Torres MUN koma!

Nánast öll stóru blöðin munu á morgun bera þær fréttir að Liverpool sé búið að komast að samkomulagi við Atletico Madrid um kaup á FERNANDO TORRES fyrir 27 milljónir punda!!!

Sjáið bara þetta:

Guardian: £27m Torres heading for Anfield as Benítez makes striking move
Independent: Liverpool will pay record-breaking £27m for Torres
Daily Telegraph: Liverpool on verge of £27m deal for Torres

Eini gallinn við þetta er að talið er víst að Luis Garcia muni fara til Atletico Madrid (hann er þá metinn á um 4 milljónir punda).

Svo ég kvóti í The Guardian:

>Liverpool and Atlético Madrid have agreed a deal to take Fernando Torres to Anfield. Liverpool will pay fractionally less than the €40m (£27m) buy-out clause Torres has at the Vicente Calderón, leaving the 23-year-old striker to finalise personal terms before the move goes ahead.

Það virðist því vera að komast á hreint að Fernando Torres er á leiðinni til Liverpool fyrir peningaupphæð sem mun **rústa** fyrra meti Liverpool. Þetta er nærri því tvöfalt hærri upphæð en Liverpool borgaði fyrir Djibril Cisse. En fyrir það fær Liverpool einn heitasta framherjann í heiminum í dag, sem er aðeins 23 ára gamall, fyrirliði síns liðs á Spáni og án auk þess að vera frábær framherji þá er hann líka peningamaskína, sem mun skila liðinu miklum upphæðum.

Ég veit ekki með ykkur, en ég er allavegana glaður! 🙂

27 Comments

  1. Stórkostlegt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  2. FRÁBÆRT! Torres er að koma. Fernando fucking Torres. Eftir misheppnuð framherjakaup síðustu ára er erfitt að tapa sér í einhverri alsælu yfir þessum kaupum, en um leið er erfitt að halda aftur af sér. Þetta eru vægast sagt MJÖG spennandi kaup og ef hann stendur undir væntingum er hér komin okkar Rooney/Henry-týpa í framlínuna, þ.e. gaur sem getur unnið leiki upp á eigin spýtur.

    Hins vegar er ljóst að liðinu verður mikill missir af Luis García. Utan Steven Gerrard hefur Tumi Þumall verið nánast sá eini sem hefur verið að skora mörk af miðjunni fyrir liðið, auk þess sem hann hefur sérhæft sig í að skora mikilvæg mörk í stórleikjum. Jú, hann er mistækur og á það til að reyna hluti sem takast ekki en áræðni hans og markagleði hafa verið liðinu ómetanleg á tímum (spyrjið bara Petr Cech og Gigi Buffon). Ef hann er að fara þakka ég honum fyrir tvö og hálft frábært ár með Liverpool og segi að það er ennþá meiri pressa á stjórnendum klúbbsins að kaupa góða vængmenn eða ‘flair players’ á miðjuna. Ef Torres er kominn er framherjahópurinn okkar orðinn frábær fyrir næsta vetur, nú er að snúa sér að því að landa eins og einum eða tveimur flinkum könturum í staðinn fyrir García, Gonzalez og Zenden sem fara væntanlega allir burt í sumar.

    Torres, Mancini og Malouda/Sabrosa og þá er ég sáttur. 🙂

  3. Garcia á 4 milljónir er bara gjafverð, 7 hefði verið fínt og 20 in cash 🙂

  4. Þetta eru afar góðar fréttir en líkt og KAR minnist á þá veit maður ekki alveg hvernig maður á að vera því svo oft hafa væntingarnar verið miklar til leikmanna og oftar en ekki staðið undir þeim.

    En Torres er klárlega leikmaður framtíðinnar og mun styrkja okkur ótrúlega mikið. Leikmaður sem er fyrirliði svona ungur hlýtur að vera meira en bara góður leikmaður.

    Hvað varðar að Luis Garcia sé að fara þá óska ég honum góðs gengis. Hann vildi fara og þannig er það. Hann gat glatt mann ótrúlega mikið en einnig pirrað mann óskaplega.

    Núna skulum við einbeita okkur að vængmönnum eins og t.d. Malouda og Mancini.

    Góða helgi.

  5. Ég hef blendnar tilfinningar gagnvart þessum kaupum á Torres. Ég veit ekki hvort hann sé rétti maðurinn, en ég hef alls ekki séð nógu mikið til hans til að vera með einhverja gagnrýni. Ég treysti einfaldlega Rafa til að gera réttu hlutina í leikmannamálum. Nú er bara að splæsa í tvo öfluga kantmenn sem munu berjast um stöður við Pennant og Kewell á næstu leiktíð; Malouda og Simao takk!!

    Það verður leiðinlegt að sjá á eftir Luis Garcia. Framlag hans á undanförnum árum er ómetanlegt, án hans hefðum við líklega ekki unnið Meistaradeildina 2005 þar sem hann skoraði flest mörkin í útsláttarkeppninni og mikilvæg voru þau svo sannarlega. Að selja hann á 4 milljónir punda finnst mér gera lítið úr þessu framlagi hans þar sem kaupverðið á sínum tíma var í kringum 6 milljónir punda.

  6. Garcia á ekki nema 1 ár eftir á samningi sínum við Liverpool og því vonlaust að fá góða upphæð fyrir hann.

  7. Garcia er líka orðinn nokkuð eldri en hann var þegar hann kom!!!

    og þetta er það gáfulegasta sem ég kem til með að segja þennan daginn.

    En ég fer ekki að fagna kaupum á Torres fyrr en hann stendur við hliðina á Rafa í Liverpool búning og með trefil á Anfield Road.

  8. síðasti fernando sem var í liverpool stóð sig nú ekki vel miðað við væntingar þannig að torres gæti alveg floppað líka. það verður að gefa honum eitt ár til að aðlagast (það er að segja EF hann kemur.)

  9. Veit ekki alveg hvað manni á að finnast um þetta.
    Hefði verið meira til í Teves á ca. 16 og svo reyna aftur Simao fyrir ca. 14.
    En Það hafa önnur lið verið að eyða svipuðum upphæðum í fyrstaflokks leikmenn sem hafa ekki reynst vera úr því gulli sem ætlast var til…. þannig að því ekki að prófa þennan pakka líka.

    Já – ef við fáum ekki Teves.
    Nei – ef við gætum fengið Teves og Simao

    Sharkurinn

  10. Ég hef aldrei verið hrifinn af þessum leikmanni og hef oft lýst þeirri skoðunn minni hérna. Það sem er hins vegar jákvætt er að loksins er liðið að sign-a stór nöfn þrátt fyrir að gæði téðs leikmanns séu etv umdeilanleg. Vona að þetta kaupverð komi ekki í veg fyrir fleirri kaup í sumar því þetta eitt og sér er engan veginn nóg til að taka framförum frá síðasta tímabili.
    Vona svo að ég, eins og maður með skál af Knorr bókstafasúpu, þurfi að éta orðin ofan í mig um Torres…

  11. Frábææært!!!!!!!. Er nú svartsýnismaður að eðlisfari en þetta eru frábærar fréttir og við erum að fá toppleikmann sem að auki ætti að eiga sín bestu ár eftir en ekki að baki. Svo er líka annað í þessu sem gleður mitt litla hjarta, Rafa hefur hingað tl ekki verið sú týpa að eyða öllum peningum er hann hefur til umráða í einn mann svo ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að við Liverpoolmenn eigum eftir að sjá fleiri sterka leikmenn koma í sumar, góðir kantarar báðu megin og við erum orðnir feykilega sterkir.

  12. Búningur, trefill og Anfield og ég skal kaupa þetta 🙂
    Geggjað ef satt reynist og ekki síst ef hann stendur undir væntingum.

  13. Líst virkilega vel á þetta, hvað eru menn að efast svona rosalega um Torres, það skiptir ekki máli hvern Liverpool myndi kaupa það væru alltaf einhverjir sem hafa eitthvað slæmt að segja. Maður sem er aðeins 23 ára verður ekki fyrirliði hjá Atletico madrid og landsliðinu á Spáni með því að hafa góðann persónuleika! Ég held allavega að hann eigi eftir að slá í gegn.

  14. For the record er ég búinn að segja að Torres sé ofmetinn löngu áður en hann var orðaður við Liverpool 🙂

  15. Ég vil bara segja eins og eg sagði í færslu hér neðar að núna ef við fáum hann og setjum Garcia uppi, þá er það bara að selja Bellamy og kaupa Martins eða Tevez…. það fer ekkert svo mikill peningur þar á milli.
    Þá erum við komnir með alminnilega framlínu sem getur unnið deildina…! Crouch, Kuyt, Torres og (Martins/Teves)

  16. Líst mér vel á þetta. Ungur leikmaður sem hefur sannað sig í Evrópu og á sín bestu ár inni. Erum nú farnir að fjárfesta í leikmönnum sem eru á svipuðum mælikvarða og Chelsea og Utd er að fjárfesta í. Nú þarf bara að fara fjárfesta í kantmönnum til þess að leggja upp mörk.

  17. Frábært ef satt reynist. Að mínu mati leikmaður sem gæti orðið einn sá besti í heiminum.

    Ég hef líka litlar áhyggur af fjárhæðinni sem við borgum. Nýjir eigendur eiga greinilega pening og heimsklassa framherjar kosta einfaldlega sitt. Frábært að við séum loksins samkeppnisfærir á þessu sviði.

    Mín önnur draumakaup væru Dani Alves. Ef hann, Malouda eða Sabrosa kæmi yrði ég fyllilega mettur þetta sumarið.

    Áfram Liverpool!

  18. “Líst mér vel á þetta. Ungur leikmaður sem hefur sannað sig í Evrópu og á sín bestu ár inni.”
    Vil benda á að þessu tilefni að Torres hefur aldrei leikið í Evrópukeppni og frammistaðan með landsliðinu er ekki beint sannfærandi.

  19. Telst Evrópukeppni landsliða ekki til Evrópukeppni Kjartan? Persónulega fannst mér hann einn albesti framherjinn á síðasta HM og er það nú nokkuð stór keppni líka. Tel það nú ágætis statement um frammistöðu með landsliði. Það sem ég hef séð af þessum framherja, þá er hann bara hrikalega spennandi kostur enda sýnir það sig að það eru flestir hrikalega spenntir fyrir komu hans til liðsins. Er hræddur um að einhverjir myndi röfla yfir því ef einhverjir mótherja okkar væru að fá hann og við ekki að blanda okkur í baráttuna.

  20. Með Evrópukeppni er ég að tala um keppnir félagsliða. Torres hefur ekki einu sinni spilað í Intertoto hingað til. Ef maður miðaði við landslið þá væri nánast hvaða búbbi sem er með reynslu í Evrópu.
    Minni svo á að Spánn var að spila við S-Arabíu, Túnis og Úkraínu á HM…

  21. Hann getur kannski ekki reddað Atlecio Madrid í Evrópukeppni upp á sitt einsdæmi

  22. Já við þurfum að kaupa einn mann í viðbót í framlínuna með honum. Tevez eða Martins !

Momo afhjúpar Rafa-skeggið, nýjan völl

Cisse á leið til Marseille.