Torres mál að klárast; Heinze, Pacheco?

Jæja, BBC segja núna að Liverpool og Atletico Madrid hafi komist að samkomulagi um að Fernando Torres muni koma til Liverpool fyrir 26,5 milljónir punda. Hugsanlegt er að Luis Garcia fari til Atletico og verði þá metinn á 4,5 milljónir punda – en hann hefur þó leyfi til að hafna því og mun það ekki leggja samninginn um Torres í hættu.

Mér líst ótrúlega vel á þetta. Þetta eru, leyfi ég mér að fullyrða, stærstu kaup Liverpool í langan, langan tíma.

Núna er bara spurning um að Torres og Liverpool komist að samkomulagi um kaup og kjör en það er ekki talið verða erfitt, þar sem að Torres vill spila fyrir Liverpool.

* * *

Einnig þá endurtaka BBC menn líka slúður um að Gabriel Heinze kunni að vera á leiðinni til Liverpool. Þetta er athyglisvert slúður, ekki síst fyrir þá staðreynd að Heinze spilar auðvitað fyrir Man U. Hann var þó fyrir tveimur árum talinn vera besti vinstri bakvörður ensku deildarinnar (ef ég man rétt), svo að hann væri ekki óspennandi kostur. Það er þó þannig að um leið og menn setja á sig Man U treyju þá afskrifar maður þær sem persónur og því er afskaplega erfitt að sjá fyrir sér Man U leikmann setja á sig fallega Liverpool treyju.

En Fernando Torres mun allavegana pottþétt koma vel út í Liverpool treyju og ég þori að veðja að hann mun slá Steven Gerrard út í vinsældum á treyjum.

* * *

Einnig þá segja Sky að Liverpool hafi gengið frá kaupum á ungum strák frá Barcelona, Dani Pacheco. Það þýðir að Liverpool hafa nánast keypt heilt lið af 16-18 ára strákum núna í sumar. Þessi strákur hljómar þó mest spennandi af þeim öllum. Ungmennaþjálfari Barca segir um þessi kaup:

>”It is a great loss for the club because he is a forward with a lot of quality. He has been our top goalscorer and has already played for the youth team.

>”Alongside Thiago Alcantara and Gai Assulin, he is one of the cadets we had the most hope for, but nothing can be done anymore.

Hljómar svo sannarlega vel.

17 Comments

 1. Var einmitt að sjá þetta. Lítur út fyrir að Ssteinn hafi haft rétt fyrir sér um daginn varðandi Torres. Gott mál það. Ég hlakka gríðarlega til að horfa á æfingaleikina okkar.

  Síðan rak ég augun í þennan unga dreng frá Barcelona, lítur spennandi út. Ungu strákarnir sem liðin á Englandi hafa keypt hafa staðið sig ótrúlega vel sbr. Fabregas hjá Arsenal.

 2. Frábærar fréttir verð ég að segja. Þetta er sá sem Liverpool hefur vantað síðastliðin ár.

  Síðan vantar einn til tvo kantara og Heinze…þá erum við golden!!!

 3. Með þennan spanjóla, ef hann væri einhver Messi, af hverju ætti Barcelona þá að vera að selja hann? Spænskur strákur líka, sé ekki af hverju hann ætti að vera ólmur í að fara til Englands.

 4. út af því að hann var ekki samningsbundinn Barcelona af því að hann er 16 ára elsku kale minn… þannig er það nú bara.

  Af hverju vilja Torres, Fabregas, Reyes, Tevez, Forlan, Henry, van der Sar, Morientes og allir þessir gaurar fara til Englands? Ábyggilega sama ástæða hjá Pacheco.

 5. Snilldar kaup en algert bull að einhver pappakassi frá Spáni slái lifandi goðsögn út í treyjusölu þó svo að maður voni auðvita að aðdáendur taki honum vel.

  STEVE G for life !!!!

 6. Sammála Pétri, Gerrard is the King !
  En Torres verður toppleikmaður í Liverpool og ég er mjög ánægður með að þetta er allt að byrja…

 7. Mer líður eins og í Football Manager leiknum vitandi af Fernando Torres að koma til Liverpool! 🙂 Nú er spurningin hvort hann passi inn í þetta hjá okkur.

  Einnig varðandi Heinze að þá líst mér tussu vel á það en verðmiðinn er dálítið hár miðað við 29 ára leikmann. Hann er leikmaður sem ég hef alltaf vonað til að væri meiddur eða ekki með þegar við spilum við Scums.

 8. Menn eru ekki að klúðra neinu, Hafliði. Ef hann vill fara til Chelsea má hann það. Stundum gerist það bara að menn velja önnur félög fram yfir Liverpool. Og hver veit, kannski var áhugi Liverpool ekki það mikill til að byrja með?

  Rafa fær sína menn að lokum. Sjáum til.

 9. Já ég geri mér alveg grein fyrir því Kristján, en miðað við umræðuna á þessum miðli og flestum öðrum undarfarnar vikur þá er þetta nú svolítill viðsnúningur ekki satt ?

 10. Hvaða umræðu? Malouda er frábær leikmaður sem ég hefði verið vel til í að sjá hjá Liverpool, það hef ég oft sagt hér og stend við. En ég þori að fullyrða að það hefur enginn haldið fram að þetta væri frágengið mál, a.m.k. ekki á þessari síðu.

  Einu fréttirnar sem við fengum voru af áhuga LFC á Malouda. Hins vegar fengum við engar fréttir af tilboði, á meðan við fengum fréttir af tilboði í Mancini sem við getum þá gefið okkur að hafi verið Rafa ofar í huga en Malouda.

 11. Úff, rólegur Kristján.
  Var ég að segja að hér hafi því verið haldið fram að kaup á Malouda væru frágengin ?
  Það hefur hinsvegar verið heilmikil umræða hér um ágæti þessa leikmanns og að allflestir væru spenntir fyrir komu hans til LFC og miðað við greinina sem ég setti linkaði á þá finnst mér eðlilegt að spyrja hvort okkar menn séu að klúðra samningnum um kaup á honum.
  Og þó svo að “við” höfum ekki fengið fréttir af samningaviðræðum við hann þýðir það ekki að viðræður hafi ekki átt sér stað.

 12. Ég er rólegur. Við erum að ræða málin hérna. 🙂

  Það sem ég meinti er að mér finnst orðalagið “að klúðra” vera rangt. Við getum tekið dæmi, Lucas Neill í janúar. Hann var með tilboð frá Liverpool á borðinu, hafði greinilega komist að samkomulagi við þá og Liverpool voru búnir að komast að samkomulagi við Blackburn. Þá komu West Ham inn og buðu honum hærri laun og hann valdi það einfaldlega fram yfir Liverpool. Ekkert “klúður” þar, hann einfaldlega kaus West Ham fram yfir Liverpool, hverjar svo sem ástæðurnar hafa verið.

  Hvað Malouda varðar er erfitt að segja með vissu hvað er í gangi því við vitum ekkert eins og stendur. Rafa hefur væntanlega áhuga ef eitthvað er að marka fréttirnar, en hversu langt nær sá áhugi? Spurðu menn Aulas, forseta Lyon, hvert verðið á Malouda væri og líkaði ekki svarið? Finnst Liverpool 17m punda of hátt fyrir hann, en Chelsea eru til í að greiða það og því fer hann þangað? Eða eru bæði lið til í að greiða þá upphæð og hann langar meira til Chelsea, og þá af hverju? Meiri laun? Vinur Drogba? Sáttur við það sem Mourinho sagði honum? Eða hvað?

  Aðalmálið er að ef hann er að fara til Chelsea þá er það varla “klúður” hjá okkar mönnum. Það getur átt sér ýmsar ástæður, þar á meðal þær að Rafa hafi á endanum talið hann of dýran eða ekki rétta manninn og hafi því ákveðið að setja kapp á að fá Mancini eða einhvern annan slíkan fyrst. En það er alveg á hreinu að ef Malouda er fyrsti valkostur hjá Rafa hefur allt verið gert til að fá hann, þannig að það er ekki eins og menn séu að sofa yfir sig eða gleyma sér.

 13. Þetta snýst ekki alltaf um hverja við þurfum að kaupa heldur
  hverja við þurfum að losa okkur við. (Riise)

 14. Gott, ég er nefnilega líka glaður líka : )
  Sko þegar að ég sagði “klúðra” þá var ég með það í hausnum sem Malouda segir í viðtalinu að LFC hafi bara sent “milliliði” til að ræða við sig ólíkt Chelsea.
  Svo má alltaf ræða hversu mikið er til í þessu viðtali : )
  En ef að þetta með milliliðina er rétt þá hefur Rafa líklega ekki verið að stressa sig of mikið á þessum leikmanni.

 15. Já, ég væri reyndar til í að vita hvað Malouda er að tala um með þetta millliðadæmi. Það hljómar vægast sagt furðulega.

Cisse á leið til Marseille.

García farinn til Atletico, Torres staddur í Madrid