Rafa vill hafa Carson áfram!

Scott Carson hefur að undanförnu verið orðaður við Arsenal, Wigan, Aston Villa og að ég held flestöll önnur lið í ensku úrvalsdeildinni. Rafa Benitez er hins vegar ekkert á því að láta hann fara, því hann vill að Carson berjist við Pepe Reina um byrjunarliðssætið hjá Liverpool. Rafa segir:

>“I was speaking to Scott recently and I told him he will be part of our first team squad next season,” he declared. “He must fight with Pepe Reina now for a starting place.

Þetta er auðvitað bara gott mál. Padelli og Dudek eru auðvitað farnir, þannig að það var alveg ljóst að annaðhvort þyrfti Rafa að kaupa eða þá að Carson myndi koma aftur og berjast um sætið. Það er ánægjulegt að seinni leiðin var farin.

Tilboði í Mancini hafnað

Henry til Barca!!!