Momo afhjúpar Rafa-skeggið, nýjan völl

Momo Sissoko skrifaði í dag undir nýjan fjögurra ára samning við Liverpool og er því samningsbundinn liðinu til 2011. Við það tækifæri afhjúpaði hann einnig næstu straumhvörf í heimstísku karla; The Rafastache. Jább, mikið rétt, auk þess að vera snilldarþjálfari og mikill húmoristi er Rafa Benítez nú orðinn tískufrömuður á borð við David Beckham. Þið getið fastlega búist við því að sjá annan hvern Liverpool-aðdáanda með bandarískan loðkleinuhring um kjaftinn næstu mánuðina. Hins vegar er ekki víst hvort nokkur muni takast að bera skeggvöxtinn jafn vel og okkar maður. Ég segi þetta yfirleitt ekki um aðra karlmenn, en ef forfallinn Púllari getur ekki viðurkennt að sinn eigin leiðtogi sé kynþokkafullur veit ég ekki hver getur það. Rafa er sexý! 🙂

Einnig, þá láku í dag loksins fyrstu myndirnar af því sem menn vilja meina að séu teikningarnar að endurbættum Stanley Park velli Liverpool. Það sem gefur gildi myndanna enn meira vægi er sú staðreynd að nær allir sem birtu myndirnar síðdegis voru knúnir til að taka þær niður af hótunum lögmanna og forráðamanna LFC. Sem segir allt sem segja þarf.

Myndirnar eru hér fyrir neðan. Hafa ber í huga að þær eru ekkert í sérstökum gæðum, enda sennilega verið teknar með myndavélasíma þegar lítið bar á:

Þeir stóðu allavega við loforðin um að gera hann ólíkum öðrum völlum. Ég þarf persónulega að sjá meira áður en ég geri þetta upp við mig, en þetta er efnilegt. 🙂

13 Comments

 1. Nú vitum við loksins hvað Rafa hefur verið að gera í allt sumar. Að sjálfsögðu hefur hann ekki verið meira áberandi fyrst hann var svona upptekinn af því að safna skeggi 🙂

  Ég er ánægður með að við séum búnir að tryggja okkur Momo en ég er ekki alveg jafn ánægður með nýja völlinn. Samkvæmt þessum teikningum finnst mér hann fullspeisaður… en þetta á nú eftir að koma betur í ljós þegar betri mynd kemst á hann.

 2. Það virðist vera lögð mikil áhersla á nýja Kop stúku samkvæmt þessum myndum en stúkan fyrir aftan hitt markið er eitthvað skrítin finnst mér. Hvað heildarútlit vallarins varðar þá er hann forljótur, annað en skeggvöxtur Rafa sem er bara flottur 🙂

 3. Þröstur, Kanabræður eru með þetta allt á hreinu. Þessi völlur á að duga fram á næstu öld, segja þeir, og þá erum við að tala um fljúgandi bíla og svoleiðis. Þannig að, eins og Rafa ‘dead-sexy’ Benitez er að sanka að sér ungum mönnum fyrir framtíðina, þá eru félagarnir að hugsa um að eftir 50-100 ár verður þessi völlur ekkert speisaður, heldur nútímalegur, þó einstakur, og umtalaður fyrir hversu byltingarkenndur hann hafi verið back in the days.
  En varðandi Momo vin minn, þá er ég glaður. Er sammála um að flæði og sendingagetu þurfi hann að bæta, en hann er bara með svo ótúlegan baráttuvilja og getur hlaupið á við eitthvað sem hleypur svaka mikið(datt ekkert í hug), tæklandi eins og vitleysingur. Held að þetta sé gott fyrir klúbbinn, enda ennþá ungur. Svo hef ég trú á að Benitez eigi eftir að næla í Torres og einhverja aðra klassa leikmenn í kringum mánaðamótin. Ótrúlegt hvað skegg getur gert mann bjartsýnan og jákvæðan. Enda fékk hann strák sem heitir San Jose, sem er bara töff. Hann hlýtur að verða goðsögn.

 4. Mér finnst völlurinn tær snilld. Það eru líka margir sem fara alveg í mínus þegar þeir sjá fyrstu 2 myndirnar , en með lokununum yfir hann verður hann orðinn mikið flottari , myndirnar af því eru frekar óskýrar , en þegar uppi er staðið , þá held ég að þetta verðir mjög flottur völlur.

 5. völlurinn virkar vel á mig, ekki þessi hefðbundni “Donuts völlur” eins og margir nýju vallanna…. Rafa er ruddalega svalur með þetta skegg, ég veit ekki með ykkur… en ég er byrjaður að safna

 6. mér finnst völlurinn vera svolítið meira amerískur heldur en Breskur, ég var að vona að þeir myndu gera hann stórann en halda samt í Breska blæinn, svona eins og múrsteinsveggur hér og þar. Annars djöfull flottur. En er það bara mér sem finnst eins og stjórnin innann veggja LFC séu eins og illskeyttir krakkar með stækkunargler og við séum maurarnir?? mig langar ekkert smá að koma heim og fara á netið og sjá einhversstaðar að LFC hafi verið að festa kaup á leikmanni sem mun gera liðið að keppinautum fyrir chelsea og man u á næsta tímabili… ég bíð spenntur eftir 1. júlí, en ef ekkert gerist þann daginn býst ég við því að ég bresti í grát og fari að bryðja prozac 😀 það væri óskandi að eftir 1. júlí Koppararnir fari að semja ný lög um heimsklassa leikmenn!! come on you reds!!

 7. já þetta er orðið dálítið þreytt með Torres, skv. fréttum þá mun lítið gerast í þessu máli fyrr en 10. júlí þegar hann kemur úr sumarfríi…. efast um að ég þoli þessa sápuóperu í 2 vikur í viðbót

  Ef félögin ná samkomulagi um kaupverð (sem allt útlit er fyrir við kaupum hann og þeir kaupa Garcia í staðinn skv. bresku pressunni) þá trúi ég nú ekki öðru en hann drífi sig úr fríinu og skrifar undir, ef hann ætlar á annað borð að koma. Ef hann kemur ekki þá er ekki ósennilegt að Benitez snúi sér að Tevez og þá þarf maður líklega að bíða eftir að Copa America klárist….

 8. Fyrstu myndir af vellinum lofa góðu ! Sérstaklega hvernig Kop sker sig úr… En er ekki að fíla það að hafa ekki stúku í hornunum, sýnist vera bara gat… En kannski hugsað til að bæta við seinna.
  Svo talandi um Sissoko, þá er það algjör snilld að mínu mati að hann sé búinn að skrifa undir, vildi alls ekki sjá hann fara til Juve eða eitthvað annað.
  Torres kemur í dag… 😀

 9. Mér finnst þetta stórglæsilegt. Mér fannst nefnilega fyrri teikningar leiðinlegar þar sem völlurinn lýktist alltof mikið velli Arsnanna. Þetta er alveg úník design, þar sem virkilega hefur verið litið til þess að viðhalda status THE KOP

 10. Sammála að þykja völlurinn flottur. Vel og mikið gert úr Kop og snilld að ekki skuli hafa verið farið í “stadium-kit” hönnun eins og Arsenal, Middlesbrough, Southampton, Leicester og næstum því öll lið sem hafa breytt um leikvanga undanfarin ár hafa dottið í. Þetta er einstakt í Englandi en maður hefur séð tilraunir í svipaðar áttir í Portúgal og Frakklandi.

  Sýnist líka vera góðir möguleikar á stækkun og því horft til framtíðar.

  Hvað varðar múrsteina og eitthvað breskt þá hljóta þeir að halda í viðbjóðslega matinn sem er á þessum völlum öllum saman 🙂 Kaldar pulsur og flatur bjór fyrir 2.000 kall.

  Lofar góðu.

 11. Neðri myndirnar eru mun flottari.
  Hinsvegar lýst mér illa á að hafa þessa glugga á þessu einfaldlega vegna þess að það gæti orðið til þess að völlurinn yrði á vissum stöðum í sól og öðrum í skugga á meðan á leik stendur. Þá er vonlaust að horfa á leiki þaðan í sjónvarpi.

Ungur Spánverji kominn.

Torres MUN koma!