Allt að gerast?

Liverpool tilkynnti formlega um komu Andrei Voronin í dag. Voronin kemur á frjálsri sölu frá Bayer Leverkusen og hefur skrifað undir 4 ára samning.
Benitez hefur þetta um drenginn að segja:

“He is a player with pace and good movement. He plays between the lines, between defenders. He is a good worker also and he scores goals. He’s not the kind of player you can talk about strengths because he has many things he can give to us.”

Eins og Einar Örn greindi hérna frá í gær þá er talið afar líklegt að Bellamy sé á leið til West Ham en núna lítur út fyrir það að Cisse gæti einnig verið á leið til Eggerts og co hjá West Ham. Mér er í raun slétt sama hvert hann, bara að við fáum sem mest tilbaka af þeim 14 milljónum punda sem við greiddum fyrir drenginn. Það er því ljóst að Carlos Tevez verður ekki í herbúðum West Ham á næsta tímabili en talið er líklegt að hann sé á leið til Man Utd.

Zenden sem ekki fékk sinn samning endurnýjaðan hjá Liverpool er víst ekki á leið til PSV líkt og talið var heldur hefur gengið til liðs við Marseille. Þar með er ljóst að Zenden getur án efa fengið starf sem túlkur hjá Evrópusambandinu þegar knattspyrnuferlinum lýkur með hollensku, spænsku, ensku og núna frönsku uppá vasann.

5 Comments

  1. nei væri nú ekki nær að geyma tíuna aðeins fyrir eitthvað stærra nafn en Voronin !

  2. Ég spyr bara…er Voronin góður leikmaður? Mann grunar að ef Rafa hefði ekki ráðið hann þá hefði hann allt eins getað endað hjá Start í Noregi já eða bara hjá FH 🙂 Ok, kannski orðum aukið en varla þurfti Rafa að berjast við nein stórlið til að ná í kappann. Ég er til í að gefa honum séns til að sanna sig en hefur einhver hér eitthvað info um manninn?

Bellamy til West Ham?

Vinsældir Liverpool bloggsins