Leikjaprógram EPL 2007-08 komið! (uppfært)

N.B. Kristján setti þetta inn í gærkvöldi, en ekki var hægt að kommenta á færsluna þannig að ég set hana aftur inn.

Ath.: Þetta hefur nú fengist staðfest – leikjalistinn hér fyrir neðan er 100% réttur. -KAR

Eigum við að skúbba? Ókei … hér er leikjaprógram Liverpool í ensku Úrvalsdeildinni á komandi tímabili, samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Og það tæpum tólf tímum áður en prógramið verður tilkynnt opinberlega í Englandi. 😉

Ág.: 11 – Aston Villa (ú), 15 West Ham (h), 18 – Chelsea (h), 25 – Sunderland (ú).

Sept.: 1 – Derby (h), 15 – Portsmouth (ú), 22 – Birmingham (h), 29 – Wigan (ú).

Okt.: 6 – Tottenham (h), 20 – Everton (ú), 27 – Arsenal (h).

Nóv.: 3 – Blackburn (ú), 10 – Fulham (h), 24 – Newcastle (ú).

Des.: 1 – Bolton (h), 8 – Reading (ú), 15 – Man Utd (h), 22 – Portsmouth (h), 26 – Derby (ú), 29 – Man City (ú).

Jan.: 1 – Wigan (h), 12 – Middlesbrough (ú), 19 – Aston Villa (h), 29 – West Ham (ú).

Feb.: 2 – Sunderland (h), 9 – Chelsea (ú), 23 – Middlesbrough (h).

Mar.: 1 – Bolton (ú), 8 – Newcastle (h), 15 – Reading (h), 22 – Man Utd (ú), 29 – Everton (h).

Apr.: 5 – Arsenal (ú), 12 – Blackburn (h), 19 – Fulham (ú), 26 – Birmingham (ú).

Maí: 3 – Man City (h), 11 – Tottenham (ú).

Mikið leggst þetta vel í mig! Ólíkt síðasta tímabili, þá njótum við þeirrar gæfu að byrja fyrstu tvo mánuði þessa tímabils á nokkuð “auðveldu” prógrami, allavega eins auðvelt og hægt er að vonast eftir. Það er að mínu mati vissulega jákvætt að við skulum mæta Chelsea snemma, þar sem við gætum náð þeim áður en mulningsvélin hans Mourinho er farin að vinna á fullum styrk. West Ham-leikurinn þann 15. ágúst mun pottþétt frestast vegna forkeppni Meistaradeildarinnar, þannig að við fáum bara útileikinn gegn Villa í fyrstu umferðinni áður en Chelsea koma í heimsókn. Það er einfaldlega NAUÐSYNLEGT að vinna fyrsta leikinn og eiga þar með möguleika á að setja Chelsea niður fyrir okkur í töflunni eftir bara tvo leiki með því að sigra þá á Anfield. Slíkt yrði ótrúlega sterkt og myndi gefa tóninn fyrir tímabilið!

Það eru bara 58 dagar í að enski boltinn hefjist aftur og hann hefst á Villa Park í Birmingham þetta árið! Ég er orðinn S-P-E-N-N-T-U-R. Ætla að nota tækifærið og spá þrennu frá Voronin á fyrsta leikdegi! 🙂

2 Comments

  1. Líst ágætlega á þetta leikjaplan. Fínt að fá Chelsea snemma og á heimavelli en minna ánægður með að byrja á útileik 4. árið í röð og í 5. sinn á síðustu 6 árum. Síðustu 3 ár hefur fyrsti leikurinn endað í jafntefli þannig að ég vonaðist eftir heimaleik en það er þó jákvætt að síðasti leikur sem við unnum á fyrsta leikdegi var einmitt útileikur gegn Aston Villa fyrir 5 árum. Á fleiri jákvæðum nótum má svo benda á að leikur nr. 2 hefur unnist undanfarin þrjú ár svo þetta ætti að geta byrjað vel.

    Október ætti að verða skemmtilegur mánuður og hann kemur til með að ráða töluverðu um hvort liðið gerir alvöru atlögu að titlinum eða ekki og svo er það mjög jákvæð tilbreyting frá því í fyrra að fá fyrst heimaleik gegn hinum toppliðunum.

  2. 22 – Portsmouth (h), 26 – Derby (ú), 29 – Man City (ú) – Jan.: 1 – Wigan (h)
    Það er líka jákvætt hvað jólaprógrammið er “auðvelt”.

Sabrosa, Malouda, Bellamy, o.sv.frv.

Liverpool bjóða í Benayoun!