Bascombe talar (Með smá viðbót)

Ókei… Eins og margir aðrir treysti ég Chris Bascombe, á Liverpool Echo, manna best fyrir fréttum af Liverpool. Hann segir þetta í blaðinu, athyglisvert nokk:

– Rafa hefur ekki efni á Eto´o
– Rafa er að skoða Diego Forlán í staðinn. Hann kostar 16 milljónir.
– Rafa er að Diego-a yfir sig, Diego Milito kemur líka til greina. Hann kostar 16 til 18 milljónir.
– Harry Kewell er að fara
– Craig Bellamy er að fara
– Við fáum 15 milljónir fyrir þá tvo
– Rafa veit enn ekki hvað hann fær mikinn pening fyrir nýjum leikmönnum.
– Rafa er að bíða eftir því, og þá ætlar hann að athuga hvað Roma vill fyrir Allessandro Mancini.
– Viðræður við Lyon um kaupin á Malouda eru enn í gangi.

Hmmmmm…. sko, við fáum nýja eigendur, við stefnum á að ná Chelsea og Man Utd sem eru betri en við í dag. Við eigum samt ekki 15 milljónir til að kaupa Samuel Eto´o (semsagt við eigum 18 en ekki rúmar 30 sem hann kostar) sem er lang efstur á óskalista Rafa… Það er gríðarlega svekkjandi. Ég veit að það er mikill peningur en það er munur á Diego Forlán (sem hefur btw spilað mjög vel með Villareal á tímabilinu) og Eto´o.

Lýst hinsvegar vel á kaup á tveimur kantmönnum. Lýst illa á að selja Kewell, vil hafa hann og Malouda þarna. Skil Rafa samt þar…

Semsagt, gott og slæmt að mínu mati. Hvað finnst þér?


VIÐBÓT (HÞH): Umboðsmaður Forlán er búinn að sjá sig um málið. Ég ákvað að setja þetta hérna inn, sem ég myndi undir venjulegum kringumstæðum aldrei gera. Ég vil bara brýna fyrir lesendum að passa sig þegar þeir lesa yfir netmiðlana í fréttaleit. Eins og þetta.

Ég treysti Sky t.d. ekki fyrir fimmaur og þessir leikmenn eiga oft fleiri en einn umboðsmann. Ég gef aldrei neitt fyrir svona fréttir. Hvað er í þessu? Fyrirsögnin er “Forlan Reds talk played down.” Nú? Hvað segir hann?

“There has not been any offer from Liverpool and it’s very difficult to talk about what might happen when there isn’t an offer there, but things can change every day,” Bolotnicoff told The Times. “If he received a very good offer then he will think about it, but it will also depend on whether Villarreal are happy.”

Staðreyndir um hvað hann segir:
1. Liverpool er ekki búið að bjóða í hann. Það kom heldur aldrei fram neinsstaðar = Froða
2. Það er erfitt að tala um eitthvað sem er ekki til staðar. Vísa í svar eitt.
3. Hlutirnir breytast með hverjum degi. ok, ekkert boð, breytist á hverjum degi, boð á morgun?
4. Ef Forlan fær gott tilboð skoðar hann það. Liverpool myndi bjóða vel = Forlan fær gott tilboð…
5. Þetta veltur á því hvort Villareal er ánægt. Það skiptir ENGU máli þar sem hann er með 24 milljón Evru klásúlu, ef Liverpool býður það þá má hann fara, simple as that.

Ég bara VARÐ að bæta þessu við 🙂 Passið ykkur á netheimunum gott fólk!

21 Comments

 1. Þetta eru einfaldlega vondar fréttir, punktur.

  Líst ekkert á Forlán, ekki á að selja Kewell og óþolandi að ekki sé fjármagn til að taka næsta skrefið.

  Þetta hlýtur að enda á einn veg, Rafa hættir og Liverpool þarf að byrja á öllu uppá nýtt. Nýr þjálfari, nýjar áherslur og vonin um að komast í Meistaradeildina og næla í 4ja sætið.

  SKANDALL.

 2. Tek undir með gamla línumanninum honum Magnúsi Agnari.

  Gætum við hinsvegar séð það gerast fyrst að Gonzales og Kewell séu að fara að það komi 3 kantarar í sumar? 2 vinstri og 1 hægri? Ekki lætur hann Pennant og Gerrard covera hægri kantinn allan næsta vetur.

  Finnst 15 mills fyrir Bellamy og Kewell alltof mikil bjartsýni. Tippa á 10-12.

  Svo mér finnst hreinn og klár skandall að 10. júní sé stjórinn ekki enn búinn að fá þessar crucial upplýsingar frá Könunum um hversu mörg pund hann fær til að ráðstafa, það á að vera komið á hreint fyrir löngu. Það átti bara að græja á fyrstu fundunum milli þeirra.

  Og ef að Diego Forlan kemur þá snappa ég, svo einfalt er það.

 3. Sko ef Benitez kaupir leikmann eins og Diego Forlan á 16m punda……þá tékka ég mig sjálfur inná Sólheima og verð þar næstu 50 ár!

 4. Oj bara. Ég vil ekki fyrir mitt litla líf sjá Diego Forlan í Liverpool. Þá getur maður bara farið að fylgjast með curling. Þá vil ég frekar fá Uni Arge!

  Og hvað er málið að Rafa fái ekki pening eins og honum var lofað. Eru Kanarnir að missa það strax??

 5. Slökum aðeins á. Þótt Forlan hafi ekki staðið sig vel með United stóð hann sig ekkert hræðilega heldur, og ferill hans í spænsku deildinni er það góður að hann á alveg skilið meiri virðingu en að menn segi “oj bara” eða hóti að “snappa”.

  Ef Forlan verður maðurinn sem kemur í sumar mun ég gefa honum séns eins og öllum öðrum. Eitt lærði ég af kaupunum á Peter Crouch og Fernando Morientes og það er að dæma menn einungis af því hvernig þeir leika í Liverpool-treyjunni. Ég hataði Crouch-kaupin en svaf varla í nokkra daga eftir að Morientes-kaupin voru tilkynnt vegna spennings. Sjáið hvernig það fór.

  Ef Forlan kemur verð ég sanngjarn í hans garð. Það eina sem verður vonbrigðavert við þau kaup, ef þau skyldu líta dagsins ljós, er að þau myndu nánast staðfesta það sem við óttumst allir: þrátt fyrir nýja eigendur er Liverpool FC ekki ennþá nógu sterkt fjárhagslega til að keppa við United og/eða Chelsea á leikmannamarkaðnum. Ef við værum það myndum við borga þessar 28m fyrir Torres eða 35m fyrir Eto’o sem verið er að ræða um. Ég get sannfærst um að Forlan sé góður kostur fyrir Liverpool í sumar ef hann leikur vel fyrir okkur, en ég mun aldrei kaupa það að hann sé fyrsti kostur Rafa og það er það sem Tom & George lofuðu okkur í sumar, að Rafa fengi pening til að kaupa þá menn sem eru efstir á óskalista.

  Sjáum hvað gerist. Það getur ekki verið langt í að við fáum einhverjar fregnir af því hvaða framherja er verið að ræða við.

 6. Við skulum nú samt alveg slaka á yfirlýsingunum. Það er ekki einsog það sé verið að tala um framherja sem kosta 5-7 milljónir punda, heldur eru báðir taldir kosta 16 milljónir punda. Það væri félagsmet hjá Liverpool.

 7. En já, auðvitað eru þetta vonbrigði. Ég bjóst aldrei við Eto’o í alvöru, en þetta eru kannski ekki alveg nöfnin sem maður vonaðist til að heyra.

 8. Já þannig að Tom & George meintu að ef að Rafa vildi fá Snoop Dogg þá fengi hann Söru Jessicu Parker : )

 9. Ég hélt að þessir kanar væru forríkir og gætu dælt nokkrum millum í Rafa til leikmannakaupa.Ef sú er ekki raunin þá erum við ekki að fara að keppa um fyrstu 2 sætin, as simple as that!
  En við skulum nú ekki fara að örvænta, ég reyni nú að halda í vonina;)
  Eto’o hafði nú sagt í einhverju viðtalinu að hann vildi vera áfram hjá Barcelona, það getur semsagt alveg verið að það sé eina ástæðan fyrir því að hann komi ekki.
  Sjáum hvað setur!

 10. Já, ég hef ávallt haft Bascombe í miklum hávegum, en mér finnst hann hafa verið að missa plottið undanfarið. Það virðist vera sem svo að hann sé ekki jafn innvinklaður og áður hjá félaginu og er það að koma út í einhverjum pirringi núna.

  • Ég gerði mér nú afar litlar vonir um að fá Eto’o og ég trúi því hreinlega ekki að menn hafi almennt gert sér vonir um að við færum að henda 40 milljónum punda í einn leikmann.
  • Forlan er aðeins einn af 365 framherjum sem hafa verið orðaðir við okkur undanfarið ár. Ég hreinlega stór efast um að Rafa sé að spá í honum, hann á alveg að vita það að þau kaup myndu ekki falla í góðan jarðveg hjá stuðningsmönnum Liverpool FC.
  • Milito er svo enn einn framherjinn sem settur er í pottinn okkar. Bascombe virðist vera í sama pakka og allir aðrir fjölmiðlar í dag. Það er búið að orða svo marga við okkur að á endanum hlýtur einhver að hitta naglann á höfuðið, því þeir eru fáir eftir sem ekki hafa verið orðaðir við okkur.
  • Harry Kewell. Ég vona hreinlega innilega að hann verði áfram. Bascombe er reyndar búinn að selja hann oft frá okkur, byrjaði fyrst á þeim sögum fyrir tveimur árum.
  • Bellamy fer væntanlega ef einhver borgar uppsett verð, held að það þurfi ekki neinn stjarneðlisfræðing til að vita það 🙂
  • Menn eru að fara fram á 10-12 millur fyrir Bellers, þannig að EF þetta væri raunin, þá væru 15 millur ekkert óraunhæfar.
  • Mancini er góður, spurning hvort eitthvað hafi verið gert í að bjóða í hann. Það virðist vera sem svo að menn haldi spilunum mun þéttar að sér en áður. Það virðist hreinlega enginn hafa hugmynd um hvað er að gerast í leikmannakaupum Liverpool, fyrir utan manninn sem kemur í næsta punkti.
  • Mér skilst að það sé búið að semja um kaupverð, en einhver félög hafa komið inn síðan þá og Malouda bíður því með að samþykkja tilboð.

  Ég er hreinlega ekki viss um það Hjalti að Eto’o sé lang efstur á óskalista Rafa. Er hreinlega ekkert viss um að hann sé á þeim lista. Eto’o er á langtímasamningi við Barca. Barca hafa sagt að þeir vilji ekki missa hann. Umboðsmaður hans segir að hann vilji ekki fara. Þannig að ég held að best væri að hætta að velta sér upp úr hans málum, finnst nokkuð ljóst að hann er ekkert á förum.

  Eins og ég sagði áður, þá virðast menn halda spilum sínum þétt að sér. Við hreinlega getum ekki metið það strax hversu sterkt backup þeir G&H eru að veita Rafa. Það var greinilegt að megin áherslan var á að tryggja núverandi leikmenn hjá félaginu áfram og það hefur tekist. Hlutirnir ættu svo að skýrast núna eftir að spænska deildin klárast.

 11. Það sem ég hef mestar áhyggjur af eru þessi orð frá Bascombe, sem ég treysti enn manna mest fyrir fréttum: “Most of Benitez’s budget this summer, as in previous years, would appear to coming from player sales and Champions League winnings.”

  Most? Ég er ekki að örvænta, en þetta er þyrnir í mínum augum. Ég tek þessu ekki sem algjörum sannleik. Hvað sem líður er markmiðið að keppa við Chelsea og Man U (og Arsenal líka) um titilinn. Til þess þarf betri leikmenn. Til þess þarf að eyða miklum peningum. Á endanum snýst þetta eiginlega að nokkrum hluta á peningum (viskuorð, ég veit).

  Rafa eyðir 17 milljónum í framherja, Chelsea kaupir Andriy Shevchenko. G&H eiga alveg peninga eins og Abramovich og ég hefði viljað sjá þá koma sterka inn með massívan pening núna. Auðvitað eru þeir að borga leikvanginn líka, það má ekki gleyma því.

  Steini, ég byggi orð mín á því að Eto´o sé lang efstur á óskalistanum á þessum orðum frá Bascombe: “With the manager keen to make recruitments as soon as possible, he’s no intention of pursuing a seemingly futile chase for the player he’d really like – Eto’o – in the continued absence of any suggestion he could afford the African.”

  En eins og ég segi, no panic, og ég treysti Rafa, nú ríður á Ameríkanana að draga fram seðlana.

 12. Ég er eins og þú Hjalti, hef treyst Bascombe manna best þegar kemur að fréttum Liverpool FC. Hef nokkrum sinnum hitt hann á Melwood og hann hefur verið sá eini sem hefur verið með svona exclusive aðgang þangað. Mér hefur þó virst að undanförnu að hann sé ekki jafn innarlega í búri og áður. Hann er búinn að skjóta nokkrum sinnum yfir markið undanfarið og ég þykist greina pirring í hans skrifum yfir því að fá ekki jafn góðar upplýsingar frá teyminu á Melwood og áður.

  Gillet og Hicks hafa sagst ætla að bakka Rafa upp og ég svo sannarlega vona að það sé raunin. Svona óskalistar eru oft vafasamir og efast ég ekki um að ef menn gætu sett upp sinn óskalista, burséð frá því hvort hann sér raunhæfur eða ekki, þá væru menn eins og Eto’o á honum. Ég er þó nokkuð viss um að Barca kæra sig kollóttan um það hvort Rafa sé tilbúinn að borga 30 millur fyrir hann. Ef þeir vilja ekki selja og hann ekki fara, þá skiptir upphæðin litlu máli. Barca er eitt af fáum félögum í boltanum sem geta leyft sér að neita öllum boðum, hversu há sem þau eru. Miðað við hvernig Rafa hefur verið í gegnum tíðina, þá stórefa ég líka að hann myndi fara að henda 30-40 millum í einn leikmann.

  Eins og staðan er í dag þá finnst mér ennþá ekki ástæða til að mála dökka mynd á vegginn. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu vikum hversu miklar fjárhæðir fara út úr veski eigendanna. Ég vil allavega ennþá trúa því að þeir standi við það sem þeir sögðu og munu bakka Rafa upp. Það hefur nú þegar komið í ljós með nýjum samningum núverandi leikmanna, næsta skref eru kaup á nýjum.

  Annar punktur í þessu er svo sá hvað gengur Bascombe til. Við höfum nú nokkur dæmi um hann þar sem hann hefur vísvitandi verið að aðstoða Liverpool FC í að skrifa á þá leið að ekki séu til peningar og það getur einnig verið partur af planinu. Þ.e. að láta líta út fyrir að Rafa hafi minna á milli handanna en hann í rauninni hefur, til að félög sem við erum að semja við fari ekki með verðið upp úr öllu valdi. Hvort sé raunin, vitum við ekki fyrr en sumarið verður gert upp. Let’s wait and see. Það allavega gerist ekkert með leikmenn frá Spáni fyrr en eftir 17 júní.

 13. OK, ekki góðar fréttir ef réttar eru. Þessi Bascombe sagður áræðanlegur og þetta er rétt hjá honum er ljóst að við erum ekkert að fara nálgast Chelsea og Man utd. Ef ekki er hægt að fá peninga gerum við það ekki. Bjóst við meiru frá nýjum eigendum. Verður þetta en eitt sumarið þar sem við þurfum að kaupa þriðja eða fjórða valkost í stöðurnar því fjármagn vantar til að kaupa alvöru menn. Við þurfum að styrkja okkur með stórum köllum til að vera samkeppnishæfir og þeir kosta pening. Þetta er ekki flókið, ekki nægir peningar enginn barátta um titilinn.

 14. Það sem sló mig mest í þessum skrifum hans er að það er ekki eitt orð um Owen þar ^^

 15. Bascombe er áreiðanlegur án efa, en athugum eitt. Við erum komnir með nýja eigendur sem eru með nýjar áherslur. Þeir eru nýlega búnir að fá ráðgjafafyrirtæki til þess að fara í gegnum fyrri kaup Benitez og Liverpool. Yfirleitt hefur sú skýrsla bent á þá staðreynd að aðal ástæða þess að Liverpool hefur ekki fengið þá leikmenn sem þeir hafa viljað seinustu árin er sú að allir hafa vitað hvaða leikmenn Liverpool hefur viljað, og þeð hefur leitt til þess að lið hafa getað farið fram á asnalega mikinn pening fyrir leikmenn og svo hafa önnur lið hreinlega stolið mönnum sem Liverpool var með augun á.
  Gleymum því ekki að Kanarnir kunna þetta. Það má enginn taka það frá þeim. Ég held líka að Benitez kunni þetta líka. Parry kann þetta ekki. Það sem er búið að vera að gerast nýlega er það að stjórn Liverpool er búinn að vera leggja ský yfir hvað þeir vilja. Dreifa sögusögnum en innst inni vinna að lokatakmarkinu. Ég er svo hundrað % á því að þegar leiktímabilið næsta byrjar þá verður Benitez kominn með 4 nýja menn í skvaddið sem hann vill hafa í liðinu. Menn sem hann mun velja.
  Á þessum tímum eru sögusagnir um að fjórir til fimm framherjar séu líklegir fyrir Benitez, það sem getur gert það að verkum að Benitez í raun og veru landi þeim manni/mönnum sem hann vill. Og þeir menn eru hugsanlega ekki þeir menn sem tilgreindur eru í sögusögnunum
  Ég vill fara að sjá dílinn varðandi Malouda klárast. Spænska deildin fer að syngja sitt síðasta og þá fara okkar menn í gang.
  Verum jákvæðir og trúum því besta. Hættum að lesa endalok alheimsins út úr sögusögnum.
  Go Pool.

 16. Alveg sammála Degi, ég er nokkuð viss á því að Benítez veit nákvæmlega hvar hann stendur með peningamálin og hann er ekki að gefa upp hvaða menn eru á óskalistanum hans. Þó að ég sé nokkkuð viss um að þar séu Villa og Torres í fystu tveim sætunum.
  Og ég bara stór efast um að hann vilji fá Eto fyrir þennan pening og ég trúi því ekki að hann vilji fá Forlan.
  Núna er make or break fyrir Benítez og hann veit það…..loksins hefur hann peningana og ef hann getur ekki keppt um toppsætið á næstu leiktíð þá getur hann það jafnvel aldrei…..þó ég hafi 100% trú á honum sem þjálfara.

  Slökum bara á og höldum áfram að spá í málin. Það verða komnir toppklassa leikmenn áður en langt líður.

 17. Ég verð nú að segja að ég er farinn að verða þreyttur á þessu aðgerðarleysi á leikmannamarkaðinum. Aðalega vegna þess að það er að gera útaf við taugarnar hjá mér. Ég rokka milli bjartsýnis og vonleysis og ég þrauka þetta ekki mikið lengur. En mér datt svipað í hug og það sem hann Ssteini benti á, kannksi er verið að spila á það að við eigum lítinn sem engan pening og að það sé stirrt milli Kanana og Rafa einmitt til þess að félög munu síður pumpa verðið á leikmönnum. Svo hjálpar það líka til ef að enginn veit virkilega hvaða leikmenn Rafa vill því að við höfum verið brenndir á svoleiðis áður. Það eru bjartir tímar hjá Liverpool og ég er viss um að Rafa vilji vera partur af þeim og ég sé ekki að hann fari nokkuð, annars væri hann búinn að því nú þegar. Þetta gæti allt saman verið óskhyggja en í bili þá er óskhyggja það eina sem heldur mér gangandi frá degi til dags 🙂

 18. Ég er orðinn hundleiður á þessu rugli. Ég ætla að sjá bara hvort eitthvað gerist í sumar eða ekki. Eins og staðan er í dag ætlar Rafa að losa okkur við ALLA kantmennina sem við höfum og fá EKKERT í staðinn. Ég ætla ekki að reyna að skilja þetta fyrirbæri.

 19. Mér fannst mjög heimskulegt núna í vor þegar talað var um í fjölmiðlum af Rafa að nú ætti að fara að eyða penningum. Það segir sig sjálft að lið hækka þá verðmiðan á leikmönnum sínum ef Liverpool er að sækjast eftir þeim. Rafa var sjálfsagt sár eftir tapið mikla og hljóp aðeins á sig þarna. Því trúi ég því að umæli frá þeim könum séu til að draga úr þeim almannarómi að Liverpool eigi sand af seðlum og ætli að kaupa þá leikmenn sem Rafa vill sama hvað það kostar.
  Hins vegar hef ég aldrei verið á þeirri skoðun að 30m punda maður sé ávísun á 20 mörk eða meira á tímabili, það er svo margt annað sem kemur inní en verðmiðinn. Ef það koma 2 kantmenn fyrir 15 til 10 mil og framherji fyrir 18 þá tel ég að liði eigi allveg að geta keppt um titilinn og vel það.

 20. Ég vil ekki sjá Sally Gunnell í Liverpool treyju svo einfalt er það. Þar að auki er ég mjög ósáttur við að fá fyrrverandi Utd reject. Hún er ágæt í boltanum kellingin sosum en sem fyrsta kost? Naaaa, I dont think so.

Stóra áfallið

Síðuvesen og fréttir