benti Mummi mér á þetta

  31. lítur út fyrir að Babel málið sé að klárast bara? læknisskoðun á morgun víst

    og carra bara æstur! djöfull líst mér vel á hann!
    -Yesterday he hit back at the talkSPORT presenter Adrian Durham, who accused him of lacking the stomach to play for his place. He said: “Don’t ever call me a bottler on radio with all those thousands of people listening.”-

  32. og hver segir að Carra ætli ekki að halda sínu striki!? ég skil það mjööög vel ef að hann nenni ekki að sitja á bekknum fyrir miðvörðum sem klárlega eru ekki í sama klassa og hann, ég segi þetta ekki sem carra aðdáandi og liverpool aðdáandi, heldur er þetta bara staðreynd, maður eins og carrager á ekki að þurfa að sitja á bekknum svo að menn eins og King “meiddi” og Brown “backup” fái sínar mínútur í landsliðinu!! Og Carrager er margfalt meiri karakter en Beckham, munurinn er sá að Beckham var ekki valinn, en var fyrir það fastamaður, en Carrager er orðinn 29 ára og hefur aldrei verið fastamaður, hann segir það sjálfur: “I’m 29, and I have to accept if I’m not a regular starter now, I don’t think I ever will be. Playing the odd game here and there is not enough. Four or five years ago I was happy to have that role but not now.”, Tek einnig undir með Einari: “Þetta með Eistlandsleikinn var bara svo stórkostleg móðgun að hann gat ekki látið bjóða sér þetta lengur.” Þú lætur okkur bara vita þegar þú ert kominn með fleiri eiginkonur leikmanna

  33. Langaði að bæta aðeins inní umræðuna, enn og aftur frá einhverjum spjallborða aðdáendum……

    Þetta er hollenskur Liverpool aðdáandi á thisisanfield.com:
    “Babel is a very predictable player who needs space to play. In the Premier League he will not get any and therefore his pace will be absolutely useless.

    Babel also has one move. Cut inside and shoot from the hip. It’s not gonna work in the PL. It’s just too limited….He’s absolutely useless with his left foot and he rarely races through towards the corner flag to deliver a cross. Also his shooting is crap , he can only deliver a proper shot from the hip and 80% of his shots fly 10 metres over the bar.

    Liverpool have a lot of great strikers and they need proper service and Babel isnt going to give them that. What’s the point of buying Torres for 25 million if you put Babel for the wing…?? You could have left Torres at Atletico and put Babel in attack in the first place.

    Drenthe , Vicente , Robben , Quaresma are much better options as they actually creates chances for the strikers by delivering crosses and they can skid past opponents.

    13.5 Million pounds. You are having a fuc.king laugh.”

    Hér er annað:

    Look at the link below. It’s from De Telegraaf. Biggest newspaper in Holland and they have the best connections within ajax from everyone in Holland.

    http://www.telesport.nl/
    Liverpool have made a bit of 10 million (15 Euro) and they need to pay 3.5 (5Euro) extra before it’s being accepted. Absolutely ridiculous.

    I’ll quote you the first couple of reactions below from visitors.

    ”Sell him , he’s nowhere near worth it”

    ”Box him and send”

    ”Fantastic deal for ajax. Him and De Mul combined for 19 Million Euro’s. Let’s get Afonso Alves from Heerenveen”

    ”Ship it to England as fast as you can”

    And it goes on and on….

    Ég skoðaði þessa frétt sjálfur (aftur með hjálp babelfish), og í 102 kommentum voru líklega í kringum 90% tilfella ajax aðdáendur að lýsa yfir gleði sinni að þeir væru að selja hann !

  34. gaurinn sem skrifaði þetta hefur greinilega spilað í bæði hollensku og ensku deildinni sýnist mér….. haha svo segir indepentent að kaupverðið sé 6.5 milljónir

  35. Verð nú að segja að ég er nokkuð spenntur fyrir þessum kaupum, þá sérstaklega ef við fáum hann á tæplega 7 millur.

    Hef verið að lesa talsvert á erlendum spjallsíðum um Babel og vissulega hef ég fundið ýmislegt neikvætt eins og Siggi sýnir hér fyrir ofan en ég hef þó lesið mun meira jákvætt.

    Hann á víst að vera fljótur, jafnvígur á báða fætur, góður í loftinu, góður dripplari og það sem nánast allir hafa sagt sem tala jákvætt um er að hann gæti þróast í heimsklassa leikmann. Það er bara eitthvað við hann…

    Vissulega eru þessi kaup áhætta…en voru kaup Arsenal á Henry ekki áhætta, kaup Milan á Kaka ekki áhætta og kaup United á Ronaldo ekki áhætta? (ekki það að ég sé að líkja Babel við þá)

  36. maður veit náttúrulega ekkert fyrr en maður sér Babel spila nokkra leiki, en það er nokkuð ljóst að þetta er mikill peningur fyrir ungan leikmann… en rökfæðin segir manni að þetta “hlýtur að vera góður leikmaður” þar sem hann er nú þegar búinn að spila 14 landsleiki þrátt fyrir ungan aldur + alinn upp hjá Ajax + “lykilmaður” í sigri Hollendinga á Evrópumóti U21 landsliða + áhugi Wenger … en kommentin á þessum hollensku vefsíðum gefa til kynna að þetta sé bara e-ð hype, en maður veit aldrei fyrr en maður sér strákinn spila

    btw Elli… þá minnir mig að Milan hafi keypt Kaka á “smotterí” e-ð um 4-5 milljónir punda, svipuð upphæð og Lucas Leiva og langt frá 10 milljón punda markinu…. en vissulega var greiddar háar upphæðir fyrir Henry og C.Ronaldo og því áhættan töluverð í þeim kaupum, man að maður gapti þegar maður sá upphæðina (10m+) sem Arsenal reiddi fram fyrir Henry á sínum tíma enda hafði hann ekki verið að gera gott mót með Juve

Bellamy farinn til West Ham / Cisse til Marseille (staðfest af Rafa)

Liverpool hækka boðið í Babel