Hver er Andriy Voronin?

Það eru margir sem undra sig á því hvers vegna Rafa hefur fengið Voronin til liðs við Liverpool og enn fleiri sem vita ekkert um þennan leikmann. Ég ætla að kynna hann lítillega fyrir lesendum bloggsins.

Andreiy Voronin er fæddur í Odessa í fyrrum Sovétríkjunum 21. júlí árið 1979. Hann spilaði knattspyrnu í yngri flokkum Chornomorets Odessa í Úkraníu. Árið 1995, þá á 16 aldursári, skipti hann yfir til þýska liðsins Borussia Mönchengladbach og spilaði með aðalliðinu 2 árum síðar í fyrsta skipti. Hjá Mönchengladbach var hann til ársins 2000 og spilaði einungis með aðalliðinu 7 leiki og skoraði 1 mark. Þarna er Voronin orðinn 21 árs gamall og Mönchengladbach fallið niður í 2. bundesligu. Mainz var einnig að spila þar og fékk Voronin yfir til félagsins og það var þá sem hann virkilega sló í gegn. Hjá Mainz var hann í 2 tímabil og var m.a. markahæstur í 2.bundesligu seinna árið með 20 mörk í 31 leik. Það var á þessum tíma sem Voronin var fyrst valinn í úkraníska landsliðið en þá voru þeir Shevchenko, Rebrov and Vorobei aðal framherjar landsliðsins. Eftir þennan góða árangur með Mainz var hann fenginn til Köln sem þá spilaði í Bundesligunni. Með þeim náði hann einungis að spila eitt tímabil (19 leikir og 4 mörk) því Bayer Leverkusen hafði hrifist mikið af drengnum þegar hann spilaði með Mainz og átti hann stórleik gegn þeim með Köln. Voronin fór því til Leverkusen fyrir tímabilið 2004-05 og hefur verið þar þangað til hann núna semur við Liverpool. Með Leverkusen spilaði hann 92 leiki og skoraði 32 mörk.

Hérna hefur aðeins verið stiklað á stóru í ferli Voronin en það er ljóst að þegar leikmaður fer 15 ára gamall út í hinn harða heim atvinnumennskunnar og stendur sig þá er sá leikmaður með sterk bein. Hann hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi síðan hann var 17 ára gamall eða í 11 ár, það er ekki slæmt og vera ávallt byrjunarliðsmaður.

Það er enginn að segja að Voronin sé stærsta stjarnan sem hefur gengið til liðs við Liverpool né sá besti en hins vegar er ljóst í mínum huga að hann kemur til með að nýtast okkur vel næstu 4 árin. Þetta er leikmaður sem er með gríðarlega reynslu þrátt fyrir ungan aldur, sættir sig við að verma bekkinn og gefur okkur aðra möguleika sem núverandi leikmenn hafa ekki. Voronin segir m.a. þetta sjálfur:

“After being in Germany for 12 years I felt it was time for a change, and then even more so when the offer came in from Liverpool. It’s such a famous and big club – one of the most famous in the world. You can’t resist an offer like that. The task in front of Liverpool at the start of every season is to win trophies and I want to be part of that. I want to help Liverpool achieve things.”

Staðreyndir:
28 ára gamall, framliggjandi miðjumaður/framherji.
178 cm / 75 kg.
Hefur spilað 193 leiki með Mönchengladbach, Mainz, Köln og Leverkusen og skorað 66 mörk.
44 leikir með Úkraníu og 5 mörk.
Mun spila nr. 10 hjá Liverpool.

Hérna er hægt að lesa fyrsta viðtalið við Voronin frá því hann gekk til liðs við Liverpool: ANDRIY VORONIN: THE FIRST INTERVIEW

18 Comments

 1. Mér hefur alltaf litist vel á þennan leikmann, getur spilað sem center, kantur báðum megin eða í holunni. Gríðarlega fljótur, vinnusamur (sumir segja duglegri en Kuyt!), sterkur og nokkuð teknískur, svona leikmaður sem gríðarlega erfitt er að dekka. Fer ungur í atvinnumensku, plumar sig sem sýnir að hann hefur sterk bein. Kemur til okkar frítt sem þýðir minni pressa, fær nr 10 (sem reyndar er mikil pressa!). En það segir mér að Rafa hefur trú á honum og ég hef trú á Rafa 🙂 Þessi á eftir að koma á óvart!!
  http://youtube.com/watch?v=ua9RCnpqfLI

 2. Já hver veit hvað gerist ?! Hann er líka klárlega ekki mættur þarna til að verma bara bekkinn og sætta sig við það og samkeppni er alltaf af hinu góða.

 3. Þessi pistill um manninn segir mér í raun það eitt að hann sé meðalmaður. 32 mörk í 92 leikjum Í Búndeslígunni er langt frá því að vera nógu gott fyrir framherja hjá LFC að mínu mati. Ég hef alls ekki mikla trú á þessum leikmanni og er afar hræddur um að hann muni ekki skila liði LFC neinu nema “vinnusemi” í framlínunni. Það er alls ekki það sem við þurfum, við þurfum skorara þarna í framlínuna eða e-n sem kemur með í kringum 20 mörk í deild á ári – ekki Mayer týpu.
  Ég vona auðvitað að Voronin muni standa sig og ætla að gefa honum séns fyrst hann var keyptur, en mann með þetta record hefði ég aldrei keypt í lið sem er að reyna að hífa sig upp úr meðalmennskunni og vera meðal þeirra bestu.
  Andriy, gerðu það láttu mig éta þessi orð ofan í mig.

 4. Úff þetta mark sem hann skorar í videoinu úr gríðarlega þröngu færi alveg við endalínu á ekki að vera hægt !
  Það væri alveg eftir því að hann verði hetja hjá LFC svona miðað við hversu litla umfjöllun koma hans hefur fengið : )

 5. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir Voronin, hlakka mikið til að sjá hvað hann getur. Hann er í stöðu sem nánast enginn framherji Liverpool eftir Ian Rush hefur verið; það er engin pressa á honum. Menn búast svo gjörsamlega ekki við neinu að ef hann endar sem varaliðsmatur, spilar fimm leiki fyrir okkur í vetur og fer svo á frjálsri sölu næsta sumar kemur það engum á óvart.

  En hvað getur svoleiðis maður gert? Kemur hann öllum á óvart og stimplar sig inn strax í haust? Lendir Torres kannski í vandræðum með að aðlagast, eða einn af hinum framherjunum í meiðslum, sem þýðir að hann fær fleiri tækifæri? Ef hann nær að spila svona ca 30 leiki (svipað og Zenden spilaði á síðasta tímabili) og skora svona 5-10 mörk (svipað og Fowler á síðasta tímabili) mun fólk tala um hann sem “success”. Ef Torres hins vegar spilar bara 30 leiki og skorar bara 10 mörk verður talað um hann sem “flopp”. Það er stór munur þarna á.

  Ég hlakka til að sjá kauða. Ég gæti haft rangt fyrir mér, en eitthvað segir mér að við verðum skemmtilega hissa með þennan kauða í vetur.

 6. Stb, vera kann að tískulöggan Voronin sé meðalmaður og raunar margt sem bendir til þess en hans statistik er 0,35 mörk per leik (32/92).

  Torres er með 82/214 skv. heimasíðu Liverpool sem gerir 0,38 mörk á leik svo það hlýtur þá að þýða að hann sé líka meðalmaður, ekki satt ?

 7. Menn verða að hafa það í huga að framherjar gera fleira en að skora mörk. Maður eins og Robbie Fowler lifði fyrir að skora mörk en maður eins og Kenny Dalglish lifði fyrir að búa til mörk, bæði skora þau sjálfur og skapa fyrir aðra.

  Í hópnum okkar í dag myndi ég segja að við séum með einn mann sem ætti að öllu eðlilegu að verða markahæstur hjá okkur á næsta tímabili: Dirk Kuyt. Hinir þrír – Torres, Voronin og Crouch, eiga allir að geta skorað sinn slatta af mörkum (helst svona 12-20 hver) og um leið búið til slatta einnig. Torres hefur aldrei verið markakóngur á Spáni, þótt hann hafi skorað mest hjá Atletico Madrid fimm ár í röð. Hann hefur hins vegar verið algjör leiðtogi liðsins á velli, bæði skorað mörk og búið til fyrir aðra. Þannig að í stað þess að sjá hann sem okkar Van Nistelrooy (þ.e. markamaskína) væri réttara að sjá hann sem okkar Henry eða okkar Rooney (og já, ég veit að Henry skoraði mikið en hann er undantekning frá þessari reglu um afturliggjandi framherja).

  Voronin mun eiga stoðsendingar, geta fyllt ýmsar stöður í ýmsum liðsuppstillingum fyrir Rafa og já, hann mun vonandi skila 10+ mörkum fyrir okkur í vetur. En ef þið gerið þær kröfur til hans að vera meðal markahæstu manna í deildinni eruð þið einfaldlega ósanngjarnir.

 8. Henry er nú ekki afturliggjandi framherji (þó hann hafi bæði skorað mikið og lagt upp), Bergkamp var oftast í því hlutverki hjá Arsenal og sá um að mata Henry með baneitruðum sendingum… nema þú viljir meina að Arsenal hafi þá verið að spila með tvo “afturliggjandi framherja” þá

  ég er á því að það hefði alveg eins verið hægt að gefa Bellamy eitt tímabil í viðbót og sleppa því að fá Voronin, Bellamy er allavega proven premiership player þó hann hafi verið slappur lengst af á síðasta tímabili…. þetta eru reyndar fordómar hjá mér þar sem ég hef nánast ekkert séð til mannsins nema youtube klippur, held samt að það sé augljóst að hann verði fjórði kostur í framlínuna (svipað og Fowler á síðasta seasoni, spili deildarbikarleiki og leiki sem hafa litla þýðingu)

 9. Sko, það má vel vera að hann hljómi einsog meðal-leikmaður. En 2 af 3 síðustu tímabilum í Bundesligunni hefur hann samt verið á meðal 20 markahæstu manna samkvæmt Soccerbot. Og samanburðurinn við aðra framherja er athyglisverður ef við tökum þessi tvö tímabil þar sem hann er meðal þeirra efstu.

  Tímabilið 2006/2007 skoraði Voronin 10 mörk. Til samanburðar: Pizarro (núna hjá Chelsea) – 8, Klose – 13.

  Tímabilið 2004/2005 skoraði Voronin 15 mörk. Til samanburðar: Berbatov – 20, Klose – 15, Pizarro – 11.

  Við sjáum t.d. að bæði skiptin er hann markahærri en Pizarro. Þrátt fyrir það var Pizarro til Chelsea fyrsta frétt á mörgum miðlum, en Voronin fréttum er tekið einsog einhverju gríní, einsog sést til dæmis á þessum pistli hjá Henry Birgi. Og gleymum því ekki að Voronin er einu ári yngri.

  Ég held í raun að þetta sé ágætt. Leyfum hinum liðunum að gera grín að Voronin. Ef hann getur ekki neitt, þá kostaði hann heldur ekki neitt nema laun. Ef hann sannar sig hins vegar þá er það frábært fyrir Liverpool. Ég get í raun ekki séð hvernig Voronin á að geta valdið okkur neinum sérstökum vonbrigðum.

 10. Já, ég nenni ekki einu sinni lengur að uppfæra öll þessi ungmennakaup. Er aðallega spenntur fyrir þessum strák frá Barcelona.

 11. Persónulega sé ég ekkert að því að fá til okkar efnilega unglinga.
  Langflestar fótbolta stjörnur nútímans voru jú einmitt einu sinni efnilegir unglingar : )

 12. Bjarni Böööö, Kristján svaraði meðalmennsku spurningu þinni um Torres fyrir mig. Hreint ótrúlegt að bera þá saman. Svolítið annað að bera mann saman sem ber lið sitt á herðum sér (Torres) og er í raun eini góði leikmaður þess og svo Andriy Voronin!
  Síðan skoraði Torres líka meira að meðaltali og er mun nær þessu “50% markahlutfalli” sem góðir framherjar eiga að vera í kringum.
  Einnig þykir spænska deildin “betri” en Búndeslígan en nóg um það. Ég hef bara litla sem enga trú á meðalmanninum (?) Voronin en vonast innilega til að hann afsanni það.
  Eitt í viðbót, ef að menn ætla að bera framherja saman við Claudio Pizarro og hafa hann sem e-ð viðmið þá er e-ð að! Pizarro hefur lítið sem ekkert getað miðað við endalausa sénsa hjá Bayern og frábært lið þar. Það segir kannski ansi mikið að Bayern gerði enga tilraun til að halda honum og leyfði honum að fara frítt. Segi það sama um hann og ég sagði um Ballack fyrir nákvæmlega ári síðan (og reyndar 2-3 árum fyrir það!!) að þetta er ofmetinn leikmaður sem mun ekki bæta neinu við lið Chelsea og gera ekkert nema að sýna hve “ekki frábær” leikmaður hann er.
  Vil þó taka það fram að ég vildi Voronin heldur en Pizarro til LFC.

  KV.

 13. Ég er hræddur um að það segi meira um fáfræði sumra knattspyrnuáhugamanna heldur en notagildi Voronin að hann skuli afgreiddur strax sem “meðalskussi”, oft af fólki sem hefur ekki séð einn einasta leik í þýsku deildinni. Ekki endilega þú Stb en margir.
  Voronin er mjög skotfastur, sterkur líkamlega og gríðar vinnusamur. Hann er þessi týpa sem Liverpool skortir gegn smáliðunum sem pakka í 8 manna vörn gegn okkur.
  Gegn þessum liðum er það einfaldleikinn sem blívar, geta breytt úr öxlunum, hlaupið eins og hauslaus hæna og bara dúndrað helvítis tuðrunni nógu oft og fast á markmanninn þangað til eitthvað dettur inn.

  Það sem skiptir lang langmestu fyrir Liverpool núna er að halda liðsandanum áfram góðum enda er það hann og snilld Rafa Benitez sem kemur Liverpool reglulega í úrslit CL.
  Voronin mun hafa mjög ákveðið hlutverk í liði Liverpool og styrkir liðsheildina. Við höfum ekkert að gera með 4 ofurstrikera því slíkir hrokafullir pésar eyðileggja oftast móralinn í liðum. Fótbolti er ekki manager-leikur.

  Torres og Gerrard verða mjög líklega aðalstjörnurnar okkar næsta tímabil. Restin af liðinu er byggð upp í kringum þá. Allir hafa sitt hlutverk í liðinu og viss valdastrúktúr kringum aðalliðið – Sumir eru byrjunarliðsmenn, aðrir supersubs, margir mjög efnilegir og aðrir eins og Hyppia eru á síðustu metrunum og eiga að miðla þekkingu sinni til hinna reynslulausu og spila smá.
  Hvað er svona flókið við að leyfa liðsmönnum Liverpool að sanna sig fyrst áður en menn tala þá niður sem “meðalskussa”?

  Þessi neikvæða umræða um Voronin er bara algerlega ótímabær og ekki að hjálpa klúbbnum neitt. Fyrir utan hvað hún er ofboðslega leiðinleg.

 14. Gott komment, Arnór!

  Og Hafliði, ég var ekki að finna að því að Rafa sé að kaupa helling af ungum leikmönnum. Það er bara svo mikið um þetta að það tekur því varla að vera að kommenta á þetta. Einsog ég segi mesta hype-ið er í kringum þennan Barca strák, svo maður er mest spenntur fyrir honum.

 15. Stb “Síðan skoraði Torres líka meira að meðaltali”. Sorry kútur, ég skil ekki þessa setningu ? Meðaltalið er fundið með því að deila fjölda marka með spiluðum leikjum. Hvernig hægt er að skora meira en að meðaltali skil ég ekki en þú upplýsir það vonandi.

  Reyndar finnst mér Kristján taka undir mitt innlegg ef út í það er farið.

  En ég vil taka skýrt fram að ég var ekki að dissa Torres, ég er ekki í vafa að hann er betri leikmaður að flestu eða öllu leyti en Voronin en það sem mér fannst vont var að dæma menn sem meðalmann eða skussa út frá tölfræði sem er þegar grannt er skoðað ekki betri en t.d. hjá Torres. Það er vond aðferð eða í besta falli vafasöm. Tölfræðin er nefnilega ólíkindatól.

  Ég var jafn hissa og allir á kaupunum á Voronin o

 16. Arnór, ég reyndar hef fylgst mikið með þýsku deildinni seinstu ár og séð góðan slatta af leikjum þaðan enda mikill Bayern aðdáandi. Þannig að þarna skýtur þú þig þokkalega i fótinn. Mér finnst hann ekki hafa neitt fram að færa fyrir lið sem ætlar að vinna Premíuna.
  Til að svara meðaltalinu þá er 0,35 mörk hjá Voronin og 0,38 mörk hjá Torres (það sem þú einmitt minnist á !!! svo ég hélt að þú myndir vita það) meðaltöl þeirra yfir skoruð mörk. Sem sagt “Síðan skoraði Torres líka meira (en Voronin) að meðaltali”, fannst við hæfi að minnast á það fyrst þú fórst að bera þá saman.
  KAR fór réttilega út í hæfileika Torres, að hann væri leiðtogi á velli og að hann legði upp mörk. Það sýnir fram á að Torres “skorar ekki bara mörk” heldur gerir annað og oft mikilvægara. Það vantar fleiri t.d. leiðtoga í LFC.

  KV.

 17. Stb, ef þú lítur betur þá tók ég einmitt fram “ekki endilega þú heldur margir [aðrir]”.
  Sá af öðrum kommentum þínum að þú horfir á þýska boltann.

  Geturu síðan útskýrt fyrir mér hvað í ósköpunum setningin… “mér finnst hann ekki hafa neitt fram að færa fyrir lið sem ætlar að vinna Premíuna.” …þýðir?
  Man Utd vann ensku deildina í vor, er þá t.d. Alan Smith (sívinnandi, góður skotmaður en léleg tækni og símeiddur) líka alger meðalskussi sem hefur ekkert erindi í meistaralið??!

  Það er bara með öllu óskiljanlegt að menn geti FYRIRFRAM verið á móti öguðum og vinnusömum leikmanni sem er með 0.35 mörk í leik, kemur á FREE TRANSFER, hefur þónokkra reynslu úr evrópukeppnum og ýtir hinum útbrunna Robbie Fowler útúr liðinu.

Vinsældir Liverpool bloggsins

Wrexham 2 – Liverpool 3