Bellamy til West Ham?

Þar sem að Carlos Tevez er á leið til Man U þar sem hann ætlar ásamt Wayne Rooney að mynda fallegasta framherjapar mannkynssögunnar, þá er ljóst að West Ham vantar nýjan framherja.

Koma Fernando Torres til Liverpool þýðir líka að Liverpool er sennilega með offramboð af framherjum. Það er alveg ljóst að Dirk Kuyt var framherji númer 1 hjá Liverpool í fyrra og Rafa hefur ítrekað drepið niður allar sögusagnirnar um að Peter Crouch væri að fara frá liðinu (Guði sé lof). Við þá þrjá bætist svo [tískufrömuðurinn Andriy Voronin](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=andriy-voronin-voronin-checks-out-melwood%26method=full%26objectid=19402809%26siteid=50061-name_page.html).

Þannig að auðvitað hafa öll blöð bendlað Bellamy við West Ham. En BBC ganga eitthvað lengra og segjast hafa fyrir því heimildir að Craig Bellamy muni [líklegast fara til West Ham](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/6270944.stm). Þá er bara að vona að Liveprool fái góðan pening og kannski einsog einn ísraelskan kantmann í kaupbæti.

13 Comments

  1. Haha, Tevez og Rooney verða skelfilega ljótir saman.. Ferguson hefði átt að fá Ronaldinho á sínum tíma (þó að ég vilji það auðvitað ekk) bara til þess að hafa hann með þeim þarna.

    United voru bara orðnir of myndarlegir með venjulega menn eins og Ronaldo og Vidic þannig að Ferguson verður að bæta það upp með einum allra ljótasta.

  2. Rooney og Tevez hljómar samt ekki allt of vel fyrir andstæðinga United. Þeir eru líklegir til að gera góða hluti verð ég að segja.

  3. “United voru bara orðnir of myndarlegir með venjulega menn eins og Ronaldo og Vidic”

    Skil ekki svona skrif. Ronaldo er án efa sá ljótasti. En eins og Óli bendir réttilega á, þá lítur þetta ekkert alltof vel út fyrir andstæðinga Man U. Ef af þessum kaupum verður eru þeir komnir með alveg svakalegt lið. Og svakalega dýrt.

  4. Ég reyndar fatta ekki af hverju þeir vilja kaupa mann eins og Tevez, og þá er ég ekki að meina það á þann veg að hann sé vondur kostur til að kaupa, þó síður sé. Hann er bara nánast nákvæmlega eins leikmaður og Rooney. Hvorugur þeirra er þessi framherjatýpa og spila best í nákvæmlega sömu stöðunni. Miðað við þann pening sem kostar að fá Tevez, þá hélt ég að Man Utd myndi leita að manni til að fylla Saha stöðuna frekar.

  5. Allavega er Ronaldo mjög ofarlega i öllum svona listum hjá konum, ég ætla bara að sleppa því að dæma það eitthvað. Það skiptir þó engu.

    Ég er alveg sammála því að Rooney og Tevez eru alveg eins leikmenn en ég sé samt enga ástæðu fyrir því að það gæti virkað. Tevez er mikill markaskorari, meiri en Rooney og þeir þurfa ekki að hafa neinar ahyggjur ef Ronaldo verður í svipuðu formi og í fyrra.

  6. Já ég er soldið sammála þér Steini þeir búa yfir mörgum svipuðum kostum. Hinsvegar er ekki nokkur spurning að manu með Tevez innanborðs verður mun sterkara heldur en manu ekki með Tevez hvort sem Fergie spilar þeim saman eða ekki. Tevez hefur líka sýnt núþegar að hann hefur aðlagast enska boltanum ágætlega og mun að öllu óbreyttu gera sinn skerf af mörkum fyrir ensku meistarana.

    Okkar maður Torres á eftir að sýna okkur að hann geti aðlagast hratt og vel og mun spila undir nokkurri pressu sem dýrustu kaup klúbbsins frá upphafi og mun sú pressa aukast í samræmi við það hversu langt líður á milli marka hjá honum. Ef hann skorar ekki í fyrstu leikjunum þá verður strax kominn pressa og gagnrýni og spurning hvernig hann tekst á við það.
    Auðvitað gæti hann slegið strax í gegn og skorað jafnt og þétt en einhvern veginn á maður ekkert von á því svona strax. En við sjáum til.

  7. Einföld lausn á því Kristinn, bara kaupa einhvern dýrari og þá er pressan farin 😉

  8. er tevez ekki að fara á 12 mánaða lánsdíl til manu? einhversstaðar sá ég það, ég efa það stórlega að manu hafi peninginn í að eyða 50 milljónum punda í owen, anderson og nani og blæða svo í tevez, sem myndi varla fara fyrir minna en 30 milljónir…

  9. Konurnar ráða þessu strákar, því miður, og C. Ronaldo er vinsæll þeirra á meðal. Það breytir þó því ekki að eftirtaldir “folar” leika fyrir United: Neville, Fletcher, Scholes, Rooney og væntanlega Tévez. Þetta er vægast sagt fríður hópur.

    Annars angra kaup United í sumar mig lítið. Það sem þurfti að gerast í sumar var að Liverpool þurfti að eignast leikmenn sem gætu unnið leiki sem annars myndu tapast, og Torres er slíkur leikmaður. Við þurfum hvort eð er að hafa meiri áhyggjur af John O’Shit heldur en Tévez/Anderson/Nani.

    Svo er engin trygging fyrir því að þetta nýja stjörnulið hjá United geli saman í vetur. Galacticos #2? Hver veit, en fyrir ári síðan töldum við víst að koma Ballack og Schevchenko til Chelsea þýddi að þeir væru ósigrandi. Það er ekkert öruggt í þessu.

  10. Jah, Nani og Andersson eru kannski ekki sambærileg kaup við Ballack og Sheva. Hinir síðarnefndu voru búnir að festa sig í sessi sem stjörnuleikmenn í evrópska boltanum mörg ár áður en þeir komu til Che. Ungu strákarnir sem eru að koma til Man U eru í kringum tvítugt og alveg mökkgraðir í að sanna sig meðal þeirra bestu um ókomin ár og vinna titla.

  11. Að lesa kveðjugreinarnar um Garcia er erfitt!! Það er eins og góður vinur manns sé að yfirgefa mann.

    Lesa um mörkin hans á leið okkar að Meistaradeildartitlinum..

Hvað næst?

Allt að gerast?