Tilboði í Mancini hafnað

Sky Sports segja frá því í dag að AS Roma á Ítalíu hafi hafnað tilboði frá Liverpool í brasilíska vængmanninn Mancini. Sky segja að samkvæmt fréttum frá Ítalíu hafi Liverpool boðið 19 milljónir evra (12.7m punda) í leikmanninn en Roma hafi hafnað því og séu að vinna í að bjóða Mancini bættan samning við félagið.

Ef við bætum þessari frétt við nýlegar fréttir af Fernando Torres og Yossi Benayoun er ljóst að það er loksins eitthvað að gerast hjá Liverpool á markaðnum. Nú er spurning, ef þessi frétt af Mancini er sönn, hversu mikið í mun Rafa er að næla í hann. Munu okkar menn koma með nýtt og stærra tilboð í hann eða mun Rafa snúa sér að öðrum kantmönnum?

Þá er vert að minnast á það að það er ansi mikið óstaðfest slúður í gangi sem segir að Liverpool séu við það að ganga frá samningum við Florent Malouda og eigi þá aðeins eftir að ná samningum við Lyon um kaupverðið. Ég sé ekki mögulega hvernig Mancini, Malouda og Benayoun geta allir verið á leiðinni til Liverpool þannig að spurningin er, hversu mikið er til í þessum fréttum?

Næstu dagar verða fróðlegir.

10 Comments

 1. Af hverju ekki allir? Jú, mikill peningur og allt það, en gæti ekki bara verið að þeir Gillett og Hicks ætli bara að standa við stóru orðin og bakka Rafa ærlega upp? Torres er jú sóknarmaður, Benayoun kæmi í stað Luis Garcia (ef eitthvað er til í þeim fregnum að hann sé að fara í skiptum fyrir Torres) og svo er Malouda vinstri kantur og Mancini hægri kantur. Here’s for hoping 🙂

 2. Af því að þá erum við með Pennant, Kewell, Malouda, Mancini og Benayoun sem kantmenn. Það er allavega einum of mikið að mínu mati.

 3. Ég vil halda Garcia! Ég hef enga trú á því að Rafa skipti honum upp í Torres, enga.

 4. Kristján, of mikið af kantmönnum? Það er vandamál sem ég væri alveg til í að hafa hjá L’Pool.

  Plús það að Kewell er með í upptalningunni.

 5. Já reyndar. Með Kewell í þessum hóp værum við með einum kantmanni of mikið í mesta lagi svona 3-5 leiki yfir tímabilið. 🙂

 6. Liverpool hefur enga vængmenn í sama gæðaflokki og Mancini og Malouda, þess vegna er rökrétt að þeir komi báðir.

  Mancini er að upplagi bakvörður en hefur ekki spilað þar í mörg mörg ár og hefur bætt sig alveg gífurlega undir stjórn Spalletti. Ég set stórt spurningamerkið við hausinn á honum, og það vandamál ætti ekki að minnka í Englandi, trúi því einnig að honum myndi ekki líka lífið vel í kuldanum þar. Inter hefur verið með hann og Chivu undir smásjánni í mörg ár og finnst mér líklegra að hann fari frekar þangað en til Liverpool, en við sjáum hvað setur.

 7. Ég man að eftir tímabilið hjá Roma sagði Spalletti að hann ætlaði ekki að breyta liðinu neitt fyrir næsta tímabil og vildi ekki selja einn einasta mann. Svo ég tel að það sé alveg líklegt að þeir hafi hafnað tilboði Liverpool..

 8. Fínt að heyra þessi nöfn… að undanskildu Yossi Possi…. Hvað erum við að pæla í manni sem er ágætur í meðal liði ! Vill ekki sjá hann í liðinu, og hananú.
  Getur Mancini þessi ekki annars spilað á hægri kantinum líka ?
  YNWA

 9. Mancini getur spilað á báðum vængjum. Honum finnst skemmtilegt að koma inn á miðjuna til að skjóta með sínum hægri fæti, þess vegna notar Spalletti hann oft vinstra megin.

Guthrie lánaður til Bolton

Rafa vill hafa Carson áfram!