Ungur Spánverji kominn.

Liverpool hefur fest kaup á 18 ára varnarmanni frá Athletic Bilbao, Mikel San Jose. Kaupverðið er talið vera um £270.000

Forráðamenn Bilbao eru súrir yfir að missa drenginn sem þykir afar efnilegur en viðurkenna að erfitt sé að keppa við það aðdráttarafl sem Liverpool hefur framyfir þá. Sjálfur Mikel segir:

“It was a surprise for me but I have decided to accept the chance at Liverpool. I am very excited but now I know that I have to work more each day to get in the first team.”

Mikel er enn einn Spánverjinn hjá okkur og hver veit nema að einn til eigi eftir að bætast við áður en langt um líður: Garcia open to Torres swap

10 Comments

 1. Ég hef bara ekki verið svona ánægður síðan Búlgarski markvörðurinn var keyptur í gær!!!

  Loksins að Liverpool fór að láta til sín taka á leikmannamarkaðinum.

  já ég er að grínast

 2. Get ekki tekið undir það að það séu frábærar fréttir með Sissoko þar sem ég var að vonast til að hann yrði seldur í sumar.
  Get heldur ekki fagnað að við séum að stela þessum leikmanni frá Athletic því ég hef haft “soft spot” fyrir þeim 🙂 Vona samt að það sé eitthvað spunnið í þennan dreng.

 3. Talandi um kaup á leikmönnum – skil ekki af hverju Obafemi Martins hefur aldrei verið orðaður við okkur! Nú les maður að Wenger sé að spá í honum og hann hafi klásúlu í samningi um að hann geti farið fyrir 13 milljónir punda. Miðað við marga kostina myndi ég vilja að hann væri meira í umræðunni – missa bara allir þvag yfir Tevez og vilja borga augun úr fyrir hann.

 4. Er Benitez á leiðinni í klámbransann með þetta viðbjóðslega skegg sitt?

 5. hann er OFUR-töff svona, kanski ætlar hann að taka cissé á þetta og koma með nýtt skegg í hvern leik?? ég hefði frekar gaman af því hehe

 6. Þetta skegg er nátturulega bara geðveikt flott. Hafið þið séð einhvern annan með svona flott skegg sem er þjálfari? ps. please póstið link á góða mynd af honum ef þið finnið.

 7. Þetta er ógeðslegt skegg…
  Ég er ótrúlega sammála með Martins, hann er geggjað sterkur og vinnur mjög vel fyrir liðið, svo er hann búinn að taka eitt tímabil á englandi og aðlagast enska boltanum. Ég spyr bara af hverju ekki að kaupa Torres og jafnvel setja Garcia uppí. Selja svo Bellamy og kaupa Martins það fer ekki mikill peningur í mismun ! Þá erum við með Martins, Torres, Crouch og Kuyt frammi… þá vinnum við deildina… (með svo einhverjum nýjum kantmönnum)

Enski boltinn á 4.390 á mánuði!

Momo afhjúpar Rafa-skeggið, nýjan völl