Bellamy, Mancini og Milito (uppfært)

Nánast öll bresku blöðin, t.d. Guardian, birta fréttir í morgun um það að Juventus og Roma séu á eftir Craig Bellamy. Það virðast langflestir taka það sem gefið að Bellamy fari í sumar og að í raun sé það eina sem gæti haldið honum hjá Liverpool það að Liverpool myndi lenda í einhverjum fáránlegum erfiðleikum með framherjakaup.

Allavegana, verðið sem blöðin tala um er 12 milljónir punda, sem væri auðvitað stórkostlegt þar sem að Bellamy kom fyrir einu ári á 6 milljónir punda. Guardian talar svo líka um að Roma vilji láta hinn 27 ára gamla Brassa, Alessandro Mancini uppí kaupin. Ég veit ekki alveg hvort Mancini er svarið á hægri kantinn, þar sem ég hef ekki séð’ nægilega mikið til hans. Í Meistaradeildinni virtist hann geta gert magnaða hluti (ansi mögnuð skæri allavegana) en svo hvarf hann til dæmis í leikjunum við Man U.

Nokkur bresk slúðurblöð hafa svo byrjað að orða okkur við Diego Milito, en það er haft eftir honum í einhverjum slúðurblöðum að Liverpool sé lið, sem hann geti vel hugsað sér að fara til. Og einsog Kristján benti á í gær þá spilaði hann í bol sem á stóð “Bless, Zaragoza”. Því er haldið fram að Liverpool hafi boðið 13 milljónir punda í hann.

**Uppfært (EÖE)**: Independent segja að Roma verðleggi Mancini á 10 milljónir punda. Hérna er smá klausa um hann, sem ég vissi ekki áður:

>The Brazil international scored eight goals in 29 appearances for Roma last season and ended the campaign with more assists than any other player in Serie A.

A versatile wide player, who expanded his profile with a stunning goal at Lyon in the Champions League last season, the 27-year-old ranks alongside Malouda as the kind of ambitious target Benitez insisted Liverpool should be pursuing when he vented his transfer frustrations in the wake of the European Cup final defeat to Milan.

Ok, og markið gegn Lyon er hérna. Algjörlega stórkostlegt mark.

27 Comments

  1. Ég hef ekki séð mikið að Mancini heldur en veit ekki alveg hvort það á að dæma Mancini af leiknum gegn ManUtd, er það ekki svolítið eins og að dæma Ronaldo af leikjunum á móti AC Milan þar sem hann var nánast ekkert með? Ef ég mætti velja þá myndi ég þó ekki taka Mancini, skyldi frekar taka Simao, finnst hann líklegri til þess að standa sig í ensku deildinni og er á þvi að hann myndi gagnast Liverpool betur.

  2. já ég væri til í að fá hann… En svo er líka Cristian Wilhelmson í Roma sem er geggjað góður.. væri sáttur að fá hann lika á kantinn í skiptum við Bellamy

  3. Jájá,, og Totti og De Rossi og Perrotta og Chivu og Mexes…

    Þessir eru allir góðir,,, persónulega vill ég samt mest Mancini þar sem Totti færi aldrei frá Roma 🙂

  4. Finnst ótrúlegt að það sé áhugi á Bellamy frá Ítalíu. Sé hann ekki fyrir mér þar. Væri samt flott að fá þennan skiptidíl.

    Hef mjög góða tilfinningu fyrir Milito, finnst lang líklegast að hann komi sem framherji, myndi setja undir á Lengjuna að hann komi, stuðullinn er 1,20.

    Spái því að fyrstu kaupin verði staðfest á föstudaginn.

  5. Mér finnst þetta nú lykta langar leiðir að Liverpool séu að leka einhverjum feikfréttum í von um að fá hærra verð fyrir Bellamy frá West Ham eða einhverjum enskum liðum. Ég hef ekki nokkra trú á að nokkuð lið utan Bretlandseyja hafi áhuga á vandræðagemsa eins og Bellamy.

    Tek hins vegar undir það að ég er spenntur yfir því að fá Mancini. Finnst hann svona spennandi leikmaður sem mundi spæsa aðeins upp spilamennsku Liverpool.

  6. Persónulega mundi ég vilja skoða þá möguleika á að fá Saviola (frítt) og Guly (ódýrt) frá Barca. Saviola gæti blómstrað var einn heitasti leikmaður í heimi á sínum tíma. Hann gæti öðlast nýtt líf með nýrri áskorun. Síðan yrði Guly án nokkurs vafa liðsstyrkur í a.m.k. tvö ár, hann mundi ekki styrkja besta byrjunarliðið okkar en gæfi okkur dýpt – super sub- fyrir lítinn pening.

    Ég mundi gera allt fyrir Eto’o en því miður þá fáum við hann ekki, ekki frekar en Henry!

    Forca Barca – Real Madrid er í sama flokki og scum united.

    Ég er hrifinn af Mancini..
    Hvaða heimsklassa framherja við kaupum veit ég ekki og ég er svartsýnn á að við fáum hann á hóflegu verði.. og Liverpool kaupir ekki leikmenn á óhóflegu verði. Einn stressaður að skrifa.

    Maður hefði ekki hatað að fá Trezeguet fyrir tveimur árum – það er hægt að fá hann núna. En hann er klárlega ekki maðurinn sem maður vill fá. Síðan er heimsmeistarinn Camoranesi líka á lausu hjá Juve, á sama við um hann og Guly.

    Munum að Rafa er líklegri en aðrir til að vera line einhverju upp bak við tjöldin og spinna umræður um önnur kaup á meðan.. þannig aldrei segja aldrei. Góð “óvænt” kaup gætu litið dagsins ljós.

    Spennandi tímar framundan!

  7. Síðan er hérna comment sem ég ætlaði að posta fyrir einhverju síðan en gat ekki gert einhverra hluta vegna:

    Bíðum eftir að spænska deildin klárist… Athyglisverðar pælingar að halda Bellamy, það gæti orðið raunin ef kantmennirnir sem við munum kaupa verða dýrir – ég sætti mig við það.

    Eina sem ég veit að við verðum að fjárfesta í fáum dýrum leikmönnum/leikmanni ef við ætlum að bæta byrjunarliðið og ef við gerum það ekki þá verður allt vitlaust!

    Finnst athyglisverðar fréttirnar að Flamengo hafi hafnað 9 m punda boði í Renato Augusto – venjulega ná sögusagnirnar aðeins til þess að Liverpool hafi áhuga á leikmönnum en ekki að 9 m punda tilboð hafi verið gert. Síðan verður líka að fylgja sögunni að United á að hafa boðið 12 m og því var einnig hafnað.

    Á mælikvarða Liverpool er 9 m mjög mikið!

    En hér er skemmtilegt myndband af kauða sem markaðsetur hann vel: http://www.youtube.com/watch?v=pCuE-tsMicI

    Síðan er verið að orða okkur við annan krakka, Marc Crosas sem spilar með Barcelona B: http://en.wikipedia.org/wiki/Marc_Crosas

  8. Veit ekki alveg með Diego Milito. Ágætisleikmaður og allt það en veit ekki hvort ég myndi vilja fá svona dýfupésa til Liverpool. Not fit to wear the shirt.
    Væri mjög hrifinn af að fá Giuly, held hann yrði nú automatic choice á hægri vænginn hjá okkur.

  9. Var að heyra það í útvarpinu (Rás 2) að Liverpool styðji sheff.unt í baráttunni um að fá stig dreginn af west ham vegna ólöglegra viðskipta á argíntínu mönnunum tvem sem myndi þýða að west ham félli og sheff hengi uppi. Ef það er rétt þá er Bellamy ekki á leiðinni þangað og ólíklegt að einhver viðskipti milli þessara liða eigi sér stað. Nema að Liverpool vilji að West ham falli til að eiga auðveldara með að klófesta einhver í þeirra röðum. Smá pæling í gangi

  10. Ég held að Parry hafi þurft að fara og bera vitnisburð vegna þess að Liverpool voru upphafsmenn að þessu öllu, þar sem þeir gerðu einhverjar athugasemdir við úrvalsdeildina þegar Liverpool keypti Mascherano.

    Ef að Eggert og co láta það koma í veg fyrir kaup á þeim mönnum sem henta liðinu best, þá minnkar álit mitt á þeim.

  11. Mancini er mjög skemmtilegur leikmaður sem hefur gert brilliant hluti með Roma, en alltaf spurning hvernig S-Ameríkumenn aðlagast menningunni á Englandi. Það er eiginilega aðalatriðið með þá.

  12. Ég ætla bara að fullyrða það að allt allt of margir séu að dæma Mancini af þessum skærum sem hann gerði í marki Roma gegn Lyon í Frakklandi..

    Efast um að það séu margir poolarar sem séu fastir við skjáin þegar Roma spilar í hinni steindauðu ítölsku deildarkeppni

  13. Fólk hefur séð þetta mark og finnst nafnið flott. Sumir hafa meira að segja séð hann í champanum. Hlýtur að vera draumaleikmaður.
    Óþolandi hálfvitar sem fólk getur verið.

  14. Það sem heillar mig meira en nafnið, champinn og þetta mark er þessi staðreynd að hann hafi verið með flestu stoðsendingarnar í ítalska boltanum á síðasta tímabili. Svo finnst mér líka gaman að horfa á hann spila – í annars viðbjóðslega leiðinlegu Roma liði.

  15. Teamtalk hirða allan sora upp af netinu sem þeir finna. Einu gæsalappirnar í þessari frétt eru utan um eitthvað sem Malouda var búinn að segja fyrir löngu. Þannig að engar nýjar orðréttar heimildir. Ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé þetta.

  16. Ég er nú ekkert það hrifinn af Malouda. Er ekkert að fara vera neinn lykilmaður hjá Chelsea. Betri útgáfa af Stewart Downing myndi ég segja. Það eru betri kantarar þarna úti.

  17. Já, ég veit Einar, teamtalk er ekki síðan sem maður á að vera að kvóta frá.
    Ætli ég sé ekki bara orðinn svona desperate 🙂

  18. Ég held að D. Villa sé betri kostur fyrir okkur en Torres.
    En ég get svo sem sagt það einu sinni enn að ég held að M. Owen fyrir 9 mills séu kjarakaup : )

Real Madríd Spánarmeistarar 2007

Torres er markmið númer 1 (uppfært)