Wrexham 2 – Liverpool 3

Lið Liverpool:

Fyrri hálfleikur: Martin – Arbeloa, Hobbs, Paletta, Finnan – Hamill, Sissoko, Peltier, Pennant – Idrizaj, Brouwer.

Seinni hálfleikur: Martin (Hansen) – Threlfall, Huth, Roque, Darby – El Zhar, Flynn, Spearing, Hamill (Simon) – Lindfield, Idrizaj (Nemeth)

Mörk Liverpool: Idrizaj 3 (‘7, ’15, ’23)
Mörk Wrexham: Williams 2 (’63, ’88)

Ahhh … fyrsta leikskýrsla nýs tímabils lítur dagsins ljós. Þetta er alltaf jafn góð tilfinning, eftir eins og hálfs mánaðar fráhvörf frá Liverpool-leikjum tekur maður fyrsta æfingaleik alltaf jafn fegins hendi. Eins og hefð hefur skapast fyrir fór liðið í heimsókn til nágrannanna í Wrexham í fyrsta leik og í ár vannst 3-2 sigur eftir að liðið leiddi 3-0 í hálfleik. Rafa sat við hlið nýja stjóra varaliðsins, Gary Ablett, og höfðu þeir eflaust um margt að ræða yfir leiknum.

Liðið sem lék fyrri hálfleikinn var talsvert sterkara, enda vanir aðalliðsmenn þar á milli. Við upphaf leiks var tvennt öðru eftirsóknarverðara; flottir nýjir varabúningar liðsins (hvítar treyjur, svartar buxur, hvítir sokkar) komu vel út og þá er Gabriel Paletta búinn að klippa hárið á sér stutt, sennilega í örvæntingarfullri tilraun til að sannfæra Rafa um að hann sé í raun og veru Gabriel Heinze. 🙂

Það er skemmst frá því að segja að austurríska ungstirnið Besian Idrizaj stal senunni í dag, en hann skoraði þrennu í fyrri hálfleik. Fyrst skaut hann í þaknetið af stuttu færi og svo átti hann tvo feykigóða skalla til að fullkomna þrennuna. Hin stjarna dagsins var Jermaine Pennant sem ætlar greinilega að berjast með kjafti og klóm fyrir sinni stöðu í þessu liði, þrátt fyrir yfirvofandi komu eins eða tveggja stjörnukantara. Hann var allt í öllu í sóknarleik liðsins í fyrri hálfleik og bjó til eitt gott skotfæri fyrir sjálfan sig, þrjú önnur góð færi auk þess sem hann var arkitektinn af öllum þremur mörkum Idrizaj, en þau voru öll skoruð eftir góð einhlaup Pennant upp hægri kantinn og fyrirgjafir hans.

Í síðari hálfleik kom reynsluminna lið inná og þar á meðal mátti sjá paragvæska miðvörðinn Ronald Huth sem stóð sig vel og ungversku leikmennina Krisztian Nemeth og Andras Simon sem leystu þá Idrizaj og Hamill af velli þegar um hálftími var eftir af leiknum. Þá kom einnig inná markvörðurinn Martin Hansen, en hann varð fyrir því óláni að gefa beint á Eifion Williams með sinni fyrstu snertingu fyrir Liverpool, en Williams þakkaði fyrir sig og skoraði í tómt markið. Undir lok leiksins skoraði Williams svo aftur með góðu skoti sem Hansen réði ekki við.

Menn leiksins: Jermaine Pennant og Besian Idrizaj. Fyrstu æfingaleikirnir hvert sumar eru jafnan gott tækifæri fyrir unga stráka að stimpla sig inn og Idrizaj gerði það heldur betur í dag, á meðan Pennant spilaði af slíkri grimmd og ferskleika í dag að skilaboðin hljóta að hafa náð eyrum Rafa Benítez: Ég ætla að halda sæti mínu í þessu liði!

Næsti æfingaleikur er á laugardag eftir viku gegn Crewe Alexandra. Þá munu aðalliðsleikmenn liðsins, utan Torres og þeirra sem eru að spila með landsliðum sínum, bætast í hópinn og því fáum við klárlega að sjá sterkara lið þá.

Við munum uppfæra þessa færslu með YouTube-klippu af mörkunum úr þessum leik um leið og þau berast.

4 Comments

  1. Takk fyrir linkinn á mörkin, Svenni. Frábært að fá þetta í gang, þ.e. tímabilið. Og djö… var Pennant góður og auðvitað Idrizaj … líst vel á þetta!

  2. Ég horfði á leikinn gegnum liverpoolfc.tv og liðið sem spilaði fyrri hálfleikinn var gríðarlega skemmtilegt. Gaman að sjá Pennant taka vörnina hjá W í nefið. Reyndar ætti það ekki að vera erfitt. Þessi Idrizaj kom virkilega á óvart því að hann virtist alltaf geta staðsett sig rétt í feltiu þegar krossarnir frá Pennant komu inn í boxið. Hamill var gríðarlega sterkur þegar Sissoko gat verið að redda honum.

    Mér finnst eiginlega að Benitez hefði átt að skilja eitthvað afl eftir á miðjunni í seinni hálfleiknum. Hansen átti bæði mörkin 100% en það má segja að vörnin hafi líka verið vaklandi þegar þau komu.

    Hinsvegar er það mjög scary að tvisvar í fyrri hálfleik þá heyrði ég þessa setningu; “Paletta misjudged that one”. Ég veit ekki alveg orðið hvað á að meina um þann kappa. Það var náttúrulega sorglegt að sjáfstraustið hans yrði núllað í bikarleikjunum núna í ár og S-Ameríkumenn eru ekki frægir fyrir að koma sér upp úr krísu hratt.

Hver er Andriy Voronin?

Bellamy farinn til West Ham / Cisse til Marseille (staðfest af Rafa)