Henry til Barca!!!

Henry til BarcaJa hérna. Við fjöllum nú vanalega ekki um kaup annara liða, en ef að þessum kaupum verður, þá eru þau einfaldlega of stór til að tala ekki neitt um þau.

En allavegana, Barcelona og Arsenal eru talin hafa komist að samkomulagi um að **Thierry Henry sé á leið til Barcelona fyrir 16 milljónir punda**. Þetta eru náttúrulega rosalegar fréttir fyrir Arsenal stuðningsmenn. Arsenal eru þarna að selja sinn besta leikmann og fyrirliða og fá fyrir það pening, sem eru ansi litlar líkur á að dugi til kaupa á manni, sem kemst nálægt Henry að gæðum (Darren Bent átti að kosta 17 milljónir punda!).

Einhverjir Arsenal aðdáendur verða ábyggilega í Pollýönnu skapi og segja að Wenger hafi gert þetta áður og að hann muni á einhvern hátt nýta þetta til að bæta liðið, en einhvern veginn myndi ég efast stórlega um það ef ég væri Arsenal aðdáandi. Fyrir mér er þetta enn eitt dæmið um að Arsenal tekst ekki að halda sínum bestu leikmönnum ánægðum lengi. Þeir hafa misst Viera, Anelka, Overmars, Petit, Ashley Cole og núna Henry á hátindi ferilsins. Sama hvað við Liverpool menn kvörtumm þá er það allavegana ekki að gerast að okkar bestu menn vilji fara frá liðinu. Það hefur ekki gerst lengi.

En þetta mun eflaust hafa mikil áhrif á leikmannamarkaðinn. Hvað gerist t.d. með Samuel Eto’o? Hann hefur sagst trúa því að forráðamenn Barca sjái þá Henry og Eto’o saman í framlínunni, þó erfitt sé að sjá hvernig hægt er að stilla upp 3 manna sóknarlínu þegar hægt er að velja úr Henry, Ronaldinho, Messi og Eto’o. Hvern í fjandanum ætla menn að hafa á bekknum? Einnig vaknar upp sú spurning hvern Arsenal reyna að fá í staðinn, ef ekki Eto’o? Munu þeir reyna að blanda sér í baráttuna um Torres til að mynda?

Allavegana, þetta eru fyrstu virkilega stóru fréttir af leikmannakaupum sumarsins og það verður fróðlegt að sjá hvert framhaldið verður.

23 Comments

 1. Vá, þetta eru rosalegar fréttir. Manni sýndist að þetta gæti stefnt í þennan farveg af slúðrinu síðustu daga en það er samt eitt sem slær mig við þessa frétt og það er verðið. Átta menn sig á því að West Ham voru næstum því búnir að kaupa Darren Bent fyrir 17m punda fyrir nokkrum dögum? OG ARSENAL ERU AÐ SELJA THIERRY HENRY FYRIR 16m PUNDA?

  Jahérna … það getur vel verið að þetta sé réttur tími til að selja hann og allt það, en fyrir þennan pening er ég hræddur um að Arsenal séu í stórkostlegum vandræðum því sextán milljónir punda duga engan veginn fyrir öðrum manni sem kemst nálægt Henry að gæðum. Og já, mér er sama þótt hann sé 29 ára, maðurinn er á fjögurra ára samning og ef Schevchenko gat farið á 30m punda í fyrra, þá jafngamall og Henry er núna, er ljóst að Börsungar eru að r*** Arsenal í r***gatið með þessum kaupum.

  Þetta verður fróðlegur tími fyrir Arsenal. Ég hlakka til að sjá hvernig Wenger reynir að réttlæta þessi viðskipti. Hins vegar mun ég persónulega gleðjast yfir því að Henry er loksins kominn í alvörulið! 🙂

 2. Er þetta ekki í annað skiptið sem Henry fer í alvöru lið? Hitt skiptið til Juventus þó hann hafi ekki riðið feitum hesti þar… Þeir keyptu hann sennilega full snemma og seldu hann alltof snemma.

 3. Sammála síðasta ræðumanni, frábærar fréttir fyrir Barca.En ég hreinlega trúi ekki þessu verði! Mér finnst hann alveg vera 30m punda virði.
  Getur ekki verið að þetta séu leikmaður+peningur?
  Fróðlegt

 4. Já þetta eru slæmar fréttir fyrir Arsenal finnst mér ef þetta er satt.

  Þetta er þeirra langbesti leikmaður og er gaman að horfa á hann spila og væri kannski leiðinlegt að sjá á eftir honum til Barcelona.

 5. Tölur um kaupverð hljóta að vera bull. En þótt þeir selji hann á 40 milljónir punda þá er þetta samt mikil blóðtaka.

 6. En hvað með önnur lið? Af hverju setja Arsenal menn ekki uppboð um hann og gætu þá fengið miklu hærra verð fyrir hann? AC Milan, Chelsea, Liverpool, Real Madrid og fleiri lið væru til í að borga fullt af pening fyrir hann.. líklega er þetta allt undir borði og of langt komið..

 7. Jói, það hlýtur að hafa komið skýrt fram hjá Henry að hann myndi ekki fara neitt nema til Barca. Þess vegna er Arsenal ekki einu sinni að reyna að bjóða hann til annarra liða.

  Þetta verð er náttúrulega grín, sérstaklega miðað við verðið á Shevchenko. Ég get ekki séð hvernig þetta getur mögulega talist gott fyrir Arsenal.

 8. Arsene Wenger er snillingur og hefur bjargað sínu liði út úr svona málum áður. Þetta eru samt stórar fréttir og slæmar fyrir Arsenal þar sem að Wenger verður að koma til baka með stór kaup til að þagga niður í áhangendum AFC eftir þessa sölu. Það verður erfitt en ég treysti Wenger í að skila sínu.

  En hvað þetta mál varðar að þá botna ég eiginlega ekki í Benitez að vera EKKI að sýna Henry áhuga. Henry hefur lýst því yfir að hann sé hrifinn af LFC og að spila á Anfield sé frábært og að hann vildi spila með Gerrard og bla bla bla…..það eina sem gerist ef Rafa býður í leikmanninn er annað hvort “JÁ” EÐA “NEI”. Það yrði ekkert mál fyrir hann að skella þessum 17m sem Bent á að kosta fyrir Henry og sýna að hann er þó allavega með 17m til að eyða þetta sumarið. Hingað til hefur ekkert verið gefið upp hversu mikið hann hefur (sem er kannski ekki það mikilvægasta í málinu) en það er ljóst að við verðum að kaupa World Class leikmann og ef við t.d. sleppum að kaupa Fernando Torres vegna 2-3m punda mismunar að þá er fokið í flest skjól á Andfýlustöðum. En ég hinkra og bíð frétta eins og þið hin.

 9. Ég ætla að “put myself out on a limb here” og segja að Henry verði Shevchenko-esque flopp hjá Barca. Á aldrei eftir að ná meira en 20-25 leikjum á tímabili þar sem hann glímir víst við krónísk fótavandamál með uppruna í bakinu fyrir utan það svo að af þessum 4 stjörnum (Messi, Eto’o, Dinho, Henry) þá er hann sennilega sísti leikmaðurinnn og sá sem passar hvað verst inn í leikkerfi Barca. Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir Barcelona og óskiljanlegt í ljósi atburða tímabilsins að Barca vilji bæta við einu ofurútblásnu og mjög viðkvæmu frönsku egói í þennan hóp.

 10. Ég held bara að henry sé yfir svona kjaftæði hafinn, hann er “betri en mjög góður”, þetta er geðsturlaður leikmaður. Hann mun skila sínu.

 11. Kjartan ef þú segir að þetta séu slæmar fréttir fyiri Barcelona.. þá veistu ekki mikið um knattspyrnu vinur! ég er harður poolari en Henry er samt sem áður besti framherji í heiminum.. það er engin vafi á þvi! En ég held að wenger hætti með liðið í sumar! þetta lið er ekkert án fyriliðans! enn allavena frábærar fréttir fyrir okkur poolarana:)

 12. Það þurfa öll góð lið að eiga “feeder” klúbb.

  Liverpool hefur MTK Hungária FC.

  Barcelona hefur Arsenal.

 13. Henry er besti striker í heimi í dag en ekki gleyma að hann verður 30 ára eftir tvo mánuði og það skýrir verðið. Hann á samt örugglega eftir 2-3 prime ár ef hann helst heill….auðvitað vill Arsenal ekki selja hann til liðs á Englandi, hann hefði því aldrei verið seldur til okkar. Ég vil líka frekar fá yngri mann sem er hluti af long term plani.

 14. Mitt point var þetta með að hann verður 30 ára þegar tímabilið byrjar, hann er krónískt meiddur og passar ekki í liðið. Hvað var Arsenal að fá út úr honum í vetur? Það var einhver tittlingaskítur. Fyrir utan það að hinir þrír se eru að keppa um stöður við hann eru allir betri en hann!

 15. Já, ætli 17. ágúst sé ekki dagur snillinganna, þótt að ég fæddist 7 árum seinna en það er bara betra 🙂

  Ætli að stefnan hjá Arsenal á næsta season sé að ná UEFA sæti?

 16. Wenger hefur nú gert svona áður og alltaf komið út sem sigurvegari svo að ég held að meðan hann er ennþá hjá Arsenal verði þeir alltaf líklegir. Henry er nú að detta í þrítugt og búinn að vera mikið meiddur þannig að verðið er nú enginn nauðgun. Jújú hefðu eflaust getað kreist nokkrar milljónir í viðbót fyrir hann en greinilegt að Arsenal er fjölskylduklúbbur góður og hefur leyft honum að fara þangað sem hann vildi. Ekki voru menn í alvöru að halda að Arsenal myndu eins og hugsa um það að selja hann innan Englands, hvað þá Liverpool ?! Það er auðvitað bara brandari.

  Mikill missir engu að síður fyrir ensku deildina.

 17. Já og það sem ég ætlaði að skrifa líka, að mesta blóðtakan fyrir Arsenal er ekki að missa Henry heldur að missa Wenger.

 18. Wenger er jú snillingur, en það þarf líka að taka það inn í myndina að allt bendir til þess að hann verði bara eitt tímabil í viðbót með Arsenal (þ.e.a.s. ef hann fer ekki núna).

  Henry til Liverpool var að mínu mati aldrei raunhæfur möguleiki og efast ég ekki um að Rafa hefði haft áhuga ef það hefði verið einhver séns. Henry hefur jú sagt frá aðdáun sinni á stuðningsmönnum Liverpool FC, en hann hefur líka komið fram og sagt að hann myndi ekki spila fyrir neinn annann klúbb á Englandi heldur en Arsenal.

  Torres kaupin verða svo staðfest í næstu viku 😉 Here’s for hoping.

 19. Efni ekki tengt færslunni.

  “We have a number of targets, and I am receiving interesting phone calls all the time,”
  “We are monitoring situations all the time and there is no urgency yet. If we bring in players from Spain, they only finished playing a week ago so they will need a longer break, but I would like somebody in before we start pre-season training.” – Rafael Benitez

  Næsta vika og vikur verða all svaðalega áhugaverðar. Ég er hræddur um það að ef nýjir leikmenn verða ekki komnir fyrir pre-season verði margir bandbrjálaðir, og þar er ég engin undantekning. Verðum að fá endanlegan lokahóp á degi eitt sem æfingar hefjast, ekki viljum við vera á hælunum og ekki í formi í byrjun deildar eins og undanfarin ár.

 20. Verðuru semsagt brjálaður ef endanlegur lokahópur er ekki kominn á fimmtudaginn?

Rafa vill hafa Carson áfram!

Rafa hinn rólegasti