Torres kominn!!!

Fernando Torres skrifaði í dag undir sex ára samning við Liverpool FC. Kaupverðið á kappanum er 20m punda en gæti hækkað upp í 26.5m punda á næstu árum ef velgengni liðsins og Torres nær að virkja nokkrar klausur í samningnum. Þetta er hæsta fé sem Liverpool FC hefur greitt fyrir leikmann og staðfestir metnað nýrra eigenda félagsins í að berjast um bestu leikmennina á markaðnum.

Með öðrum orðum, ykkur er óhætt að byrja að gleðjast. 😉

34 Comments

  1. Það er ljóst að Benitez heldur þessu skeggi eitthvað fram á sumarið, er konan búin að henda honum út?

  2. Til hamingju Liverpool aðdáendur… loksins höfum við þorað að eiða peningum og vona ég svo innilega að þetta sé rétti maðurinn.. ég hef að trú á honum.. ..

    En og aftur… til hamingju….

    p.s ætli nýju eigendurnir hafi eithvað fengið að ráða deginum 🙂 það er nú þjóðhátíð í USA…

  3. Frábærar fréttir, hér er á ferðinni einn af betri sóknarmönnum Evrópu í dag. Mitt mat var að hann væri(var) svolítið að staðna hjá A.Madrid og hafi því þurft á nýrri áskorunn að halda. Ef einhver ætti að geta virkjað til fulls og bætt hæfileika hans þá er það Benitez. Ég vona svo innilega að hann nái að sýna allar sínar bestu hliðar með Liverpool, því ef hann nær því þá verður Liverpool liðið mun betra í vetur en þann síðasta.

    Þetta eru líka skýr skilaboð til annarra leikmanna sem liðið er á eftir, við höfum metnað, gæði og peninga til að verða besta lið Englands og Evrópu.

    Velkominn Torres

    ps. nú er bara næsta skref að landa einum gæða kantmanni (minn óska Simao)

    Kv
    Krizzi

  4. Algjör snilld. þetta er trúlega það besta sem getur komið fyrir liverpool! Til Hamingju allir Liverpool Aðdáendur nú vantar bara kantmenn og þá er Enska Deildin unnin

  5. Frábært, frábært. Loksins koma alvöru kaup frá LFC. Þessi kaup fá mig til að trúa því að við getum unnið lið eins og Chelsea og Man U í baráttunni um titilinn stóra. Nýju eigendurnir mega eiga það að þeir byrja vel, maður var farinn að óttast að þeir hefðu ekkert til að eyða en svo er greinilega ekki. Núna verða þeir að kaupa 2 frábæra leikmenn til viðbótar, kantmenn, og þá er LFC með besta liðið á Englandi!

  6. Snilld núna fyrst er maður farinn að trúa þessu og þetta er myndin sem maður er búinn að vera bíða eftir lengi.

    En kappinn á alveg eftir að sanna sig og tryggir alls ekki að titillinn sé á næsta leiti, eða að við séum bara kanntmanni frá titlinum. Verum nú rólegir í væntingunum eitt árið og látum (þá láta) verkin tala.

    Varðandi Torres þá lýst mér best á hvað hann vildi greinilega bara koma til Liverpool, virkar eins og maður væri sjálfur ef maður bara væri ÖRLÍTIÐ (bara smá) betri í fótbolta!!! Trúr sínu uppeldisliði alla tíð og færi bara til Liverpool, ekki neins annars liðs…….hljómar eins og byrjun á ævintýri

    …… a.m.k. Disney-mynd. ; )

    kv. Babú, sem er farinn að rissa upp handrit af kvikmynd 😉

  7. Ég er nú bara svona að spá og spekúlega Kristjá, áttu nokkuð mynd?

  8. Já vonandi gengur honum vel í þessari fínu treyju og afsanni þær smá sefsemdir sem eru í kollinum á mér.
    Úlli, viltu útskýra jokið ?

  9. Þetta er frábært. Maður er búin að segja í allt sumar að maður gæti slakað á ef það mundi detta eitt alvörunafn en svo núna þegar það er komið þá er maður strax farin að vilja bara meira, FREKJA ?

    En allaveganna er maður sáttur í dag og ég er búin að opna einn kaldan í tilefni dagsins.

  10. Mér fannst best þegar hann kommentaði fyrirliðaarmbandið með YNWA í viðtalinu á offical síðunni. Segir að allir vinir hans og hann séu búnir að vera dedicated LFC fans frá því að þeir voru litlir og séu allir með YNWA tattóverað á kroppnum. Hann hafi hinsvegar ekki gert það, þar sem hann var að spila fyrir A. Madrid.

    Þetta er svo góður dagur.

  11. Ef einhver er að kommenta hér á þessu bloggi, þá geri ég ráð fyrir að sá hinn sami sé með tölvuaðgang. Aftur geri ég ráð fyrir að viðkomandi geti gúglað sjálfur hvort mynd af einhverri snót sé til eða ekki, og það kemur bara ekkert þessari síðu við.

    En auðvitað end ég á því að segja aftur hversu frábærar mér finnast þessar fréttir með Torres. Hann hefur metnað og vonandi mun hann blómstra út í vetur. Við hljótum að taka extra vel á móti honum!

  12. Og já, það þarf kannski ekki að taka það fram, en ég er í skýjunum yfir þessum fréttum. Bæði það að þetta sýnir að nýjum eigendum er alvara og svo erum við komnir með Fernando fokking Torres í framlínuna!!!

  13. Þetta er algjör snilld!! Maður hefur beðið lengi eftir svona kaupum. Þarna sýna nýju eigendurnir að þeim er alvara. Er sannfærður um að hann eigi eftir að blómstra með Stevie G. og co. Myndi vilja sjá Simao koma líka. Þá væri hægt að fara að tala um alvöru atlögu að titli.

  14. Ég tek eftir því á official síðunni að þar talar Rafa um að hann vill ekki endilega að Torres skori 20+ mörk heldur vill hann frekar hafa 4 framherja sem skora 15 mörk hver. Þannig að samkvæmt þessu að þá er einhver á leiðinni út eða hann sér Kuyt, Bellamy, Crouch eða Voronin fyrir sér annarsstaðar á vellinum en í framlínunni!!!

  15. SSteinn – hver kemur næstur?
    Það er greinilegt að þú hefur ansi góð sambönd og það væri mikill greiði gerður með því að láta okkur vita strax þannig að maður geti hætt því að fara inn á þessa síðu nokkrum sinnum á dag – færi bara einu sinni 😉

    Til hamingju poolarar. Það er mín tilfinning að það sé frábær vetur í vændum og frábær næstu ár 🙂

    kveðja, Manni

  16. Mér sýnist úlli hafa verið að þakka Mumma fyrir að segja okkur að Bellamy sé til sölu.

  17. Nei, reyndar ekki þetta með Bellamy, ég er ekki enn sannfærður um það.
    En hitt er núna á allra vitorði.
    Kv, Úlfar.

Torres stenst læknisskoðun

Hvað næst?